Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 24
24 i framhjáhlaupi Inger Anna Aikman dagskrárgerðarkona Hrasddust við dómhart fólk — Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig og hvers vegna? „Þaö er fyrst og fremst afi minn, Haraldur Á. Sigurðsson, aöallega vegna þess aö hann er sennilega mesti mannvinur sem ég hef á ævi minni kynnst. For- eldrar mínir hafa auðvitaö líka haft mikil áhrif á mig sem og vin- kona mín Margrét Blöndal. Þor- geir Ástvaldsson hefur haft mikil áhrif á mig sem og tvær aðrar vinkonur mínar sem heita Hulda Ellertsdóttir og Ólína Kristins- dóttir." — Án hvers gætirðu síst ver- iö? „Fjölskyldu minnar og vina minna. Ég gæti bara ekki án þeirra verið." — Hvaö finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Vakna á morgnana. Ég á hræðilega erfitt með það og ég er hreinræktuð B-manneskja. Ég held að hver morgunn sé minn síðasti." — En skemmtilegast? „Mér finnst skemmtilegast að vera uppi í sveit, í sumarbústað fjölskyldunnar í Skorradal. Ynd- islegustu stundir sem ég á eru þar. Annaðhvort þegar ég er þar ein eða með fjölskyldunni eða góðum vinum." — Hvaöa eiginleiki finnst þér eftirsóknarveröastur í fari fólks? „Umburðarlyndi." — Viö hvaða aðstæður líður þér best? „Þegar ég sit við varðeld uppi við sumarbústað á bjartri sum- arnóttu, umkringd fjölskyldu eða góðum vinum." — Geturðu nefnt einn kost þinn og einn galla? „Ég get nefnt fullt af göllum! En ég held að í heildina sé ég þokkaleg manneskja. Minn stærsti galli er skortur á sjálf- saga." — Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þeirra sem þú átt samskipti við? „Þegar fólk hefur ekki kjark til að segja hlutina beint við rwig en getur sagt þá annars staðþr." — Við hvað ertu hrædd? „Dómhart fólk." — Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú yrðir að skipta um starf? „Þá vildi ég starfa sem sál- fræðingur eða við einhvers kon- ar sálgæslu. Það er draumastarf- ið og ég vona að sá draumur rætist. Slíkt starf myndi gefa mér mikið." — Hvernig vildirðu helst verja sumarleyfinu í ár? „Eins og ég hef þegar ráðgert: í sveitinni minni." — Hver er eftirlætisbílteg- undin þín? „Daihatsu hefur reynst mér nokkuð vel. Ég er lítil bílakelling og er alsæl ef bíll kemur mér milli staða." — Hefurðu farið á miðils- fund? „Ég hefekkifariðá miðilsfund, en ég hef farið á skyggnilýsing- arfund. Þar fékk ég skilaboð sem voru það nákvæm að ég fór að velta vöngum." — Hvaða hugmyndir gerirðu þér um lífið eftir dauðann? . „Það er engin spurning í mín- um huga að það er líf eftir dauð- ann. Ég held að líf og dauði séu meiri samfella en við almennt hugsum um. Við megum ekki gleyma okkur og verðum að muna að það er líka líf fyrir dauð- ann óg það er það líf sem við eig- um að lifa." kynlífsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undlr dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Að fyrirbyggja fóstureyðingar Það að banna fóstureyðingar með lögum hefur aldrei virkað. Sagan er full af hryllingssögum um hvernig konur hafi látið lífið vegna ólög- legra fóstureyðinga eða hlotið var- anleg örkuml. Á síðasta ári bárust til dæmis fréttir frá Rúmeníu um það hvernig konur hefðu notað eiturefni til að losa sig við fóstur. Ef kona sér fóstureyðingu sem sitt eina úrræði lætur hún framkvæma fóstureyð- inguna hvað sem tautar og raular. Þetta er staðreynd. Önnur staðreynd er sú að flestir vilja að fóstureyðingum fari fækk- andi en ekki fjölgandi. Árið 1975 var veitt heimild í íslenskum lögum til fóstureyðinga vegna félagslegra aðstæðna. Fyrir þann tíma mátti dæma konu í alit að átta ára fangelsi ef hún lét eyða fóstri. Á fyrstu sjö árunum eftir þessar breytingar í lög- unum fjölgaði fóstureyðingum nær þrefalt en síðan hefur hægt allveru- lega á þeirri þróun. Langflestar kon- ur líta á fóstureyðingu sem neyðar- úrræði. Það má telja þær konur á fingrum annarrar handar sem líta á fóstureyðingu sem einhvers konar getnaðarvörn. Reynslan er ekki alltaf besti kennarinn Það eru til margar miklu betri leiðir til að fyrirbyggja fóstureyðing- ar en að láta banna þær. Það má í fyrsta lagi auðvelda fólki aðgang að getnaðarvörnum. I Rúmeníu mátti ekki einu sinni selja gúmmí- blöðrur ef einhverjum skyldi hug- kvæmast að nota þær sem smokka! Sem betur fer er enginn Rúmeníu- stæll hér á landi hvað þetta varðar. Við getum farið niður á Heilsu- verndarstöð á kynfræðsludeildina, farið til lækna okkar og keypt smokka í búðum og á bensínstöðv- um. Nú þegar margir verða á far- aldsfæti í sumar væri ekki úr vegi að stinga smokkunum með í sjúkra- kassann og hanskahólfið. Ávallt við- búinn! Sömuleiðis ættu smokkar að fylgja aðgöngumiðum á útihátíðir eins og til dæmis hina margrómuðu þjóðhátíð í Eyjum. í alvöru talað. Reynslan er ekki alltaf besti kennarinn. Ekki þegar reynslan snýst um ótímabærar þunganir og þar af leiðandi líklegar fóstureyðingar. Einhver, einhvers staðar, einhvern tímann verður að ræða við unga krakka um getnaðar- varnir. Kannski ætti að gera sérstakt „Býflugur og blóm'-fræðsluátak á vorin. Þá flykkjast krakkar eftir próf og útskrift í útilegur og ferðalög. Það virðist nefnilega ekki óalgengt að íslendingar upplifi sitt „fyrsta skipti" á útihátíð og þá oftast í frekar slöppu ásigkomulagi með hann Bakkus viðstaddan. Hafið þið einhvern tímann heyrt karlmann segja: „Ég á engin börn — ekki sem ég veit um a,m.k.“? Það verður engin kona ófrísk bara af sjálfu sér. Það þarf tvo til. Karlmenn mega alveg verða virkari í að taka ábyrgð á getnaðarvörnum. I Banda- ríkjunum eru konur um sextíu pró- sent smokkakaupenda. Það finnst mér einkar athyglisvert. Ég veit ekki hvernig staðan er hér á landi þó vissulega finnist hér ábyrgir karlmenn sem ekki bara hugsa um það að deila ánægjunni heldur líka ábyrgðinni. Betri getnaðarvarnir gætu einnig minnkað líkur á fóstureyð- ingum. Fólk vill getnaðarvarnir sem hægt er að nota tímabundið, getn- aðarvarnir sem eru öruggar, auð- velt að nota og eru án aukaverkana. Fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í kynlífinu er smokkur- inn ákjósanlegastur af þeim getnað- arvörnum sem til eru á markaðnum í dag. Ástæðan er sú að hann veitir vörn bæði gegn þungun og kynsjúk- dómum. Gerum þjódfélagid vin- samlegt börnum í kjölfar mikilla þjóðfélagsbreyt- inga sem hafa átt sér stað síðustu áratugina virðist samfélagið sem við lifum í nærri því vera fjandsam- legt börnum. Allir eru útivinnandi og allt lífið meira eða minna hólfað niður og ekkert pláss fyrir börn. Hér áður fyrr voru fjölskyldueiningarn- ar stærri og var þá alltaf einhver við höndina til að sinna börnunum. Börnin voru tekin með inn í mynd- ina þrátt fyrir mikið basl oft á tíðum. Þegar núlifandi ömmur tala um mæður sínar kemur í Ijós að barna- fjöldinn var oft mikill því getnaðar- varnir voru engar og fæði, klæði og húsaskjól bágborin. í dag búum við við margfalt betri kjör þó svo við segjumst ekki hafa nóg. Þrátt fyrir betri kjör finna börn eflaust fyrir því að þjóðfélagið er ekki allt of vin- samlegt börnum. Því þarf líka að breyta, eigi fóstureyðingum að fækka. FimMrudagur28.'júhM990' spáin 28. júní — 4. júlí (21. mais—20. upríl) Þú ert umhyggjusamur og nærgætinn og átt gott með að laða að þér fólk. Þú mátt þó undir engum kringumstæðum verða of ör- látur því einhverjir hafa hug á að nota þig sem féþúfu. Notaðu næstu viku til að styrkja persónuleg sambönd við ættingja þína. (21. upril—20. mui) Hugsaðu um ytra og innra útlit heimilisins. Leystu úr verkefnum sem hafa hlaðist upp hjá þér. Á kvöldin skaltu halda þig heima við í faðmi fjölskyldunnar. (21. mui—21. júni) Heimskuleg deila á hug þinn allan. Þú ættir að líta i eigin barm og hugsa dæmið upp á nýtt. Það kostar þig ekkert að friðmælast við andstæðingana. Þú hefðir svo gott af því að skella þér i sund um helgina og hressa þig upp. (22. júní—22. júli) Fundur með yfirmanni þínum ætti að leiða gott af sér. Sterkar líkur eru á kauphækkun og betri vinnuaðstöðu. Fjármálin eru i fínu standi en barnafólk mætti gera betur i upp- eldismálunum. Börnin hafa stundum gleymst að undanförnu í amstri vinnunnar. Happatölur þessa helgina eru 5 og 9. (23. júlí—22. úfiúsl) Ekki þykjast vera neitt annað en þú ert. Nýj- ar aðstæður kunna að koma upp og þá þarft þú að sýna aðlögunarhæfni. Vertu óhrædd- ur við að takast á við þessar nýju aðstæður. Aðhalds í fjármálum er þörf. Skipuleggðu þau. (23. ágúsl — 23. M‘pt.) Vinnuvikan hefur verið frekar leiðinleg hjá þér en innan skamms kemst þú i óvænta valdaaðstöðu. Nýttu þér það til fulls. Það er ekkert gefið í þessum efnum. Helgin fram- undan er vel fallin til að blanda saman einka- lífi og viðskiptum. (23. sepl.—24. okl.) Þú hefur verið undir mikilli pressu að undan- förnu og það er farið að bitna á skapinu. Ein- beittu þér að einhverju allt öðru og svo er löngu orðið tímabært fyrir þig að skipu- leggja sumarfríið. Það er hollt fyrir líkama og sál að losna úr viðjum hversdagslífsins. (24. okt.—22. nóv.) Samspil stjarnanna lofar góðu bæði fyrir samband þitt við vini og á rómantiska svið- inu. Þú getur horft fram á margar ánægju- stundir með nýjum vinum. Persóna þín er meira aðlaðandi en oft áður og mun skapa grundvöll fyrir náin og hlý kynni. Rósrauð rómantíkin vakir yfir vötnunum. (23. nóv.—21 des.) Þú hefur ríka þörf fyrir lúxus en fjármálin standa í veginum. Ef þú gerir ekki of miklar kröfur má vera að óvæntur glaðningur komi upp i hendurnar á þér sem mun veita þér mikla ánægju. Þrátt fyrir það verður þú að skipuleggja heimilishaldið og stunda vinn- una samviskusamlega. (22. des —20. jun.) Það bjátar eitthvað á i sambúðarmálunum. Þú hefur ekki verið nógu laginn við að leysa úr vandamálum sem komið hafa upp. Óheppileg ummæli hafa valdið misskilningi og þú þarft virkilega að taka þér tak ef þú ætlaraðjafnamálin.Þvímiðurerekkilíklegt að þú getir tekið þér frí á næstunni. Vertu þó vongóður, öll él styttir upp síðir. (21. junúur—10. febrúur) Samkvæmi sem þér hefur verið boðið i um helgina freistar þín lítið. Þú ert með hugann bundinn við ferðalög og ert ákveðinn i að láta gamlan draum um ferðalag til fjarlægs heimshluta verða að veruleika i sumar. Áður skaltu þó ganga frá fjármálunum og fá ákveðin atriði á vinnustaðnum á hreint sem hafa lengi beðið úrlausnar. (20. febrúur—20. mars) Sýndu hófsemi i öllu. Farðu varlega i um- ferðinni. Stundaðu líkamsrækt og útivist. Vertu umfram allt góður og nærgætinn við þina nánustu. Beittu ekki hörku i samskipt- um við vinnufélagana. Happatölur helgar- innar eru 5, 17 og 73.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.