Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 21
21 LISTAPOSTURINN Yoko Ono kemur til landsins 23. apríl Sýning Yoko Ono á Kjarvalsstööum nálgast óöum ,,Við höíum mikinn áhuga fyrir Fluxus hreyfingunni og áhrifum hennar á íslenska myndlist og þá sérstaklega meö Súm hópinn íhuga á ár- unum '65-^67," sagði Gunnar B. Kvaran á Kjarvalsstöðum er Listapósturinn forvitnaöist um vœntanlega komu Yoko Ono til landsins. Sýning Yoko mun hefjast 27. apríl og mun hún vcentanleg þann 23. apr- ít til ad setja upp sýninguna. Sýningin mun teygja arma sína út fyrir Kjarvalsstadi og veröa þrjú útilistaverk stað- sett á Lœkjartorgi, við tjórn- ina og fyrir' utan Kjarvals- staði. „Fluxus hreyfingin er lista- hreyfing sem í mörgu tilliti er mjög framandi fyrir fólk," sagði Gunnar. „Yoko Ono er auk þess að vera einn af frumkvöðlum Fluxus hálf- gerð goðsögn í lifanda lífi." Yoko Ono segir um verk sín: ,,Ö11 mín verk eru ákveðið form óskhyggju. Haldið áfram að óska meðan þið tak- ið þátt í verkinu." Verk Yoko hafa mikla skírskotun í kvennabaráttu og kröfuna um frið í heiminum en Yoko Ono hefur látið mikið til sín taka á þeim vettvangi ekki síst ásamt manni sínum sál- uga John Lennon eins og frægt er. Auk sýningar Yoko Ono verður yfirlitssýning á verk- um Fluxus listamanna í aust- ursal Kjarvalsstaða, en safnið hefur einnig hugsað sér að sýna verk fleiri Fluxus lista- manna á næstu árum. S.ÞÓR íslendingar eru negrar noröursins — segir Dóri í Vinum Dóra en hljómsveitin fagnar afmœli blúsvakningar á íslandi „Þessi tímamót marka upphaf blúsvakningar á ís- landi," segir Halldór Braga- son gítarleikari en hann er einmitt hinn frœgi Dóri sem ásamt vinum sínum fagnar afmœli hljómsveitarinnar Vinir Dóra íPúlsinum í kvöld og ó fimmtudagskvöld. „Á skírdag eru nákvœm- lega tvö ár síðan við héldum okkar fyrstu sjálfstœðu tón- leika áHótel Borg fyrir fullu húsi. A þeim tíma var blús spilaður svona tvisvar á ári. Núna er hann spilaður dag- lega í útvarpinu. Við œtlum því að baka afmœlisköku og halda afmœlisveislu í Púlsin- um. Þessir tónleikar verða fyrst og fremst til að skemmta okk- ur og gestum okkar sem verða margir. Nokkrir leyni- gestir hyggjast spila með okk- ur og Kristján Hreinsson skáld mun fremja blúsgjörn- ing og er þá fátt eitt talið. Tónleikarnir eru síðan til- einkaðir Leo Fender þeim sem fann upp Fender gítarinn en hann er nýlega látinn. Hann smíðaði þessa gítara 1952—4 og enn eru þetta bestu gítarar sem hægt er að fá. Við ætlum því að taka hattinn ofan fyrir Leo Fen- der." VIÐ GETUM FENGIÐ HVAÐA BLÚSLISTAMANN SEMER Hvað er ykkur efst í huga á þessum tímamótum? „Það er fyrst og fremst hvað gæðin hafa rokið upp í blúslífinu. Það er sífellt að aukast að menn spili lifandi tónlist og tölvutónlistin er að hverfa af sjónarsviðinu. Fólk skemmtir sér svo vel á blús- tónleikum vegna þess að blúsinn er einföld tónlist sem getur höfðað til allra. Það er að sjálfsögðu fólkið sem stendur fyrir þessari vakn- ingu með því að mæta á þessa tónleika. Við erum sem sagt staðráðin í því að lyfta blúslífinu í æðri hæðir og halda uppi öflugu samstarfi við erlenda aðila. Það hafa opnast alveg gíf- urlegir möguleikar fyrir hljómsveitina og eins og mál- in eru í dag getum við fengið næstum hvaða blúslistamann úr heiminum sem er til að spila með okkur, standardinn er orðinn svo hár á bandinu." TILFINNINGALÍF FÓLKSINS Hefur kráarmenningin orð- ið til að lyfta undir blúsinn hérna heima að þínu mati? „Hún hefur vissulega spil- að rullu en þó ekki stóra. Blúslistamenn vinna á krám og þeirra vettvangur er klúbbar. Stærsti þátturinn er tilfinningalíf fólksins og þetta nauðsynlega mótvægi við tölvuvæðingu og hávaða- dýrkun. Islendingar hafa geðslag sem gerir þeim kleift Hollenskur madur setur upp íslenskt gallerí í Haag „Ég kom til íslands íjanúar í fyrra ogkynntist íslenskri myndlist. Ég varð svo hrifinri að ég fór að velta fyrir mér möguleikanum á því að kynna hana betur íHollandi," segir Olav Fekker en hann opnar íslenskt gallerí í Haag þann 20. apríl. Fyrstu myndlistarmennirn- ir sem sýna hjá Olav eru Guð- björg Lind, Þorgerður Hauks- dóttir, Ingólfur Jóhannsson og Þór Guðmundsson. Fyrir þá sem eiga leið um Haag er heimilisfang gallerís- -g Iceland Galleri, Edemtegrácht 9, Haag, Holland. að skynja þá tilfinningu sem blús er. Það er svo stutt síðan við skriðum út úr moldarkof- unum." NEGRAR NORÐURSINS „Við urðum fyrst siðmennt- uð á mælikvarða vestrænna þjóða fyrir um fimmtíu árum. Þetta erum við að breiða yfir með því að taka fullskapaða menningu annars staðar frá og gera að okkar án þess að bæta neinu við. Það kallar síðan á það að við erum sífellt að bera okkur saman við fyr- irmyndirnar sem eiga sér langa hefð. Hvernig kemur þetta svo út? Jú, það er til dæmis einn maður sem segist eiga íslensku óperuna og því verður ekki haggað. Við höf- um mikla minnimáttarkennd gagnvart öðrum Evrópuþjóð- um og stöndumst ekki sam- anburð við þeirra menningu. Okkar menningarhefð er svo ólík þeirra. Okkar geðslag er ekki ólíkt bandarískum svert- ingjum en samt heyrist sagt að hvítir menn geti ekki spil- að blús. Hvað er Yfir kaldan eyðisand annað en blús? fs- lendingar eru negrar norð- ursins enda erum við komin af þrælum." ÞAÐ VARÐ EKKI AFTUR SNÚIÐ Hvenær byrjaðir þú að spila blús? „Það hefur verið fljótlega upp úr 1970. Ég fékk gítar í fermingargjöf og fór að hlusta á Clapton og Hendrix. Opinberlega sögðu þessir menn að þeirra tónlist ætti rætur í blús. Ég fór að hlusta á blús og þegar ég uppgötv- aði Muddy Waters varð ekki aftur snúið," sagði Dóri að lokum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.