Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 9ií)jar tðlenðftar Jijóösöflur Hann var þungur upp á morgnana. Þótt karlinn lemdi á hurðina í káetunni dugði það yfirleitt ekki til. Það var helst að hann rumskaði ef hann var löðr- ungaður með blautum vettlingi. Eina vaktina var hann hins vegar rokinn upp á undan öðrum og stóð sprænandi á dekkinu þegar hinir komu til starfa með stýrurnar í augunum. Hann snéri sér að félögum sínum og benti á þann litla um leið og bunan stóð út fyrir borð- stokkinn: „Þetta er og verð- ur alltaf harðasti húsbónd- inn." (Úr sjomannasogum) Svenni hafði mikið dá- læti á rokktónlist og dreymdi um slá gítarinn með sveiflu, eins og Presl- ey um árið. Því var það í einni kaupstaðarferðinni, að hann lét verða af því að kaupa sér gítar. Síðan heyrðist ekki mikið af tón- listartilburðum hans, fyrr en i bæjarferð þremurárum síðar. Þá var Svenni mættur með gítarinn á bakinu og hamraði strengina af innlif- un. Það versta var að það heyrðist ekki einu sinni einn óbrenglaðurtónn út úr glamrinu. „Mikið voðalega er gitar- inn falskur hjá þér, maður," varð einum orði. „Það getur ekki verið," svaraði Svenni með hunds- svip. „Hann var stilltur þeg- ar ég keypti hann." (Úr einfeldningasögum) Kiddi þótti með líflegri nemendum í gagnfræða- skólanum í Keflavík. Ekki dró úr að hann var i ansi skrautlegum bekk, sem oft- lega stóð saman að því að taka kennarann á taugum. Einhverju sinni fannst kennaranum nóg komið og hljóðaði á nemendur: „Með sama áframhaldi er ég handviss um að 70 próent af bekknum nær ekki prófi í vor." „Ehe," sagði Kiddi, „það eru ekki einu sinni sjötíu í bekknum." (Úr kennarasögum) Ásamt bróður sínum fann hann upp á hinum ýmsu strákapörum, en hafði ekki alltaf stórt hjarta þegar kom að reiknisskil- um. Eitt vorið vildi svo til að kviknaði í kofaræksni ná- lægt heimili þeirra og þurfti að kalla á slökkvilið til að ráða niðurlögum eldsins. Eins og gefur að skilja beindist grunur manna fljótlega að bræðrunum og þótti rétt að fá skýringar á eldsupptökum, þótt í sjálfu sér hefði verið þarfaverk að losna við kofann. Og þaö stóð ekki á svari þegar til kom: „Mér grunar tvo, mig og Helga bróður." (Úr einfeldningasögum) Venka- lýðsfor- maður sem lyftir hundruð- umtonna áárl „Eina ráðið var að láta sönnunargagnið hverfa," segir Eiríkur Stefánsson, formaður verkalýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði, um rauða spjaldið sem hann reif og át um áriö. Eiríkur Stefánsson, for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðs- fjarðar, er ekki einn af þessum dæmigerðu verkalýðsformönnum, sem eru meira á fundum í Reykjavík en heima hjá sér. Hann er í löndunar- genginu á staðnum, í lest- inni og lúgunni og þess á milli sinnir hann málefn- um félagsins og hrepps- nefndarinnar, sem full- trúi óháðra í sveitar- stjórn. A sumrin dæmir hann líka fótboltaleiki vítt og breitt í Qórðungn- um og virðist fyrir löngu búinn að gleyma því þeg- ar hann reif og át rautt spjald sem dómari sýndi honum sem leikmanni fyrir nokkrum árum. Eiríkur hefur verið í akk- orðsvinnu í meira en tvo áratugi og hefur um árabii verið í forsvari eins allra besta löndunargengis á landinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að hann hafi lyft þúsundum tonna, í ferskfisklöndunum og freð- fiskútskipunum. Sem dæmi voru togaralandanir á Fá- skrúðsfirði á milli 60 og 70 talsins á síðasta ári og má því ætla að hver löndunar- maður hafi lyft að jafnaði 500 tonnum það árið. En er skrokkurinn ekkert farinn að gefa sig? „Þetta er slítandi vinna og það eru mörg ár síðan ég fór að finna fyrir því í öxl- um og baki. Upp á síðkastið hef ég farið af og til í nudd og liðið mun betur á eftir. Það er verst hvað þetta er illa borgað núorðið. Ég hef oft verið að velta fyrir mér hvort þeir sem vinna þessi störf ættu ekki að stofna með sér sérsamband, Sam- band ákvæðisvinnumanna. Stóru samtökin eru nefni- lega alveg búin að yfirgefa þessa hópa.“ — Er ekki kominn tími til að hætta þessu? „Nei, á meðan ég get hætti ég því ekki. Mér líkar vel að vera í þessu og við- halda þannig beinum tengsl- um.“ Auk þess að vera í lönd- unargenginu hefur Eiríkur um árabil tekið að sér lóða- gerð á staðnum. Á sumrin þeysist hann einnig á milli staða til að dæma leiki í þriðju og fjórðu deildinni í fótbolta. Á árum áður þótti hann sjálfur liðtækur leik- maður, en átti þó til að lenda saman við dómarann. Frægt varð þegar hann reif rautt spjald sem dómari sýndi honum og át það. Þetta gerðist í leik á milli Leiknis Fáskrúðsfirði og Þróttar í Neskaupstað. En er hann kannski búinn að gleyma þessu? „Nei, alls ekki,“ svarar hann galvaskur. „Eina ráðið til að láta sönnunargagnið hverfa var að éta það. Þetta gerðu líka njósnararnir í stríðinu." Eftir þetta umdeilda atvik mætti Eiríkur fyrir dómstól KSÍ og varði sig sjálfur. „Þeir tóku mikið mark á mínum sjónarmiðum. Dóm- arinn, Pétur Óskarsson, taldi að sumarið væri ónýtt fyrir mér, en ég fékk bara straff í einn leik. Pétur var ekkert að erfa þetta neitt við mig og við höfum verið miklir mátar síðan.“ Vinir Eiríks segja að þetta atvik á leikvellinum lýsi honum ágætlega. Þó hann geri mistök flýr hann ekki af hólmi heldur mætir ör- lögum sínum af fullri reisn. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Aldrei aö víkja! Einu sinni fyrir langa löngu tók ég þátt í spurn- ingakeppni milli bekkja í barnaskóla. Ég féll út úr keppninni í annarri umferð. Spurt var; hefði Jón Sig- urðsson forseti verið góð- ur bílstjóri á okkar tímum? Ég hugsaði mig um og svar- aði hikandi; já, það held ég bara. En rétt svar var nei að mati barnakennarans, stjórnanda þáttarins. Jón Sigurðsson hefði ekki getað verið góður ökumaður þar sem kjörorð hans í lífinu var: Aldrei að víkja. Þar með var ég fallinn úr keppninni við fagnaðarlæti bekkjarins sem keppt var við. Mér stendur þessi spurningaleik- ur í barnsminni. Ég var sár- óánægður yfir úrslitunum og fannst spurningin asna- leg. En í raun má snúa henni uppá ótal hetjur íslandssög- unnar bæði að fornu og nýju. Menn sem segja milli samanbitinna varanna; aldrei að víkja, aldrei að við- urkenna að manni hafi skjátlast. Slíkir menn eru slæmir ökumenn og gengur oft illa að stýra lífsfleyi sínu í ólgusjó og ágjöf daglegs lífs. Þorgeir Hávarsson, ein- hver þrjóskasti íslendingur fyrr og síðar hékk bjargar- vana á hvönninni forðum. Hann vildi fremur bíða bana en viðurkenna þann veik- leika sem fólst í því að hrópa á hjálp. Bjartur í Sumar- húsum bauð byrginn, nátt- úruöflum og yfirvöldum. Þorsteinn Pálsson neitaði að horfast í augu við það hversu óhæfur hann var sem flokksleiðtogi og ætlaði aldrei að víkja. Svona menn hafa alltaf verið til á ís- landi og munu ávallt verða. FEITUR MAÐUR MEÐ HÁÞRÝSTING Kári P. var einn af þessum þrjósku mönnum sem aldrei víkja. Hann kom til mín á stofu eftir að hafa farið til hjartasérfræðings út. af brjóstverkjum. Sá læknir uppgötvaði á hjartariti breytingar sem bentu til þrengsla í kransæðum auk hækkaðs blóðþrýstings, of- fitu og hárrar blóðfitu. Læknirinn ráðlagði honum ýmislegt varðandi lifnaðar- háttu og lífsvenjur. — Þú verður að lagfæra ýmsa áhættuþætti varðandi hjarta- og æðasjúkdóma sem þú ert með, sagði hann. — Ef þú gerir það þurfa þess- ar breytingar ekki að ganga lengra og þú getur átt langt líf fyrir höndum. Kára var ráðlagt að minnka neyslu feitmetis, hætta að reykja og grenna sig. Hann tók þess- um ráðleggingum ákaflega fálega og kom til að ræða þetta frekar. — Þú verður að fara eftir þessum ráðlegging- um, sagði ég. — Mikil fita í mat eykur æðakölkunina. Fitan flyst í blóði með eggja- hvítuefnum og myndar ásamt þeim svokölluð lípó- prótein. Þeim er skipt í und- irflokka og það er mikils- verðast að hafa auga með hinu svokallaða LDL-lípó- próteini. Ef það og kólesteról er hátt eins og hjá þér, eykst hættan á hjarta- og æðasjúkdómum. — Allt mitt fólk hefur alltaf étið feitt kjöt, sagði Kári, og ég ætla ekki að hætta því. Það besta sem ég fæ er mjög feitt saltkjöt. Ég blæs á allt sem þið segir. Egill Skalla- grímsson varð fjörgamall og át feitt kindakjöt í öll mál. LENGI LIFI ÞORGEIR HÁVARSSON Ég hugsaði með mér, þarna er enn komin Þor- geirs Hávarssonar-stefn- an, hanga á hvönninni, aldrei að víkja. — Jæja, sagði ég, en þú verður að hætta að reykja. Nú varð Kári bæði reiður og forviða og sagði; — Nei, það ætla ég ekki að gera. — Rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum, sagði ég, benda til þess að reykingar séu mikill skað- valdur. Reykingamenn hafa 70% hærri dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem ekki reykja. Kári brosti og sagðist ekki hlusta á svona rugl. — Ég held áfram að reykja, enda þekki ég mann sem er 86 ára og hefur reykt eins og skor- steinn allt sitt líf. Við þrátt- uðum um þetta smástund. Kári setti upp ólundarsvip- inn sem hægt er að ímynda sér að hafi verið á Þorgeiri hangandi á hvönninni. Á þennan hátt fórum við í gegnum áhættuþættina. Kári var of þungur svo ég ráðlagði honum megrun. Hann sagðist vera mátuleg- ur. — Ég verð eins og niður- setningur ef ég grennist enda er það landlægt í minni ætt að vera í góðum holdum. ERFIÐ FITUDREIFING — Samkvæmt nýjustu rannsóknum er þeim karl- mönnum hættast sem hafa þá fitudreifingu sem þú ert með, sagði ég, þ.e. ýstru framan á sér en ekki kven- lega fitudreifingu, þegar fit- an sest aðallega á mjaðmir og þjóhnappa. Kári virtist hættur að hlusta á mig og setti upp þreytusvip sauð- kindarinnar sem stendur á veginum miðjum og skeytir engu um flaut og hamagang stressaðra ökumanna. — Svo verðum við að lækka hjá þér þrýstinginn, sagði ég. — Verð ég þá að taka eitt- hvað pillurusl? sagði Kári. — Já, sagði ég, nema þér takist að grennast. Kári var nú orðinn leiður á þessu fjasi. —■ Ég hélt að þú mundi styðja mig í því að lifa áfram eins og ég vil. En það er sami rassinn undir ykkur öllum. Hann stóð upp og fór. — Sumir hanga á hvönninni sinni þangað til þeir detta, sagði ég spekingslega við sjálfan mig. Næsti!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.