Pressan


Pressan - 28.06.1990, Qupperneq 4

Pressan - 28.06.1990, Qupperneq 4
F i rrtMtflídargii r.®S.i jijgia blSQQrr-i 4 ð litilræði af berrössun Mér var það ungum kennt að ekki væri við hæfi að vera nakinn á almannafæri, hvorki fyrir karla né konur. Og þó maður ætti nú stundum svolítið erfitt með að hlíta boðum og bönnum veittist mér lengi framanaf heldur auðvelt að lúta þessu boði, líklega af innbyggðri blygðunarsemi sem kvað vera flestum í blóð borin. Ég hafði það líka snemma á tilfinningunni að það væri „bannað með lögum" að vera ber- rassaður þegar aðrir sæju til. Seinna eftir að ég komst til vits og ára fór mér svo að verða það Ijóst að ekki sátu við sama borð Jón og séra Jón í þessum efnum. Það var einsog sumir gætu fengið að njóta þeirra forréttinda óátalið að athafna sig ber- rassaðir um allar trissur. Og eftir að ég fór svo að verða elskur að fögr- um listum og jafnvel handgenginn þeim varð mér æ Ijósara að berrössun er oftar en hitt af listrænum toga. Mér dettur þetta í hug núna vegna þess að þjóðin er uppá síðkastið búin að vera að velta sér nakin uppúr jónsmessudögginni, í trássi við lög og rétt, til þess eins að fá óskir sínar uppfylltar og að því er virðist óátalið, þegar aft- urámóti réttskapaður en berrassaður maður er látinn sæta afarkostum fyrir að mæta á knatt- spyrnukappleik á Laugardalsvellinum klæð- laus og vafalaust í listrænum tilgangi, og það látið fylgja í fjölmiðlum að með þessu háttalagi striplingsins hafi óafmáanlegur blettur fallið á knattspyrnuheiður íslensku þjóðarinnar. Þá skeðu þau undur og stórmerki á nýaf- staðinni Listahátíð að nakinn maður var fjar- lægður úr listaverki, sem hann var hluti af, í Hljómskálagarðinum. Allir góðir og listelskandi menn undrast nú fúlmennsku yfirvalda að ganga purkunarlaust fram í því að valda þannig spjöllum á listaverk- um Listahátíðar. Fyrir nokkrum árum var ekki um það deilt að Listahátíð hefði risið hæst með sýningum berrassaðs japana sem framdi listræna tilburði á Lækjartorgi dag eftir dag kviknakinn að öðru leyti en því að hann var með fingurtraf á typp- inu af því hann hafði — að sögn — „stigið í hann" þegar hann kom útúr flugvélinni. Um svipað leyti ferðaðist Súsí nokkur um- hverfis landið með bala og kyrkislöngu og bað- aði sig berrössuð í balanum á kvöldin með slönguna um hálsinn til að svala listaþorsta íslensku þjóðarinnar. í þessum listflutningi Súsíar var hörðustu listunnendum gefinn kostur á að „sápa lista- konuna inn" og er talið að för Súsíar umhverfis landið og sýningar hennar í þéttbýlinu hafi ver- ið skoplítið innlegg í heimslistina. Og víst er að við sem bárum gæfu til að njóta listar Súsíar munum ekki gleyma framúr- stefnuleikþættinum „Súsí í baði". Trúlegast þykir mér að Súsí hafi fengið að sinna list sinni óáreitt vegna þess að hún var svört en það er nú einusinni staðreynd að þegar svört kona er sýnd nakin er það yfirleitt talin mannfræði, en nakin kona hvít er klám. Og úr því listræn nekt og hömlur á henni hafa hér verið gerð að umtalsefni finnst mér við hæfi að geta þeirra listamanna tveggja sem fyrstir opnuðu augu mín fyrir sjálfri „Berröss- uninni", þeirri listgrein sem birtist mér með svo eftirminnilegum hætti í umsvifum fyrrgreinds japana og Súsíar í balanum. Brautryðjendur þessarar listgreinar hérlend- is eru í mínum huga tvímælalaust þeir Búbbi og Hafliði. Þetta voru tveir „typpakarlar" vestur í bæ hérna fyrr á árum þegar ég var ennþá krakki. Listamennirnir voru, nánar tiltekið, kallaðir Búbbi snjótittlingur og Hafliði dóni. Þessir tveir voru öðrum ólíkir að því leyti að þeir gengu um á frakka einum klæða og þurftu í tíma og ótíma að vera að sýna á sér sköpulag- ið, venjulegu fólki til sárra leiðinda, en okkur krökkunum til óblandinnar ánægju. Athafnasvæði Hafliða var í gamla kirkju- garðinum en Búbbi sýndi sig í Hljómskálagarð- inu. Búbbi var stundum með sprell þegar hann var að sýna sig en Hafliði var alltaf mjög alvar- legur. Þessvegna þótti okkur krökkunum sýn- ingarnar hjá Hafliða alltaf miklu skemmtilegri helduren hjá Búbba. Versta við þetta var að ekki var hægt að vita með vissu hvenær Hafliði birtist en oftast var það þó svona uppúr miðri viku eftir kvöldmat. Hann var venjulega í svörtum frakka og ber- rassaður innanundir. Ekki einusinni með fing- urtraf einsog japaninn. Þegar svo fréttist af Hafliða í kirkjugarðinum þusti öll krakkahersingin í vesturbænum þang- að til að horfa á „typpakarlinn" fletta frá sér. Við vorum stundum tuttugu, þrjátíu fyrir fram- an hann og klöppuðum fyrir honum. Já stund- um var hann meira að segja klappaður upp. Búbbi hafði sama públikkum og Hafliði en var með öruggari og meiri aðsókn af því allir vissu hvenær hann lét til skarar skríða. Allir fóru beint úr KFUM suðrí Hljómskála- garð til að sjá Búbba sýna á sér typpið. Svo kom að því að listamennirnir Búbbi og Hafliði hurfu af sjónarsviðinu, „úr sviðsljósinu" einsog það er kallað á listfagmáli. Þetta var á þeim árum þegar enn var ekki far- ið að taka tillit til þess hvort fólk fletti sig klæð- um á almannafæri í listrænum tilgangi eða af einskærum dónaskap. En alltaf þegar ég heyri góðra manna getið minnist ég þeirra Hafliða og Búbba, sem voru frumkvöðlar í því að svala listaþorsta sam- ferðamanna sinna með þeirri nekt sem yfir- höfnin hylur þar til listræn afhjúpun á sér stað. Það er ekki síst fyrir brautryðjandastarf þeirra sem mín kynslóð í vesturbænum skilur og kann að meta sporgöngumenn Búbba og Hafliða, berrassaða japanann, striplinginn á Laugardalsvellinum, manninn í listaverkinu í Hljómskálanum, Súsí í baðinu, dömurnar í dónablöðunum og listafólkið í bláu myndun- um. Og nú er kominn tími til að yfirvöldin hætti að ofsækja berrassað fólk, sem er berrassað aðeins í listrænum tilgangi. ÆTLAR ÞU AÐ LEGGJA SNJÓBRÆÐSLU FYRIR VETURINN? Nú er tækifærið SÉRSTAKLEGA HAGSTÆÐ VERÐ I ÞESSARIVIKU. Faglegar ráðleggingar Útvegum menn til starfans ef með þarf V/ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 fcdteftmt LYNGHALSI 3 SIMAR 673415 - 673416

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.