Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 14

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 28. júní 1990 Kvennabragginn varð hótel Á síldarárunum var Djúpa- vík stór s.taður. Þar var byggð mikil verksmiðja og um þús- und manns unnu á staðnum. íbúðarhúsin grotna nú flest niður og stóra verksmiðjan stendur auð og tóm. Djúpavík er lítill draugabær. Hlutafé- lagið sem á Hótel Djúpuvík keypti fleiri eignir á staðnum, verksmiðjan og nokkur hús í viðbót eru í eigu þess. Sjálft hótelið var kvennabragginn á staðnum. Það kostaði á sín- um tíma átta og hálfa milljón að gera braggann að því hót- eli sem hann er í dag. „Það var gerð fjárhags- áætlun upp á fjórar milljónir. Við sáum það strax að sú áætlun gæti aldrei staðist. Það virðist hafa gleymst að taka það með í reikninginn hvað allir aðdrættir eru margfalt dýrari hér en annars staðar," segir Ásbjörn. „Það má ekkert út af bera, lítil mis- tök verða fjótt dýr á svona stað, þar sem flutningaskip kemur aðeins tvisvar í mán- uði og vegir eru ófærir nema á sumrin." Byggðastofnun á þakkir skildar „Byggðastofnun hefur stutt okkur gegnum þykkt og þunnt. Hún kom inn í dæmið þar sem ferðamálasjóður brást. Annars hefði þetta aldrei gengið upp. Byggða- stofnun er búin að hjálpa okkur miklu meira en hægt var að ætlast til," segir Eva. Þegar PRESSAN barði að dyrum í síðustu viku var nóg að gera á Hótel Djúpuvík. Þar var vinnuflokkur í fullu fæði og gistingu, auk þess sem von var á fyrstu sumargestunum. Fyrr í vor hafa verið haldnar þarna afmælisveislur, auk þess sem starfsmannafélög og minni vinnustaðir hafa komið saman til funda og skemmtana á þessum sér- stæða stað. „Það er góð aðsókn yfir sumarmánuðina," segir Eva, en á vetrum liggur starfsemin að mestu leyti niðri. Þó hefur komið fyrir að langtímagestir hafi búið hér að vetrarlagi og að hér sé aðsókn um pásk- ana. Meirihluti hótelgestanna er íslendingar og við höfum heyrt að þeir séu mjög ánægðir. En skemmtilegustu viðbrögðin koma oft frá út- lendingum sem finnst ævin- týralegt að koma hingað," segir Eva og dregur fram ar- abískt blað þar sem fjallað er um Hótel Djúpuvík í mynd- um og máli á þremur blaðsíð- um. Þau Eva og Ásbjörn eiga þrjú börn sem búa hjá þeim á Djúpuvík, elsti sonurinn, Arnar, er 17 ára og orðinn liðtækur til flestra starfa. Fjöl- skyldan býr í þremur af níu herbergjum hótelsins, en á sumrin þegar þrengir að flytja þau öll inn í eitt her- bergi til þess að fullnýta hús- rýmið. „Þá er dótinu krakk- anna bara troðið ofan í kassa eða undir rúm. Þau sætta sig alveg við það. Krakkarnir eru svo ánægðir á Djúpuvík að þeir vilja ekki einu sinni halda jólin annars staðar," segir Eva. Pekkja ekki upp- haf málsins Magnús Oddsson, settur ferðamálastjóri, segir stefnu ferðamálaráðs vera að nýta allt landið og byggja upp ferðaþjónustu á sem flestum stöðum. Hótel á Djúpuvík sé að þessu leyti gott og nauð- synlegt framtak. Hinsvegar segist ferðamálastjóri ekki þekkja þetta fyrirtæki sér- staklega. Hann segir að ferðamálaráð geri ekkert sér- staklega til þess að kynna þennan stað. „Hlutverk okk- ar er landkynning en ekki að koma einstökum fyrirtækj- um á framfæri," segir hann. Snorri Tómasson, ritari stjórnar ferðamálasjóðs, staðfestir að reglur ferða- málasjóðs heimili að lánað sé allt að 60% af heildarkostn- aði við hótel eins og Djúpu- vík, en þetta fari fyrst og fremst eftir mati stjórnar í hverju tilviki. „Ég vil ekki tjá mig um einstök mál en ég get sagt þér að forráðamenn ferðamálasjóðs vilja fara með fé almennings á traustan hátt. Það gildir til dæmis um veðsetningar að við viljum vera öruggir um að tapa ekki peningum. Þess vegna mið- um við ekki við brunabóta- mat. Það er ekki hægt að reikna með því að hús brenni. Skattgreiðendur hafa örugg- lega skilning á afstöðu okkar í þessum efnum. Það er nær að Byggðastofnun komi inn í svona tilfelli, það er hlutverk hennar að stuðla að því að viðhalda byggð í landinu," segir Snorri Tómasson. En er það ekki hlutverk ferðamálasjóðs að stuðla að bættri ferðaþjónustu um landið? „Jú, en við erum að fara með fé almennings. Hótel á þessum stað er hæpin fjár- festing. Þetta er fallega hugs- að, en við getum ekki lánað langt umfram hættumörk. Það gildir í öllum tilfellum, og einstök mál ræði ég ekki,“ segir Snorri Tómasson. GLÆSILEGAR GJAFAÖSKJUR TIL VINA OG VIÐSKIPTAVINA INNANLANDS OG UTAN. EÐALFISKUR HF. SÓLBAKKA b BORGARNESl SÍMI 93-71680 og 93-71157 FAX 93-71080 PRESSU MOLAR ca ^^■ð undanförnu hefur heyrst til einstakra fréttamanna sjónvarps sem tala um Beijing í staðinn fyrir Peking í Kína. Það skal hér með upplýst fyrir þá sem kunna að vera í vafa að þetta er einn og sami stað- ur. Islensk málstöð, sem er mið- stöð málræktar í landinu, mælir ekki með þessum framburði þó hann sé eflaust góður og gildur í Kína. Samræmisins vegna er heppi- legra að fréttamenn noti sama fram- burð, en ekki eftir vali hvers og eins. Þannig tala útvarpsmenn um Pek- ing, en Árni Snævarr, fréttamaður sjónvarps, talar um Beijing, vegna þess að Kínverjar skiptu sjálfir um nafn á borginni fyrir allmörgum ár- um. Sú nafnbreyting virðist ekki hafa skilað sér til íslenskra málrækt- armanna, enda hefur engin stefna verið mótuð í þessu vandasama máli. Árni Snævarr er einnig ís- lenskur brautryðjandi í framburði á heiti borgarinnar Quebec í Kanada. Árni ber þetta nafn fram á kórréttri frönsku og segir eitthvað í áttina við Kebek meðan hinir segja Kví- bek . .. I næstu viku verður haldið á Laugarvatni norrænt þing handa- vinnukennara. Ráðstefnuhald hefur verið með miklum blóma á íslandi í vor, en i júlí liggur það að mestu niðri vegna sumarleyfa í Evrópu og viðar. Júní og ágúst eru bestu ráð- stefnumánuðirnir og algengastar eru norrænar ráðstefnur ... I tilefni af 70 ára afmæli hins þekkta íslenska stærðfræðings Bjarna Jónssonar verður haldið alþjóðlegt stærðfræðiþing á Laugar- vatni í næstu viku. Ráðstefnan er kennd við Bjarna og heitir þar af leiðandi Jonsson Symposium. Bjarni Jónsson er búsettur í Banda- ríkjunum. Um 70 manns hvaðanæva úr heiminum sækja þingið. Til dæmis eru þátttakendur frá Rússlandi, Kóreu, Ástralíu og Kanada svo eitthvað sé nefnt, svo það er augljóst að Bjarni hefur getið sér gott orð meðal stærðfræðinga um allan heim . .*.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.