Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. maí 1990
13
Kvartanir streyma
tilráðherra
Ráöherraskipuöum forstödumanni borid á brýn aö gefa út ólögleg prófskírteini, aö hygla syni
sínum, að ,,stela“ nemendum og fleira. Guöjón Andrésson neitar ásökununum harölega.
Guöjón Andrésson tók við
embættinu um áramót og
komst fljótlega í fréttir vegna
brottrekstrar þriggja kennara
af sex, þeirra Olafs Guð-
mundssonar, Eyjólfs Guð-
mundssonar og Guðjóns Ein-
arssonar. Þetta gerði Guðjón
með skírskotun tilþess að um
nýtt embætti væriað ræða og
engir ráðningarsamningar
fyrir hendi og réð hann aðra
til starfans. I kjölfarið hætti
vegna óánægju Baldvin
Ottósson ognúí vikunni kom
upp árekstur sem leiddi til
þess að Karl Valdimarsson
ákvað að hætta kennslunni
eftir 26 ár.
Síðustu daga hafa síðan
kvartanir og kærur streymt
til ráðuneytisins. Meðal ann-
ars hafa prófnefndarmenn-
irnir Guðni Karlsson og
Bjarni Kristjánsson kært út-
gáfu Guðjóns (sem er þriðji
nefndarmaðurinn) á prófskír-
teinum, án þess að þeir hafi
komið þar nálægt eins og
vera ber. Skírteini Guðjóns
eru númerslaus, handskrifuð
og á Ijósrituðum eyðublöð-
um.
Þá hafa ökukennararnir
Gylfi Sigurðsson og Gylfi
Guðjónsson kært til ráðu-
neytisins ,,þjófnað" á nem-
endum, en Guðjón er sagður
hafa tekið nemendur í endur-
tökuprófi frá Gylfa Sigurðs-
syni og jafnvel fleirum og
flutt þá og þar með tekjurnar
yfir til sonar síns, Hilmars
Guðjónssonar. Þeir áttu fund
með ráðherra í gær um málið
og sagði Gylfi að ráðherra
hefði af málinu áhyggjur og
væri sammála því að Guðjón
ætti ekki að viðhafa slík af-
skipti.
Skráningu kennslu-
bifreiðar breytt
til hagræðis?
Karl Valdimarsson ber
einnig að kennsla sem hann
hefur haft meö höndum í
Keflavík hafi verið tekin af
honum og færð undir Hilmar,
son Guðjóns.
Hilmar notaöi að sögn
heimildamanna PRESSUNN-
AR við þessa kennslu leigða
vörubifreið og hefur sú notk-
un verið kærð til lögreglunn-
ar, á þeirri forsendu aö um
ólöglegan bíl sé að ræða. Til
slíkrar kennslu þarf bíl með
sextán tonna heildarþunga
sem ber meira en fimm tonna
hlass. Kærendur halda því
fram að bifreið þessi hafi
réttilega verið skráð með
fjórtán tonna heildarþunga
og beri aðeins 4,7 tonn og sé
því í raun minnaprófsbifreiö
og því ólögleg. Hins vegar
hafi skráningu bílsins nýlega
verið breytt hjá Bifreiöaskoö-
un íslands í Keflavík til aö
bæta úr þessu — aö frum-
kvæði Guðjóns og Hilmars.
Lögreglan er komin í þaö
mál, sem og mælaeftirlit, því
vegna breytingarinnar á eig-
andinn að greiða hærra
mælagjald. Kærendur benda
auk þess á, aö vegna þessarar
breytingar sé eigandi bílsins
réttindalaus, þ.e. án meira-
prófs. Petta hafi Guöjón mátt
vita þar sem eigandinn er
einmitt þessar stundirnar aö
ljúka námskeiði hjá embætt-
inu.
Þá er bent á að í Keflavik
hafi námskeið verið stytt úr
sex vikum í fjórar, en gjaldiö
hafi samt hækkað um 2.000
krónur. Auk þess hafi
kennsluefni veriö minnkað
og mikilvægir kaflar felldir
niður, svo sem um loft-
bremsukerfið og um tenging-
ar fyrir vagna. Þykir kærend-
um vafasamt i meira lagi að
gefa út réttindi eftir svo tak-
markaða kennslu.
Forstöðumaðurinn
segir ásakanirnar
tilhæfulausar
í samtáli við PRESSUNA
neitar Guðjón Andrésson for-
stöðumaður/þessum ásökun-
um harðlega og telur aö við-
komandi einstaklingar ættu
að líta sér nær.
,,Ég kom í þetta starf með
því hugarfari að lagfæra ým-
islegt í kennsiunni og skipu-
laginu og ég vissi hvar skór-
inn kreppti. Margt hefur nú
lagast verulega, ég nefni t.d.
að fyrir hendi var 25 daga bið
eftir skriflegu prófi, en nú er
biðtíminn enginn. Þessar
ásakanir sem þú nefnir eru
allar með ólíkindum."
Guöjón segir að umrædd
prófskírteini hafi farið í gegn-
um prófnefndarmennina og
að ekkert sé fyrir hendi sem
bannað geti útgáfu þeirra —
þau séu lögleg, á löglegum
pappírum og þurfi engin
númer. Guðjón segir kvartan-
ir Gylfa Sigurðssonar til ráð-
herra tilhæfulausar, því
vegria þess hvernig Gylfi
gekk frá sínum reikningum
hafi ekki verið unnt að sjá að
viðkomandi hafi veriö nem-
endur hans frekar en ein-
hverra annarra. Guðjón segir
að engin kennsla hafi verið
tekin frá Karli í Keflavik, því
vegna anna hjá Karli hafi
þurft að leysa málin til bráða-
birgða og Karl sjálfur bent á
Hilmar.
Þá segir Guðjón ekki rétt að
umrædd vörubifreið hafi ver-
ið endurskráð að tilefnis-
lausu. Þegar hann fékk bif-
reiðina leigða hafi hann kraf-
ist skoðunar á henni og þá
hafi komið í Ijós að hún var í
raun stærri en skráningin-
sagði til um og að það hafi þá
verið leiðrétt. Þetta hafi eig-
andinn ekki getaö vitað. Loks
segir Guðjón það rangt að
námskeiö í Keflavík hafi ver-
ið stytt í raun, því sama
kennslumagn var yrir hendi,
og að gjaldið hafi ekki hækk-
aö. Hins vegar hefur kennslu-
gögnum verið breytt til að
færa kennsluna til nútíma-
legri vegar.
Þannig standa orð gegn
oröum í deilum sem enn sér
ekki fyrir endann á. Þær hóf-
ust í raun meö því að Oli Þ.
Guöbjartsson réð Guðjón
flokksbróður sinn í embættið
og Guðjón tók upp á því aö
skipta út kennurum. Nú eru
deiluaöilar nær daglegir gest-
ir hjá ráðherra, þar sem ásak-
anir og kærur ganga á víxl.
UTANGARÐSMENN Á GÖTUNNI í REYKJAVÍK
RGI HÖFDI AÐ HALLA
Gestirnir í Þingholtsstræti
25 eru ekki kröfuharöir
menn. Þeir sem við hittum
sváfu á mjóum svefnbekkjum
í sex manna herbergi. Klukk-
an tíu á morgnana þurfa þeir
að fara út og þá er húsinu lok-
að þangað til um kvöldiö.
Þetta er samt betra en að sofa
undir bátunum, í hitaveitu-
stokkum eða einhvers staðar
í undirgöngum eða húsa-
sundum.
,,Þaö er verst á veturna að
geta ekki veriö hérna á dag-
inn eins og áöur," segir einn
þeirra. „Þegar við verðum að
vera á götunni lendum við
frekar aftur í ruglinu." Dag-
vist fyrir mennina var lögð
niður í vetur. Við spuröum
hann ekki aö nafni, ,,ég vil
ekki koma í blöðin", segir
hann. Mennirnirsem við hitt-
um eru ekkert að berjast fyrir
málstað sínum. Þeir taka
hlutskipti sínu og eru auð-
mjúkir. Þeir hrósa samskipt-
um sínum við vaktmennina
sem vinna í gistiskýlinu og
segja að góður andi ríki í
gamla húsinu.
Einn gestanna, Jón Helgi
Bjarnason, er þó hress meö
að sýna okkur húsnæðið og
vera sjálfur með á myndum.
Hann gistir sex manna her-
bergið og er bæði atvinnu-
laus og húsnæðislaus í bili.
Jón er allt annað en ánægður
með aðstöðuna og trúir ekki
á breytingar nema ef um
mikla hugarfarsbreytingu
yrði aö ræða hjá borgaryfir-
völdum. Hann er þess végna
orðinn hálfgildings frambjóð-
andi síns hóps í kosningabar-
áttunni hjá Nýjum vettvangi.
Þeir sem gefa sig í kosninga-
slaginn hafa þá einhverja von
um betri kjör.
En hvað sem öllum kosn-
ingum líður þá er sjón sögu
ríkari í Þingholtsstræti 25. í
þröngum stiganum á leiðinni
upp í svefnálmuna slær fyrir
Hérna hefur ókunnugur ut-
angarösmaður hreiöraö um
sig í gömlum báti úti í Örfiris-
ey. Þó aö vistarveran minni
helst á sorptunnu er hér nokk-
urn veginn skjól fyrir veðri og
vindum.
Baðaðstaöan er kannski það
versta. En þaö stendur til að
gera nýjar sturtur í sumar og
það er veriö að gera alla efri
hæöina upp," segir Júlíus
Snorrason, afgreiðslufulltrúi
áfengisdeildar Félagsmála-
stofnunar. Efri hæöin, sem
áður var dagvist, veröur nú
móttaka og skriístofuhús-
næöi fyrir áfengisfulltrúa.
Júlíus og Gunnar Guðmunds-
son vaktmaður vita ekki til
þess aö áform séu uppi um að
koma aftur á dagvist fyrir úti-
gangsmennina. Þeir eru sam-
mála um að á veturna sé þörf
fyrir hana en að hún hafi lítiö
veriö notuð á sumrin. „Ætli
þaö séu ekki um hundraö ein-
staklingar sem leita til okkar
yfir árið. Sumir koma oft, aðr-
ir eru lengi í einu. Þeir kom-
ast ekki inn ef þeir eru fullir,
hinir sem eru hér fyrir vilja
vit manni sterkri lykt, blöndu
af fúkka, rakspíra, reyking-
um, þvagi og sjálfsagt ýmsu
fleiru. Blettótt teppin í lítilli
setustofu líta ekki út fyrir aö
hafa nokkurn tímann verið
hrein. Sama er að segja um
gamalt veggfóður sem sum-
staðar hefur losnað upp. Ein
sturta þjónar fimmtán
manns. Gamlir fatalarfar sem
einhverjir gestanna hafa skil-
ið eftir hanga á snögum hér
og þar. Að utan er húsið eitt af
fallegri húsum í bænum. En
innviðirnir eru rotnir.
„Húsið er auðvitað gamalt.
Sex manna herbergiö i gistiskýlinu. Fatadruslur sem fyrri gestir hafa skilið eftir sig hanga á veggj-
unum.
þaö heldur ekki. Þaö yröu
bara vandræöi og vitleysa úr
því fyrir þá sem eru að reyna
að halda sér þurrum," segir
Júlíus.
Það er gott aö koma aftur
út í sólina eftir heimsóknina í
gistiskýlið. Það finnst fleirum
en okkur, því gestirnir eru
líka farnir út. Við sjáum suma
þeirra aftur niðri i miðbæ.
Þeir skera sig flestir úr íjöld-
anum, illa útlítandi, vanhirtir
og þreytulegir af drykkju og
harðræði. Meðan þeir eru
þurrir fá þeir sér oft kaffisopa
í bönkunum eða sitja í reiði-
leysi uppi á Hlemmi, en oft
verður freistingin öðru yfir-
sterkari ogsíðustu krónurnar
notaðar í pela eða flösku.
Stundum veröur rauðsprittiö
aö duga, eða jafnvel kardi-
mommudropar. Lögreglu-
stöðin getur þá orðið næsti
gististaður fyrir þá sem eru
, nógu fullir. Hinir gista hér og
þar í gömlum bátum, stýris-
húsum og allskyns skúma-
skotum. Gamlir svefnpokar
og bældar yfirhafnir, dagblöð
og matarleifar eru verksum-
merkin þar sem utangarðs-
mennirnir hafa hreiðrað um
sig. í einu slíku hreiðri úti i
Örfirisey finnum við snyrti-
legan plastpoka fullan af
franskbrauði, — gamlir,
þvældir nestispakkar og dag-
blöð liggja á botninum í bátn-
um.
Eftir aö Jón Helgi Bjarna-
son hefur sýnt okkur nokkra
staði þar sem utangarðs-
menn Reykjavíkur halda til
þegar þeim er alls staðar út-
hýst ætlar hann niður í bæ.
„Setjið þið naig út við kosn-
ingaskrifstofuna," segir
hann. Hvort hinir liafa trú á
því að pólitíkin leysi vandann
er ekki gott að segja. Þeir
halda áfram á sínu róli og
enginn getur sagt að þeir ætl-
ist til mikils, hvorki af um-
hverfinu né sjálfum sér.