Pressan - 17.05.1990, Page 20

Pressan - 17.05.1990, Page 20
20 Fimmtudagur 17. maí 1990 bridge Ákveðin þemu skapa oft skyld- leika með annars ólíkum spilum. Glöggir lesendur minnast ef til vill „stefsins" í dag úr nokkurra vikna gömlum dálki. En því miður hafði spilafélagi minn ekki lesið þann dálk og bar þar af leiðandi ekki kennsl á ættingjann þegar mest á reyndi: ♦ 10764 V D ♦ ÁG83 4» KG107 * D32 V 108642 ♦ 5 4» 6522 ♦ KG V ÁG9 ♦ D642 4» ÁD84 Helagi minn í suður opnaði á 1- grandi og eftir Stayman-könnun lét ég honum eftir stjórnina í 2- gröndum. Útspil hjarta-4, drottning, kóng- ur og ás. Meö sjö toppslagi var rök- rétt að ráöast á tígulinn í von um að fá þar þrjá slagi. Makker minn hófst handa með tígli á gosa og kóng. Austur hélt áfram sókninni í hjarta, nía suðurs tekin með tíu og hjarta um hæl. Þegar í ljós kom svo að tígullinn lá 4—1 urðu átta slagir afraksturinn. Það er rétt að sérhver 2—2-lega í tíglinum tryggir spilið, en það er meira áríðandi að hamla þvi að austur komist inn í spiliö. Þess vegna er tígli spilað á ásinn og meiri tígull úr borði. Austur verður að spara kónginn, annars fáum við þrjá slagi á litinn. Drottn- ingin vinnur. Nú er eölilegt aö reyna við níunda slaginn á spaða. Inn í blindan á lauf og spaða spilaö og við höfum efni á aö geta rangt i litnum. Vestur getur ekki gert okkur neinn óskunda ef hann fer inn í spiliö. Hvernig sem spaðinn liggur í vörninni fáum við óhjá- kvæmilega níunda slaginn á spaða-10. Þessar krókaleiðir eru nauösyn- legar því mottóið er að halda austri út úr spilinu án þess aö við gefum frá okkur bestur líkur á níu slögum. * Á985 V K752 ♦ K1097 4» 9 skák Anderssen kemur til Parísar Frægöarsögurnar af Morphy bárust um alla Evrópu, meðal ann- ars til Breslau þar sem Anderssen kenndi sína stærðfræði og þýsku, ókrýndur skákkóngur heims eftir sigurinn í London 1851. Þeir Morphy komust í samband hvor við annan og það varð úr aö And- erssen tók sér ferðá hendur til Par- ísar í jólaleyfinu til þess að tefla við Morphy. Sú viöureign var á ýmsan hátt óvenjuleg. Ekkert fé var lagt undir, en Morpliy styrkti Anders- sen til fararinnar með veöfénu frá hólmgöngunni viö Harrwitz. Morphy hafði erft mikið fé eftir föður sinn sem andaðist skömmu fyrir skákþingið í New York 1857 og var því auðugur maöur. Hann leit á skákina sem leik og vildi sið- ur leggja fé undir þegar teflt var, virðist hafa haft á taflinu svipaða skoðun og Benjamin Franklín. Hann hafði áður gefið til líknar- mála veðfé er komið haföi í hans hlut, og Löwentluil hafði hann gef- ið húsgögn í nýja íbúð þegar hann hafði unnið hann í einvígi. Nú not- aði hann veðféðfrá Harrwitz til aö auðvelda Andenssen förina til Par- ísar. Anderssen kom til Parísar 14. desember 1858 og hafði ferðin frá Breslau tekið hann þrjá daga. Þá hittist svo á að Morphy var sjúkur og þurfti því aö fresta einvíginu um viku. Anderssen notaði tím- ann til að skoða Fbrís og tefla við Harrwitz. Einvígið hófst svo 20. desember. Morphy mátti enn ekki fara út og var því teflt á herbergi hans í Hótel Breteuil. Viðstaddir voru nokkrir af fremstu skákmönnum Frakka með þá gömlu kempu Saint Am- ant í broddi fylkingar. Þessir menn skipuðu dómnefnd er skyldi skera úr ágreiningi, en ekki kom til þess að á henni þyrfti að halda. Eitt kemur nútimamönnum ein- kennilega fyrir sjónir: Morphy lék jafnan hvítu mönnunum, en hvít- ur og svartur skiptust á að hefja leikinn. Þetta mun hafa verið al- gengt þá, og sami háttur var hafð- ur á í skákþinginu í London 1851. Til sigurs í einvíginu þurfti að vinna sjö skákir, jafntefli voru ekki talin með. í fyrstu skákinni hafði Morphy hvítt á nútímavísu og beitti Evans- bragði. Anderssen tók hraustlega á móti og tókst að sigra í endatafli eftir langa og harðvítuga baráttu. Anderssen valdi spænska leikinn í næstu skák og varð hún jafntefli. í þriðju skákinni beitti Morphy svo spænska leiknum. Sú skák varð aðeins 20 leikir, því að Anderssen lék illa af sér í 19. leik og tapaði þegar í staö. Þetta tap varö til þess aö Anderssen gaf Morphy ekki aft- ur færi á að beita spænskum leik. Þetta var sennilega misráðið hjá Anderssen því að tapið var engan veginn byrjuninni að kenna. Fróð- legt er að líta á þá skák þótt gölluð sé. Morphy — Anderssen Þriðja einvígisskákin 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bb5 Rf6 4 d4 Rxd4 5 Rxd4 ed4 6 e5 c6 7 0-0 cb5 Betra var 7 — Rd5 8 Bc4 Rc7 9 Dxd4 d5, eða 7 — Re4. 8 Bg5! Be7 9 ef6 Bxf6 10 Hel + Kf8 11 Bxf6 Dxf6 12 c3 d5 13 cd4 Be6 14 Rc3 a6 15 He5 Hd8 16 Db3 De7 17 Hael g5 18 Ddl Df6 19 Hle3 Hg8? 20 Hxe6 og svartur gafst upp. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan BjACr uí V Æ V/ HOLMI 'V K/ÆT/LL 'Aei/l/6 BOG/ y/ru fi S'/£/ri,A LoíA-ÐUJ II Rola STfXTuR lk !*6- HUbð RómhR/w XÆA)// SAROföl r’/tooi flLp/H MAHHS- NAFH 73 k&fí MEG/H- HLIU.TI tbozO- HALOSWS ]1 ME&AL <xlA S FLJbT FV'/lOI HRuz/\ TRyllt 10 y Fft/N JAÚAR STYM-uR SKT-KKJvtfi. VAFI 5/tM r T'/nA- 6il ‘OSTOSUG DOGá 11 FELAC-A FLíotum HR0KI BF/Ð/Vi SV/tLfl FR.TA L£iK- tÆk I 'OL/OlR VEI-OAR- F/Til L F-Ffl&AR líi ÍAMÍTÁm UCÍA /JoiOuR AH0VAHP HoGL STtTT HfíF/oA FJAS E/rV S STAAF MK0MA DuSLFG 1} H'AVAei LCSTÆTI DFyKKuR R/SA A VOT LYKT Hf\f/0- SAMA yFIALi& Raðtala FR'/DA T06AOI ‘fiVETT- I íVu/vi SLo FIUKuKF BLoi FDJA MfiDK UTLIMI R/NS KLAKI SKRAF MAGu.fi VltíKV/ÍM ~ brVrJ R M.G GA Komast 8 /ÍF-F & y//V/VuR bKLf/iOuS GLAÓuR Roh 1 2 3 17 18 19 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Verölaunakrossgáta nr. 86 _ Skilafrestur er til 26. maí og er œvisaga Ingu Laxness í verdlaun, í AÐALHLUTVERKI — INGA LAXNESS, sem Silja Aðalsteins- dóttir skráöi. Þetta er hreinskilin, skemmtileg og lifandi frásögn fyrri eiginkonu Halldórs Laxness. Utanáskriftin er: PRESSAN, krossgáta nr. 86, Ármála 36, 108 Reykjavík. Verölaunahafi 84. krossgátu er Barði Jóhannsson, Úthlíð 12, Reykjavík. Hann fœrsenda bókina Töff týpa á föstu eftir Andrés Indriðason. Báöar verölaunabœkurnar eru útgefnar af Máli og menningu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.