Pressan - 17.05.1990, Page 21
Fimmtudagur 17. maí 1990
21
I nýútkomnum Seltirningi,
blaði Sjálfstæðisflokksins á Seltjarn-
arnesi, eru tvö „lesendabréf“.
Undir annað þeirra skrifar kjós-
andi og yfirskrift bréfsins er Hver
er þeirra bæjarstjóraefni? Að
_sjálfsögðu er þar verið að tala um
bæjarstjóraefni Nýs afls, sem skrif-
ari kallar nýtt hrafl, líkt og annar
óþekktur aðili sem skrifaði grein í
annað tölublað Seltirnings. Bréf-
ritari varpar fram spurningu með
breiðu letri: Hver er bæjarstjóra-
efni vinstra hraflsins? Síðan seg-
ir: Kjósendur Seltjarnarnessbæj-
ar eiga skýlausan rétt á að fá
svar við þeirri spurningu — áður
en þeir ganga að kjörkössunum.
Áður en að þessari spurningu í bréf-
inu kemur hefur bréfritari tilkynnt
að sjálfstæðismenn ætli að fela Sig-
urgeiri Sigurðssyni bæjarstjóra
það verkefni að reka bæjarfélagið
áfram, nái þeir meirihluta. Það mun
liins vegar vera Ijóst af hálfu Nýs
afls að enginn frambjóðendanna
muni gegna stöðu bæjarstjóra, nái
Nýtt afl meirihlutaí bæjarstjórninni.
Frambjóðendur Nýs afls munu
nefnilega ætla að auglýsa eftir
framkvæmdastjóra til að reka
bæjarfélagiö . . .
egar lögleiðing á bílbeltum
í aftursætum var til umræðu á Al-
þingi voru oft í gangi miklar vanga-
veltur. Einn ráðherranna okkar
mun meðal annars hafa litið svo á
að þessi lögleiðing væri farin að
ganga út í öfgar og hafði á orði að
menn gætu greinilega búist við
hverju sem væri, jafnvel því að lög-
leitt væri að fólk yrði ólað niður á
salerninu. Þóttu þessi ummæli ráð-
herrans fremur undarleg þegar tek-
ið er tillit til þess að stórlega hefur
dregið úr slysum á fólki í umferðinni
á síðustu árum, og þakka menn það
fyrst og fremst lögleiðingu bíl-
belta . . .
l gleðimoli með hækkandi
sól: Nú geta brátt allir horft aftur á
fréttatíma Stöðvar 2. Ákvörðun
hefur nefnilega verið tekin um að
hætta að læsa fréttaþættinum,
enda var sú aðferð fyrst og fremst
hugsuð til að fjölga áskrifendum í
samkeppninni við Sýn. Við samein-
ingu Stöðvar 2 og Sýnar er sú sam-
keppni auðvitað úr sögunni og geta
því afruglaralausir horft á fréttir.
Ekki er búið að ákveða hvort
ákvörðunin verður framkvæmd
von bráðar eða í haust. Þá heyrum
viö að Stöð 2 hyggist einnig senda
kosningasjónvarpið út órugl-
að . . .
11 .
m aramotin auglýsti lögregl-
an í Reykjavík tvær stöður í nýrri
forvarnardeild lögreglunnar.
sem Ómar Smári Ármannsson
lögreglumaöur veitir forstöðu. Þótt
liðið sé hartnær hálft ár frá því aug-
lýsingin birtist hefur enn ekki veriö
tekin ákvöröun um hverjir hljóti
þessar stöður. Umsækjendur voru
fjölmargir . . .
A
^OPins og kom fram í viðtali í
PRESSUNNI í síðustu viku við um-
boðsmann Sigríðar Beinteins-
dóttur og Grétars Örvarssonar
fyrir Eurovision-keppnina gekk
ekki alltof vel að fá fyrirtæki til aö
fjármagna ferð þeirra Stjórnar-
manna til Zagreh Einn liðurinn í
þeirri baráttu var að fá lánaðan
kjól á Sigríði, en þann kjól hafði
Ragnheiður Ólafsdóttir bún-
ingahönnuður fundið í Parísar-
tízkunni. Eigendur Parísartízkunn-
ar neituðu hins vegar að lána Sigríði
kjólinn. Sigríður bað um afslátt af
verðinu sem var um 30.000 krón-
ur, gegn einhvers konar auglýsingu,
en því var jafnframt synjað. Eftir að
Sigríður og Grétar komu heim, búin
að slá í gegn í Júgóslavíu, hringdi
annar eigenda Parísartízkunnar og
spurði Sigríði hvort hún gæti Iánað
versluninni mynd af sér í kjólnum.
Ástæðan: Jú, nú vildi Parísartízkan
fá að auglýsa það upp að kjóll Sigríð-
ar hefði komið úr þeirri verslun og
í staðinn gæti hún fengið helmings-
afslátt af kaupverðinu. Sigríður
óskaði eftir að fá kjólinn til eignar í
staðinn fyrir auglýsingabirtinguna.
Því hafnaði eigandi Parísartízkunn-
ar, sem sneri sér hins vegar til starfs-
manns ríkissjónvarpsins og fékk
þar lánaða litmyndaf Sigríði, í kjóln-
um úr Parísartízkunni. Auglýsinga-
myndin var síðan birt í Morgun-
blaðinu á sunnudaginn þar sem
meðal annars stendur: Sigríður
Beinteinsdóttir var í kjól frá Par-
ísartízkunni . . . Sigríður mun
ekki himinlifandi yfir þessari birt-
ingu . . .
Tilhammgju
með árangurinn.
Sigriður og Grétar
skigu i gcgn í Ztigréb.
Sigríður Beinteinsdöttir
var í kjól frá
PARISARTIZ.KUN.Ni
Fyrot 09 fremst
eínstök oæói
Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Allt að 12 mánaða greiðslukjör
Leisurewise þrekhjólin fást á einstökum
afborgunarkjörum. Visa og Euro
korthafar geta nýtt sér raðgreiðslur og
fengið Leisurewise þrekhjól á allt að
12 mánaða afborgunum.
Leisurewise þrekhjólin eru búin ótol kostum:
• Tölvu sem mælir m. a. hjartslátt,
vegalengd og kaloríubrennslu.
• Sætið er stillanlegt, stöðugt og mjúkt.
• Átaksþyngdin er stillanleg.
• Ólar yfir ristar.
• Jöfn spyrna.
• Plastpúðar verja gólfið.
Breska verslunarfélagið
Faxafeni 10 - Húsi Framtiðar
108 Reykjavik
Pöntunarsími:
91-82265
LEISUREWISE
PROFILE
áður 23.600,-
nú 17.900,- stgr.
LEISUREWISE
1000S
áður 14.900,-
nú 9.900,- stgr.
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10—16