Pressan - 21.02.1991, Page 8

Pressan - 21.02.1991, Page 8
Ingvar Sveinsson, sem var framkvæmdastjóri Töggs hf., er sakaður um að hafa náð til sín umtalsverðum fjár- hæðum frá fyrirtækinu á þeim tíma sem fyrirtækið hafði fengið greiðslustöðvun og ekkert blasti við annað en gjaldþrot. Samkvæmt ákæru fékk þáverandi eiginkona Ingvars, Hanna Elíasdóttir, einnig umtalsverða peninga frá félaginu. Hjónin fyrrverandi fengu á þriðja tug millj- óna frá Töggi. Félagið er til gjaldþrotaskipta og hætta er á að allt að 70 milljónir króna tapist við gjaldþrotið. Sakadómur Reykjavíkur hefur nú til meðferðar mál sem höfðað var gegn fyrri eigendum, stjórnendum, starfsmönnum og lögmanni Töggs hf. Eins eru tveir starfsmenn Spari- sjóðs Reykjavíkur ákærðir í sama máli. Töggsfólkinu er gefið að sök að hafa beitt fjársvikum, skilasvik- um auk annarra brota. Stjórnar- menn í félaginu eru sakaðir um að hafa ekki fylgst nægilega vel með rekstri stjórnarformannsins og framkvæmdastjórans, Ingvars Sveinssonar. GREIÐSLUSTÖÐVUN Snemma árs 1987 fékk Töggur hf. greiðslustöðvun. Töggur hf. hafði umboð fyrir tvær bifreiðategundir, SAAB og SEAT. Fyrirtækið missti umboðið fyrir SEAT áður en það varð gjaldþrota. Greiðslustöðvunin var framlengd í tvígang. Atli Gísla- son saksóknari segir að það hafi verið gert þrátt fyrir að forráða- menn fyrirtækisins og tilsjónarmað- ur þess á greiðslustöðvunartíman- um, Ingvar Björnsson lögmaður, hafi átt að gera sér grein fyrir að fé- laginu yrði ekki forðað frá gjald- þroti. Þá deilir saksóknarinn hart á að- gerðarleysi á greiðslustöðvunartím- anum. Hann segir að nánast ekkert hafi verið gert til að reyna að rétta af fjárhag félagsins. Þess í stað hafi skuldasöfnun haldið áfram og kröfuhöfum hafi verið mismunað. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Reykjavíkur, og Katrín Púlsdóttir, starfsmaður Spari- sjóðsins, eru ákærð fyrir skilasvik. Samkvæmt ákæru ívilnuðu þau Sparisjóðnum með kaupum á nýjum skuldabréfum gegn því að senda Töggi aftur gjaldfallin skuldabréf. ORLOFSREIKNINGUR GREIDDUR MEÐ NÝJUM SAAB Meðal þess sem Ingvar Sveinsson fékk frá Töggi var nýr SAAB 9000 turbo 16. Nýr bíll af þeirri tegund kostar 2,5 milljónir í dag. Bílinn fékk Ingvar aðeins þremur dögum áður en fyrirtækið var lýst gjaldþrota. Ingvar framvísaði reikningi fyrir ógreitt sumarleyfi á árunum 1982 til 1986. Til skuldajöfnunar tók hann bílinn. Orlofsreikningurinn, sem Ingvar framvísaði, var upp á 912 þúsund krónur. Bílinn seldi hann aftur 17 dögum síðar fyrir 1200 þús- und krónur. Atli Gíslason hæstaréttarlögmað- ur, sem er sérstakur saksóknari í þessu máli, fullyrðir að orlofsreikn- ingurinn hafi verið tilbúinn og því hafi Ingvar náð til sín 1200 þúsund krónum frá gjaldþrota fyrirtæki sem hann sjálfur veitti forstöðu. Verjandi Ingvars, Jónatan Sveins- son hæstaréttarlögmaður, segir að Ingvar hafi átt inni ógreitt sumarfrí þegar hann framvísaði reikningn- um. 14 MILLJÓNIR FÆRÐAR Á SÍÐUSTU STUNDU Stjórnendur Töggs framseldu við- skiptakröfu á hendur Ingvari Sveinssyni framkvæmdastjóra. Það var gert skömmu fyrir gjaldþrotið. Krafan, sem var upp á rúmar 14 milljónir, var framseld til Bíldshöfða 16 hf. Sömu eigendur voru að Töggi og Bíldshöfða 16 hf. í skiptum fyrir kröfuna tók Bíldshöfðinn að sér greiðslur á langtímalánum sem Töggur skuldaði. Sama var gert fyrir aðra hluthafa en í miklu minni mæli, eða samtals fyrir rúma milljón. Með þessum gerðum losnuðu hluthafarnir frá því að skulda Töggi þegar fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta. í stjórn Töggs áttu þrír sæti. Ingv- ar Sveinsson var stjórnarformaður og meðstjórnendur voru þáverandi eiginkona hans Hanna Elíasdóttir og bróðir Ingvars Björn Sveinsson. Björn hætti öllum afskiptum af fé- laginu á árinu 1985. Þeir bræður höfðu lengi deilt um peningaúttekt- ir hvors annars. Sérstaklega hafði Ingvar gerst frekur til fjárins eftir því sem komið hefur fram í máli sak- sóknarans. Þegar Björn hætti öllum afskiptum var fjandinn fyrst laust eins og Atli Gíslason saksóknari orðar það. Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrenn- is, er einn ákærðu. Honum er gefið að sök að hafa ívilnað sparisjóðnum umfram aðra kröfuhafa. TÓK SÉR TVÆR OG HÁLFA MILLJÓN Ingvar Sveinsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Töggs, tók sér hluta af söluverði fjögurra bíla sem seldir voru í febrúar, mars og apríl 1987, samtals 1.170 þúsund krónur. Á tímabilinu frá 9. janúar til 4. maí 1987 dró Ingvar sér tæpar 1.400 þúsund krónur af ávísanareikningi fyrirtækisins. Þetta gerði Ingvar á nánast sama tíma og hann tók bílinn vegna ógreidda orlofsins sem getið var um hér að framan. __ Ingvar Sveinsson og Ágúst Ragn- arsson, en hann var starfsmaður hjá Töggi, eru ákærðir fyrir að hafa selt tvo lyftara en veð hvíldu á þeim báð- um. Jökull hf. á Raufarhöfn keypti annan lyftarann en Frjáls fjölmiðl- un, útgáfufélag DV, keypti hinn. Ekki tókst að aflétta veðunum og því töpuðu kaupendurnir peningum á þessum viðskiptum. LÖGMAÐUR MISNOTAÐI AÐSTÖÐU SÍNA Ingvar Björnsson, lögmaður í Hafnarfirði, er einnig ákærður í þessu máli. Á hann eru bornar þungar sakir. Hann er ákærður fyrir skilasvik og brot í opinberu starfi. Ingvar Björnsson var skipaður til- sjónarmaður með Töggi á greiðslu- stöðvunartímanum. Hann lét lánar- drottna fyrirtækisins ekki vita um greiðslustöðvui.ma fyrr enn þremur vikum eftir að heimild til hennar lá fyrir. Ingvar Björnsson hefur kennt vandræðum sínum með ritara um hversu lengi dróst að tilkynna um að greiðslustöðvun fékkst. Þá sakar saksóknari hann um að hafa ekki fylgst nægilega vel með rekstri Töggs. Ingvar Björnsson hefur sagt að hann hafi treyst stjórnendum fyr- irtækisins til að vinna verk sín af trúnaði. Ingvar Björnsson keypti sér SAAB af Töggi skömmu áður en fyrirtæk- ið fór í gjaldþrot. Ingvar fékk góðan afslátt af bílnum eða 80 þúsund Ingvar Björnsson héraösdómslög- maöur er ákærður. Hann keypti þrjá bíla meö umtalsverðum afslætti skömmu fyrir gjaldþrotiö. Gerð er krafa um aö hann missi málflutnings- réttindi. Rrónur. Hann lét sér ekki duga að kaupa bíl handa sér. Hann keypti einnig bíl fyrir samstarfsfélaga sinn Pétur Kjerulf lögmann. Eins útveg- aði hann bróður sínum bíl með sama afslætti. Þannig náði lögmað- urinn, sem skipaður var til að gæta hagsmuna kröfuhafa fyrirtækisins, til sín þremur nýjum bílum með góðum afslætti. Ingvar Björnsson gaf þá skýringu að hann hafi haft heimild til að selja bíla sem voru í eigu fyrirtækisins því að skaðlausu. Saksóknari telur það ekki hafa verið gert. Bílarnir hafi verið seldir til lögmannsins álagn- ingarlaust og það geti ekki verið fyr- irtækinu að skaðlausu. ÁBYRGÐ STJÓRNARMANNA Saksóknarinn í málinu, Atli Gísla- son, telur ábyrgð þeirra sem sátu í stjórn félagsins ásamt Ingvari Sveinssyni vera mikla. Þrátt fyrir að bróðir Ingvars, Björn, hafi hætt af- skiptum af félaginu nokkru áður en

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.