Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 25 yrir skömmu sagði frá því í PRESSUNNI að Magnús Bjarn- freösson hefði yfirgefið eina af nefndum framsóknarmanna í Kópa- vogi. Nú heyrist að annar fulltrúi framsóknarmanna sé á förum, Elín G. Jóhannsdóttir, aðalfulltrúi í skólanefnd. Elín flutti úr bænum i Bessastaðahrepp, en samkvæmt samþykktum bæjarins . er það óheimilt. Elinu mun hafa verið bent pent á þetta. . . |J B^Beytendur kætast þessa dag- ana yfir verðstríði því sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu á milli Bónus- ar og Hagkaups. En það hafa fleiri viljað blanda sér í slags- mál þeirra Jóhann- esar Jónssonar og Jóns Ásbergsson- ar. Einn daginn fóru nefnilega fréttir að berast af því að Mikligarður væri flæktur í verðstríðið en menn eru helst á því að Miklagarðsmenn hafi komið þeim orðrómi af stað sjálfir því enn er verðlagið þar töluvert hærra en á hinum stöðunum ... o lafsfirðingar eru að sjálf- sögðu ánægðir þessa dagana með nýju jarðgöngin sín og eru í stöðug- um ferðum inn til Akureyrar. Göng- in eru reyndar ekki það breið að það sé hægt að mætast í þeim og þess vegna er komið fyrir innskotum með jöfnu millibili. Nágrannar Ól- afsfirðinga hafa reyndar dálítið gaman af því að sá sem kemur frá Olafsfirði á réttinn í göngunum. Að- komumenn verða því að víkja . . . Eftir að Ólafur Laufdal tók við rekstri hótelsins á Fáskrúðsfirði, sem reyndar er skráð á nafn sonar hans, hafa Fáskrúðs- firðingar verið að vonast til að meiri klassi yrði yfir staðnum. Nokkuð mun hafa staðið á því fyrstu mánuð- ina, en hins vegar mun hafa orðið gerbylting til batn- aðar eftir að Ólafur réði til sín unga hótelstýru, Sigrúnu Jakobsdótt- ur, en hún er nýkomin úr námi í hót- elstjórn í Sviss og Japan ... A siðustu arum hefur fjöldi fréttamanna horfið frá fréttastofun- um í áróðursstörf í þágu fyrirtækja. Magnús Ingvason fyrrum frétta- maður á Bylgjunni hefur nú bæst í þann hóp, en hann hefur hafið störf sem markaðsfulltrúi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ... ANNAÐ FÓLK Á ÖÐRUM LISTUM Fólk sem hefur komist alltof langt upp___________ metorðastigann_____________ Júlíus Sólnes umhverfis- rádherra Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálarádherra Guðmundur Ágústsson þingmadur Hreggvidur Jónsson þing- maöur Fólk sem hefur ekki________ tekist að verða mikils- metið og enn síður_________ ofmetið þrátt fyrir góðar stöður_____________________ Gísii Alfreðsson þjódleikhús- stjóri Þór Magnússon þjódminja- vöröur^ Bogi Ágústsson fréttastjóri Sjónvarpsins Fólk sem er kannski fyrst og fremst ofmetið af sjálfu sér_________________ Davíð Scheving Thorsteins- son forstjóri Sigurður Pétur Harðarson Landid og midin á Rás 2 Ásgeir Hannes Eiríksson þingmadur Margrét Hrafnsdóttir útvarpskona Fólk sem er oflaunað Björn Önundarson trygginga- yfirlœknir Jón Skaftason borgarfógeti Guðjón B. Ólafsson forstjóri Stjórn Stöðvar 2. Fólk sem er ofnotað________ Valgeir Guðjónsson dœgur- lagasöngvari Garðar Cortes/Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngvarar Ríkisstjórnin Sigurður Líndal lagaprófessor Ómar Ragnarsson frétta- madur og skemmtikraftur Sigrún Stefánsdóttir sjónvarpsmað- ur. „Sigrún er orðin átoritet i því sem hún hefur aldrei kunnað. Henni er lika treyst til að pissa utan í hvað sem er, eins og arkitektúr-þættirnir sanna." Einar Hákonarson myndlistarmaður. „Komst langt á flokksskírteini Sjálf- stæðisflokksins. Nú síðast fékk hann þriggja ára starfslaun borgarlista- manns og dvelur i Svíþjóð þar sem enginn þekkir hann eða kann að meta. Flokksskírteinið opnar engar dyr í út- löndum." Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. „Bullukollur sem talar gegn betri vit- und. Steingrímur hlýtur af hafa vonda ráðgjafa i efnahagsmálum. Það getur alla vega enginn einn maður verið svona vitlaus." Fólk sem hefur komist lengra en það hefur burði til, nýtur meiri virðingar en það á skilið, er í embættum sem hafa slíkan ljóma að enginn getur staðið undir því og annað ofmetið fólk. Kristin Jóhannesdóttir kvikmynda- gerðarmaður. „Fékk 90 milljón króna styrk úr nor- ræna sjóðnum þrátt fyrir að hafa gert kvikmynd og sjónvarpsleikrit sem voru ekkert annað en ofhlaðin skóla- verk." Sigmundur Guöbjarnason háskóla- rektor. „Sigmundur er sjálfsagt ekki ofmetinn sem vísindamaður. En skilningur hans á samtímanum er vissulega ofmet- inn." Heimir Pálsson útgáfustjóri. „Heimir er svo fullur af lofti að það þlístrar i honum þegar hann opnar munninn. Síðan tæmist hann eins og blaðra. En hann fyllist strax aftur af lofti. Hann er eins og físibelgur." Lrshátíð Stöðvar 2 var haldin um síðustu helgi, með pomp og pragt. Sem gefur að skilja ávarpaði Páll Magnússon sjónvarpsstjóri sitt fólk, en innihald „ræðunnar" mun þó hafa farið eitthvað fyrir brjóstið á fólki. Páll mun hafa flutt vinnufélögum sín- um kvæðabálk, sem hitti marga fyr- ir neðan beltisstað ... Tryggvi Olafsson málari. „Tryggvi lifir í einhverri furðuveröld í Kaupmannahöfn og kemur hingað á tveggja ára fresti ogselur heilu sýning- arnar. Samt þekkir enginn Dani haus né sporð á honum. Tryggvi er eini is- lendingurinn sem telurþað tilsvo mik- illa afreka að selja þrjár grafíkmyndir á skandinavískt safn að hann sendi Mogganum frétt um það." Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófess- or. „Einhverra hluta vegna halda Islend- ingar að Þorvaldur sé mikill hagfræð- ingur á heimsvisu." Ólina Þorvarðardóttir borgarfulltrúi. „Ólína sýnir hvað það er hættulegt að pikka fréttamenn úr sjónvarpinu og setja þá. i pólitík. Hún sýnir að þó fólk myndist vel þarfþað ekki að hafa fleiri kosti." Sigurður Pálsson skáld. „Sigurður er vont skáld, enn verrí leik- "ritahöfundur og hörmulegur kvik- myndagerðarmaður. Hann er ekkert nema yfirvaraskegg og jakkaföt i frönskum stíl." Geir Gunnarsson fyrrverandi þing- maður. „Geir er persónugervingur ofmetinna manna. Þrátt fyrír að hann gerði aldrei neitt alla sína þingmennsku naut hann virðingar vegna þess að hann var kommi sem menn héldu að kynni að reikna."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.