Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 15
Fimmtudagur 2. nóv. 1989
15
til — nema gera það á óbeinan hátt.
Tilfinningar þeirra eru oft í hróp-
andi ósamræmi við framkomuna.
Þeir eru kannski spenntir og kvíðn-
ir, en sýnast afslappaðir á yfirborð-
inu. Slíkt ósamræmi eykur enn
meira á spennuna.
Dæmi um þetta er t.d. þegar ein-
hver treðst fram fyrir mann í biðröð
og maður lætur það viðgangast eða
maður fær kalda súpu á veitinga-
stað en kvartar samt ekki. Öll slík at-
vik valda samt óánægju og hún
safnast fyrir, án þess að fá útrás. Hjá
einhverjum getur þetta ýtt enn frek-
ar undir sjálfsásakanir og vanmeta-
kennd og þá er skammt í kvíðann."
— Hvernig er árangurinn af
námskeiðunum, sem þú hefur
staðið fyrir?
„Arangur af kvíðameðferð er yfir-
leitt góður. Um leið og maður hefur
skilgreint viðmót og viðhorf sem
viðhalda kvíðanum er tiltölulega
auðvelt að breyta þeim. Þó er þetta
auðvitað ákveðið átak. Það breytir
enginn rótgrónu hegðunarmunstri
algjörlega fyrirhafnarlaust."
— Við hvaða aðstæður finnur
þú sjálfur helst til kvíða, Oddi —
eða ertu kannski alveg búinn að
uppræta slíkar tilfinningar hjá
sjálfum þér?
„Nei, því fer fjarri, enda er ákveð-
inn kvíði mjög mikilvægur við viss-
ar kringumstæður, þó hann geti
skemmt fyrir manni ef hann verður
of mikill. Kvíðinn sem ég fann fyrir
áður en ég kom í þetta viðtal var t.d.
ekki svo mikill að ég lamaðist. Ég
gat a.m.k. talað við þig! En vissu-
lega verð ég oft kvíðinn.
Það skiptir hins vegar gífurlegu
máli að átta sig á því að maður sé
kvíðinn og að viðurkenna það fyrir
sjálfum sér. Þá hættir ástandið að
vera hættulegt. Kvíði er fyrst og.
fremst skaðlegur, ef maður gengst
ekki við honurn."
— Er til fólk, sem aldrei finnur
til kvíða?
„Þeir, sem eiga við pefsónuleika-
truflanir áð etja, finna oft ekki til
kvíða, en það eru líka til „heilbrigð-
ir“ einstaklingar, sem eru svo til
ónæmir fyrir kvíða. Þetta eru yfir-
leitt mjög sjálfselskar og yfirgangs-
samar manneskjur."
UNDIRGEFNI:
Moður nœr ekki því, sem monn langar til. Ef það tekst
er það á óbeinan hátt. Tilfinningar eru oft í ósamrœmi
við framkomu. Aðrir ná markmiðum sínum á okkar
kostnað. Maður vanvirðir eigin rétt — aðrir nota rótt-
inn. Reiði safnast saman og er annaðhvort bœld niður
eða hún beinist að fólki, sem er valdaminna en við.
Maður stendur sig að því að skjóta hlutum á frest,
þjást í þögn, gera hluti með hálfum huga, verða óvand-
virkur eða gleyminn. Aðrir ráðskast með mann. Ein-
manaleiki og einangrun verða hluti af daglegu lífi.
Maður er haldinn bíða og vanmetakennd, óánœgður
með sjálfan sig, auðsœrður og finnst aðrir stjórna lífi
manns. Maður er oft reiður og fullur gremju eftir að
hafa átt samskipti við annað fólk.
i, Jónína Leósdóttir,
lögfræðingur ASÍ, og
Flokks.
Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Blaðs hf.
og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og eigin-
kona hans, Ragnheiður Ebenesardóttir.
aði,
Sigurþór Halldórsson, prófarkalesari Alþýðublaösins, eiginkona
hans, Kristín Guömundsdóttir, Þorlákur Helgason, fyrrum blaöamað-
ur á Alþýðublaðinu, og Kristjana Sigmundsdóttir, kona hans.
Þegar við tökum höndum saman...
... náum við eyrum fleiri
Viðskiptavinur! Okkar hlustendur eru þínir viðskiptavinir
°g í gegnum okkur nærðu athygli fleiri, á betri tíma og á ákjós-
anlegri hátt.
í glænýrri útvarpskönnun Gallups* sannast svo ekki verður
um villst að fleiri hlusta á Bylgjuna og Stjörnuna en aðrar
útvarpsstöðvar írá kl. 9 á morgnana og þar til vinnutíma lýkur,
að hádeginu einu undanskildu. Pegar þú auglýsir bæði á Bylgj-
unni og Stjörnunni - fýrir verð einnar birtingar - nærðu til
fleiri hlustenda á morgnana og um hábjartan daginn en ef þú
auglýsir á öðrum útvarpsstöðvum.
Og tíminn getur ekki verið betri. Yfirleitt gerir fólk innkaup-
in í hádeginu, eftir að hafa hlustað á auglýsinguna þína fýrr um
morguninn eða að loknum vinnudegi eftir að hafa hlustað á
auglýsinguna þína fýrr um daginn.
Auk þess birtist auglýsingin ekki samtímis á báðum stöðvum
heldur á sitthvorum tímanum. Með þessu fýrirkomulagi eru
meiri líkur á því að auglýsingin berist eyrum hvers hlustanda
a.m.k. einu sinni eða oftar.
Þegar þú auglýsir á Bylgjunni og Stjörnunni nærðu til fleiri
hlustenda á áhrifaríkan hátt.
á
Pantaðu birtingar strax í dag í síma 62 52 52 eða sendu
texta og birtingaáætlun í gegnum telefax 62 24 06.
Unnin fyrir fslenska útvarpsfélagið 20. og 21. október.
lirtak valið úr hópi 15-70 ára af suðvesturhorni landsins og á Akureyri.