Pressan - 02.11.1989, Side 16

Pressan - 02.11.1989, Side 16
16 Fimmtudagur 2. nóv. 1989 sfúkdómar og fólk Klæðnaður læknanna, eða á hverju þekki ég lækninn minn? Saga afSlysó Við lágum í heita pottinum, félag- arnir, um daginn eftir gott hlaup um Vesturbæinn. Við möruðum í hálfu kafi og létum höfuðið rétt standa upp úr og virtum fyrir okkur nokkr- ar ungar stúlkur í nýju sundfatatísk- unni á bakkanum. Enginn sagði neitt, enda búnir af afgreiða öll helstu málefni dagsins á spekings- legan hátt. Jarðfræðingurinn í hópnum hafði nýlokið við að skýra út Richtera-jarða kjálftamælinn á algjörlega óskiljanlegan hátt og það gekk nærri mönnum. Þá rauf einn þögnina og sagði allt í einu: — Ég var á slysavarðstofunni um daginn. — Nú, sögðum við letilega. — Ég hafði fengið eitthvert aðsvif í vinn- unni, hélt hann áfram, ég stóð snöggt upp, sortnaði þá fyrir augum og hrasaði, og sneri undir mér ökkl- ann. Nú, þeir fóru með mig beint upp á slysavarðstofu, og þar fórum við í afgreiðsluna. Því miður höfð- um við enga peninga, svo við gátum ekki borgað, og ég mundi ekki kennitöluna mína. Stúlkunni í af- greiðslunni ofbauð þetta en vildi samt greiða götu okkar. Við biðum drykklanga stund á biðstofunni og hiustuðum á drukkinn mann syngja ömmubæn með Alfreð Clausen. í miðju laginu brast hann í grát og sagði snöktandi: — Ég verð að fara að drífa í því að heimsækja hana ömmu upp á elliheimili. Mér var síð- an visað inn á skoðunarherbergi af fallegri hvítklæddri konu sem spurði mig, hvert erindið væri. Ég hélt, að hún væri læknirinn og sagði henni allt af létta. Hún hlustaði á mig, skrifaði eitthvað niður, brosti síðan fallega og sagðist fara og sækja lækninn. Hún væri hjúkrun- arfræðingur á deildinni. Fleiri hvítklœddir Síðan kom inn ung, barnaleg stúlka í alveg eins fötum og hin og fór að spyrja mig sömu spurning- anna. Mér fannst hún svo ungleg, að ég hélt hún væri hjúkrunarnemi eða læknanemi eða gagnfræðingur í starfskynningu, svo ég spurði var- færnislega, þegar hún stoppaði smástund: — Hvenær kemur lækn- irinn, góða mín? Þá leit hún upp frá pappirunum sínum og sagði alvar- lega: — Ég er læknirinn. Ég varð al- veg eins og kykvendi, en hvernig átti ég aö vita það. Svo sendi hún mig í röntgen, kom síðan og rýndi spekingslega í myndirnar og sagðist ætla að ná í sérfræðinginn. Eftir smástund kom inn maður í ibrún- leitum molskinnsbuxum, brúnum fótlaga skóm og með slifsi. Yfir þessu var hann í skítugum slopp. Mér datt ekki annað í hug en hann kæmi frá aðalskrifstofunni til að tala um það við mig að ég hefði ekki borgaö frammi í afgreiðslu. Ég sagði honum, að ég kæmi eftir smátíma með peningana og kennitöluna. Hann horfði þá á mig sorgbitnum augum og sgðist vera sérfræöingur á lyflæknisdeildinni, kominn til að hlusta á mér hjartað af því ég hefði fengið þetta aðsvif. Síðan kom sér- fræðingurinn, sem beðið var eftir, og vafði einhverju um löppina á mér. Féiagi minn gerði smáþögn á þessari sögu og sagði svo: — Heyrðu Óttar minn, geturðu ekki gefið mér leiðbeiningar um hvernig maður þekkir lækninn sinn frá öðrum, allir sem töluðu við mig voru eins, hvít- klæddir frá toppi til táar nema þessi, sem ég hélt að væri frá skrifstof- unni. Hvernig þekkir maður þetta lið allt í sundur, lækna frá lækna- nemum, hjúkrunarnema frá lækna- nemum, hjúkrunarfræðinga frá læknum og vaktmennina frá lyf- læknum? Sloppar og pennar Mér varð svarafátt, en hugsaði málið. Þegar grannt er að gáð eru ýmsar leiðir til að aðgreina lækna. Einkennisbúningur læknanna er slopparnir, sem eru yfirleitt hvítir og flestir eins. Einstaka læknir gengur með nafnspjald i sloppnum en það gera fæstir. Yfirleitt ganga læknar með hluatunarpípu í sloppvasan- um og eru einir um það. Aðrar stétt- ir ganga ekki um ganga spítalans með hlustunarpipu hangandi upp úr sloppvasanum eða um hálsinn eins og torkennilegt slifsi, svo segja má að hlustunarpípan sé einkenni læknanna. Hlustunarpípurnar eru öllum stærðum og gerðum og gcta glöggir sjúklingar þekkt lyf- lækni frá skurðlækni á henni einni saman. Auk þess eru læknar stund- um með kalltæki hangandi á áber- andi stað á sloppnum, sem læknir- inn ber eins og fálkaorðu. Auk þess má þekkja læknana á sloppvösun- um, sem eru yfirleitt troðfullir af alls konar drasli, minnisblöðum, göml- um hönskum, og listum yfir meðal- gildi frá rannsóknarstofunum. Læknanema má þekkja á stórum þykkum bókum sem þeir hafa í sloppvasanum og heita sláandi titl- um eins og: Stutt handbók um bráðalæknisfræði (1120 bls.) eða Öll einkenni læknisfræðinnar í stuttu máU (1456 bls.). Læknanem- ar halda, að gott sé að hafa slíkt upp- sláttarrit við höndina, þegar í harð- bakkann slær, og vera fljótur að fletta. Ég hef aldrei séð þessar hand- bækur koma nokkrum að gagni ut- an einu sinni að hægt var að nota eina slíka sem kodda undir vanga á manni sem var að kasta upp. Svo læknanema þekkirðu alls staðar úr á þessu bókasafni sem þeir rogast með í sloppvösunum. Hjá læknun- um er brjóstvasinn fullur af ódýr- um, lélegum pennum frá ýmsum lyfjaframleiðendum og umbjóðend- um. — Eru læknar þá aldrei með al- mennilega penna? spurði þessi fé- lagi minn. — Nei, sagði ég, lyfja- framleiðendur sjá læknum fyrir pennum og það eru yfirleitt einnota kúlupennar, sem ómögulegt er að skrifa með, nema nokkur resept. Ef þú hittir einhvern með almennileg- an Plarker- eða Shaeffer-penna inni á spítalanum þá er sennilega um að ræða læknanema, sem enn er ekki búinn að týna fermingarparkernum sínum og ekki kominn á pennaspen- ann hjá lyfjaframleiðendum, eða rit- færan vaktmann sem ber virðingu fyrir mætti pennans. Fleiri greiningaratriöi Svo það má þekkja læknana úr á draslinu í sloppvösunum og ódýru pennunum, en hvernig þekki ég læknana í sundur? — Þú verður að taka eftir því, hversu skítugur sloppurinn er, sagði ég. Ef sloppur- inn er tandurhreinn og strokinn er sennilega um lækni eða lækna- nema að ræða sem ekki hefur náð langt á framabrautinni og best að hafa sem minnst samskipti við slík- an mann. Ef sloppurinn er á hinn bóginn skítugur og þreyttur og spællinn hangir laus er um mjög lærðan lækni að ræða, sem bera verður fullt traust til. — Eru slíkir læknar aldrei í hreinum slopp? spurði vinur minn. — Nei, svaraði ég, það eru framleiddir undra-slopp- ar fyrir þá, sem eiginlega eru aldrei hreinir og aldrei skítugir heldur allt- af jafn kæruleysislegir, svona eins og frakkinn hans Humphreys Bog- arts. — En manninn á molskinns- buxunum, hvernig átti ég þá að þekkja hann úr? — Lyflæknar og ýmsir fleiri hugvitslæknar eru ekki alveg hvítklæddir. Þú þekkir þá úr á sloppnum eins og hina, svo eru þeir yfirleitt ágætlega klæddir að öðru leyti en því að þeir eru alltaf á óburstuðum skóm og með stóra áberandi hlustunarpípu og kalltæki. Aörir hópar Svo áttu að geta þekkt ýmsa und- irhópa á séreinkennum. Þannig ganga svæfingarlæknar yfirleitt með andlitsgrimuna hangandi um hálsinn eins og káboj-klút í gömlum vestra. Skurðlæknana má þekkja á blóðugum klossunum, bæklunar- læknana á gifsslettunum á bolnum og skónum. Taugasjúkdómalækna má þekkja á stórum taugavið- bragðahamri sem stendur upp úr sloppvasa þeirra eins og útvarpsloft- net eða bugspjót. Fæöingarlækn- ana eða kvensjúkdómalækna má þekkja frá skurðlæknum á því að þeir eru yfirleitt mun snyrtilegri til fara, enda sífellt að umgangast ung- ar konur. — En hvernig þekki ég geðlækna? spurði þessi vinur minn, þeir eru aldrei í slopp. — Þú þekkir þá frá öðrum læknum á áhyggju- fullum svipnum og þreytulegu göngulaginu og þeir virðast aldrei vera að flýta sér eins og allir hinir. Annars eru þetta mikil vísindi og ég ætla einhvern tímann að gefa út leiðbeiningabók fyrir almenning um refilstigu sjúkrahúsanna. pressupenni Flugstöð og ráðhús — ævintýrin gerast enn Á borgarstjórnarfundi fyrir hálf- um mánuði lagði borgarstjóri fram tölur um byggingarkostnað ráðhúss í Reykjavíkurtjörn, að beiðni stjórn- arandstöðunnar í borgarstjórn. Þar kom m.a. fram að heildarkostnaður við byggingu ráðhúss hefði verið áætlaður 1.507 milljónir króna í febrúar sl. og að allt benti enn til þess að sú áætlun myndi standast „innan eðlilegra skekkjumarka", eins og það heitir í svari borgar- stjóra. Eftir því sem ég hef best heyrt og séð hefur þessi tala verið tekin gagnrýnilaust upp af fjölmiðl- um og ekki verið talin ástæða til að skoða þá forsögu sem að baki býr. Til að allrar sanngirni sé gætt er þó rétt að geta þess að sjónvarpið sagði frá því, að í nóvember 1987 hefði heildarbyggingarkostnaðurinn ver- ið áætlaður 750 rnilljónir króna. Eins og fyrr segir er talan sem borgarstjóri gefur upp frá því í febr- úar sl. og miðast við byggingarvísi- töluna eins og hún var í janúar sl. Ef upphæðin er framreiknuð miðað við byggingarvísitöluna nú í októ- bermánuði breytast 1.507 milljón- irnar í 1.853 milljónir króna. Ef 750 milljóna króna áætlunin er svo framreiknuð miðað við daginn í dag, þá hljóðar hún upp á 1.082 milljónir króna og bliknar því við hliðina á nýjustu tölum. Sú áætlun fól þó í sér verulega hækkun ef tek- ið er mið af fyrstu hugmyndum manna um kostnað við ráðhúsbygg- ingu í Tjörninni. 80% hœkkun í ágúst árið 1986 var skipuð í borg- arráði dómnefnd í skipulagssam- keppni um ráðhús „af hóflegri stærð“, eins og draumur borgar- stjórans hljóðaði þá. Markmiðið með samkeppninni var að kanna hvort draumur hans gæti ræst í norðvesturhorni Tjarnarinnar. Til að gera mér einhverja mynd af því hvað draumfarir borgarstjórans kæmu til með að kosta borgarbúa lagði ég fram fyrirspurn í borgarráði um þær hugmyndir sem uppi væru um kostnað við ráðhúsbyggingu. Svarið sem ég fékk var að ekki væri talið fjarri lagi að kostnaður við það fullfrágengið yrði á bilinu 175—200 milljónir króna. Miðað við þær hækkanir sem síðan hafa orðið á byggingarvísitölunni lætur nærri að þessi tala sé sambærileg við 300— 350 milljónir króna í dag. Kostnað- artölur varðandi ráðhúsið hafa því hækkað ævintýralega á undanförn- um árum; ekki bara í krónum held- ur að raungildi. Þær hafa hækkað um 80% ef miðað er við þær áætl- anir sem fyrir lágu þegar hafist var handa við framkvæmdina, en hvorki meira né minna en sexfald- ast ef miðað er við þær hugmyndir sem að baki lágu þegar fyrstu skref- in voru stigin. Hver skyldi munur- inn verða þegar upp verður staðið? En þessar hækkanir eru kannski innan þeirra „eðlilegu skekkju- marka" sem borgarstjóri nefndi í svari sínu? Þessar hækkanir koma þó ekkert á óvart. Andstæðingar ráðhúsbygg- ingarinnar, jafnt innan sem utan borgarstjórnar, hafa alla tíð dregið kostnaðaráætlanir borgarstjóra og embættismanna hans í efa. Það er því miður landiægur siður, bæði hjá stjórnmálamönnum og embættis- mönnum, að vanáætla kostnað vegna framkvæmda sem þeim eru að skapi. M.a. þess vegna situr þjóð- in uppi með flugstöðvarævintýri og borgarbúar með ráðhúsævintýri sem ekki er af minni stærðargráðu. Út í bláinn Borgaryfirvöld vilja eflaust ekkert við þessa samlikingu kannast en það er þá þeirra vandamál að vilja ekki horfast í augu við staðreyndir. í febrúar 1988 urðu heitar umræður um flugstöðvarbygginguna á Al- þingi m.a. vegna upplýsinga frá rík- isendurskoðun um að byggingar- kostnaður hefði farið 40% fram úr áætlun á byggingartímanum. (Ráð- húsbyggingin er þegar komin 80% fram úr áætlun!) Ég efast ekki um að borgaryfirvöld telja það sér til máls- bóta að tölurnar frá því í ágúst 1986 séu skot út í loftið því að þá hafi ekki legið fyrir um hvers konar byggingu yrði að ræða. Tölurnar frá í nóvem- ber 1987 hafi svo byggst á lauslegu kostnaðarmati en ekki útfærðri áætlun. Þetta er að vísu rétt en leiðir óneitanlega hugann að því hvernig staðið er að ákvörðunum um og undirbúningi framkvæmda við draumaverkefni borgarstjórans. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á sínum tima hugmyndina um ráð- hús í Tjörninni og byggði samþykki sitt á tölum sem voru út í bláinn. Meirihlutinn samþykkti lika að hef ja framkvæmdir við bygginguna þrátt fyrir að hún væri engan veginn full- hönnuð og ekki væru til um hana neinar vandaðar kostnaðaráætlan- ir. í skýrslu ríkisendurskoðunar sagði um þá lærdóma sem draga mætti af flugstöðvarframkvæmd- inni: „Ríkisendurskoðun telur að af þessu máli megi draga ýmsar álykt- anir í sambandi við meiri háttar op- inberar framkvæmdir, m.a. eftirfar- andi: 1. Vanda til við undirbúning framkvæmda, einkum að fyrir iiggi góð skilgreining á verkefninu og væntanlegum gangi þess. 2. Vanda til áætlanagerðar, eink- um samræmdrar framkvæmda- og fjárhagsáætlunar, framkvæma stöð- uga endurskoðun meðan á verkefni stendur og tryggja upplýsingagjöf til réttra aðila." Þó til þess séu vítin að varast þau, þá dettur ráðhúsframkvæmdin ofan í nákvæmlega sama pytt og flug- stöðvarframkvæmdin — hún er illa undirbúin og þeir sem henni stjórna virðast hafa frítt spil þegar fjármun- ir almennings eru annars vegar. INGIBJÖRG S< GÍSLADÓTTIR

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.