Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 4
4 MIDVIKUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991 Aðdáendur nýaldar geta nú glaðst því einn helsti áhugamaður um dul- rænu öldina VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR hefur gefið út myndband — byggt á þáttum sem hún gerði á Stöð 2. Nú er hægt að kaupa speki Valgerðar á tveim spól- um fyrir 4000 krónur. ■sfiroinG^ og ævintýri hans í Reykjavík Alltaf var hægt að mana Reimar. hað var hans mesti veikleiki. — Þú ættir að sjá stelpurnar í A-bekknum maður, sagði hann. Vá! Vá! Vá! Sætustu stelpur skólans eru allar í A. — Röfl, sagði ég. Hver einasta skvísa sem einhver töggur er í situr í D. Ég hafði eina ákveðna í huga. Reimar A-bekkingur hímdi við hornið á Lindar- götuskólanum og tvísté. Hann var með sígarettu í túl- anum og gerði sig píreygan. Sannleikurinn var sá að úti var ansi kalt. í mínum bekk, í D-hekkn- um, var stelpa, túberuð og tryllt, sóttheit í augum og sí- gaunaleg. Perlutennur. Varir sem rósin rjóð. Ég var rugl- aður af ást. Ef ég leit til hennar mændi hún á móti og fyrirleit mann. Nú gekk hún út úrskólanum með vin- sunri Jóga spáir grófu romantíshu Þá hillir loksins undir það að við íslendingar eignumst sviðsspaugara (stand up comedianr). Nú er nefnilega hafin leit að einum slíkum og það eru jassgeggjararnir í hljómsveitinni Sálar- háska sem hafa frum- kvæðið að því. Þar er SIGURÐUR FLOSASON saxófónleikari í broddi fylkingar og segir hann að leitin sé þegar hafin. Slíkir sviðsspaugarar eru frægir í Ameríku með Lenny Bruce fremstan í flokki. Ætlun- in er að spaugararnir komi fram í Púlsinum á þriðjudagskvöldum 10 til 15 mínútur í senn. Heyrst hefur að PÁLMI GESTSSON leikari verði fenginn til að ríða á vað- ið. ,,Þetta veröur rómantískt sumar" sagdi Jóga í Skapar- anum þegar hún var bedin ad kortleggja tískustraum- ana ísumar. Reyndar tók hún fram aö tœpast yröi um nokkra ákveöna tíksu- strauma að rœða —- frelsið yrði allsráöandi. En hvernig klæðist maður á rómantísku sumri? „Það eru bolir með rómantískum myndum, mjúkir og fallegir litir, svolítið sexí og kannski grófur gallakjóll yfir. — Og svolítið gegnsætt líka — alla- vega verður það mín lína.“ Hún segir að það verði svolít- ið grófir hlutir í bland við rómantíkina; gallaefni og grófir rennilásar. Hún segir að þetta sumar verði engir öskrandi litir — aðeins mjúkir og fallegir. En hvað er hægt að segja um strákana? „Já, þeir mega bara vera með í rómantísku línunni, í mjúkum litum og munstruð- um,“ segir Jóga og bætir við að „sixties" útlit sé liðin tíð hjá sér. Hárgreiðslan og skórnir verði þó í þeim stíl en ekki fötin en það er kannski táknrænt fyrir Jógu sem hef- ur alltaf boðið upp á blandað- an kokkteil. — En verður enginn glamor? „Það er kannski svolítill glamor í eyrnalokkum og hönskum og þvílíkum hlutum en það verð- ur ekki ráðandi." Gróft róman- tískt sumar í mildum litum segir Jóga í Skaparanum sem hér sést ásamt Ágústu Óladóttur búð- armær. Laura Roundell er frægt módel sem nú notar Obsession For Men frá Calvin Klein. KONURNARSÆKJA f RAKSPÍRANN ekki að eiga rakspírann sinn í friði lengur því nýjustu straumar í tískuheiminum segja að það sé allt í lagi fyr- ir konur að nota rakspíra — ef þeim á annað borð líkar lyktin. Það er skrítið en samt satt að nýjungagjarnar og sjálfs- öruggar konur hafa verið að prófa sig áfram með notkun rakspíra. Þetta er hluti af ei- lífri leitþeirra að sérkennum og lykt sem þær geti kallað sína eigin! — Og merkilegt nokk þetta hefur vaxið smám saman frá því að ast ein af delluhugmyndum Madonnu í það að vera tískubylgja. Nú er þessi árátta komin á það stig að margir ilm- vatns- og rakspíraframleið- endur eru farnir að hugsa upp mótleik við þessu. Reyndar ætti þetta ekki að koma þeim svo á óvart því margir frægir rakspírar hafa einmitt verið þróaðir út frá ilmvötnum kvenna. — Og hver veit, kannski verður bara allt í lagi einn daginn að nota ilmvatnið frá konunni! * Atthagafrædi og ast konur báðum megin. Reim- ar varð eins og úlfur í teikni- mynd. Augun ruku tvo metra út úr hausnum á hon- um. Þegar það gerðist heyrðist hamagangur eins og blásið væri tvívegis í trompett. — Sérðu þessa? Vá! Vá! Vá! Hasa boddý. — Þú lætur hana eiga sig, sagði ég. — Hún er í D-bekk. — O, hver ætli sé að skipta sér af gáfnafari þegar svona skæslegar skutlur eru ann- ars vegar, sagði frændi minn. Einn kennarinn kom út í port og tilkynnti að þar sem slíkt ágætis haustveður væri í dag hefði orðið að sam- komulagi á kennarastofunni að allar bekkjardeildir röltu niður á höfn og aftur til baka í næsta tíma að fræðast um borgina, land vort og þjóð og nánasta umhverfi. Allur skólinn trítlaöi niður á Skúlagötu. Mávar flugu í sveigjum í haustsólinni. I Esj- una hafði snjóað. Þaö var sem einhver hefði skvett rausnarlega úr sykurkari á fjalliö og sykurinn streymt niður skorninga og sumstað- ar sest á stalla. Við Reimar héldum okkur þétt aftan við drottninguna í D-bekknum. Ég var með lífið í lúkunum. Frændi minn keðjureykti þótt kennari væri með í för. Hann þrílagaði á sér lakkrís- bindið. Greiddi sér sjö sinn- um og sagði við stelpurnar: — A að fara í Dalakofann um næstu helgi? Hún virti hann ekki viðlits, vinkonurnar báðum megin eins og iíf- verðir, önnur rétt leit um öxl. — Blessaður, láttu stelp- urnar í mínum bekk vera, sagði ég. — Dinglaðu þér vinur, sagði töffarinn. Nú voru góð ráð dýr. — Geturðu ekki sýnt henni hvað þú ert kaldur, sagði ég og gerði tilraun til að mana hann. — Skutlaðu þér í sjó- inn og veinaðu: Katla ég elska þig! — Blessaöur, haltu kjafti, urraði Reimar. Viö gengum Faxagaröinn, höfnin á vinstri hönd. — Ég heiti Einsi kaldi úr Eyjunum, sönglaði Reimar. Þegar það hafði engin áhrif urraði hann: Sveitaball. Já, allur skríllinn elskar s'veitaball. — Vonlaust vinur, sagði ég. — Þýðir ekkert fyrir þig. Ekkert skip lá við festar við Faxagarð. Kennarinn sagði: Aöur fyrr kynnu Islendingar aö hafa þraukaö af margt harðærið, hefðu þeir bara fengist til að éta það sælgæti sem fjaran hefur upp á að bjóða. Nokkrar stelpur sögðu: ojbarasta, en sú sem við Reimar vorum skotnir í þurfti endilega að vera öðru- vísi, þannig eru sætar stelp- ur svo oft, hún sagði, nei, en athyglisvert, svo sannarlega væri gaman að forvitnast um þennan sjávargróður . . . nánar. Við stóðum á bryggjunni, ég var að horfa á bjórdollu sem barðist við að fljóta í ol- íubrák, allt í einu hljóp Reim- ar fram af og stakk sér á bólakaf í sjóinn. Við hlupum til að sjá, kennarinn æddi um bryggjuna, loks kom föl- hvítt, freknótt andlit úr djúp- inu. Reimar synti að landi, klöngraðist upp smábáta- stiga, vætan lak úr honum, hann hafði meðferðis drullu- skítuga þangtjásu og nú gekk hann í átt að elskunni minni og bauð hana fram. — Ætlarðu ekki að taka við þessu Katla, sögðu vin- konurnar uppnumdar. Hún virti hann fyrir sér frá toppi til táar með fyrirlitn- ingu í möndlusvörtum aug- unum og tók ekki við þang- inu. Ekki var sjón að sjá Reimar. Hann nötraði af kulda. Sjórinn hafði skipt rauðu hárinu fyrir miðju. En ó, hvað var þetta? Var þarna ást í auga hennar? Ég sá ekki betur. Ég sagði; blessaður fleygðu þér út í aftur, maður. — Vertu ekki að mana hann, sagði einhver. Eins og hendi væri veifað stakk stærsti sonur ísafjarð- ar sér aftur fram af bryggj- unni. Við biðum öll spennt. En nú bólaði ekki á honum úr kafi. Meira í næstu PRESSU. Olafur Gunnarsson Jóhann Jóhannsson er afgreiðslumaður í versluninni Gæjum við Laugaveg en auk þess er hann að læra framreiðslu í Grillinu á Hótel Sögu. ★ ★ ★ Hvaða rakspíra notar þú? „Eternety for Men." Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? „Bæði." Hver heldurðu að sé virkasti tími æv- innar? „Frá tvítugu upp í fertugt." Ferðu einn í bíó? „Það hefur aldrei skeð." Ertu góður dansari? „Ekki myndi ég segja það." Á hvaða skemmtistaði ferðu? „Lídó og Casablanca." Ertu daðrari? „Mikill." Hvað viltu verða miklu ríkari en þú ert í dag? „Miklu ríkari." Hvenær byrjaðir þú að sofa hjá? „16 ára." Hvers konar píur eru mest kynæsandi? „Grannar með fallega fótleggi og klæða sig smart." Hvað borðar þú í morgunmat? „Banana og Seltzer." Hvenær hættir þú að sofa með bangsa? „Bangsann hafði ég aldrei, ég hafði tvo kodda til að kúra mig við." Finnst þér gott að láta klóra þér á bakinu? „Ég elska það." Horfir þú mikið á sjónvarp? „Mjög lítið." Ferðast þú í strætó? „Aldr- ei." Hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir stór? „Góður þjónn." Við hvað ertu hræddastur? „Að lenda í bílslysi." Hvaða hæfileika vildirðu helst hafa? „Geta spilað á bassa eins og Skúli Sverris- son." Hverju sérðu mest eftir i lífinu? „Að hafa ekki lært á bassa." Hvort finnst þér betri ham- borgari eða pitsa? „Pitsa." Hugsar þú mikið um í hverju þú ert? „Já, ég reyni að velja eitthvað sem þægi- legt er að vera í." Hvað má vera mikill ald- ursmunurá pörum?„Fimm ár." Gæturðu hugsað þér að búa úti á landi? „Ég er nú frá Keflavík og gæti alls ekki hugsað mér að búa úti á landi eftir að hafa búið þar." Ertu hræddur við einhver dýr? „Ég vildi ekki hitta hlé- barða." Segir þú oft brandara? „Já og ég á til að segja góða brandara." Kanntu að elda? „Það er ekki mín sterka hlið." Hefur þú eitthvað mottó í lífinu? „Að komast vel frá því."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.