Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 28. júní 1990 Rádning framkvœmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta veldur deilum Það er oft skipt um yfirmenn Félagsstofnunar stúdenta. Ráðning nýs framkvæmda- stjóra er umdeild. FYRIRGREIDSLU- PÓLITÍK eða faglegar forsendur? Engir umsækjendur voru teknir í viðtal þegar stjórn Félagsstofnunar stúdenta réð nýjan fram- kvæmdastjóra á dögunum. Sá sem starfið hlaut er viðskiptafræðingur með eins árs starfsreynslu. Meðal annarra umsækjenda var fjármálastjóri FS, sem einniger viðskiptafræðingur með fimm tilsex ára starfsreynslu, þar af fjögur ár sem fjármála- stjóri FS. Andstæðingar stjórnarinnar telja ráðn- inguna vera af pólitísku bergi brotna og starfs- menn FS eru óánægðir með vinnubrögð stjórnar- innar. EFTIR: BJÖRGU EVU ERIENDSDÓTTUR Flestir eða allir starfsmenn Félagsstofnunar stúdenta skrifuðu undir stuðningsyfir- lýsingu vegna umsóknar Helga Lárussonar fjár- máiastjóra, en sá sem starfið hlaut heitir Arnar Þórisson. Arnar útskrifaðist úr við- skiptafræði fyrir einu ári og hefur starfað hjá stjórnun- arfélaginu. Hann sat til skamms tíma í stjórn félags- stofnunar og hefur verið virk- ur í stúdentapólitíkinni fyrir Vöku, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta. Starfsmenn félagsstofnun- ar telja að erfitt geti orðið að starfa með nýjum og óreynd- um framkvæmdastjóra, vegna breytinga í fyrirtæk- inu. „Persónulega höfum við ekkert nema gott eitt að segja um Arnar Þórisson, en okkur finnst ekki vera eðlilega stað- ið að ráðningunni og erum óánægð með að ekki var tek- ið neitt tillit til starfsmanna í þessu máli," segir Ingibjörg Einarsdóttir, einn starfs- manna félagsstofnunar. Heyrst hefur að Helgi muni taka saman pjönkur sínar og hætta störfum og ef til vill einhverjir með honum. „Réttara að ræða við umsækjendur“ segir Helgi. Sjálfur vill Helgi Lárusson ekki staðfesta að hann sé á förum og hann heldur ekki að það sé rétt að fleiri hafi hugsað sér til hreyfings. „Það verður engin upplausn í fyrir- tækinu út af þessu, enda gott að vinna hérna og ekki til neins að gera fjaðrafok úr þessu. Framkvæmdastjóri fær fyrstur að vita hvort ég hætti. Ég býst við því að Arn- ari verði vel tekið hérna. Stjórnin hefur valið sinn mann, til þess hefur hún vald og við því er fátt hægt að segja. Ég tel að þessi ráðning sé pólitísk, en auðvitað get ég ekki dæmt í eigin máli um hver hefði átt að hljóta stöð- una. Ég hefði þó talið réttara að umsækjendur hefðu verið kallaðir til fundar við stjórn- ina. Ég og fráfarandi fram- kvæmdastjóri höfum varað við ægivaldi stúdenta í fyrir- tækinu. Þeir hafa alltaf meiri- hluta í stjórn og það gustar um þá og ákvarðanir þeirra. Þetta getur verið vafasamt fyrirtækisins vegna. Stjórn- inni er algjörlega í sjálfsvald sett hverja hún velur sér og hingað til hafa mannaskipti verið tíð meðal yfirmanna fyrirtækisins. Mér sýnist að eðlilegra væri að einn stjórn- armanna væri fulltrúi starfs- manna og aðeins tveir frá stúdentum. Það þarf eitthvað að gera til þess að bæta stöð- ugleikann í fyrirtækinu," seg- ir Helgi Lárusson, fjármála- stjóri FS. Pólitískir andstæðingar Arnars Þórissonar og meiri- hluta stjórnar FS, félags- hyggjusinnar í Röskvu, eru stórhneykslaðir á ráðning- unni. Þeir telja hana lið í valdapoti hægrisinnaðra stúdenta, en segjast hvergi geta rönd við reist í stúdenta- pólítíkinni því alls staðar sé Vaka í meirihluta. Steinunn V. Óskarsdóttir, fulltrúi Röskvu í stúdentaráði og einn nefndarmanna hags- munanefndar stúdenta, segist hafa farið fram á að hagsmunanefnd yrðu sýnd gögn umsækjenda en því hafi verið hafnað. Steinunn talar ekki fyrir hönd allrar nefnd- arinnar, því meirihluti Vöku í nefndinni taldi ekki nauðsyn- legt að kynna sér umsóknirn- ar. Hún segir að Arnar Þóris- son hafi áður sóst eftir því að verða formaður stúdenta- ráðs, en sest í stjórn FS þegar annar Vökumaður varð for- maður stúdentaráðs. Faglegar forsendur Benedikt Bogason, for- maður stjórnar FS, segir að ráðningin sé ekki pólitísk, heldur byggist hún á fagleg- um forsendum. „Það var samhljóða niðurstaða stjórn- arinnar að ganga til samn- inga við Arnar Þórisson. Að mati stjórnarinnar var ekki nauðsynlegt að kalla þá um- sækjendur sem helst komu til greina til fundar, vegna þess að við þekktum þá og störf þeirra," segir Bogi. Hefur Arnar ekki litla reynslu miðað við Helga, og heldur þú að starfs- menn FS séu sáttir við vinnubrögð stjórnarinn- ar? „Umsækjendur hafa reynslu af ólíkum sviðum og að mati stjórnarinnar var góður fag- legur grundvöllur fyrir ráðn- ingunni. Ég held ekki að það sé almenn óánægja með þessa ráðningu innan FS.“ Benedikt segir að stjórnin hafi einróma hafnað beiðni hagsmunanefndar um að kynna sér umsóknirnar, á þeim forsendum að þær séu algjört trúnaðarmál. ( Félagsstofnun er stórt fyrirtæki Félagsstofnun stúdenta hef- ur styrkt stöðu sína og orðið æ traustara fyrirtæki síðustu árin. Brúttóársvelta er 330 milljónir króna og eignir fyr- irtækisins nema um einum milljarði króna. Bóksalastúd- enta er þriðja stærsta bóka- verslun landsins, Ferðaskrif- stofa stúdenta er ein af stóru ferðaskrifstofunum hérlend- is, veitingarekstur fyrirtækis- ins er umfangsmikill og fleira mætti telja. Fastir starfsmenn eru á bilinu 30—35. Fráfar- andi framkvæmdastjóri er Ei- ríkur Ingólfsson. Leikir í 8. umferð: Möguleikar liðanna: Athyglisverðir leikmenn: ÍBV VÍKINGUR VESTMANNAEYJUM mánudaginn 2. júlí kl. 20 Vestmanneyingar eru ofar á stigatöflunni en munurinn á liðunum er kannski ekki svo ýkja mikill, þau virðast geta sigrað hvaða lið sem er og tap- að fyrir hverjum sem er. Heimavöllurinn eykur hins vegar sigurlíkur Eyjamanna. Sóknarmaðurinn Hlynur Stefánsson hefur blómstrað í liði Eyjamanna að undanförnu. Hjá Víkingum hefur mest borið á Júgóslavanum drjúga Goran Micic. ÞÓR KA AKUREYRI mánudaginn 2. júlí kl. 20 Leikir Akureyrarliðanna hafa alltaf verið tvísýnir og spenn- andi og munu eflaust alltaf verða það. Bæði liðin byrjuðu illa í vor en KA hefur sótt meira í sig veðrið undanfarið og liðið er að öllum líkindum sterkara en Þórsarar. Vert er að gefa hinum korn- unga sóknarmanni og nýliða hjá KA Þórði Guðjónssyni góð- ar gætur. Hjá Þór hefur Júgó- slavinn Luka Kostic verið allt í öllu. KR ÍA KR-VELLI mánudaginn 2. júlí kl. 20 KR-ingum hefur gengið herfilega gegn Skagamönnum undanfarin ár og nú er loks tækifæri fyrir Vesturbæinga að hefna ófaranna því greinilegur getumunur virðist vera á þess- um liðum í sumar, KR í hag. Þá eru flestir þeir leikmenn sem gert hafa KR-ingum lífið leitt í gegnum árin farnir úr liði ÍA. Spennandi er að sjá hvernig Atli Eðvaldsson spjarar sig í KR-búningnum. Rúnar Krist- insson hefur komið mjög sterk- ur inn í liðið eftir langt leikbann og Þorsteinn Halldórsson hefur staðið sig mjög vel á miðjunni. Pétur Pétursson og Ragnar Margeirsson eru vísir til að ógna marki Skagamanna. Al- exander Högnason ÍA hefur verið iðinn við að skora að und- anförnu. Þá er alltaf spennandi að fylgjast með unglingunum efnilegu, Bjarka Péturssyni og Arnari Gunnlaugssyni. FH VALUR KAPLAKRIKAVELLI mánudaginn 2. júlí kl. 20 Valsmenn hafa verið sterkari en FH það sem af er sumri en allt getur gerst á heimavelli FH. Þá hafa Valsmenn orðið fyrir því áfalli að missa helsta markaskorara sinn, Sigurjón Kristjánsson, á sjúkrabekk. Hörður Magnússon er skæð- asti sóknarmaður FH-inga en Halldór Halldórsson hefur átt mjög góða leiki í markinu und- anfarið. Valsmenn hljóta að binda vonir við að Anthony Karl Gregory fylli skarð Sigur- jóns í framlínunni en Steinar Adolfsson virðist einnig vera mjög vænlegur leikmaður í liði Vals. FRAM STJARNAN LAUGARDALSVELLI þriöjudaginn 3. júlí kl. 20 Sýni Frammarar sinn besta leik á ekkert íslenskt lið mögu- leika gegn þeim. Möguleikar Stjörnunnar byggjast á baráttu og heppni og því hvort Framm- arar beita sér að fullu eða ekki. Birkir Kristinsson FRAM er sá markvörður sem mesta at- hygli hefur vakið í sumar. Fái hann eitthvað að gera í leikn- um sýnir hann án efa góð til- þrif. Jón Sveinsson hefur vakið athygli fyrir góðan varnarleik, en þeir Pétur Ormslev, Guð- mundur Steinsson, Kristján Jónsson og Baldur Bjarnason hafa allir átt stórleiki í sumar. Hjá Stjörnunni hafa Lárus Guð- mundsson og Árni Sveinsson verið atkvæðamiklir. LEIKIRI' 16-LIÐA ÚRSUTUM BIKARKEPPNINNAR: Selfoss—ÍR 5.7. kl. 20 ÍBK-ÍBV 5.7. kl. 20 ÍA-KA 5.7. kl. 20 FH—Stjarnan 5.7. kl. 20 Breiðablik—Þór 5.7. kl. 20 Sindri (Hornafirði)—KR 5.7. kl. 20 Víkingur—KS/Tindastóll 5.7. kl. 20 Valur—Fram 6.7. kl. 20 ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.