Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 Æsispennandi einvígi í frjalsum íþrónum íslensku kanlarnir máttu þola lap gegn helmsúrvali kvenna Skipting verðlauna Gull Silfur Brons íslensku karlarnir Heimslið kvenna <®> Árangurinn í stigum íslensku karlanir 112 Heimslið kvenna 119 Skýrinj*: (i stij» jjcfin fyrir fyrsta sæti og síðan koll af kolli niður í l stij* fyrir (i. sæti. Merlene Ottey skutlaðist fram úr Gunnari Guðmundssyni á síðustu metrunum í 100 metra hlaupi og Li Huirong varð kloflengd á undan Einari Kristjánssyni í þrístökki. Heimslið kvenna í frjálsum íþróft- um sigraði úrvaislið íslenskra karla naumlega í afar spennandi PRESSU- keppni. Keppt var í þeim eliefu grein- um sem teljast sambæriiegar fyrir kynin. íslenska karlaliðið fékk 4 gull- verðlaun, 8 silfurverðiaun og 3 bronsverðlaun, en heimslið kvenna fékk 7 guil, 3 silfur og 8 brons. í stig- um talið sigraði heimslið kvenna 119:112. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram (en við gerum það samt) að þessi sérstaka PRESSU-keppni hefur aldrei far- ið fram. En hún er fræðilega möguleg og miðað við árangurinn á síðasta ári er ljóst að slík keppni gæti endað á hvorn veginn sem er. Það háir auðvitað íslensku körlunum að þeir eru bestir í þeim greinum sem ekki eru sambærilegar, það er að segja í kastgreinum, enda þyngdir mismunandi á þeim tólum sem fleygt er. Því er úrvals- lið íslenskra karla án atbeina þeirra Ein- ars Vilhjálmssonar, Sigurdar Einarsson- ar, Péturs Gudmundssonar og Vésteins Hafsteinssonar, okkar fremstu afreks- manna. Nánar til tekið byggja úrslitin á samantekt Frjálsíþróttasambandsins á bestu afrekum íslenskra karla 1990 og á lista tímaritsins Track & field news yfir heimsafrek kvenna 1990. Keppnin var ge>«ilega spennandi í ein- stökum greinum. í 100 metra hlaupi var Merlene Ottey aðeins sjónarmun á undan Gunnari Gudmundssyni úr FH. í 200 metra hlaupi háði sama par einvígi, en Ottey sigraði þó sannfærandi. íslensku karlarnir gerðu betur í 400 metra hlaupi og sigruðu þrefalt. Þetta er vegalengd sem konurnar flaska greinilega á, því sig- urinn var aldrei í hættu. í 800 metra hlaupi höfðu þeir Finnbogi Gylfason og Agnar Steinarsson nokkra yfirburði en Sigrun Wodars nældi sér í bronsið. í 1.500 metra hlaupi gat Finn- bogi ekki séð við hinni spræku Doina Melinte frá Rúmeníu, en einvígið var samt spennandi og þau báru af öðrum keppendum. Þá fengu „áhorfendur" að upplifa mjög jafna keppni milli Angelu Espinoza frá Kanada og Más Hermannssonar úr UMFK í 3.000 metra hlaupi og skildu að- eins 30 sekúndubrot þau að í lokin. Ætl- aði allt um koll að keyra, en sú kanadíska rétt marði það. Már tók sig hins vegar saman í andlit- inu í 5.000 metra hlaupi og sigraði glæsi- lega, kom í mark langt á undan öllum öðrum. Gunnlaugur Skálason sá um að íslenska karlaliðið sigraði tvöfalt. Hins vegar tóku við mikil vonbrigði þegar keppendur hlupu 10.000 metrana, þar sigraði heimslið kvenna þrefalt og ekki meira um það. í stökkgreinunum þremur skiptust á skin og skúrir. Islensku karlmennirnir sigruðu þrefalt í hástökki, en náðu aðeins bronsi í langstökki. í þrístökki leit dagsins Ijós hin mesta niðurlæging, því þar sigraði heimslið kvenna þrefalt og fór afar létt með. Hefðu ýmsir haldið að íslenskir karlmenn sýndu þessari „íslensku ólympíugrein" meiri virðingu, minnugir afreks Vilhjálms Einarssonar forðum. Hin kínverska Li Huirong var heilum 64 sentimetrum á undan Einari Kristjáns- syni og það segir kannski sína sögu að næstur íslensku karlanna var Fridrik Þór Oskarsson, sem hoppað hefur og skopp- að í þessari grein í yfir tvo áratugi! En sem sé: Naumur sigur heimsliðs kvenna yfir úrvalsliði íslenskra karl- manna. Friðrik Þór Guðmundsson ÚRSLIT í EINSTÖKUM GREINUM 100 METRA HLAUP 1. Merlene Ottey, Jamaíka 10,78 2. Gunnar Guðmundsson 10£0 3. Katrin Krabbe, Þýskal. 10J9 4. Einar Þ. Einarsson 10,95 5. Carlette Guidry, Bandar. 11,03 6. Hörður Gunnarsson 11,04 200 METRA HLAUP / 1. Merlene Ottey, Jamaíka 21,66 2. Gunnar Guðmundsson 21ft5 3. Katrin Krabbe, Þýskal. 21,95 4. Oddur Sigurðsson 22,03 5. Heike Drechsler, Þýskal. 22,19 6. Ólafur Guðmundsson 22,35 400 METRA HLAUP 1. Gunnar Guðmundsson 47,92 2. Egill Eiðsson 48,37 3. Oddur Sigurðsson 48,72 4. Grit Breuer, Þýskal. 49,50 5. Ana Quirot, Kúbu 50,03 6. Pauline Davis, Bahamaeyjum 50,05 800 METRA HLAUP 1. Finnbogi Gylfason 1.53,17 2. Agnar Steinarsson 1.53,95 3. Sigrun Wodars, Þýskal. 1.55JS7 4. Christine Wachtel, Þýskal. 1.56,11 5. Friðrik Larsen 1.56,38 6. Nadezhda Loboyko, Sovétr. 1.56, 64 1.500 METRA HLAUP 1. Doina Melinte, Rúmeníu 3.58,69 2. Finnbogi Gylfason 3.59,50 3. Lyudmila Rogachova, Sov. 4.02,30 4. Natalya Artyomova, Sovétr. 4.02,53 5. Már Hermannsson 4.02,62 6. Rögnvaldur Ingþórsson 4.04,20 3.000 METRA HLAUP 1. Angela Espinoza, Kanada 8.38,38 2. Már Hermannsson 8.38,70 3. Yvonne Murrey, Bretlandi 8.39,46 4. Gunnlaugur Skúlason 8.39,58 5. Daníel S. Guðmundsson 8.40,28 6. Lynn Jennings, Bandar. 8.40,45 5.000 METRA HLAUP 1. Már Hermannsson 14.38,80 2. Gunnlaugur Skúlason 14.51,20 3. Yelena Romanova, Sovétr. 15.02,23 4. Frímann Hreinsson 5. Lynn Jennings, Bandar. 6. Patti Sue Plumer, Bandar. 10.000 METRA HLAUP 1. Viorica Ghican, Rúmeníu 2. Uta Pippig, Þýskal. 3. María Ferreira, Portúgal 4. Jóhann Ingibergsson 5. Gunnlaugur Skúlason 6. Sighvatur D. Guðmundss. HÁSTÖKK 1. Einar Kristjánsson 2. Gunnlaugur Grettisson 3. Jóhann Ómarsson 4. Yelena Yelesina, Sovétr. 5. Heike Henkel, Þýskal. 6. Yolanda Henry Bandar. LANGSTÖKK 15.06,20 15.07,92 15.07,97 31.18,18 31.40,92 31.45,75 32.15.90 32.28.90 34.17,40 2,10 2,06 2,03 2,02 2,01 2,00 1. Galina Chistyakova, Sovétr. 7,35 2. Heike Drechsler, Þýskal. 7,30 3. Ólafur Guðmundsson 7,15 4. Jackie Joyner-Kersee, Bandar. 7,12 5. Jón Oddsson 6,96 6. Unnar Vilhjálmsson 6,69 ÞRÍSTÖKK 1. Li Huirong, Kína 14,54 2. Galina Chistyakova, Sovétr. 14,14 3. Inna Lasovskaya, Sovétr. 14,09 4. Einar Kristjánsson 13,90 5. Friðrik Þ. Óskarsson 13,73 6. Krístján Harðarson 13,67

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.