Pressan


Pressan - 28.06.1990, Qupperneq 9

Pressan - 28.06.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 28. júní 1990 9 ÍSLENSKA KNATTSPYRNAN LEYNISAMNINGAR OG PENINGAGREIÐSLUR Bestu knattspyrnumenn landsins eru sagöir fá allt aö 500 þúsund krónum á mánuöi í peningum og hlunnindum. Embœtti ríkisskattstjóra er „kunnugt um vandamáliö”. Milliþinganefnd KSI vinnur aö afnámi áhugamannareglna sambandsins, rammasamningar enda þegar í gangi. Öruggar heimildir PRESSUNNAR greina frá því að miklir fjármunir bjóðist iandsins bestu knatt- spyrnumönnum ídag ogað atvinnuknattspyrna sé staðreynd. Um nokkurt skeið hefur tíðkastað umb- una góðum leikmönnum meðýmsum hlunnindum, svo sem bílum, íbúðum og sveigjanlegri vinnu, en heimildir PRESSUNNAR greina frá því að nú sé í fyrsta skipti farið að greiða góðum leikmönnum í beinhörðum peningum. Bestu leikmenn eru taldir fá á milli 500þúsund og 2 milljónir króna fyrirleik- tímabilið. Mörg félög eru þegar farin að gera sér- staka trúnaðarsamninga um tryggingar, afreks- styrki og félagaskiptareglur, þar sem meðal ann- ars er kveðið á um bónusa og greiðslur til félag- anna vegna „sölu“ leikmanna. EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON ÁSAMT INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR MYND: EINAR ÓLASON Fyrir utan hina almennu trúnaðarsamninga tíðkast síðan „persónulegir samn- ingar“, e.k. innanhússsamn- ingar, þar sem hin eiginlegu laun eru tíunduð. Bestu laun- in eru menn í landsliðsklassa taldir fá og af ummælum fjöl- margra viðmælenda blaðsins að dæma fá hinir bestu allt upp í 500 þúsund krónur á mánuði með ýmsum hætti, í peningum, hlunnindum og öðru. Þessi háa tala er fengin hjá þekktum innanbúðar- manni hjá KR. Leikmenn í klassa þar fyrir neðan eru sagðir fá á milli 500 þúsund og 1 milljón króna fyrir leik- timabilið. Það skal strax tekið fram að þessi mál eru afar viðkvæm fyrir allri umræðu og óskuðu viðmælendur blaðsins nær undantekningarlaust eftir nafnleynd. Það segir sína sögu. Stóru félögin lokka þá bestu til sín Félagaskipti þekktustu knattspyrnumanna íslands síðustu örfáu árin hafa vakið mikla athygli og telja heimild- ir PRESSUNNAR ekki nokk- urn vafa leika á því að þar spili peningagreiðslur og hlunnindi verulegt hlutverk. ,,Litlu“ félögin á landsbyggð- inni og á höfuðborgarsvæð- inu hafa miklar áhyggjur af því hvernig „stóru" félögun- um tekst að lokka til sín þeirra bestu leikmenn og eru sjálf ekki í vafa um að það sé gert með fjármunum. Það hafi að vísu tíðkast áður, en í minna mæli. Einn viðmælandi okkar úr röðum iþróttabandalags Akraness fuilyrti að peninga- greiðslur tíðkuðust nú í fyrsta skipti. „Upphæðirnar eru ákaflega misjafnar eftir félög- um og milli leikmanna. KR, Fram og Valur eiga mest und- ir sér og eru Valsmenn reynd- ar talsvert skuldugir vegna þessara viðskipta. Ég þekki dæmi um leikmann frá okkur sem fór á vel á aðra miiljón til félags í Reykjavík — fyrir leik- tímabilið. Sá leikmaður fær þó örugglega ekki mestu peningana í því félagi. Við höfum vitaskuld af þessu verulegar áhyggjur, því ef stóru félögin geta haldið áfram að svífast einskis í krafti peninganna þá verða þau einu félögin sem eftir standa innan fárra ára.“ Einn af þekktustu leik- mönnum landsins, sem fyrir þetta leiktímabil skipti um fé- lag, sagði í samtali við blaðið að ekki léki vafi á því að bæði væri um að ræða beinharða peninga og ýmis hlunnindi, svo sem „feikvinnu". „Upp- hæðirnar fara upp úr öllu valdi hjá ríkustu félögunum og það er ábyggilega minnst af þessu gefið upp til skatts. Greiðslurnar koma enda kannski ekki frá félögunum sjálfum, heldur í gegnum fyr- irtæki og einstaklinga og þá gildir auðvitað að hafa sterka bakhjarla. Þá sjá fyrirtækin hreinlega um ákveðna ein- staklinga." Embætti ríkisskatt- stjóra kunnugt um vandamálið Viðmælandi blaðsins úr einu af smærri félögunum í Reykjavík sagði að félagið hefði reynt að fá til sín góða leikmenn og boðið peninga, að það hefði ekkert þýtt — aðrir byðu betur. „Það virð- ast vera ótrúlega miklir pen- ingar í þessu, ýmist frá félög- unum sjálfum eða bakhjörl- um úr röðum fyrirtækja. Ég fullyrði að félagaskipti allra þessara bestu leikmanna eru gegn peningaupphæðum, sem spanna allan skalann. Um leið liggja fyrir skriflegir samningar um bónusgreiðsl- ur fyrir unna leiki og hlut- deild í inngangseyri." PRESSUNNI er kunnugt um að embætti ríkisskatt- stjóra kannaði á sínum tíma sérstaklega greiðslur til þjálf- ara knattspyrnufélaga, en ekki mun sérstök rannsókn enn hafa farið fram á greiðsl- um til leikmanna. Heimilda- maður blaðsins innan emb- ættisins sagði hins vegar að embættinu „væri kunnugt um ákveðin vandamál í þess- um efnum. Þetta eru erfið mál og viðkvæm, en uppi eru ákveðnar grunsemdir um að ekki komi allt fram sem ætti að koma fram. Málið er kom- ið á visst stig og það er talað um þetta. Embættið fylgist auðvitað með óskattskyldum aðilum og það er ástæða til að taka betur á þessu en hing- að til hefur verið gert”. Peningagreiðslur hafa að sögn Hilmars Guðlaugs- sonar, formanns íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, og Sigurgeirs Guðmanns- sonar hjá íþróttabandalagi Reykjavíkur ekki komið til tals hjá þessum stofnunum. Þær hafa hins vegar gert það á sinn hátt hjá Knattspyrnu- sambandi Islands, KSI. Nefnd vinnur að afnámi áhuga- mannareglna KSÍ „Það er kunnara en frá þurfi að segja að áhuga- mannareglur KSÍ eru í dag sniðgengnar á alla lund,“ seg- ir meðal annars í greinargerð með ályktunartillögu sem Knattspyrnufélagið Þróttur lagði fram fyrir ársþing Knattspyrnusambands ís- lands í desember síðastliðn- um. Tillagan gerði ráð fyrir að kosin yrði fimm manna milliþinganefnd til að fjalla um félagaskipti leikmanna, samninga milli leikmanna og félaga og afnám áhuga- mannareglna KSI og var hún samþykkt. Nefndin hefur nú fundað alls fimm sinnum. Fulltrúi Þróttar í nefndinni, Haliur Kristinsson, sagði að það sem vakað hefði fyrir flutn- ingsmönnum tillögunnar væri að þessi mál yrðu opin- beruð. „Þróttur er lítið félag og það er mín persónulega skoðun að það hafi hag af því að þessir hlutir opinberist, því það þarf að tryggja rétt- indi og skyldur allra aðila. Stóru félögin hafa verið að lokka til sín góða leikmennn frá smærri félögunum og gera við þá samninga og ég held því fram að til að tryggja að allir standi jafnt að vígi verði þessir hlutir að koma upp á yfirborðið. Ég er á þess- ari stundu ekki tilbúinn til að tjá mig um einstök tilvik, sem ég kann að vita um, því ég vil ekki leggja stein í götu nefnd- arinnar." Formaður nefndarinnar, Lúðvík Georgsson, sagði að fullur vilji væri innan nefnd- arinnar til að skila ákveðnum tillögum fyrir ársþing KSÍ, þar sem kveðið er á um regl- ur um leikmannasamninga og fleira. „Við vitum til þess að félög séu farin að gera slíka samninga, en lítum svo á að það verði að vera innan ramma knattspyrnusam- bandsins. í vinnu okkar vilj- um við leitast við að tryggja hagsmuni bæði félaga og leikmanna. Við komum ekki til með að skila tillögum um greiðsluupphæðir eða annað slíkt, einungis um ákveðinn ramma sem félög og leik- menn geta haft og samið svo um greiðslur sín á milli.“ Trúnaðar- samningar um afreksstyrki og bónusa PRESSAN hefur orðið sér úti um samningseyðublöð frá knattspyrnufélögunum Stjörnunni og ÍK og samsvar- andi samningar munu vera í gangi hjá Fylki og fleiri félög- um. í samningum þessum er kveðið ítarlega á um gagn- kvæmar skyldur og réttindi, ástundun leikmanna, útveg- un skóbúnaðar og búninga og fleira. í samningi ÍK segir: „Að loknu samningstímabilinu hefur ÍK einkarétt til 15.11. 1990 til að gera nýjan samn- ing við leikmanninn. Náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og leikmaður gengur i annað félag áður en næsta ís- landsmót hefst hefur ÍK rétt til að krefja það félag um ákveðna greiðslu." 11. grein samningsins er svohljóðandi: „Samningur þessi er trúnað- armál." í samningi Stjörnunnar segir: „Stjarnan veitir leik- manni afreksstyrki fyrir árangur eins og fram kemur í fylgiskjali 2 með samningi þessum" og „Gangi leikmað- ur til liðs við annað knatt- spyrnufélag eftir að samningi lýkur við Stjörnuna skal það félag inna af hendi greiðslu til Stjörnunnar og fullnægja öðrum ákvæðum í samræmi við félagskiptareglur . . “. Og síðar segir: „Fylgiskjöl samn- ings þessa eru trúnaðarmál, sem aðeins má kynna stjórn- armönnum Stjörnunnar. Leikmönnum er óheimilt að greina öðrum frá innihaldi þeirra." PRESSAN hefur umrædd fylgiskjöl ekki undir hönd- um, en á hinn bóginn sér- staka greinargerð frá knatt- spyrnudeild Stjörnunnar um samningana. Þar segir að leikmannasamningur félags- ins sé í aðalatriðum staðfærð- ur leikmannasamningur danska knattspyrnusam- bandsins, þ.e. Dansk Bold- spil-Union (D.B.U.) „Spill- erkontrakt" og „Regler om klubskifte". Um afreks- styrki segir: „Samnings- bundnir leikmenn fá greidda afreksstyrki í samræmi við árangur í þeim leikjum, þar sem þeir komast á leik- skýrslu. í fyrsta lagi er greitt fyrir unnin stig í íslandsmóti, í annan stað er greidd uppbót eftir því í hvaða sæti liðið lendir í íslandsmóti og í þriðja lagi eru greidd verðlaun fyrir sigur í bikarleikjum." Sérstakur matsgrunnur vegna „sölu“ leikmanna Um fylgiskjalið um félaga- skiptin segir: „Svipað og ger- ist í félagskiptareglum D.B.U. hafa leikmenn og Stjarnan orðið sammála um, að eðli- legt sé, að Stjarnan fái greiðslu fyrir sérhvern samn- ingsbundinn leikmann, sem skiptir yfir í annað félag. Matsgrunnur félagskipta- gjalds er stigagjöf, þar sem ýmsir getu- og reynsluþættir, vera hjá félaginu og aldur eru metin. Auk þess áskilur Stjarnan sér rétt til samnings- íhlutunar og hlutdeildar í söluhagnaði fyrir leikmann, sem skiptir yfir í erlent félag eða gerist atvinnumaður inn- an þriggja ára frá því hann fer frá Stjörnunni." Athyglisvert er að reglur danska knattspyrnusam- bandsins skuli vera fyrir- myndin. Þær byggjast nefni- lega á atvinnuknattspyrnu. Ekki síst eru samningar þessara tilteknu félaga til- komnir sem vörn gegn ásókn „stóru" liðanna, sem einnig hafa útfærða samninga, en þó öllu umfangsmeiri „per- sónulegá1 samninga við ein- staka leikmenn. Þetta gildir ekki sérstak- lega um eitt þeirra ,,stóru“ framar öðrum, en á hinn bóg- inn greina heimildir PRESS- UNNAR frá því að knatt- spyrnudeild KR og nokkur fyrirtæki og einstaklingar hafi nú sameinast um stór- átak til að gera KR að stór- veldi að nýju og því sé þróun- in örust og mest áberandi þar. Þekktir knattspyrnumenn hafa streymt þangað og þá ekki síst fyrir tilstuðlan sterkra bakhjarla. í samtali við PRESSUNA neituðu þó Pétur Pétursson, fyrirliði KR, og Geir Þorsteinsson, varaformaður knattspyrnu- deildar liðsins, nokkuð að kannast við peningagreiðslur til leikmanna og vildu ekkert láta hafa eftir sér um málið. Þá hefur Atli Eðvaldsson, hin nýja stórstjarna liðsins, neitað að tjá sig um greiðslur í fjölmiðlum. „Stóru" félögin hafa löngum lokkað til sín bestu leikmenn „smærri" félaganna. KR hefur þar ekki sérstöðu, en samkvæmt heimildum blaðsins hafa knattspyrnudeildin og sterk- ir bakhjarlar sameinast um að gera liðið að stórveldi á ný; vilja fara að vinna bikara aftur.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.