Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991 19 Færðu 14 krónu virði út úr Steingrími? Stundum þegar vid eigum vidskipti viö þad opinbera finnst okkur aö starfsfólk þess geti veriö liblegra viö okkur. Þaö er nú einu sinni viö sem borgum þeim launin. En hvað borgum við þessu fólki í laun? Þar sem megnið af skatt- heimtunni á íslandi er tekið inn í gegnum virðisaukaskatt og aðra óbeina skatta eru all- ir íslendingar í raun skatt- borgarar. Til þess að sjá hvað við leggjum til í laun opin- berra starfsmanna þarf því að deila með 253 þúsundum í árstekjur þeirra. Þegar það hefur verið gert kemur í ljós: Við greiðum hvert um sig póstinum okkar um 2,37 krónur á ári. Skrifstofufólk á símanum eða í öðrum ríkis- stofnunum fær 3,32 til 5,68 krónur frá okkur á ári. Stöðu- mælavörðurinn fær um 3,32 og löggan 6,15 krónur. Við greiðum hverjum kennara um 5,70 krónur og hverjum lækni 16,60 krónur. Við leggjum heldur ekki ýkja mikið í launaumslag al- þingismanna eða um 8,05 krónur til hvers á ári. Ráð- herrarnir fá síðan um 12,80 krónur frá okkur hverju um sig og Steingrímur Her- mannsson aðeins meira eða um 14 krónur. Það er kannski ekki nema von að við fáum ekki mikið í staðinn. Svo sem við sáum þannig munum við og upp- skera. 'ENGSLl PálmiJónssoní Hagkaup rak einu sinni ísbúð með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra sem er verkfræðingur eins og Júlíus Sólnes umhverfis- ráðherra sem er í Borgar- flokknum eins og Guttormur Einarsson at- vinnumálafulltrúi ríkis- stjórnarinnar sem er upp- finningamaður eins og Birgir Dýrfjörd aðstoðar- maður utanríkisráðherra sem er rafvirki eins og Lech Walesa forseti Pól- lands sem var formaður verkalýðsfélags áður en hann varð forseti eins og Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna sem Breta- drottning hefur gert að ridd- ara eins og Magnús Magnússon sjón- varpsmann hjá BBC sem var rektor í háskólanum sín- um (rector of Edinbourg University) eins og Ármann Snævarr laga- prófessor sem hefur samið mörg lög (lagatexta) eins og Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður sem er leikaramenntaður eins og Rósa Ingólfsdóttir sem er fyrrverandi þula hjá sjón- varpinu eins og Gísli Baldur Garðarsson lögmaður sem er lögfræð- ingur að mennt eins og Pálmi Jónsson í Hagkaup. AF HVERJU HEFUR ÍSLENSKI FÁNINN EKKI FARIÐ ÚT í GEIM? / samantekt bandaríska tímaritsins Spy um rekstur NASA á geimskutlu stofnun- arinnar segir aö 290 danskir fánar hafa fengið að fara með henni-út fyrir gufuhvolf- iö, 232 sœnskir fánar, 25 norskir fánar og 10 finnskir fánar. En enginn íslenskur fáni. Eins og sjá má af þessari upptalningu þá hafa geimfar- arnir nóg að gera við fána- flutninga. Og Norðurlöndin eru síður en svo þau sem fela þeim flest verkefnin. Þannig hafa verið fluttir út fyrir gufu- hvolfið rúmlega 71 þúsund fánar Bandaríkjanna, 898 Ástralíu-fánar, 833 fánar Kan- ada og fyrir sameiningu þýsku ríkjanna höfðu 700 flögg Vestur-Þjóðverja farið í ferð með skutlunni. Og það eru ekki bara flögg sem fá að fara út í geim. Geimskutlan hefur þannig flutt þrjár arnarfjaðrir, tvö búmmerang, iambaskinn, eitt eintak af Ms.-tímaritinu, 4.522 barmmerki með mynd af Snoopy og fjölmargt annað dót. Eins og sjá má af þessari Skjalabunki sýnir forvitnileg viðskipti Porleifs Björnssonar PÁLL í POLARIS MÁTTI YFIRTAKA TUNGLIÐ EF ÞORLEIFUR BJÖRNSSON BRYGÐIST LEÓ LÖVE Þorleifur og Sveinn Úlfarsson buðu 24 milljónir í hlutafé og rekstur „Polaris hf. getur gripið inn í eða yfirtekið rekstur veitingahúsanna Fimman, Hafnarstræti 5, Reykjavík, Tunglið, Austurstæti 22 (Lækjargötu 4) og Café Hressó, Austurstræti 20, Reykjavík, komi til van- skila eða vanefnda á við- skiptaskuldbindingum Þorleifs Björnssonar á skuldbindingum þeim sem Polaris hf., Sanitas hf., eða Páll G. Jónsson eru í ábyrgð fyrir vegna þeirra.“ Svo segir í samkomulagi nokkru, undirrituðu af Páli í Polaris og Þorleifi Björnssyni í nóvember 1989. Afrit af samkomulagi þessu fannst nýverið í skjalabunka inni í skáp sem einstaklingur keypti. Ofangreint samkomu- lag var sýnilega undirritað til að tryggja hagsmuni Páls, upptalningu þá er það helsta verkefni geimskutlunnar að flytja svona dót út fyrir gufu- hvolfið fyrir góða greiðslu. Það fer mun minna fyrir verkefnum sem víkka út manniega þekkingu. Operukjallarans. sem gerst hafði sjálfsskuldar- ábrygðarmaður vegna alls sjö milljón króna skuldabréfa sem Þorleifur hafði fengið hjá eigendum Nýja bíós, þeim Leó Löve, Jóni Guömunds- syni og Birgi Páli Jónssyni þegar Þorleifur var að starta Tunglinu (nú Lídó) í Nýja bíói. Eitthvað hefur Páll þurft að efast um stöðu Þorleifs, því skömmu áður hafði hann rift tveggja vikna gömlum kaup- samningi vegna Vatnagarða 8 í Reykjavík. 1 skjölunum kemur fram að tveimur dögum eftir sam- komulagið fyrstnefnda gerðu þeir Þorleifur og Sveinn Úlf- arsson kauptilboð í allt hluta- fé og rekstur Óperukjallarans og buðu 24 milljónir. Þá er að finna í bunkanum kvittanir vegna viðskipta Þorleifs og Gunnars Jóhannssonar upp á 2,5 milljónir, nánar tiltekið veðskuldabréf tryggð með 5. veðrétti í gamla Klúbbshús- inu við Borgartún og kvittan- ir vegna uppgjörs á 5 milljón króna láni Þorleifs til Sigurð- ar Finnssonar. Samkvæmt þessum kvittunum má einnig ráða að lánið hafi verið 3,5 milljónir, en á einni kvittun- inni stendur frá Sigurði: „Móttekið jafnframt skulda- bréf til tryggingar láni að upphæð 3,5 m.kr. skuldabréf- in að upphæð 5 m.kr. til tveggja ára.“ Viðkomandi kvittun er fyrir 1,5 milljónum og á henni stendur efst: „Ekki í bókhald"! Meirihluti skjalanna í bunk- anum er vegna heildverslun- arinnar Ponte, skóverslunar- innar Skæði og fleiri fyrir- tækja sem Þorleifur var með en eru nú í höndum annarra. Páll í Polaris virtist efins um stöðu Þorleifs. Mest ber á bréfum frá lög- fræðingum, hótunum, aðvör- unum, réttarsáttum, stefnum, uppboðstilkynningum og öðru í þeim dúr. Loks má nefna athyglisverða útskrift á VISA-úttektum Þorleifs í Par- ís, Portúgal, Marókko og London í maí 1989. KYNLÍF Samfarasidgædi Það er áhugavert að heyra sjónarmið unglinga um siðfræði samlífsins. Fyr- ir um þrettán árum síðan var gerð könnun meðal unglinga á kynlífi í Reykja- vík og kom m.a. í ljós að um tuttugu prósent fjórtán ára unglinga höfðu haft sam- íarir. Þegar ég hef spurt unglinga á grunnskólaaldri hvort þau telji að talan sé lægri, eins eða hærri í dag meðal fjórtán ára unglinga, gefa þau sér ekki langan umhugsunarfrest og svara langflest að þau haldi að tölurnar séu hærri nú á tim- um. Umhugsunarverðar getgátur. Fyrstu samfarir, sem í sumum samfélögum teljast sérstakur viðburður, eru oftast nær ekki sveipaðar neinum Ijóma hér á landi ef marka má frásögur fólks. Sumir urðu hreinlega fyrir vonbrigðum, svo óöruggir með sig og upplifðu ekki að fyrsta skiptið væri neinn viðburður. Að sofa hjá í fyrsta skiptið, undir áhrif- um áfengis, inni í tjaldi á JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR útihátíð er það sem íslend- ingar komast næst því að taka á fyrsta skiptinu sem sérstökum og merkilegum viðburði! Hvaða forsendur gefa unglingar sér þegar þeir ákveða að hafa samfarir? Hverju taka þeir mið af? Hvaða siðferðilegt gildis- mat liggur að baki, taki ég nú ögn fræðilega til orða? Þegar ég spyr hóp af ungl- ingum hvort þeir geti nefnt eina góða ástæðu til að hafa samfarir og eina góða ástæðu til að hafa ekki sam- farir er algengast að heyra: „Þegar maður er líkamlega og andlega tilbúinn" / „Þeg- ar maður er ekki líkamlega og andlega tilbúinn'*. Þetta hljómar hálf klisjukennt og þarfnast nánari útskýring- ar — hvað eiga þau ná- kvæmlega við? Til að fá nánari upplýsingar bað ég hóp að strákum og stelpum að nefna a.m.k. tíu góðar ástæður með og móti því að hafa samfarir. Eftirfarandi fannst strák- unum vera góðar ástæður til að hafa samfarir: „Manni finnst það gott." „Til að mynda fjölskyldu." „Við- halda ástarsambandi." „Það skapar atvinnu hjá mellum og smokkafram- leiðendum." „Prófa stell- ingar." „Fá snertingu." „Fá fullnægingu." „Hún er ítur- vaxin og falleg." „Vera með smokk." „Er með tennis- olnboga og getur ekki fró- að sér.“ „Kynnast kven- manninum." „Löngun." „Stelpur vilja fá drátt." En hvað finnst unglings- stelpum vera góðar ástæð- ur til að hafa samfarir? „Tjá tilfinningar." „Ást." „Eign- ast börn." „Fá fullnægingu." „Gagnkvæmt traust." „Eng- ir kynsjúkdómar til staðar." „Fast og traust samband." „Góð þekking á eigin lík- ama." „Getnaðarvarnir." /I \ /l\ „Ef maður á verjur." „Ef maður er hrifin af strákn- um.“ „Ef maður treystir stráknum." „Ef maður er leiður á að fróa sér." „Ef maður er tilbúin til þess." „Til að vera ekki ein í rúm- inu." „Ef maður vill ekki lifa skírlífi alla ævi." Tókuð þið eftir því hvort einhver munur var á svör- um kynjanna? Að minnsta kosti upphófust fjörugar umræður um þessa könnun því svörin gáfu tilefni til margra vangaveltna. Þýða samfarir ekki það sama fyr- ir strák og stelpu? Hvað felst í hugtakinu — „að vera tilbúin(n)"? Hvað er í raun- inni það að vera skírlífur? Hvernig getur þú verið viss um að viðkomandi sé kyn- sjúkdómalaus? Er heilbrigt að sofa hjá til að halda í kærastann — á hræðsla við að missa hann að segja til um hvort þú hafir samfarir eða ekki? Eftirfarandi atriði nefndu strákarnir sem góðar ástæður fyrir að hafa ekki samfarir: „Að hafa samfarir áður en maður er tilbúinn." „Nauðgun." „Ótímabær þungun." „Ef hún vill það ekki." „Samfarir geta drep- ið suma." „Kynsjúkdómar." „Sifjaspell." „Hún er of Ijót." „Hún er vangefin." „Hatur." „Hún er of ung." „Ef hún er pönkari (meiri líkur á að hún sé í dópi og með alnæmi)." „Hún er á blæðingum." „Hún er óþroskuð." „Alnæmi, kyn- sjúkdómur." Þetta höfðu stelpurnar að segja um góðar ástæður til að sofa ekki hjá: „Maður getur fengið kynsjúkdóm." „Óvelkomið barn getur orðið tii.“ „Vera ekki tilbúin tii þess (vera ekki kyn- þroska og ekki sofa hjá bara fyrir hann).“ „Treysta ekki stráknum." „Ef maður á ekki verjur." „Langa ekki til þess." „Vera á túr.“ „Ef einhver neyðir mann til þess." „Að vera ekki með réttu ráði (drukkin)." „Ef mann grunar að strákurinn vilji bara gera það með manni." „Hræðsla." „Þekkja ekki bólfélagann." „Of ung- ur.“ „Vanþekking." „Gera það gegn vilja sínum." „Sanna ást sína." „Gera það til að halda í hann." „Taka áhættu." Hér kemur líka margt fram sem vert er að skoða nánar. Hver eru einkenni þess að treysta? Hvað er hægt að gera þegar einhver ætlar að neyða mann til kynmaka? Hafa stelpur samfarir til að sanna ást sína — til að vera með þeim sem þær elska? Það er líka athyglisvert að engin nefndi foreldra sína í þessu sambandi — „Af því að mamma/pabbi vilja það ekki“ eða eitthvað í þeim dúr. Ég hygg að það sé sjaldgæft að strákar heyri varnaðarorð frá foreldrum sínum. Það er þá helst á þá lund að „passaðu þig á því að gera stelpuna ekki ófríska" frekar en að bíða með samfarirnar sjálfar. Foreldrar eru meira vernd- andi gagnvart dætrum sín- um — þær verða jú ófrískar, en ekki synirnir. Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskríft: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.