Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 Stundum gerast ævin- týri hjá fyrirsætum eins og öðrum. Tvær kunnar íslenskar fyrirsætur eru núna í siglingu um Kar- abíska hafið fyrir ís- lenska auglýsingastofu. Auglýsingastofan heitir Hugsjón og fyrirsæturn- ar heppnu eru þau JÓNA BJÖRK HELGADÓTTIR og MAGNÚS SCHEVING. Við sögðum frá þvi í haust að Jóna Björk væri byrj- uð í lögfræði í Háskólan- um og fyrir aðdáendur hennar má geta þess að hún náði almennu lög- fræðinni en þar var sem kunnugt er um 85% fall. — Seig stelpa hún Jóna Björk. Fjolmíðlapistlar í laugar- dagsþáttum ÞORSTEINS J. VILHJÁLMSSONAR á Rás 2 hafa vakiö mikla athygli. Það er ungur skólafélagi Þorsteins JÓN STEFÁNSSON sem sér um þáttinn og fer ekki með veggjum. Pistl- ar Jóns fjalla um bók- menntir og listir í fjöl- miðlum og gustar óneit- anlega af sveininum. Til fróðleiks má geta þess að hann er Ijóðskáld og starfar sem kennari við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Það má því gera ráð fyrir að Jón semji eitthvað af pistl- um sínum um borð í Akraborginni. Ekki er langt síðan fiðlu- snillingurinn ungi SIG- RÚN EÐVALDSDÓTTIR vann glæsta sigra í Finn- landi. Nú er ákveðið að hún leiki inn á geisladisk fyrir Steina hf. og er fyr- irhugað að upptökur hefjist í apríl. Ekki er enn búið að ákveða hvað verður á disknum en hugmyndin er að það verði „létt og klassískt" og jafnvel að það verði einhver íslensk lög með í bland. Síðan er gert ráð fyrir útgáfutónleikum seint í maí. Magnús, er ekki óþarfi að blanda veörinu inn í þetta? ,,Ad vísu, en pólitíkin er oft stormasöm og útvarpsrád hefur því viljad grípa til fyrirbyggjandi adgerda Utvarpsráð hefurmeinað Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi að flytja veðurfregnir á meðan hann er i framboði til alþingis. uícteó- & 4ú66ut<zcU „Við byrjuðum á þessu af því að okkur langaði að vinna sjálfstætt," sagði Edda Lúð- víksdóttir sem hefur tekið við „alt mulig" sjoppunni Granda- vídeói á Grandavegi. Hana rekur hún nú ásamt manni sín- um Guðmundi Friðgeirssyni en í sjoppunni er hægt að fá hinn skemmtilegasta kokteil; mjólk, vídeó og súkkulaði. Hvað er hægt að fara fram á meira? Edda játar að það sé sjálf- stæðisþörfin sem rekur unga fólkið út í reksturinn — launin séu allavega ekki há miðað við vinnutímann. En, það er þess virði að reyna. Kroppaþjálfari með kaffistofu Hvad er betra en oð setjast niöur og fú sér expresso kaffi- bolla og skoda fatlega mynd eftir að hafa keypt sér galla- buxur? Því verdtir ekki svar- að hér en þetta er nú hœgt á Laugaveginum þar sem Café 17 hefur verid opnad á milli hœda í tískuversluninni 17. Þar ræður ríkjum Katrín Hafsteinsdóttir, landsfrægur kroppaþjálfari í World Class sem meðal annars sér um að fegurðardrottningarnar okk- ar séu sem stæltastar. Hún er einmitt á fullu við það núna að þjálfa stúlkurnar fyrir ung- frú Islands keppnina. „Ég væri ekki að taka þetta að mér ef ég héldi að ég gæti það ekki,“ sagði Katrín sem er að hasla sér völl innan um kaffi og snúða. Hún tekur þó fram að hún sé ekki hætt sem kroppaþjálfari heldur er hún bara að bæta við sig nýju hlutverki. Innleiða Doops nlamopinn aný? Það eru margir sem vona það heitt og innilega að glamorinn komist aftur í tísku og mörg teikn eru á lofti um að svo verði jafnvel. Er það meðal annars tengt miklu Doors æði í Banda- ríkjunum í kjölfar myndar Olivers Stone um forspraka þeirra Jim Morrison. The Doors eru nefnilegar eilífir í glamornum ásamt Gary Glitter, Bryan Ferry, T. Rex, The Rolling Stones, Quant, Michael Jackson, LedZeppelin og Elton John. En hvað er glamor? Með- fylgjandi stúlka gefur kannski nokkra hugmynd um það: Hálf-afrísk hár- greiðsla, glitter augnskugg- ar og mikil andlitsförðun, hárband, gallabuxur — langar og stuttar, stuttir bol- ir og blússur og margt, margt fleira. • • • • O LÍTILRÆÐI * ■" af kvenrembu Ég hef alla tíð haft alveg óskaplega mikinn áhuga á kvenfólki. Alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Ég minnist þess að þegar félagar mínir í Miðbæjar- skólanum voru í bófahasar, Tarsanleikjum eða þá að smíða flugvélamódel og safna frimerkjum, þá lá ég einhvers staðar á afviknum stað og hugsaði um kven- fólk. Þegar ég var níu og tíu ára grét ég mig í svefn á hverju kvöldi, tættur af ástarsorg og aldrei út af sama kvenmann- inum. Ég var með kvenfólk á heilanum. Og er enn. Það gefur augaleið að maður sem í hálfa öld ein- beitir sér að jafn afmörkuðu umhugsunarefni og konan er, fer ósjálfrátt að öðlast meiri þekkingu á fyrirbrigð- inu, en hinir sem eru sífellt að hugsa um eitthvað annað en kvenfólk. Og á grundvelli þeirrar þekkingar má síðan mynda sér röksti^ldar skoðanir og jafnvel halda þeim fram. Það er lapinbert leyndar- mál að könur skiptast í tvo hópa: ljótar konur og Iagleg- ar konur. Það þykir ekki háttvísi að flagga þessari staðreynd og mér er nær að halda að sá karlmaður sem leyfir sér að ía að því að konur geti verið misfríðar ?é, af hinum mæt- ustu úr hápi kvenna, talinn óalandi og óferjandi. Enda helgast jafnréttisbar- átta kvenpa ekki síst af því að öllum konum sé gert jafn hátt undir höfði. Eitt helsta baráttumál kvenna er að á vinnumark- aðinum sitji glæsimeyjar og greppitrýni við sama borð. Ég hef meira að segja heyrt því fleygt að í röðum atvinnurekenda séu þeir karlmenn til, sem ráði til vinnu ólaglegar hæfileika- konur þó þeim standi til boða óstarfhæfar fegurðar- dísir. Ótrúlegt en satt. Og samt þreytast konur aldrei á því að senda okkur körlum tóninn. Við erum kallaðir karlrembusvín, kyn- ferðisfasistar og annað það- an af verra. En eru konur nokkuð skárri? Mér svona einsog dettur þetta í hug vegna þess að nú standa undanrásir í fegurð- arsamkeppninni sem hæst. í öllum landsfjórðungum, já í hverri krummaskuð láta ungar konur smala sér sam- an árlega svo hægt sé að efna til gripasýninga þar sem þær eru mældar og metnar eftir útliti. Og þær vilja þetta sjálfar. Konur hafa veg og vanda af þessum uppákomum sem snúast um konur, nánar til- tekið: ljótar konur og fal- legar konur. Hér eru kvenrembusvínin á ferðinni. Það er hróplegt og ógeð- fellt misrétti að gefa ekki bæði körlum og ljótum kon- um kost á að taka þátt í feg- urðarsamkeppnum. Hvers eiga ljótar konur og ólánlegar í laginu að gjalda? Og hversvegna eru karlar látnir gjalda síns kynferðis? Eða hefur jafnréttisráð ekkert um það að segja að körlum skuli endalaust meinað að taka þátt í fegurð- arsamkeppnum? Það er hróplegt ranglæti að konur með útlitsgalla skuli ekki njóta sömu rétt- inda og þær sem rétt eru skapaðar. Og þetta misrétti er runnið undan rifjum kvenna. Þetta er kvenremba. Flosi Olafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.