Pressan - 17.05.1990, Síða 4
4
Fimmtudagur 17. maí 1990
litilræði
af alþýðublaðinu
Þaö var að Alþýðublaðiðfór að valda tauga-
titringi.
Þetta líka litla.
Hver hefði trúað þessu fyrir par árum þegar
Alþýðublaðið var enn fjórblöðungur í svart-
hvítu með leiðara fyrir sanntrúaða og utan
þess lítið annað en opinberar auglýsingar.
Já hver hefði trúað því að að því drægi að
heimspressan á íslandi færi að taka hvert helj-
arstökkið af öðru útaf því sem þá var kallað
„safnaðarblað kratanna".
Alþýðublaðinu.
Alþýðublaðinu sem Steinn minntist eftir-
minnilega á „að fengnum skáldalaunum":
Hér áöur fyrr þaö er satt ég var troöinn í svaðið
hvar sáuö þiö mannkynið komast á lægra stig.
Ég var soltinn og klæðlaus og orkti í Alþýðublaöiö
og allur heimurinn fyrirleit blaöiöog mig.
Nú er öldin önnur.
Bara engu líkara en Reykjavíkurpressan sé
búin að fá Alþýðublaðið á heilann: útlit, efnis-
tök, útbreiðslu, litavalið á hausnum, vaxtarlag
ritstjórans, vinnutíma hans og þær undarlegu
hvatir sem hljóta að liggja að baki því að um
þessar mundir er verið að stækka og auka Al-
þýðublaðið til muna.
Varla hefur Alþýðublaðinu áður verið gert
jafn hátt undir höfði.
Eða einsog sagt er á vegavinnumáli:
— Þetta hefur vegur Alþýðublaðsins orðið
hvað upphleyptastur.
Ég legg til að ritstjórinn geri bragarbót í
næsta „stuttleiðara" og hafi þá vísupartinn
svona:
Nú talin er vegsemd aö yrkja í Alþýöublaöiö
og allur heimurinn talar um blaðið og mig.
Því er auðvitað ekki að leyna að til skamms
tíma þótti nokkuð vænlegur kostur að yrkja í
Alþýðublaðið vegna þess að það var sjaldgæft
blað og fáséð og það er augijós staðreynd að
minnstum leiðindum veldur það málgagnið
sem enginn les.
En nú er semsagt Ijóst að þessum höfuð-
kosti Alþýðublaðsins stendur til að varpa fyrir
róða með því að stækka og bæta blaðið og
auka útbreiðsluna í leiðinni.
Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.
Nú munda allir virtustu huldupennar þjóðar-
innar sparistílvopnið og reiða hátt til höggs
enda tilefnið hvorki meira né minna en það að
Alþýðublaðið er á góðum vegi með að verða
níu sinnum stærra helduren það var fyrir par
árum og þaraðauki í gulu rauðu grænu og þeim
forboðna lit bláu.
„Garri" Timans, „Staksteinar" Morgunblaðs-
ins og „Dagfari" DV fara hamförum og ólundin
slík að lesendur komast í sólskinsskap á nóinu
og hugsa sem svo:
— Best að kaupa Alþýðublaðið.
Engum af hinum virtu huldupennum þjóðar-
innar virðist eins uppsigað við Alþýðublaðið
einsog „Garra" Tímans.
í „Staksteinum" í síðustu viku er gersamlega
gengið framhjá þeirri hugmynd að luntinn í
„Garra" stafi af því að hann sé á breytinga-
skeiðinu.
Hinsvegar er ólundin, að dómi „Staksteina",
sprottin af ótta við það að þjóðin fari að kaupa
Alþýðublaðið í staðinn fyrir Tímann.
Einsog er virðist allt stefna í það, ekki síst
vegna þess að ritstjóri Alþýðublaðsins stal
þeirri hugmynd frá Tímamönnum að fara að
gefa út blað í öllum regnbogans litum og erfyr-
irmyndin auðvitað NT en það var Tíminn kall-
aður í þau ársem hann kom út í eðlilegum lit-
um og er að flestra dómi eitt litskrúðugasta út-
gáfuævintýri sameiginlegrar íslenskrar blaða-
útgáfu frá upphafi.
Sagt er að á slíku ævintýri sé hægt að tapa
hundraðmilljónum á einu ári, tvöhundruð á
tveim og svo koll af kolli.
Flestir munu þeirrar skoðunar að ritstjóri Al-
þýðublaðsins ætli sér að koma krötum reglu-
lega í álnir með því að stækka Alþýðublaðið og
gera úr því alvörublað að ekki sé nú talað um
þann háleita draum sumra krata að flokkurinn
eignist verðugt málgagn sem mark er tekið á.
I „Staksteinum" Morgunblaðsins er hins-
vegar á það bent að „Garri" Tímans líti svo á að
margföld stækkun á Alþýðublaðinu, sem hefur
í för með sér stóraukið vinnuálag, sé aðferð rit-
stjórans til að losna við að vinna nema hálfan
daginn.
Eða svo vitnað sé í Garra orðrétt:
„Þannig hefur ritstjórinn ákveðið að vera að-
eins í hálfri vinnu og er því orðinn einskonar
stuttritstjóri."
Það þarf skarpvitran mann, glöggskyggnan
og hagvanan í ritstjórn til að komast að þeirri
niðurstöðu að því meira sem ritstjórinn hafi að
gera, þeim mun minna þurfi hann að vinna.
Það skyldi þó aldrei vera að ritstjóri Alþýðu-
blaðsins hafi líka stolið þessari hugmynd frá
Tímanum.
Og eitt er varla einleikið en það er að það
skuli fara svona illyrmislega fyrir brjóstið á
„Garra" að hausinn á Alþýðublaðinu er blár en
ekki rauður og helst hefði hann sjálfsagt viljað
að hausinn væri áfram svartur.
Meira að segja Dagfara, huldupenna DV,
sem löngum hefur verið öllum öðrum fundvís-
ari á hið broslega í lífinu og tilverunni, já meira
að segja Dagfara fataðist flugið þegar kom að
því að fjalla um andlitslyftinguna á kratamál-
gagninu.
Hátt var reitt til höggs og írónían að vopni til
að sýna framá að stórfrétt Alþýðublaðsins, um
það að pabbi Kólumbusar hefði verið þjófóttur
norsari, væri engin stórfrétt.
Dagfari veit auðvitað að svona fréttir birtast
gjarna í öllum blöðum í gúrkutíðinni og má til-
dæmis benda á eina af aðalfréttum DV þennan
sama dag um það að íslenskur knattspyrnu-
maður hefði unnið heimsmeistarakeppnina í
fótbolta ef markvörður ítalanna hefði ekki var-
ið fast vinstrifótarskot frá honum í síðari hálf-
leik.
Ég held að kratar — ef einhverjir eru ennþá
til — ættu einhuga að fagna nýju og betra Al-
þýðublaði sem augljóslega er ekki lengur utan-
við alla umræðu.
Og eftilvill fer sá tími í hönd að heimurinn
hætti að fyrirlíta þá sem yrkja í Alþýðublaðið.
y«l<
jrifcnr
FERÐASKRIFSTOFA
Sími 652266
FLUG OG BILL
ÓDÝRT OG FRJÁLST
ÆM
Danmörk, verð frá kr....20.690,-
Bretland, verðfrá kr....18.920,-
Luxembourg, verð frá kr.23.230,-
Þýskaland, verðfrá kr.............22.510,-*
Austurríki, verð frá kr...........24.660,-*
Sumarhús og hótel.
Ódýr gisting víða um Evrópu.
Verð á mann viðað við 4 i bil, VW Golf, 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára i vikuferð, án flugvallarskatts.
FERÐASKRIFSTOFA
Simi 652266
yfljS
París
á sértilboði í maí:
Verð frá kr. 37.260,-
Flug og gisting i 4 nætur
á mann i 2ja m. herb.
á 3 ★ hóteli, án flugvallarskatts.
Flogið
með
Umboð: Akureyri:
Bókabúðin Edda,
Hafnarstræti 100.