Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 5
Lögreglan telur heimilisofbeldi einkamál en lögin segja annað Nú nýverið voru nokkur hross tekin af konu í Hafnarfirði þar sem sýnt þótti að hrossin sættu mjög illri meðferð afhennar hendi. Yfirvöld dýra- verndarmála hafa iagt fram kæru gegn konunni. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum og fóik hefur drifið að hvaðanæva til að skoða hrossin. Aðgerðir yfir- valda skulu síst lastað- ar hér en óneitanlega vaknar sú spurning hvort þarna hafi verið beitt meiri myndug- leika en þegar um illa meðferð á fólki er að ræða. A íslenskum heimilum á sér stað töluvert ofbeldi — og það oft á tíðum mjög gróft — að því er virðist án þess að yfirvöid grípi þar inn í. Litið er á heimilið er friðhelgan stað — en hversu langt nær frið- helgin og fyrir hvern er hún? Hér verður sögð saga konu sem nýtur lít- Hlar friðhelgi á sínu heimili þarsem hún býr við stöðugt ofbeldi. Leitað verður svara við spurningunni: Hvað gerir „kerfið“ þegar það fær vitneskju um mál eins og þetta og hvað getur það gert? En fyrst er það saga kon- unnar. EFTIR INGIBJÖRGU SÖLRÚNU GÍSLADÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Kona hátt á sextugsaldri býr með rámlega fertugum bróður sínum. Aður en lengra er haldið sha/ það teh/ð fram að þó hér sé um bróður að rœða þá gœti þetta allt eins uerið Þessi mynd er fengin aö láni úr sænskri bók. Hún gæti allt eins verið íslensk. Konan er með stungusár eftir skæri. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Borgarspítalans eru karlar 75% þeirra sem leita til deildarinnar vegna lík- amsárása en konur 25%. Líklegt er að þessar tölur gefi nokkuð skekkta mynd þar sem konur upplýsa ógjarnan um ofbeldi á heimili. 40% kvennanna hljóta áverkana á heimili sínu en aðeins 12% karlanna. Flestar konurnar eru á aldrinum 15—40 ára. saga um eiginmann eða son. Hann hefur all- lengi átt uið geðrœn uandamál að stríða og er mjög ofbeldishneigður. Hann hefur ekkert unnið si. tuö ár og huorki leitað sér lœknis- hjálpar né fjárhagslegrar aðstoðar. Hann er þuí á hennar framfœri. Sjálf á hán erfiða fé- lagslega sögu að baki. Hán býr í mjög lélegu hásnœði og fœr fjárhagsaðstoð hjá félags- málastofnun. Hán býr uið stöðugt ofbeldi af hendi bróðurins og þegar þessi saga ersögð er annar handleggurinn á henni brotinn, hinn suarblár, handarbakið stokkbólgið og íþuí má greina för eftir tennur eða neglur. Bakið og bringan eru suarblá og á kuiðnum er ijótt far eftir barefli. Greinilega er um misgamla áuerka að rœða. Hán lifir í stöðugum lífsháska. Hán hefur um tueggja mánaða skeið uerið á róandi iyfjum sem heimilislœknir hennar lét hana hafa. Vitað er að konan fœst ekki með nokkru móti til að kœra bróður sinn og reynir fremur að hylma yfir með honum. Hún átti mikinn hlutí uppeldi hans og finnst þuí að hán geti að einhuerju leyti sjálfri sér um kennt og uerði að taka þuí sem að höndum ber. En hán ueit líka að ef hán kœrir hann þá er þess ekki langt að bíða að hann uerði aftur frjáls ferða sinna og þá á hán á hœttu að hann uitji hennar og refsi henni. En getur oghefur einhuer annar ualdtil að grípa inn í og rjáfa uítahringinn? PRESSAN lagðimálið fyrirýmsa aðila ogfara suörþeirra hér á eftir. FÉLAGSMALASTOFNUN: Félagsmálastofnun getur ekki kært eiginmann fyrir of- beldi gegn vilja konunnar sem fyrir því verður. ffKonan verður að taka frumkvæðið" Eins og fram kom í sögu konunríar er hún skjólstæðingur Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, þ.e. hún nýtur fjárhags- aðstoðar þaðan. PRESSAN hafði samband við Gunnar Sand- holt, forstöðumann fjölskyldudeildar félagsmálastofn- unar, og spurði hann með hvaða hætti stofnunin gæti gripið inn í mál þessarar konu. „Ef hún leitar til okkar með þessi mál þá getum við boðið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.