Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. júní 1990 19 Bergþóra Árnadóttir vísnasöngkona: ORÐIN HÓTELEIGANDI IDANMÖRKU! * Lofar Islendingum góðum móttökum. „Pulsuhundurinn“ Muggur Smári Pétursson, starfsmaður í móttöku. I fyrra þegar viðtal var haft við Bergþóru Arnadóttur vísnasöng- konu var hún búsett í Skagen í Dan- mörku. Það næsta sem fréttist var að hún væri að gefast upp á afborg- unum af húsinu sínu og hygðist flytja til Noregs. Núna er hún orðin hóteleigandi í Skovsgaard, sem er um 40 km norður af Álaborg eða „norðan megin við Limafjörðinn“ eins og hún útskýrir. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: MAGNÚS REYNIR En hvernig stendur á því að Bergþóra Árnadóttir er orðin hóteleigandi? Hún segir langa og skrýtna sögu liggja að baki því: „Eg var að fara á hausinn af því að borga af húsinu í Skagen en var svo heppin að geta selt það á síðustu stundu. Þá pakkaði ég nið- ur og ætlaði að flytja til Noregs, en kom fyrst við í bæ sem heitir Nibe. Þar hafði ég lofað kunningja mínum að spila einu sinni á veit- ingahúsi sem hann rak þar, þrátt fyrir að það sé ekki óskadraumur minn að spila á krá. Eg vildi standa við loforðið áður en ég flytti al- veg frá Danmörku. Eftir tónleikana kom til mín maður frá staðarútvarpinu til að taka við mig viðtal — og viðtalið stendur enn yfir! Það þýðir semsé að ég flutti ekki til Noregs held- ur til Nibe.“ Er ennþá í útvarpsviðtali! Umræddur maður, Hans Peter Sorensen, var að sögn Bergþóru „stórgrósser" með verslun, kvikmyndahús og önnur fyrirtæki í Nibe, en var nýbúinn að leigja verslunina ut þegar hann hitti Bergþóru: „Hann hafði allt- af langað til að starfa fyrir útvarp og var að láta drauminn rætast þarna. Hann ætlaði semsé að hafa það náðugt á elliárunum...“ Þessi ferð Hans Peters Sorensen á fund Bergþóru átti eftir að hafa afdrifaríkar afleið- ingar: „Hann og kona hans skildu fyrir tutt- ugu árum en bjuggu eigi að síður saman enn- þá og ráku fyrirtækin saman. Hann stóð frammi fyrir því að velja á milli konu, fyrir- tækja, tveggja húsa og bíls — og fátæks ís- lendings. Hann tók síðari kostinn og segist ekki sjá eftir því.“ Hans Peter keypti lítið hús í Nibe og gerði það upp „enda þúsundþjalasmiður", segir Bergþóra. „Ég var í skóla fyrir atvinnulausar konur en þegar búið var að gera upp húsið fór okkur að leiðast, því við vildum hafa eitt- hvað fyrir stafni. Þótt ég tali alltaf um hann sem „gamla manninn" þá er hann nú ekki nema 49 ára! Við vorum svona að skima í kringum okkur eftir einhverju sem við gæt- um bæði fengist við þegar okkur var bent á auglýsingu um að þetta hótel í Skovsgaard væri til sölu. Þetta hótel ráku Kaupmanna- hafnarbúar fyrir fimm árum og þeir ætluðu að kenna sveitavarginum hér að borða upp á ítölsku og frönsku. Það dugði ekki, svo þeir flæmdust burt. Þessir eigendur létu meira að segja framkalla draugagang hér á hótelinu til að laða fólk að, en ekkert gekk og á endan- um gáfust þeir upp og seldu hótelið. Síðustu fjóra mánuðina sem þessir Kaupmannahafn- arbúar ráku hótelið seldu þeir fimm bjóra." Juku veltuna um 210% á tveimur vikum Því næst tóku hjón við hótelinu og gekk reksturinn ágætlega að sögn Bergþóru: „Þau stiluðu upp á gamaldags mat eins og fólkið hér í sveitinni vill en þau nenntu ekki að hafa eiginlega krá hér. Við hins vegar byrjuðum á að opna hér krá og á fyrstu tveimur vikunum jukum við veltuna um 210%! Við tókum við rekstrinum 1. maí síðastliðinn og það hefur verið svo mikið að gera að við höfum ekki einu sinni getað tekið upp úr töskunum. Þetta hótel er nálægt bæ sem heitir Brovst og er alveg í leiðinni fyrir íslendinga á leið til Kaupmannahafnar og koma með Norrænu til Hanstholm." Bergþóra segir þau leggja aðaláherslu á matsölu og krána en jafnframt eru fjögur herbergi leigð út til gesta: „Síðan er hér stór salur með sviði í og við miðum að því í fram- tíðinni að geta boðið upp á almennilega tón- list þar. Ég er í stjórn Nordvisa og það hefur verið rætt um að halda hér „Nordvisa Festi- val“ árlega, frá og með næsta sumri.“ Sonur Bergþóru, Jón Tryggvi, 18 ára, starf- ar á hótelinu í sumar, en fer í nám í fjöl- brautaskóla í Álaborg í haust: „Og hann ætl- ar inn á þessa braut, rekstur hótela. — Ég hef alltaf verið örlagatrúar en þetta allt hefur gengið hundrað sinnum betur en við áttum von á.“ Sjónvarpsfundur á hóteli Bergþóru Fyrir skömmu var hótel Bergþóru og Hans Peters til umfjöllunar í danska sjónvarpinu og segir Bergþóra ástæðuna vera þá að einn af fyrri eigendunum, Kaupmannahafnarbúi, hafi skrifað heila bók um reynslu sína af rekstrinum: „Þar er hann á eintali og talar mjög illa um fólkið hér í sveitinni. Það var einnig haft viðtal við hann í sjónvarpi og bæj- arbúar hér eru öskureiðir eftir það. Sjónar- mið þeirra komu hvergi fram og í kvöld verð- ur efnt til borgarafundar hér á hótelinu sem verður sjónvarpað. Þar fær fólkið í þorpinu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri." Bergþóra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á framtiðina: „Hótelið er staðsett í fallegasta hluta Danmerkur svo það er ekki hægt að kvarta undan umhverfinu. Eins og stendur er nánast öll fjölskylda mín hér hjá mér og ég er að leita að húsi handa foreldr- um minum því ég vil endilega fá þá hingað. — Eg vona að íslendingar líti inn hér á leið sinni um Danmörku og ég lofa þeim góðum móttökum. Ég er sjálf við hér allan daginn og í móttökunni bíður hundurinn Muggur Smári Pétursson, tveggja ára „pulsuhundur". Hann er eins og hinn konunglegi hundur Baltasar sem er nýlátinn." Þótt Bergþóra hafi lítinn tíma haft til laga- smíða segist hún grípa í gítarinn sinn af og til. Á morgun heldur hún til Malmö í Svíþjóð þar sem hún mun koma fram í sjónvarpi: „Nú orðið nenni ég ekki að syngja nema í boði séu peningar í efri kantinum. Ég hef lítinn tíma haft til að semja og mér fannst ég þurfa á því að halda að taka smáfrí. Ég byrja aftur á fullum krafti síðar.“ Og fyrir þá sem hyggja á Danmerkurferð þá er heimilisfang Bergþóru: Skovsgaard Hotel Hovedgaden 26 9460 Brovst — Danmark sími: 98-231423 „Blond Ambitiori1 Madonnu kvikmynduö: ÍSLENDINGAR TIL Heba Pórisdóttir og Hjörtur Grétarsson fylgdu Madonnu til Tókýó þegar hluti kvikmyndarinnar „Blond Ambition“ var tekinn upp Madonna er á ferðalagi eins og margir vita. Nú er verið að taka upp myndina „Blond Ambition“; heim- ildamynd um Madonnu á tónieika- ferðalagi vítt og breitt um heiminn. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: ÞORKELL ÞORKELSSON. MBL. Þetta er í sjálfu sér ekki frétt fyrir okkur hér uppi á íslandi, en það sem er frétt fyrir okkur er að Madonna valdi fyrirtækið Prop- aganda Films til að sjá um framkvæmda- stjórnina. Annar eigenda og forstjóri Propag- anda Films er, eins og flestum mun kunnugt, íslendingurinn Sigurjón Sighvatsson. Með Madonnu í för til Tókýó í Japan, þar sem hljómleikaferðalagið hófst, voru auk kvik- myndatökumanna og starfsfólks frá Propag- anda Films frægur tískuhönnuður og tveir Islendingar. Það eru þau Heba Þórisdótt- ir, sem er gift kvikmyndaframleiðandanum Cregg Finberg sem stjórnaði tökum á Jap- anshluta ferðarinnar, og Hjörtur Grétars- son, sonur Grétars Hjartarsonar í Laugarás- bíói. Fyrsta flokks móttökur PRESSAN náði tali af Hebu Þórisdóttur í Sigurjón Sighvatsson, forstjóri Propaganda Films. gær, en hún er búsett í nágrenni Los Angeles, og spurði hana fregna af ferðinni til Japans: „Það var allt annað að ferðast með rokk- hljómsveit og stjörnu eins og Madonnu en að vera einn á ferð," sagði Heba. „Við bjuggum á fyrsta flokks hótelum og allar móttökur voru fyrsta flokks. Við dvöldum í Tókýó í hálfan mánuð og á þeim tíma sem við vorum þar var lítið um ferðamenn. Fólk virtist því almennt vita nákvæmlega hverjir væru þarna með söngkonunni." Að sögn Hebu valdi Madonna Propag- anda Films til að annast framkvæmdastjórn en leikstjóri myndarinnar er Alec Keshisian. Cregg, maður Hebu, var í ábyrgðarstöðu í Japan, en hvernig komst Hjörtur Grétars- son inn í dæmið? Barnfóstran endaði í tökulið- inu! „Hjörtur fór upphaflega með í þessa ferð sem barnfóstra fyrir okkur Cregg, en endaði í hópi tökumanna," útskýrir Heba. „Þetta var auðvitað heilmikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir hún en Heba hefur sjálf starfað sem snyrtifræðingur í Los Angeles og kynnst mörgum þekktum stjörnum. Meðal annars var hún beðin að aðstoða Prince fyrir nokkrum árum, en þar sem hún hafði nýver- ið eignast barn á þeim tíma afþakkaði hún boðið. „Frægasta fólkið sem var með í þess- ari ferð voru Herb Bridges, sem hefur tekið flestar ljósmyndirnar af Madonnu og gert nokkur myndbönd, og fatahönnuðurinn Je- an Paul Gaultier, sem hannaði allan fatnað á hana fyrir myndina." En um hvað fjallar svo myndin? „Þetta er nokkurs konar heimildamynd sem á að sýna fjölskyldukonuna Madonnu fremur en sýna hana sem rokkstjörnu. Það er því mikið tekið upp baksviðs og mörg við- töl eru tekin í tengslum við myndina. Kvik- myndatökufólkið hefur ferðast með Mad- onnu um Bandaríkin eftir Japansferðina og þegar er búið að mynda víða, til dæmis í Detroit, Chicago og New York, auk þess sem þau fóru á frumsýninguna á Dick Tracy í Washington. Einnig var myndað í Vancouver í Kanada. Nú eru þau i nokkurra daga fríi en halda til Frakklands í næstu viku. Þaðan verður farið í hljómleikaferð um Evrópu." Stjörnurnar eru bara venjulegt fólk Heba segist ekki þekkja Madonnu per- sónulega, en Cregg maður hennar þekki hana hins vegar vel í gegnum starf sitt. Hún gerir lítið úr kynnum sínum af Madonnu og öðrum stjörnum: „Þetta er allt venjulegt fólk eins og við," segir hún.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.