Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 3
3 Fimmtudagur 28. júní 1990 PRESSU Islenski hundurinn vakti aðdáun Elísabetar Englandsdrottningar, enda minntist hún á það í einni af ræðum sínum að Bretar þekktu vel til hans frá fornu fari. Nefndi hún í því sambandi að íslenska hundsins er getið í verkum sjálfs Shake- speares. Þeir sem hafa lesið Shake- speare muna ef til vill eftir því að í leikritinu Hinriki V er hundsins okkar getið, þó ekki sé það beinlínis að góðu. Tilvitnunin er úr öðrum þætti leikritsins þar sem tveir dólg- ar eru að spjalla saman og annar dólgurinn segir við hinn: Svei þér þú Islands eyrnasperrti hundur. Þannig hljóðar þetta í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Það má kannski segja að tilvísun drottning- arinnar hafi ekki verið mjög smekk- leg, en þetta var áreiðanlega fallega meint. . . M Sky News-sjónvarpsrasinni var í gærkvöldi frétt um að Bretar væru að halda upp á níutíu ára af- mæli Elísabetar drottningar- móður. Ekki virðast breskir frétta- menn sérstaklega uppteknir af Is- landsheimsókn sjálfrar drottning- arinnar, því í fréttum var sérstaklega tekið fram að Elísabet Englands- drottning hefði ákveðið að vera ekki „til staðar" þegar hátíðahöldin færu fram til að skyggja ekki á móð- ur sína. ísland var ekki nefnt einu orði í fréttinni. . . ii ^^^tvarpsréttarnefnd, sem fram til þessa hefur fyrst og fremst verið úthlutunarnefnd á leyfum til út- varpsrekstrar, hefur úrskurðarvald í kærum sem fram koma vegna brota á útvarpslögum. Hún hefur nú beitt því valdi í fyrsta sinn. Neytenda- samtökin leituðu til nefndarinnar vegna þáttar um tísku sem sýndur var á Stöð 2 í maí sl. Töldu samtökin að þátturinn hefði öðru fremur ver- ið fataauglýsing enda var mjög rækilega tekið fram hvaða verslanir seldu þann fatpað sem sýndur var hverju sinni. Útvarpsréttarnefnd úrskurðaði í málinu á mánudaginn og niðurstaða hennar var sú, að þátturinn bryti gegn útvarpslögum. I framhaldi af þessu mun nefndin fyrirhuga að halda ráðstefnu í haust um auglýsingar og auglýsingareglur í Ijósvakafjölmiðlum. Þykir ýmsum nefndarmönnum það löngu tima- bært þar sem óbeinar auglýsingar setji æ meiri svip á þáttagerð frjálsu fjölmiðlanna... W^Éiðað við mannfjöldatölur 1979 og 1989 fjölgaði landsmönn- um á þessum áratug um 27.143 eða um 12%. Þar af fjölgaði íbúum Reykjavíkur og Reykjaneskjör- dæmis um 25.708 og segir það sína sögu um þróunina. Annars staðar hefur fólki fjölgað lítið og fækkun Vestfirdinga er sláandi. Þeir voru 1979 alls 10.360 en áratug siðar 9.840, hafði fækkað um 520 eða 5%. Miðað við sama áframhald má búast við því að Reykvíkingar og - Reyknesingar verði um næstu alda- mót nær 190 þúsundum talsins og þá tveir þriðju hlutar lands- manna . .. STAÐGREIÐSLA 1990 PERSÓNUAFSLÁTTUR HÆKKAR l JÚLÍ — PERSONUAFSLA TTUR VERÐUR 22.114 KR. Á MÁNUÐI VERÐUR 610KR.A DAG Þann 1. júlí nk. hækkar persónuafsláttur í 22.114 kr. á mánuði og sjómannaafsláttur í 610 kr. á dag. Hækkunin nemur 6,06%. Hækkunin nær ekki til launagreiðslnafyrirjúní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið kort. Ekki skal breyta upphæð persónuafsláttar launamannsþegar um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1990. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuðum persónuafslætti 1990. Ónýttur uppsafnaður persónuafsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1990ogverðurmillifærðursíðar hækkar ekki. Á sama hátt gildir hækkun sjómannaafsláttar ekki um millifærslu á ónýttum uppsöfnuðum sjómannaafslætti sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1990. s o IS) o X < > Launagreiðendur! Munið að hœkka persónuafsláit vegna júlílauna. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.