Pressan - 02.11.1989, Page 14
14
Fimmtudagur 2. nóv. 1989
— Hvað orsakar lítið sjálfsálit?
„Ástæðan liggur oftast einhvers
staðar í uppvextinum. Það verður
því seint ítrekað nægilega hve gífur-
lega mikilvægt það er fyrir börn að
fá hrós og örvun. Ef börn sannfær-
ast um að þau séu léleg getur sú
sjálfsímynd greypst djúpt í persónu-
leikann og haldist þar, þrátt fyrir
mikla velgengni."
Skipuleggja
hegðunina, rækta
líkamann og breyta
hugsuninni
— Er mikið um að fólk leiti til
sálfræðinga vegna kvíða?
„Já, það er mjög algengt. Ég held,
að kvíði sé undirrót allt að helmings
þeirra vandamála, sem fólk leitar
með til sálfræðinga. Þetta á t.d. oft
við um þunglyndi. Það byrjaði
kannski sem kvíði, sem hefur magn-
ast upp og vafið utan á sig vegna
þess að ekkert hefur verið að gert.“
— Nú stendur þú fyrir nám-
skeiðahaldi til að hjálpa fólki að
losna við kvíða. Hver er galdur-
inn við að uppræta þessi ósköp?
„Sálfræðingar nota mjög hefð-
bundnar aðferðir við meðferð á
kvíða. Ef kvíðinn er á háu stigi getur
lyfjagjöf verið nauðsynleg í upphafi
meðferðarinnar á meðan mann-
eskjan er að læra ný viðbrögð, þó
lyfin sjálf séu auðvitað engin lækn-
ing heldur slái einvörðungu á ein-
kennin. Mikilvægast er hins vegar
að kenna fólki með kvíðaeinkenni
að skipuleggja hegðun sína, rækta
líkamann og breyta viðhorfum."
— Er ekki hægar sagt en gert
að breyta viðhorfum?
„Ekki endilega. Neikvæð viðhorf
fólks til sjálfs sín eru á ómeðvituðu
plani, en um leið og maður gerir sér
grein fyrir þeim gerist mjög margt.
I upphafi meðferðar er ekki ætlast
til að fólk umbylti sjálfu sér og fari
að hugsa jákvætt, heldur er það
hvatt til að fylgjast með þessum nei-
kvæðu hugsunum í eigin garð. Um
leið og við verðum meðvituð um lé-
legt sjálfsálit og afleiðingar þess fyr-
ir okkur verður nefnilega erfitt að
halda áfram á sömu braut. Aðferðin
er í sjálfu sér ekki flókin. En auðvit-
að gerist ekkert, nema fólk vilji
sjálft breytast og losna við þau per-
sónueinkenni sem standa því fyrir
þrifum.
Á námskeiðunum, sem ég held, er
grafist fyrir um þau neikvæðu við-
horf sem viðhalda kvíðanum hjá
hverjum og einum. Ég kenni líka
slökunaræfingar, sem gegna afar
mikilvægu hlutverki í þessu sam-
bandi. Þar að auki er ákveðniþjáif-
un stór hluti af námskeiðinu, en hún
stuðlar að því að breyta undirgefni í
ákveðni, án þess þó að fara út í öfgar
yfirgangsseminnar." (Sjá lýsingu á
þessum þremur flokkum fram-
komu!)
Undirgefni
leiðir tilkvíða
— Er sem sagt samband á milli
kvíða og þess hvernig maður
kemur fram í samskiptum við
aðra?
„Já, flestir sem eru kvíðnir eru í
meira eða minna mæli undirgefnir.
Þeir ná því ekki fram, sem þá langar
ÁKVEÐNl:
Ef maiur er sanngjarn nœst yfirleitt það
sem mann longar til. Maður nœr þó
markmiðum sínum. Sjálfsvirðing og vel-
líðan aukast. Sú ímynd breytist að í sam-
skiptum tvegg|a aðila sigri annar og
hinn tapi — báðir aðilar geta nefnilega
sigraðl Maður virðir og metur bœði sinn
eigin rétt og annarra.
Maður býr yfir s|álfsvirðingu og er ör-
uggur, lánsamur og sáttur við s|álfan sig
í rnannlegum samskiptum — bœði á með-
an þau standa yfir og á eftir. Maður hef-
ur fulla stjórn á kringumstœðum og er
viss um hvert stefnir.
YFIRGANGSSEMI:
Maður nœr markmiðum sínum á kostnað
annarra. Maður sœrir aðra með því að
velja fyrir þá og gera lítið úr þeim. Það
verður stöðugt erfiðara að slaka á og ná
sér eftir mannleg samskipti.
Maður réttlœtir hluti sér í hag, stjórnar
öðrum og er aeðri. Eftir á finnur maður
stundum fyrir þoirri tilfinningu að hafa
klúðrað hlutum eða að maður hafi sýnt
eigingirni.
cP
Oddi Erlingsson sálfræöingur: „Líkamlegu einkennin eru alltaf eins, hver svo sem
sök kvíðans er. Blóöþrýstingur hækkar, hjartsláttur eykst, öndun veröur hröð
stutt, það sprettur út kaldur sviti og maður fer að skjálfa."
Alþýðublaðlð átti sjötiu ára af-
mæíi um síðustu helgi. Af þvi tilefni
var stjórnarmönnum og starfsmönn-
um blaðsins ásamt gestum boðið til
kvöldverðarhófs þar sem meðfylgj-
andi myndir voru teknar.
Hákon Hákonarson framkvæmdastjóri, Anna Gígja
Guðbrandsdóttir bókari, eiginmaður hennar, Haraldur
Eiríksson húsasmiður, og Ingólfur Margeirsson.
Þeim hefur greinilega ekki leiðst í hófinul Sverrir Jóns-
son, stjórnarmaður í Blaöi hf., Karl Steinar Guðnason, al-
þingismaður og Birgir Árnason, aðstoðarmaður Jóns
Sigurðssonar ráðherra.
Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, færði Ing-
ólfi Margeirssyni ritstjóra blómakörfu frá Alþýðuflokknum í tilefni afmælisins. í
körfunni voru nokkrar rósir; tákn þeirra ára sem Alþýðublaðiö hefur verið gefið út
með hagnaði, að sögn formannsinsl
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherrs
ritstjóri PRESSUNNAR, Lára V. Júlíusdóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Alþýðui
Ingibjörg Árnadóttir, blaðamaður á Alþýðubl
og Ómar Friðriksson, ritstjóri Pressunnar.