Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 28.06.1990, Blaðsíða 23
23 Fimmtudagur 28. júní 1990 Tnns, Stebbi I Stefánsblómum, *jmla miðbænum með verslun slna '»rgaryfirvöld stefna því að beina viðskiptum komin verið viðstaddur kampavínsboð þar sem nánast allt er lagt í rúst.“ Rómantíkin er aftur komin í myndina Þegar ég spyr Stefán hverju hann þakki velgengni verslunar- innar svarar hann að bragði: ,,Ég hef alltaf haft gott starfsfólk og það á sinn þátt í velgengninni ekkert síður en-ég. Svo hef ég reynt að vera almennilegur við viðskiptavini mína og það hefur skilað sér. Það hefur aldrei neitt annað komist að í huga mér en blóm síðustu þrjátíu árin og þar af leiðandi á ég enga sérstaka drauma um að skipta um starf. Þetta er göfugt og gott starf — og umfram allt persónulegt. Ég tengist viðskiptavinum mínum vel og upplifi með þeim gleði og sorgir." Honum finnst rómantíkin hafa komið geyst inn í lífið aftur á síðustu árum: „Fólk er hætt að láta sér nægja að vera í sambúð og brúðkaupum hefur farið mjög fjölgandi. Fólk er mikið til hætt að eltast við veraldlega hluti og nú eru lagðar áherslur á öryggi og rómantík." Hann ætti að vita það, maðurinn sem sendir blóm, oft án korta: ,,Já, það gerist oft að pöntuð séu blóm hjá mér án þess að viðkomandi vilji láta segja frá hverjum þau eru. Og ég er auðvitað bundinn þagnareiði gagnvart viðskiptavinum mínum og segi ekki eitt einasta orð.“ Hann segir að stundum séu nafn- laus kort látin fylgja, þá með texta sem Stefán skrifar sam- kvæmt fyrirmælum sendandans. — Það rómantískasta sem hann man eftir í augnablikinu er þegar maður einn hér í borg fór af landi brott í mánuð: ,,Hann bað mig að fara með eina rauða rós á dag til vinkonu sinnar," segir Stefán og brosir. ,,Það var rómantískt." Stefán Herma er flúinn úr g< Hann segir bc markvisst að úr miðbænuio

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.