Pressan - 27.03.1991, Side 23
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 23
... fær Jóhannes í Bón-
usi fyrir að hafa lækkað
vöruverð eins og Pálmi
í Hagkaup gerði á árum
áður.
Elvis og ég FJvis and Me er sjón-
varpsmynd í tveimur hlutum
sem verða sýndir eftir 19:19 á
skírdag og föstudaginn langa.
Þessi mynd byggir á bók eftir
Priscillu Presley og fjallar um líf
hennar fyrir Dallas.
SJÓNVARPIÐ__________________
Litbrigði jaröarinnar er páska-
leikrit Sjónvarpsins. Það er Ág-
úst Guðmundsson sem hefur bú-
ið þessa sögu Olafs Jóhanns Sig-
urðssonar í búning fyrir sjón-
varp. Fytrl hluti myndarinnar
verður að kvöldi föstudagsins
langa en siðari hlutinn á páska-
dagskvöld.
BÍÓIN
Hart á móti hördu Marked for
Death (Bíóhöllinni) Eini kostur-
inn við þessa mynd er sá að við
gerð næstu myndar sinnar fékk
Steven Seagal þá flugu í höfuðið
að hann gæti leikið. Hún er því
full af fimm-mínútna mónólóg-
um. Hart á móti hörðu er því síð-
asti möguleikinn til að sjá Seagal
eins og hann er bestur, þegjandi
og með hnykklaðar augabrúnir.
Lögreglurannsóknin Q&A
(Bióborginni) Nick Nolte og Arm-
and Assante eru flottir en sögu-
þráðurinn er i raun afskaplega
gamaldags. Lögreglurannsóknin
leiðir í Ijós að ýmsir hátt settir
hafa óhreint í pokahorninu. Það
eru ekki ný tíðindi og allra sist i
bíó.
Bíttu mig, elskaðu mig Tie Me
Up, Tie Me Down (Háskólabíói)
Kynlíf og húmor. Mikið af hvoru-
tveggja. Fær tvær stjörnur. Tvær
stórar störnur.
Havana (Laugarásbíói) Ósköp
falleg mynd sem gæti hafa orðið
góð ef söguefnið hefði verið
áhugaverðara. Fær stjörnu fyrir
andlitin á aðalleikurunum og
hálfa fyrir skrokkinn á aðalleik-
konunni.
Uppvakningar Awekenings
(Stjörnubíói) Besta páskamynd-
in. Voðalega finn leikur og
þokkalegasta handrit.
LEIKHÚSIN______________________
Pétur Gautur er í Þjóðleikhús-
inu í uppfærslu fyrir þá sem hafa
séð leikritið oft áður. Það er
hvorki verra né betra en það
venjulega sem hefur verið sýnt
það sem af er öldinni. En það er
öruggt að það bætir verkið að
sleppa ræðum Svavars, Árna
Johnsen og þjóðleikhússtjórans,
hvað hann nú heitir aftur, þessi
sem aldrei rak neinn.
»•
Fló á skinni er að renna sitt
skeið i Borgarleikhúsinu og
sömuleiðis Sigrún Ástrós, Bréf
frá Sylvíu á Litla sviði Þjóðleik-
hússins og Rigoletto í Óperunni.
VISKAN
Eyvindur Erlendsson les Pass-
íusálmana alla á föstudaginn
langa í Hallgrimskirkju eins og
nokkur undanfarin ár. Hann hef-
ur lesturinn kl. 13.30 og býst við
að verða búinn um kl. 19.30.
Hann verður því að í sex tima
eins og Hjörleifur um daginn.
ÞUN6A 6ÁTAN
LÁRÉTT: 1 vistir 6 skrýtin 11 kindin 12 kjökra 13 hrun 15 markverð
17 ró 18 fugl 20 tré 21 hugarburði 23 ásynja 24 baun 25 höfuðborg
27 kátinu 28 fyrirboðarnir 29 þráð 32 glöggs 36 tröllkonur 37 for-
stofa 39 tóbak 40 grip 41 miklir 43 álpast 44 lauk 46 náttar 48 svelg-
urinn 49 án 50 skyldara 51 bætti.
LÓÐRÉTT: 1 amlóði 2 fluttur 3 gjöfuli 4 tungls 5 brothljóðs 6 hjálmur
7 hár 8 spíra 9 hysknara 10 oflátungum 14 vind 16 espuðu 19 vitnis-
burður 22 biskupshúfa 24 vex 26 útihús 27 kjaftur 29 liðfá 30
áhyggja 31 stígarnir 33 minnka 34 náungi 35 drabbi 37 piluna 38
bræðslupott 41 leiðslur 42 sjófugl 45 skel 47 duft.
HVERJIR ERU HVAR?________
Á Óðinsvéum mæta reglulega
saman nokkrir kallaklúbbar og
borða saman í hádeginu. Einn
þeirra mætir á hverjum degi og í
honum eru: Sveinbjörn Bjarna-
son, Björn Blöndal málari,
Sævar Baldursson í Plaza,
Magnús Jónsson umboðs-
madur Budweiser, Bolli í
Sautján, Jón Baldursson og
Magnús Ketilsson. Aðrir mæta
sjaldnar einsog Eggert bílasali,
Sigurjón Pétursson í Sjóvá-Al-
mennum, Friðjón Einarsson
hjá Grænlandsflugi og Guffi
bílasali. Yngri menn eru farnir
að feta í fótspor þeirra eldri og
■hótel
OÐINSVE
einn slíkur hópur samanstendur
af: Hilmari Finni Bender fram-
kvæmdastjóra, Andrési Pétri
Rúnarssyni, Sigurði Rúnari
þjóni, Sveini Eyland þjóni og
fleirum.
Við eigum samleið er á Breið-
vangi með lögum sem Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson gerði fræg á sín-
um tíma. Kostar 3.900 krónur
með mat.
MYNDLISTIN
Sverrir Ólafsson sýnir afrakst-
ur Mexíkó-feröar sinnar i Gallerí
Nýhöfn. Litauðugir skúlptúrar af
konuskrokkum og valdastólum.
Sara Jóhanna Vilbergsdóttir
er með olíumálverk í FÍM-saln-
um í Garðastræti.
KLASSÍKIN________________
Jóhannesarpassía eftir J.S.
Bach verður flutt af kór Lang-
holtskirkju, hljómsveit og ein-
söngvurum í Langholtskirkju á
skírdag og föstudaginn langa kl.
17.00 báða dagana.
Orgelhátíð verður í Hallgríms-
kirkju á laugardaginn fyrir
páska. Þar mæta kórar, ein-
söngvarar og hljóðfæraleikarar
og safna í orgelsjóð kirkjunnar.
POPPIÐ_______________________
Nú eru páskarnir framundan og
því fátt um fína drætti hjá popp-
j urum. Og þó:
Sniglabandið verður með
hörkustuð á Tveimur vinum i
kvöld. Rokk og leður.
Bjartmar Guðlaugsson hinn
vestmanneyski verður með tón-
leika á Tveimur vinum á laugar-
dagskvöldið.
SJÓIN_______________________
Rokkað á himnum á Hótel Is-
landi. Kostar 4.400 krónur með
mat.
Halli, Laddi og Bessi eru á
Sögu. Kostar 4.400 krónur með
mat.
Þurrt hvítvín og sæmi-
lega ferskt. Það er frá
Máconnais í Búrgund og
búið til úr chardonnais
vínberjum. Verðið er
ágætt, 1090 krónur, en
menn skulu þó ekki taka
Le Piat de Mðcon Villa-
ges sem einhverju eðal-
víni úr chardonnais berj-
um. Það er einungis
ágætt miðað við verð,
sæmilega bragðmikið
og hentar með fiski og
Ijósu kjöti.
Erla Þórarinsdóttir er með
sýningu í Norræna húsinu.
Ljósmyndasýningarnar á
Kjarvalsstöðum og Listasafni al-
þýðu verða báðar fram yíir
páska.
NÆTURLÍFIÐ_________________
öeir sem ætla út verða að gera
það í kvöld því næstu dagar eru
fráteknir af þjóðkirkjunni. Þeir
sem sætta sig ekki við messur
geta valið um það að fara á tón-
leika, horfa á sjónvarp, fara á
AA-fundinn ! Háskólabíói á
föstudaginn eða halda partí
heima. En allir sem einn verða
að muna eftir því að byrgja sig
upp af sígarettum því þjóðkirkj-
an hefur lokað sjoppunum líka,
alveg eins og þegar Jesús henti
víxlurunum út úr musterinu.
VEITINGAHÚSIN______________
Sjanghæ við Laugaveginn er
kínverskur veitingastaður á
reykvíska vísu og hefur alla galla
þess. Maturinn er einskonar
sambland af kínverskri matar-
gerð og hinni ungu íslensku pott-
réttahefð sem á upptök sín í upp-
reisn æskunnar gegn þeirri
dansk-íslensku hefð sem byggði
á góðbókinni Matur og drykkur.
Þjónustan er öll af vilja gerð en
er fákunnandi, þannig að enginn
hefur hjarta í sér til að standa í
kvörtunum. Umhverfið er hægt
að kaupa í gegnum vörulista og
sjálfsagt hefur einhver húsmóðir
í Mosfellsbæ hannað það. En
þetta má allt þola með jafnaðar-
geði. Það er hins vegar erfiðara
að þola alla hópana utan af landi
sem koma á Sjanghæ og eru
farnir að syngja yfir súpunni
klukkan 7.30. Mikil lifandis
ósköp hlýtur að vera gaman að
borða kvöldmat úti á landi.
ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI
Þótt ótrúlegt sé er það orðið í
góðu lagi að eiga hippalega for-
eldra. Það er orðið svalt að eiga
mömmu sem segir sifellt: Ég vil
bara að allir séu hamingjusamir,
eða jafnvel: Elskan min, taktu
því rólega, þetta kemur. Það má
jafnvel þola alla lúserana, vinina
hennar mömmu; þessa sem eru
enn að hugsa um hvort þeir eigi
að klára ritgerðina fyrir fer-
tugs-afmælið, þá sem eru með
kvíðakast fyrir fyrstu sýninguna
sína i átta ár og jafnvel líka þá
sem koma með hassmola, setjast
ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI
Það er sjálfsagt ekkert jafn hall-
ærislegt og að vera i breskri krá
í alklæðnaði frá Marks & Spenc-
er, eins og allir hinir, nema ef
vera skyldi að vera í íslensku fer-
tugs afmæli i Boss-fötum, eins og
allir hinir. Ef Boss-fötin væru
bækur hefði hvorki Laxness né
Alister MacLean nokkuð í þau að
gera. Þau myndu jarða þá félaga
fyrir hver jól. Eins og allir Jónar
vita þá kemst það næst því aö
heita ekki neitt að bera það nafn.
Það sama má segja um Boss-föt-
in. Að vera í þeim kemst næst því
að vera nakinn. Og að lokum: Af-
hverju flytur Sævar Karl ekki inn
Boss-gardínuefni til að íull-
komna íslensku fertugsafmælin?
VIÐ MÆLUM MEÐ__________
Ást við fyrstu sýn
Það er svo miklu einfaldara
þannig.
Uppsögnum á leikurum Þjóð-
leikhússins
Er ekki líka hægt að reka ntann-
inn sem setti handriðið á skyggn-
ið fyrir ofan anddyrið?
Utlitsbyltingu stjórnmála-
mannanna fyrir kosningar
Svo framarlega að Steingrimur J.
fái sér ekki koliu.
Laugavegsapóteki
Þar er Elizabet Arden ódýrari en
annarsstaðar. Heilmikil kjaraból
fyrir konur.
Vinsælustu
ensku/bandarisku
tímaritin
VIKUBLÖÐ
1. Hello
2. Shoot
3. Match
4. Time
5. Newsweek
6. European
7. Woman
8. Womans Own
9. Economist
10. Melody Maker
MÁNADARBLÖD
1. Vouge
2. Byte
3. Cosmopolitan
4. Heavy Metal
5. Hustler
6. Computer and
Videogames
7. Vanity Fair
8. Playboy
9. Personal Computer
World
10. Football Today