Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. júní 1990 I' í J 15 EINKAVIÐTAL Blaðamaður PRESSUNNAR hittir frœgustu barnastjörnu allra tíma, SHIRLEY TEMPLE, sendiherra í Prag „Ef þú skýtur á fæturna á mér, þá steppa ég“ Shirley Temple. Nafnið kallar fram mynd af lítilii stúlku með ljósar krullur sem vinnur hug og hjörtu áhorfenda þegar hún dansar í gegn- um hverja myndina á fætur annarri. Kringlótt andlit, bros, spékoppar og hnellin tilsvör — allt átti þetta þátt í vinsældum þessarar frægustu barnastjörnu alira tíma — fyrir fimmtíu árum. Hún er ekkilenguriít- il stúlka með ljósar krullur. Shirley Temple Black, sendiherra Banda- ríkjanna í Prag, heimsótti ísland í vor og íslendingar biðu spenntir eft- ir að sjá hana. Þeir höfðu engan Hún tekur á móti uppburðarlitlum íslensk- um blaðamanni með hiýju brosi í sendiráði Bandaríkjanna í Prag. Shirley Temple er mjög lágvaxin, virðist varla ná 160 sentímetrum á háum hælum. Andlitið er enn kringluleitt og spékopparnir eru á sínum stað, en hárið er svart og talsverðu af snyrtivörum hefur verið bætt' við náttúrulegt útlit. Hún brosir og minnir á að hún sé orðin 62ja ára. Það er greinilegt aö þrátt fyrir frægð í bernsku og virðingarstöðu síðar á ævinni er Shirley Temple Black manneskja sem ekki tekur sjálfa sig of hátíðlega. Hún talar hægt og dregur svolítið seiminn, stundum er eins og hún Ijúki ekki við setningarnar heldur skilji þær eftir opnar og bíði eftir viðbrögðum. „Mér fannst dásamlegt að koma til íslands," segir hún hlýlega. ,,Ég vissi ekki að landið áhuga á starfi hennar í þjónustu Bandaríkjanna í rúm 20 ár — Black sendiherra vekur hrifningu hvar sem hún fer vegna þess sem hún gerði þegar hún var fjögurra ára. — Hún var og er Shirley Tempie, ódauð- legstjarna. „Mér finnst þetta dásam- legt,“ segir hún. „Ég er fyrirfram heimilisvinur og ættingi allra. Fólki finnst það þekkja mig og það gerir mér auðveldara að kynnast því.“ Svarið er dæmigert fyrir Shirley Temple Black. Hún er jákvæð mann- eskja, sátt við fortíð sína, sjálfa sig og lífið. væri svona fallegt. Svo fékk ég líka þennan fína vind í miðbænum þegar við fórum í leik- húsið. Það var fallega gert af ykkur að senda mér þennan vind — hann er alveg að mínu skapi. Og leiksýningin var alveg frábær. Ég naut hverrar mínútu. Ég skildi auðvitað ekk- ert en leikurinn var svo góður." Og Shirley Temple Black, sendiherra Bandaríkjanna og frægasta barnastjarna allra tíma, kinkar kolli í viðurkenningarskyni vegna sýningar Þjóð- leikhússins á verki Havels, Endurbygging- unni. Fyrsta myndin svo slæm að hún fór ekki á markað Shirley Jane Temple skaust í heiminn þann 23. apríl 1928, þriðja barn foreldra sinna og langyngst. Hún var afskaplega fjörmikil og það átti sinn þátt í því að þriggja ára gömul var hún sett í dansskóla. Þar var hún ,,upp- götvuð" af kvikmyndaframleiðanda þriggja og hálfs árs gömul. Þetta var á krepputímum og fjölskyldan hafði þörf fyrir alla þá peninga sem hún komst yfir og nokkrir dollarar auka- lega fyrir kvikmyndaleik hjá Shirley litlu greiddu a.m.k. fyrir danstímana hennar. Fyrsta myndin, Baksiðan, var svo slæm að hún var aldrei sett á markað, en hún dugði framleiðendum til að sjá hæfileika Shirley Temple. Næsta árið lék hún í myndum sem síðar hlutu samheitið Næturklúbbsbörnin. Þessar myndir voru nokkurs konar upphitun fyrir stærri myndir og börnin hermdu eftir fullorðnum en voru með bleyju og risastórar nælur í þeim. Sett í svartan kassa ef hún stóð sig ekki Þetta var ekki auðvelt líf og Shirley var fljót að læra að hún varð að standa sig. Til að hafa stjórn á þeim tuttugu krökkum sem komu við sögu í myndunum hafði leikstjórinn svartan kassa sem skammarkrók. Þar lenti Shirley nokkrum sinnum og segir að eftir hitann af upptökuljósunum hafi kuldinn í kassanum aukið hryllinginn og hún lærði fljótt að til að forðast kassann var best að standa sig og gera engin mistök. Aðbúnaður var slæmur. 011 lof- orð kvikmyndaversins um einkakennara og einkaherbergi voru brotin og hún fékk 50 dali á viku, en þó aðeins fyrir þá daga sem hún vann. Hins vegar mátti fyrirtækið lána hana út í smáhlutverk hjá öðrum kvikmyndafyrir- tækjum. Fram að fimm ára aldri vann hún svo að segja við það sem til féll í myndum en varð þá skyndilega atvinnulaus þegar atvinnurek- andi hennar varð gjaldþrota. Ekkert smámál að verða atvinnulaus rétt fimm ára og of ung til að komast í grunnskóla. Falsað fæðingarvottorð En hún var ekki atvinnulaus lengi. Skömmu síðar var hún ráðin af Fox-kvik- myndaverinu, stóru fyrirtæki sem var í fjár- hagskröggum vegna kreppunnar. Hún var næstum sex ára en hjá Fox þótti vænlegra að hafa hana yngri svo að þeir fölsuðu fæðingar- vottorðið og spöruðu ekki yfirlýsingarnar vegna „hinnar fjögurra ára Shirley Temple . . Á næstu árum lék hún í fjölda mynda við fá- dæma vinsældir. Hlutverkin voru lík; lítil góðhjörtuð og kotroskin stúlka sem vinnur hug og hjörtu allra, syngur og dansar og end- irinn er góður. Vinsældirnar voru slíkar að tekjurnar vegna mynda hennar náðu að rétta við milljónahalla kvikmyndaversins og koma því í gróða. Sjálf fékk Shirley aldrei nema brot af þessum gróða og foreldrar hennar tóku við laununum sem fjárhaldsmenn. En hvernig var líf svona barnastjörnu? Hún gekk ekki í venjulegan skóla, Fox útvegaði einkakenn- ara sem kenndi henni í tökuhléum. í stað æv- intýra á rúmstokknum þuldi hún rulluna sína með aðstoð móður sinnar og í stað leikskóla var farið í kvikmyndaverið. Hún varð fljótt svo fræg að hún þurfti líf- vörð, rútur renndu daglega að húshliði þeirra með hópferðir að sjá hvar Shirley Temple ætti heima. Hún þurfti alls staðar að brosa og EFTIR: ÖDDU STEINU BJÖRNSDÓTTUR - MYND: ÞÓRIR GUÐMUNDSSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.