Pressan - 21.02.1991, Side 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991
Prjú orö sem hver
launþegi óttast
mest; eru þau
kannski upphafiö
aö einhverju
Sjálfsagl hafa allir launamenn
fundid fyrir óþœgilegum kuíöafidr-
ingi þegar þeir eru kalladir óvœnt
inn á skrifstofu yfirbodarans. Sem
betur fer er þad oftast át af ein-
hverju smávœgilegu sem tengist
vinnunni. Stundum getur þetta þó
reynst örlagaríkt. Um leid og þá ert
búinn aö fá þér sœti varpar yfir-
madurinn sprengjunni sem þú ótt-
aöist mest: ,,Þú ert rekinn." Hjartaö
stoppar og himinninn hrynur. Þann-
ig fer líklega fyrir flestum. En hvaö
felst eiginlega í þessum ordum; upp-
haf eda endir — þad veltur líklega
mest á þér sjálfum.
ERFIÐ REYNSLA
Það að vera rekinn er erfið
reynsla sem flestir vilja losna við. Ef
þetta er óvænt þá fyllist viðkomandi
sjálfsagt kvíða, vonbrigðum, sektar-
kennd og síðan reiði.
Viðbrögðin eru hins vegar mjög
einstaklingsbundin og að sjálfsögðu
skiptir miklu máli hvernig brott-
reksturinn ber að höndum. Einnig
skiptir máli hvernig hann er orðað-
ur og framkvæmdur. Sumir atvinnu-
rekendur eru sérlega harðneskju-
legir í brottrekstrinum eins og mað-
urinn sem rekur alltaf starfsfólk sitt
yfir jólin svo að hann þurfi ekki að
borga því hátíðakaup á jóladag og
nýársdag. Það er kannski bót í máli
að starfsfólkið er ráðið aftur eftir há-
tíðirnar.
Að sögn Sölvínu Konráds sálfræð-
ings skiptir miklu máli hvernig ein-
staklingurinn upplifir brottrekstur-
inn. Ef hann veit að hann á sjálfur
persónulega sök á honum getur
reynst mjög erfitt að komast yfir
Siguröur Helgason: Rak flesta á einu
bretti.
hann. Þó nokkuð mun vera um það
að fólk leiti til sálfræðings í kjölfar
þess að vera rekið.
Það er helst að eldra fólk eigi erfitt
í kringum brottrekstur enda oft mis-
kunnarlaus aðgerð gagnvart fólki
sem unnið hefur lengi á sama vinnu-
stað. Eldra fólk veit einnig að það er
ekki hlaupið að því að finna nýja
vinnu þannig að brottreksturinn
getur reynst örlagaríkur fyrir fram-
tíð þess.
Þá auðveldar það ekki fólki að
brottrekstur er yfirleitt það mikið
feimnismál að sá sem verður fyrir
því treystir sér sjaldnast til að ræða
við neinn um reynslu sína. Þetta get-
ur einnig stuðlað að þeim feluleik
sem yfirleitt tíðkast í kringum brott-
rekstur.
SANNLEIKURINN FALINN
Það er ótrúlega sjaldgæft að hin
raunverulega ástæða fyrir brott-
rekstrinum komi fram; semsagt að
vinnuveitandinn telur sig ekki hafa
þörf fyrir starfsmanninn lengur.
Þess í stað er sagt að um „endur-
skipulagningu" sé að ræða og ,,því
miður verðir þú að fara“. Jafnvel er
gefið í skyn að viðkomandi verði
ráðinn aftur „þegar betur árar".
Og hinn brottrekni gripur tæki-
færið og lýgur að sjálfum sér. Al-
gengt er að fólk sannfæri sjálft sig
um að yfirboðaranum hafi í raun
alltaf verið persónulega í nöp við sig
og hafi aldrei viljað gefa sér tæki-
færi.
í brottrekstrinum felst ákveðin
höfnun sem er mjög erfitt að sætta
sig við. í stað þess að vinna úr því
innra með sér er leitað ytri
skýringa. Oft verður
almenningur var við slíka
því þeir enda
sem eitthvert „mál" í
fjölmiðlum. Algengt
er í okkar íslenska
samfélagi að draga
pólitík inn í málið
sem er séríslenskt
fyrirbæri. Áður en
við er litið er
hinn brottrekni
orðinn „pólitískt
fórnarlamb" eða
eitthvað þaðan
af verra. Skiptir
þá litlu máli
hvort um er að
ræða fóstrur eða
fræðslustjóra.
Auðvitað skiptir
miklu máli í
þessu sambandi
hvaða væntingar
menn gera til
starfsins og
starfsöryggis.
Greinilegt er
að opinberir
starfsmenn telja
sig óhreyfanlega — það sama á
hins vegar ekki við um þjálfara
íþróttafélaga. Þeirra starfsöryggi er
svipað og hjá sveitarstjórum sem
eru líklega eina dæmið hér á landi
um pólitískt skipaða embættismenn
sem sjálfsagt þykir að reka.
FÉKK AÐ TAKA POKANN SINN
„Það var nú ég sem gaf kost á
þessum möguleika. Ég fann fyrir
ákveðnum stirðleika í kringum liðið
og fannst þetta réttast," sagði Gústaf
Björnsson handknattleiksþjálfari en
hann er eini þjálfarinn í 1. deildinni
í handknattleiknum sem hefur verið
látinn „taka pokann sinn“ það sem
af er
einmitt viljað
loða við þessa starfs-
stétt að atvinnu-
öryggið væri ekki
mikið. Nánast á
hverjum degi berast
fréttir af þjálfurum
eða framkvæmda-
stjórum úti í hinum
stóra heimi sem eru
reknir. Þetta er
einnig orðið
staðreynd hér á
íslandi og liðin eru
óspart farin að beita
þessu ráði fyrir sig
ef illa gengur. Þetta
skapast meðal annars
af því að það er ein-
faldara að reka
einn mann en heilt
lið — þess vegna
er þjálfarinn oft látinn
fjúka. Ragnar Halldprsson: Var rekinn upp á við.
Sjálfsagt býr þó engin
stétt manna við jafn
Gústaf Björnsson: Fékk að taka pok-
ann sinn.
Slíku var sem betur fer ekki til að
dreifa í tilfelli Gústafs. — En hvernig
skyldi hann hafa upplifað brott-
reksturinn?
„Ég tel þetta í sjálfu sér engan
blett á mínum ferli og menn í stétt-
inni hafa verið að gera grín að þessu
og segja að nú fyrst sé ég orðinn al-
vöru þjálfari," sagði Gústaf. Hann
játaði þó að hjá sumum hefði þetta
skapað ákveðinn vandræðagang í
umgengni við hann.
var annað hvort að reyna að lifa
þetta af eða ekki og vernda meiri
hagsmuni fyrir minni hagsmuni.
Staða fyrirtækisins var þannig að
það var með um fimm hundruð
manns of mikið í vinnu. Það var
ekkert annað að gera en að ganga
hreint til verks og reyna að bjarga
fyrirtækinu," sagði Sigurdur Helga-
son stjórnarformaður Flugleiða.
Þegar hann gegndi forstjórastöðu
hjá fyrirtækinu þurfti það að ganga
í gegnum mikla uppstokkun sem
kostaði Jíklega einn mesta brott-
rekstur íslandssögunnar. Það var að
mörgu leyti sársaukafull aðgerð fyr-
ir fyrirtækið og margir telja að ekki
hafi enn gróið um heilt hjá þeim
starfsmönnum sem þá voru reknir.
Sigurður segir að flestir hafi skilið
að þetta hafi verið nauðsyn því
staða fyrirtækisins hafi hreinlega
ekki boðið upp á annað. Hann sagð-
ist þó gera sér grein fyrir því að
þetta hafi kostað marga einstakl-
inga nokkurn sársauka en hann
sagðist telja að það hafi jafnað sig.
„Það er miklu minna um þetta hér
en erlendis. Þar er mun meiri hreyf-
ing og sveigjanleiki. Þar er algengt
að fyrirtæki hagræði hjá sér og losi
sig við starfsfólk og menn þurfa að
vera viðbúnir því að verða að leita
sér að nýju starfi með skömmum
fyrirvara. Það getur oft verið þannig
að fólk finni sér nýtt starf sem er
ekki síður við þess hæfi. Það getur
Sturla Kristjánsson: Braust til mennta í kjölfar brottreksturs.
óstöðuga vinnu og erlendir körfu.
knattleiksleikmenn hér á landi.
Hvorki fleiri né færri en sjö
þeirra hafa verið reknir það sem af
er vetri. Oftast er það vegna þess að
þeir hitta ekki nógu vel, stökkva
ekki nógu hátt eða hlaupa ekki
nógu hratt. Einn var meira að segja
rekinn vegna þess hve leiðinlegur
hann var! Annar var rekinn vegna
þess að hann var ekki nógu stór!
„Auðvitað kemur ákveðið tóma-
rúm hjá manni en það líður fljótt
hjá.“ Gústaf fékk reyndar fljótlega
landsliðsþjálfarastöðu hjá kvenna-
landsliðinu þannig að varla verður
sagt að þetta hafi haft neikvæð áhrif
á feril hans.
MEIRI HAGSMUNIR
FYRIR MINNI
„Ástandið hjá félaginu var þannig
að það vár nánast gjaldþrota og það
oft verið gott að skipta um,“ sagði
Sigurður.
FRÆGASTI
BROTTREKSTURINN
Einn frægasti brottrekstur ís-
landssögunnar er án efa þegar Ey-
steinn Helgason viðskiptafræðingur.
var rekinn úr forstjórastöðu hjá Ice-
landic Seafood í Bandaríkjunum.