Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 6

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 6
b Fimmtudagur 28. júní 1990 henni viðtöl við félagsráðgjafa og reynt að fá hana til að meta aðstæður sínar og skilja þær með það fyrir augum að hún eygi einhverjar leiðir til að breyta þeim. Við gætum komið því til leiðar — ef hún vili það — að bróðirinn fengi einhverja læknis- meðferð. Félagsmálastofnun getur gengið inn í slíkt mál alveg óháð lögreglukæru. En ef það þarf að meðhöndla hann nauð- ugan — sem er helst ekki gert — þá þarf hún að bera töluverða ábyrgð á því að það skref verði stigið. Við myndum ekki gera mikið til að vernda hana nauðuga, ef svo má að orði komast, heldur finna leiðir í samráði við hana. Ég held að þessari konu myndum við vísa í kvennaathvarfið og reyna að fá hana til að vinna svolítið með sín mál þar.“ — Ef hann vill ekki sjálfviljugur fara í læknismeðferð og hún vill ekki stíga það skref að svipta hann sjálfræði, hvað getið þið þá gert? „Það er heimild í lögum fyrir því að félagsmálastofnun leggi fram beiðni um lögræðissviptingu og nauðungarinnlögn á geðsjúkrahús en við beitum því mjög ógjarnan. Sérstaklega ekki ef nánustu aðstandendur eru ekki tilbúnir til að vinna með okkur að þvi." — Myndi þetta mál horfa öðruvísi við ef barn væri inni á heim- ilinu? „Ef þetta væri hluti af aðbúnaði barns og líkur væru á að barnið myndi dragast inn í þetta ofbeldi með beinum hætti, þá horfir málið allt öðruvísi við. Þá ber okkur skylda til að vernda barnið." — Mynduð þið þá hugsanlega beita þeim nauðungarákvæð- um sem eru í lögunum? „Já. Þá kemur tvennt til greina. Annars vegar að taka barnið út af heimilinu — og þá væntanlega móðurina með — og svo kæmi hitt líka til greina að beita 27. grein barnaverndarlaga. Þar er kveðið á um að ef líklegt má telja að barni gæti að öðru leyti liðið vel á heimili en því er háski búinn af einhverjum heimilismanni, þá geti barnaverndarnefnd farið fram á það við yfirvöld að koma manninum út af heimilinu. En þessu er eigin- lega ómögulegt að beita nema í mikilli samvinnu við aðra heimilismenn því hann getur verið kominn inn á heimilið strax aftur." — En svo ég víki aftur að konunni sem málið snýst um, gætuð þið t.d. útvegað henni húsnæöi og sett það skilyrði að maðurinn færi ekki þar inn? „Já, já, við gætum það í sjálfu sér en við getum sagt að við myndum leggja áherslu á að fá konuna til að flytja en ekki hafa ;að því algert frumkvæði. Við myndum ekki gera mikið gegn vilja þessarar konu. Það getum við ekki nema ætla megi að hún sé ekki fær um að sjá fótum sínum forráð. Við getum ekki kært eiginmann eða sambýlismann fyrir ofbeldi gegn vilja konu. Ég held að við þyrftum þá nánast að ganga í það að svipta konuna sjálfræði. En við getum sagt að við höfum það sem meginreglu að beita okkur ekki i svona máli ef konan vill það ekki sjálf.“ SLYSADEILD BORGARSPÍTALANS: Slysadeildin hefur fá úrræði þegar um er að ræða ofbeldi gagnvart fullorðnum. ,/Þeiia er spitali en ekki félags- málastofnun " Konan hefur oftar en einu sinni leitað til slysadeildar Borg- arspítalans vegna áverka af völdum bróður síns. PRESSAN hafði samband við Gunnar Þór Jónsson yfirlækni og spurði hann hvað slysadeildin gerði þegar hún fengi konu í því ástandi sem lýst var í sögu konunnar og hvaða þjónustu þeir gætu veitt henni? Gætu þeir leyft konunni að vera yfir nótt? „Auðvitað leggjum við fólk inn þegar við teljum ástæðu til þess vegna áverka eða hugarástands. En þegar um ofbeldi er að ræða gagnvart fullorðnum þá höfum við fá úrræði — það verður að segjast eins og er. Það er þá helst ef lögreglunni er blandað í málið. Ef sjúklingurinn ætlar sér að kæra er líka venja hjá okkur að taka sérstaklega greinargóða sögu um það sem gerðist og mynda áverka." — Gerið þið þetta líka þó sjúklingurinn sé ekki með hugmynd- ir um aö kæra? Hann gæti fengið þær síöar. „Já, þá tökum við gjarnan mynd og geymum sem gagn." — Látið þið lögregluna vita þegar til ykkar kemur fólk sem augsýnilega hefur orðið fyrir grófri líkamsárás? „Nei viö gerum það ekki ef viðkomandi er sjálfráða mann- eskja og ekki undir áhrifum vímuefna. Þá er það á ábyrgð ein- staklingsins sjálfs að ákveða hvað hann vill gera í málinu. Við megum ekki gera það." — Hvers vegna ekki? „Ef einstaklingur kemur hingað og segir mér sögu sína þá fer ég ekki með hana lengra nema hann vilji það sjálfur. Við höf- um trúnað gagnvart sjúklingunum. Það getur mjög auðveld- lega komið upp sú staða að einhver vill kæra í dag en ekki á morgun. Við þurfum að halda hlífiskildi yfir sjúklingunum, jafnvel gagnvart lögreglunni. Við gefum ekki sjálfkrafa upp all- ar upplýsingar sem þeir biðja um. Ekki nema það sé ástæða til og lögum samkvæmt. Þetta er spítali til að hlú að meiðslum fólks, hvort sem þau eru líkamleg eða andleg, en ekki félags- málastofnun. Og það er ekki rétt að blanda því saman nema þegar málið lýtur að börnum og lög eru mjög ótvíræð um upp- lýsingaskyldu borgaranna." — Bendið þið konum sem til ykkar koma vegna ofbeldis á kvennaathvarfið? „Nei, ekki sérstaklega. Við vitum ekki um heimilisaðstæður og það er miklu frekar þannig að fólk sé að fela aðstæðurnar heima fyrir fremur en hitt." Þess má geta að Gunnar Þór Jónsson hefur tekið saman ýms- ar athyglisverðar upplýsingar um líkamsárásir og er hluti þeirra birtur hér annars staðar á síðunni. LÖGREGLAN í REYKJAVÍK: Lögreglan getur fjarlægt ofbeldismann en ekki haldið honum. „Heimilið er frið- helgur staður" PRESSAN hafði samband við aðalvarðstjórann hjá lög- reglunni í Reykjavík og sagði honum sögu konunnar. Hann var að því spurður hvað lögreglan gerði og gæti gert ef hún væri kölluð inn á þetta heimili og augljóst væri að bróðirinn hefði misþyrmt systur sinni gróflega. „Við getum mjög lítið gert skal ég segja þér. Ef þú skrúfar frá krana og tekur snerilinn í burtu þá er ekki hægt að skrúfa fyrir aftur nema þú afhendir snerilinn. í þessu tilviki er það þannig að konan vill greinilega láta gera eitthvað en vill það þó ekki. Það er ekki hægt að þvinga hana til þess." — Gætuö þiö ekki fjarlægt manninn? „Ekki ef hún vill það ekki. Annars er mjög erfitt að búa til dæmi eins og þessi vegna þess að engin tvö mál eru eins og þessi mál breytast frá einni mínútu til annarrar." — En ef konan óskar eftir því að maðurinn verði fjarlægður, takið þið hann þá og eftir hversu langan tíma sleppið þið hon- um? „Þá fjarlægjum við hann, en ef hann sýnir ekki af sér neitt óeðlilegt háttalag þá sleppum við honum aftur. Ef hann væri drukkinn létum við hann sofa úr sér. Við höfum engan ráðstöf- unarrétt á fólki, ekki nema það sé sjálfu sér hættulegt. Og þó hann væri með óeðlilegt háttalag þá gætum við ekki gert neitt í málinu. Við getum ekki skikkað hann í læknisrannsókn ef hann vill það ekki sjálfur." — Jafnvel ekki þó Ijóst væri að hann hefði beitt systur sína mjög grófu ofbeldi? „Nei, ekki ef hún vill ekki gera neitt. Það má í raun hver og einn láta berja sig eins og harðfisk ef hann hefur áhuga á því." — Á þetta líka við um götuofbeldi? Segjum sem svo að ein- hver yrði fyrir fólskulegri árás óskylds aðila á götu úti. „Nei, það er svolítið öðruvísi. í fyrra tilvikinu ertu inni á heimili og það er friðhelgur staður hvers þess sem þar býr. Og það sem fer fram innan veggja heimilisins er algjört einkamál þeirra sem þar búa. Ef þeir óska ekki eftir að blanda neinum í einkamál sín þá er það þeirra mál." — Ef við höldum okkur við götuofbeldið, rannsakið þið slík mál að eigin f rumkvæöi eða þarf sá sem fyrir því verður að leggja fram kæru? „Já, í sjálfu sér gildir alveg það sama um þau mái. Það verður að koma fram kæra. Það sem við gerum er að við komum þeim sem varð fyrir árásinni undir læknishendur og árásarmaður- inn er tekinn og hann geymdur á meðan ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru." — En ef í Ijós kemur að um talsvert alvarlega áverka er að ræða, hvernig lítur málið þá út? „Þá er þetta limlesting á óskyldum aðila og orðið hegningar- lagabrot. Og ef um hegningarlagabrot er að ræða þá fer rann- sókn sjálfkrafa í gang hjá dómsvaldinu. Sá sem verður fyrir árásinni verður þó á endanum að leggja fram kæru.“ — Ertu þar með að segja að ekki sé litið sömu augum á heimil- isofbeldi? „Jú, í sjálfu sér er það litið sömu augum, en gallinn er sá að það fer fram inni á heimilinu sem er friðhelgur staður. Það sem gerist úti á götu kemur okkur öllum við, því við megum jú öll ganga þar um, en við megum ekki fara inn á heimilin. Það er því stigsmunur á þessu." — Þegar þið komið inn á heimili þar sem um ofbeldi er að ræða, látiö þið þá vita af því? „Það er að sjálfsögðu skrifuð skýrsla um málið og hún fer auðvitað í þær nefndir og ráð sem hlut eiga að máli en við get- um ekki stjórnað málunum. Þó við séum stundum taldir hafa mikiö vald yfir hlutunum þá eru okkur ákveðin takmörk sett. Hver og einn einstaklingur er í raun friðhelgur eins langt og það nær." — Það vekur óneitanlega upp spurninguna; hvern vernda lög- in? — „Okkur finnst nú stundum eins og lögin verndi brotaðil- ann meira en þann sem brotið er á. Við getum tekið sem dæmi, að ef framið er brot þá fær brotaðilinn sjálfkrafa skipaðan lög- mann en sá sem brotið er á verður að ganga í sín mál sjálfur. Það finnst okkur oft á tíðum mjög óeðlilegt. Báðir aðilar eru oft á tiðum ókunnugir málunum og ættu að geta fengið lög- fræðilega aðstoð. Lögunum er ætlað að vernda veikari aðilann og það er yfirleitt talinn sá sem ákærður er fyrir að brjóta af sér, en hinn aðilinn á ekkert að eiga erfiðara uppdráttar. En þetta eru mjög snúin mál og eins og ég sagði, engin tvö þeirra eru eins." HEGNINGARLÖGIN: „ Heimilisofbeldi er ekki einkamál" Við nánari eftirgrennslan hjá lögfróðum aðilum kom í ljós að sá skilningur á hegningarlögunum, sem fram kemur hjá lög- reglumanninum hér að ofan, er misskilningur. Og hann er mjög útbreiddur. Almennum hegningarlögum var breytt árið 1981 og meginefni þeirra breytinga var einmitt að gera öll lík- amsárásarmál, stór og smá, að málum hins opinbera en ekki málum einstaklinganna. Það gilda með öðrum orðum sömu lagareglur um götuofbeldi og heimilisofbeldi. Grein 217 í hegningarlögunum hljóðar svo: „Hver sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem i 218. gr. segir, skal sæta sektum eða varðhaldi, en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. / Málsókn er opinber út af broti samkvæmt 1. málsgr., og skal mál eigi höfðað nema almenningshagsmunir krefjist þess." (Undirstrikun greinar- höf.) Ef um alvarlega líkamsárás er að ræða sem veldur þeim sem fyrir henni verður „tjóni á líkama eða heilbrigði" kemur til kasta 218. greinar hegningarlaganna, sem kveður m.a. á um ,,.. . varðhald eða fangelsi allt að 3 árum, eða sektun ef sér- stakar málsbætur eru". Lögin eru því skýr en hins vegar er rétt að hafa í huga að eng- um ber skylda til að kæra, nema þá þeim yfirvöldum sem hafa eftirlitsskyldu. Og þar komum við að lögreglunni. Rannsókn- arlögreglan og síðan ákæruvaldið geta ákveðið að gera frek- ari rannsókn á líkamsárás og farið út í málshöfðun, hvað sem líður vilja þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli. Fái rann- sóknarlögreglan upp í hendur gögn, sem benda til þess að gróft brot hafi verið framið, þá er málið komið í hendur þessara opinberu aðila og þeir geta tekið frumkvæði að því að kæra. En ef engin gögn berast þá eru engin mál. Slík gögn gætu helst borist frá lögregluyfirvöldum ef þau eru kölluð til þar sem of- beldi hefur verið framið. Það mun ekki vera óalgengt, þegar um er að ræða líkams- árás af hendi skylds aðila, að sá sem fyrir árásinni verður leggi fram skriflega beiðni um að málið verði látið niður falla. Ákæruvaldinu ber þó engin skylda til að verða við þeirri beiðni. Um þetta er m.a. fjallað í skýrslu nauðgunarmálanefnd- ar, en þar segir: „Brotaþoli getur vissulega kært brot sitt sjálfur, en það getur einnig hver sem er annar gert. Og brotaþoli fær ekkert forræði á máli, þótt hann kæri sjálfur." Það getur verið ábyrgðarhlutur að halda málinu áfram, en það getur líka verið ábyrgðarhlutur að láta það niður falla. Það er fullt eins víst að sá sem beiðnina skrifar sé beittur kúgun til að gera það. KVENNAATHVARFIÐ í REYKJAVÍK: ,,Veitum konum tækifæri eg næði" Fyrr eða síðar leita margar konur sem verða fyrir ofbeldi á heimili til Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Það tók til starfa í desember 1982 og frá þeim tíma og til dagsins í dag hafa kom- ið þangað 1.118 konur og 839 börn. PRESSAN hafði samband við Guðrúnu Jónsdóttur, starfskonu athvarfsins, og spurði hana hvaða þjónustu þær veittu konum sem þangað leita. „Við getum öðru fremur veitt þeim tækifæri og næði til að vinna í málum sinum héðan og þá í samvinnu við félagsmála- stofnun eða lögreglu eftir því sem við á. En við erum ekki með- ferðarstofnun og sjálfar veitum við hvorki félagslega né lög- fræðilega þjónustu, enda er það í verkahring annarra aðila." — Hver er reynsla ykkar af þeirri þjónustu sem „kerfið" veitir þessum konum? „Hún er mjög misjöfn. Við höfum átt mjög góða samvinnu við félagsmálastofnun og þegar konur eru komnar inn í kvennaathvarfið hafa þær yfirleitt fengið mjög góða fyrir- greiðslu þar og hún fer sífellt batnandi. Það er jafnvel komið í það horf að félagsráðgjafar hafa komið til okkar og við höfum spjallað í sameiningu við þá konu sem hlut á að máli til að finna leiðir fyrir hana.“ — Hvað með lögregluna? „Því miður er það almenna reglan ef kona sem verður fyrir ofbeldi kallar á lögregluna, að henni býðst bara annað tveggja; að fara í kvennaathvarfið eða að ofbeldismaðurinn verði fjar- lægður yfir nótt. Það er þó engin lausn og þær vita livað það þýðir. Hann kemur bara daginn eftir og hefnir sín. Þær velja því frekar að koma til okkar. En í fæstum tilvikum er það lög- reglan sem kemur með konur til okkar, heldur koma þær hing- að sjálfar." — Þekkið þið dæmi þess að lögreglan hafi átt frumkvæði að því að láta rannsaka ofbeldi á heimili? „Það er ekki algengt. Ég veit um eitt slíkt tilfelli en yfirleitt taka þeir ekki frumkvæðið. Það er ekki okkar reynsla að lög- reglan gangi inn í málin af sjálfsdáðum." — En hvað með slysadeildina? „Við höfum ekki orðið varar við að hún taki frumkvæði í þessum málum. Hjúkrunarfræðingar á deildinni benda konum hins vegar gjarnan á kvennaathvarfið ef þær koma þvi við." — Þókonur verði munfrekarfyrir ofbeldi á heimilien karlar, þá benda tölur frá slysadeildinni til þess að mun fleiri karlar en kon- ur verði almennt fyrir líkamsárásum. Finnst þér þessar tölur gefa rétta mynd af ástandinu? „Nei, ég er alveg sannfærð um að þær gera það ekki þó þær séu örugglega réttar miðað við þær upplýsingar sem slysa- deildin hefur í höndunum. Þetta er skekkt mynd af ástandinu vegna þess að við vitum að konur sem verða fyrir ofbeldi heima hjá sér láta það ógjarnan uppi á slysadeildinni." — Er það algengt að konur sem til ykkar koma kæri heimilisof- beldi? „Nei, það er mikiil minnihluti sem gerir það. Við hvetjum alltaf konur sem til okkar koma með áverka til að fara upp á slysadeild og fá sér áverkavottorð þannig að það liggi þá þar ef þær einhvern tímann seinna vilja kæra. Sumar þeirra nota þessi vottorð sem vörn gegn ofbeldismanninum þó þær kæri ekki.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.