Pressan - 17.05.1990, Síða 19

Pressan - 17.05.1990, Síða 19
Fimmtudagur 17. maí 1990 19 KÖNNUN LANDLÆKNISEMBÆTTISINS Á MERKINGUM Á SÉRFÆÐI BARNA Glasamatur getur verid varasamur Það getur verið varasamt að láta glepjast afsödd- um og sældarlegum auglýsingabörnum sem skreyta krukkur með barnamat. Foreldrar sem eru að flýta sér að versla fyrir helgina geta lent íþví að kaupa tíu ára gamalt barnamauk í krukku með óskiljanlegum leiðbeiningum á framandi tungu- málum, jafnvel að hluta til á arabísku. Vilborg Ing- ólfsdóttir, deildarstjóri við landlæknisembættið, segir frá niðurstöðum könnunar á sérfæði barna. EFTIR BJÖRGU EVU ERIENDSDÓTTUR LJÓSM. EINAR ÓLASON Hér á landi hafa orðið slys á börnum vegnarangrar meðferð- ar á barnamat. Ofullnægjandi merkingar ogóljósar notkunar- reglur auka hættuna á mistökum sem geta haft alvarlegar af- leiðingar i för með sér. Reglur um merkingar á innfluttum barnamat eru í sumum tilvikum þverbrotnar. Sumstaðar vantar allar upplýsingar um aldur vörunnar. Auglýsingar hvetja til notkunar á barnamat fyrir kornabörn sem alls ekki ættu að borða slíkan mat. Þetta eru niðurstöður könnunarinnar sem unnin var af nefnd á vegum landlæknisembættisins, þar sem áttu sæti næringar- fræðingur og tveir hjúkrunarfræðingar. „Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að bæði kaupendur og innflytjendur séu betur upplýstir,” segir Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem unnið hefur að rannsókninni. Brjóstamjólkin alltaf best „Á íslandi eru seldar niu mismundandi tegundir af ungbarna- þurrmjólk, 13 safttegundir, 30 pablumgrautar og um 100 mis- munandi tegundir af glasamat. Allur þessi matur er innfluttur og margir innflytjendur hafa ekkigert sér grein fyrirákvæðum staðals Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varðandi umbúða- merkingar. Villandi upplýsingar á umbúðunum og vafasamar dreifingaraðferðireru hlutir sem þarf að skoða betur," segir Vil- borg. En hvers vegna þarf ad setja sérstakar reglur um sölu og kynningu á barnamat? Geta ekki flestir lesið leiðbein- ingar þó þær séu á ensku eða dönsku? „Sérfæði barna er ekki hægt að líkja við hvaöa mat sem er. Það er ekki til þess ætlast að börn fái slíkan mat að staðaldri ef aðrir valkostir eru fyrir hendi. Mikil áhersla er lögð á að mæður hafi börn á bjósti og fyrir því eru margar ástæður. Brjóstagjöf stuðlar að jákvæðri andlegri líöan móður og barns og brjóstamjólk er einnig besta næringin. Um 4—6 mánaöa ald- ur er hægt að faraaö gefa barninu venjulegan mat, grænmeti og ávexti og prófa sig áfram með eina tegund í einu," segir Vil- borg. Fljótlegt og hentugt en ekki alltaf heppilegt. Það er ástæöulaust að vera „glasabarn" þar sem völ er á góðu hráefni. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir skilji erlend tungumál. Það er mikið í húfi og misskilningur getur og hefur haft alvarlegar afleiðingar. Auk þess eru mörg tungumál i gangi, sumt er á þýsku og við fundum meira að segja mat þar sem merkingarnar voru aö hluta til á arabísku." „For beginners“ „Kveikjan að rannsókninni var aö innflytjandi nokkur haföi samband við landlæknisembættið og kvartaði yfir því aö hann hefði haft spurnir af að hjúkrunarstarfsfólk varaði foreldra viö ákveðnum tegundum af innfluttu sérfæði barna og ráðlegöi þeim aö kaupa það ekki. Innflytjandinn var ósáttur við þessi af- skipti og sagði að um fyrsta flokks vöru væri aö ræöa." Eftir þessa könnun á öllu sérfæði bama sem selt er á landinu, tekur þú þá undir viðvaranir hjúkrunarstarfs- fólksins? „Já. Sérfæði ætti aðeins að kaupa að vel athuguöu máli og alls ekki að jafnaði. Þetta er frekar matur sem getur verið gott að grípa til endrumog eins og hann á ekki að gefa börnum und- ir þriggja mánaðaaldri nema í undantekningartilfellum," segir Vilborg Ingólfsdóttir. „Þurrmjólk getur þurft að gefa yngri börnum en best er að komast hjá þvi oggefa brjóst ef hægt er. Þó að varan sé kannski fyrsta flokks, þá eru merkingar alls ekki alltaf til fyrirmyndar. Það er ekki rétt að halda því fram aö þetta sé betra en brjósta- mjólk eða venjulegur matur. Það þyrfti aö benda foreldrum á aö kaupaekki blöndu af ýmsum hráefnum fyrir mjög ung börn, eins og flestir vita á aðeinsað prófa eina tegund hráefnis í einu þegar verið er að venja ungbörn viö nýjan mat. Vilborg Ingólfsdóttir, deildarstjóri hjá land- læknisembættinu, segir frá nýlokinni könnun á sérfæöi barna. Samkvæmt því mikla úrvali sem er að finna í verslunum má ætla að tilbúinn tornamatur njóti mikilla vinsælda hér á landi. Miðað við hin Norðurlöndin er úrvalið af slíkum mat mjög mik- ið og foreldrar eiga oft erfitt með að átta sig á því hver af þess- um vörutegundum sé best. Það er fjótlegt að grípa til fæðu af þessu tagi, til dæmis hjá útivinnandi foreldrum sem hafa lítinn tíma. Vilborg telur mikilvægt að brýna fyrir íoreldrum að glasa- matur eigi ekki að vera dagleg fæða, en líta frekar á þetta sem tækifærismat af og til. „Foreldrar sem þurfa að gefa börnum sínum þurrmjólk ættu að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk, áður en þeir velja þurrmjólkurtegund. Aðeins ætti að velja vel merktar vörutegundir og taka sér tíma tii þess að lesa leiðbein- ingarnar mjög vel, ekki síst leiðbeiningar varðandi blöndun," segir Vilborg Ingólfsdóttir deildarstjóri. Könnunin er nokkurra ára og niðurstöður hennar hafa verið kynntar innflytjendum sem hafa brugðist vel við, og það hefur þegar skilað árangri. Fylgja þarf leiðbeiningum nékvæmlega Hérna eru nokkur slæm dæmi," segir Vilborg og sýnir okkur ávaxtamauk í dós. Utan á dósinni er mynd af brosandi barni. For beginners stendur á öðrum miða en ekkert um hvaö þeir byrjendur eigi að vera gamlir. Upplýsingar um innihaldsmagn vantar á eitt glasiö. Pannig á þetta að vera Staðall Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar kveður á um að upplýsingar á ungbarnamat skuli vera skýrar, áberandi og auð- skildar. Þær mega ekki vera á erlendu tungumáli. Merkingarn- ar verða að fela í sér: 1. Lýsingíir ú nœringurinnihaldi. 2. Efnasumsetningu og magn einstakru efnu. 2. Hvernig ú ad geyma uöruna. 4. Framleidslunúmer og dagsetningu sídusta notkunardags. Þetta veröur að koma fram á öllum umbúöunum: 1. Ad brjóstamjólk sé þessum barnamut fremri. 2. Ad börnum eigi ekki a<i gefu tilbúinn burnamut ún þess ui) fyrst sé leitad til heilbrigdisstarfsfólks um rúögjöf. 2. Leidbeiningar um blöndun og viövörun um hættu sumfaru rungri blöndun Þaö er bannað aö hafa mynd af barni eða aðrar myndir sem geta virkað hvetjandi á notkun barnamatarins. Það er bannað aö nota hugtök svo sem „humanized", „maternalized", sem gefa til kynna skyldleika við móöurmjólk. Þetta eru strangar reglur og nær engir innflytjendur fylgja þeim til fulls. En jjetta er mismunandi í)g þaö finnast dæmi um vel merktan mat i látlausum umbúðum þar sem flestum skil- yrðum er fullnægt. Það sem lítur best út er ekki alltaf rétti val- kosturinn. Geymist ekki endalaust Könnunin var víðtæk en ekki var gengið svo langt aö efna- greina innihald sérfæöisins. Sá kostur var valinn að kanna merkingar og hvort þaö innihald sem gefið var upp á umbúð- unum væri í lagi. „Innihaldið sem gefið var upp utan á umbúðunum var allt innan löglegra marka, en í sumum tilfellum voru upplýsingar um þaö ófullnægjandi. Við vorum hrædd um það fyrirfram að of mikiö væri af aukeínum í barnamat. Það viröist ekki vera. En rannsóknin nær ekki til annarra upplýsinga en þeirra sem eru gefnar af framleiöanda og þeim er oft ábótavant,” segir Vil- borg. Þegar engar dagsetningar eru á matnum má þá gera ráð fyrir að hann geymist endalaust og að mikið magn rotvarnarefna sé í honum? „Sérfæöi barna hefur langt geymsluþol vegna sérstakra pökkunaraðferða, en það eiga auðvitað að vera upplýsingar um geymsluþol á umbúðunum. Á þeim umbúðum sem hafa dagsetningar virðist maturinn oft þola geymslu í tvö til þrjú ár. Það er eölilegt að ýmsar spurningar vakni í |jessu sambandi, en samkvæmt innihaldslýsingum e>- ekki of mikið af aukefnum í þessum mat. Það getur komið fyrir að ómerktur matur sé á boðstólum, jafnvel þó hann sé tíu ára eöa eldri. Við þekkjum hinsvegar ekki til að það hafi orðið slys sem rekja má til þess aö maturinn hafi verið skemmdur," segir Vilborg. „En ég vil taka það fram að innflytjendur hafa brugðist vel við og tekið þennan mat af markaðnum."

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.