Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 9 PRESSAN 29. nóvember: Blaöiö greindi frá því að tveir apótekarar hefðu aðstoðað yfirlyfjafræðing Landakotsspítala við að hafa fé af Tryggingastofnun og að það sé ekki talið einangrað dæmi. víni og hvítvíni, 12 flöskur af freyði- víni og 12 flöskur af koníaki og við þetta bætast 558 lítrar af alkóhóli og spíra til St. Jósefsspítala á sama ári og þrjá fyrstu mánuðina 1990 og 123 lítrar fyrir rannsóknastofu Landakotsspítala. Heilbrigðisráðherra hefur boðað breytingar á lyfsölumálum í land- inu. Hann vill stofna sérstakt lyfja- innkaupafyrirtæki, að stórum hluta í eigu rikisins og gera apótekarana að launþegum. Þá vill hann stofna embætti lyfjamálastjóra. Með þessu og fleiri breytingum vonast ráð- herra til að hægt verði að spara hundruði milljóna króna á ári. Mik- illar óánægju gætir innan raða apó- tekara með slíkar hugmyndir. Enn hefur boðskapur ráðherra ekki komist á framkvæmdastig. PRESSAN upplýsti um enn eitt fjárgróðabrallið í heilbrigðiskerfinu þann 7. febrúar. Þá greindi blaðið frá því að árið 1988 hefði Matthías Kjeld, iæknir á Landspítalanum, sérfræðingur í meinafræði, fengið greiddar frá Tryggingastofnun 70 milljónir króna á núvirði til rann- sóknastofu sinnæ sem hann og kona hans reka í Domus Medica. Þá kom fram að þrjár aðrar stofur sér- fræðinga ríkisspítalanna hefðu fengið tugi milljóna króna fyrir sams konar rannsóknastörf utan við spítalavinnuna, stofur þeirra Jó- hanns Lárusar Jónassonar, Eggerts Jóhanhssonar og eigenda Lækna- setursins. í þessari tekjudrjúgu aukavinnu sinni sjá læknarnir aldrei sjúklinga. ,,Það eina sem þeir sjá er blóð og þvag. Þeir þurfa ekki að ræða við sjúklinga, sem oft getur verið tíma- frekt," sagði sérfræðingur í samtali 10Q ÞUSUND Ikronur H mmu A EINUM DEGI PRESSAN 4. janúar: Tryggingafélög- in greiöa læknum Tryggingastofnun- ar 20 þúsund krónur fyrir hvert ör- orkumat. Þau eru 150 til 500 á ári og Björn Önundarson sér um 90 prósent þeirra. Davíö Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna EÐLILEGRA AÐ BJÓÐA ÚT ÞJÓNUSTU SÉRFRÆÐINGA ,,Stadreyndin er sú að Ríkisspítal- arnir hafa staðið sig mjög vel í því að hagrœða. Við höfum t.d. síðast- liðin þrjú ár lœkkað raunútgjöld um tvö prósent á ári, en aukið umfang þjónustunnar á sama tíma um hátt í tíu prósent alls. Það eru því miður allt offá fyrirtœki á íslandi sem geta státað af slíkum árangri. Auðvitað má tína til þœtti hjá okkur um ann- að. Við verðum þannig að kaupa of dýr lyf. Partur afþví er vitlaust kerfi, vegna þess að það má ekki bjóða út iyf“ Þetta sagði Davíð A. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna. Hann bætti því við að þegar við bærum okkur saman við útlönd þá kæmi í ljós heldur slakur árangur hvað ýmsa þætti þjóðfélagsins varðar, svo sem banka, tryggingafélög, landbúnað. Öðru máli gegndi þegar komið væri að heilbrigðisþjónust- unni. ,,Þá er sama hvaða land við berum okkur saman við, við erum í fararbroddi, bæði hvað varðar verð og gæði.“ Aðspurður um skýrslu Ríkisend- urskoðunar, þar sem fram komu meðal annars tölur um háan sér- fræðikostnað lækna Ríkisspítalanna í vinnu utan þeirra, sagði Davíð að sú gagnrýni lyti ekki að Ríkisspítöl- unum, því sú vinna væri þeim óvið- komandi. „Almennt vantar í slíka umræðu debet-hlið heilbrigðisþjónustunnar. Það getur verið fólginn mikill sparn- aður fyrir þjóðfélagið í því að auka starfsemina á sumum sviðum henn- ar, t.d. á bæklunarskurðdeild. Með öðrum orðum er hægt að spara fyrir þjóðfélagið og einstaklingana með því að eyða meiri peningum í heil- brigðisþjónustunni, en þetta er ekki alltaf með í reikningnum." Davíð segir að innan Ríkisspítal- anna hafi mörg undanfarin ár verið í gangi umfangsmiklar aðgerðir til að draga úr kostnaði og hagræða. ,,Við reyndum t.d. á sínum tíma að bjóða út lyf, en það var ekki leyfilegt samkvæmt lögum. Og mér til furðu Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkis- spítalanna: „Við verðum þannig að kaupa of dýr lyf. Partur að því er vit- laust kerfi, vegna þess að það má ekki bjóða út lyf." bárust mótmæli frá m.a. Verslunar- ráðinu gegn slíku útboði. Þetta á að vera frjálst. Persónulega þætti mér ekkert því til fyrirstöðu að lyf væru t.d. seld í Hagkaup, hefði verslunin hæfan lyfjafræðing. Svipað má segja um kostnaðinn vegna einka- rannsóknastofa lækna. Þeir semja í dag við ríkisvaldið um sína taxta, en mér fyndist á margan hátt miklu eðlilegra að ríkið byði út þessa þjón- ustu og semdi við þá stofu sem lægst byði.“ Davíð sagði jafnframt að á marg- an hátt teldi hann eðlilegt að á þeim þáttum heilbrigðisþjónustunnar, þar sem neytandinn væri nægilega vel upplýstur, mætti koma við einkavæðingu og samkeppni um bæði verð og gæði, t.d á heilsu- gæslustöðvum og minni lækna- stöðvum. ,,Á hinn bóginn væri eðli- legt að sameina sérhæfðustu og flóknustu þjónustuna á stóru sjúkra- húsunum eins mikið og frekast er unnt." Guömundur Bjarnason heilbrigöisráöherra ÓEÐLILEGT AÐ LYFSALAR ÚTVEGI LÆKNUM HÚSNÆÐI „Árin áður en ég kom til starfa hafði sérfrœðikostnaðurinn aukist hröðum skrefum. Árið 1983 til 1988 hafði hann hœkkað úr tœpum 500 milljónum í tœpan milljarð á föstu verðlagi. Það sem síðan gerist hjá okkur er að við náum ákveðnu sam- komulagi um lœkkun á töxtum og afslátt og ýmsar breytingar þannig að við höfum sparað á síðustu tveimur árum um 200 milljónir. Ég tel að okkur hafi tekist alveg bœri- lega upp í því. Hins vegar má um það deila hvort við höfum komið böndum á það í þeim skilningi að fólk getur eftir sem áður átt aðgang að sérfrœðiþjónustunni. Það er ekki neinum takmörkunum háð. Tilvís- unarskylda hefur ekki verið tekin upp sem við höfum rœtt dálítið um. Við höfum breytt þessu þannig að nú greiðir einstaklingurinn dálítið meira fyrir sérfrœðiþjónustuna en heilsugœslan er aftur á móti ókeyp- is.“ Þetta sagði Guðmundur Bjarna- son heilbrigðisráðherra þegar hann var spurður að því hvað hefði áunn- ist í baráttunni við sjálfvirka út- gjaldaaukningu heilbrigðiskerfisins síðan hann tók við yfirstjórn þeirra mála. Er nánast óvinnandi vegur að eiga við lœkna eins og komið hefur fram hjá fjármálaráðherra? „Það hafa svo sem ekki orðið miklar breytingar á þessu í minni tíð hvað það varðar að samningsform- ið er það sama og svipað að þessu staðið. Það eru sjálfsagt skiptar skoðanir um það hvort beri að leggja áherslu á göngudeildir sjúkrahúsa og draga úr sérfræðþjón- ustunni en ég er ekki sannfærður um að það sé leið til sparnaðar.“ Hve mikið af þessu eru laun til lœkna? „Samningar við sérfræðinga ganga út frá því að helmingurinn af þessu sé kostnaður og helmingur laun.“ Hefurþað heilbrigðiskerfi sem við höfum byggt upp þá annmarka að það sé hœgt aö hafa það að féþúfu Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra: „Samningar við sérfræð- inga ganga út frá því að helmingurinn af þessu sé kostnaður og helmingur- inn laun." — er mikiö af svörtum sauðum með- al lœkna? „Er það ekki víða hægt ef menn vilja það við hafa? Almennt talað dettur mér ekki í hug að það sé nema í einstaka tilvikum þar sem þurft hefur að skoða reikningsgerð lækna. Það eru einstök afmörkuð tilfelli." Þér finnst það ekki óeðlilega oft? „Ég man eftir þremur, fjórum til- fellum þennan tíma sem ég hef ver- ið í ráðuneytinu. Ég legg ekki dóm á hvort það er óeðlilega oft.“ Oft hafa verið nefnd til dœmi um starfsemi sem mörgum þykir ein- kennileg eins og það að lyfsalar láti lœknum í té húsnœði. Finnst þér það eðlilegt? „Nei, mér finnst það mjög óeðli- Iegt. Auðvitað get ég ekki sagt lyf- sala hverjum hann á að leigja húsið sem hann á og hverjum ekkú í frum- varpi sem ég lagði fram um breyt— ingar á lyfjalögum fyrir þinglok er reynt að gæta þess að læknar hafi ekki hag af rekstri apóteka og apó- tekarar ekki hag af rekstri lækna- stofa. Við viljum koma í veg fyrir að þarna séu bein og augljós hags- munatengsl.“ við PRESSUNA. Nú á dögum er hægt að rannsaka mörg sýni í einu á nokkrum mínútum. Þessi frétt PRESSUNNAR var stað- fest með skýrslu ríkisendurskoðun- ar sem birt var nýverið. Þar var meðal annars lagt til að stimpil- klukkur yrðu notaðar til að tryggja að læknarnir skiluðu vinnuhlutfalli sínu á ríkisspítölunum. Það voru einmitt þessar miklu greiðslur til sérfræðinga, um 225 milljónir króna til fjögurra stofa í fyrra, sem varð til þess að Guð- mundur Bjarnason heilbrigðisráð- herra lagði fram frumvarp til laga um almannatryggingar með eftir- farandi klausu: PRESSAN 7. febrúar: Matthias Kjeld fékk um 70 milljónir króna að núvirði vegna aukavinnu á sérfræðistofu sinni árið 1988. Þrjár aðrar stofur sér- fræðinga Ríkisspítala fengu tugi milljóna. Skýrsla Ríkisendurskoðun- ar staðfesti frétt PRESSUNNAR. PRESSAN 14. febrúar: í rannsókninni á misferli yfirlyfjafræðings Landa- kotsspitala kom í Ijós að hann hafði látið kaupa ótrúlegt magn af áfengi án sýnilegs tilgangs og notað nafn dóttur sinnar í vafasömum viðskipt- um við Medico hf. „Ráðherra getur í samráði við tryggingaráð ákveðið, á grundvelli fjárlaga hverju sinni, hversu mikla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa ríkið kaupir og þann fjölda einstakl- inga, sem þjónusta er keypt af.“ Frumvarp Guðmundar dagaði hins vegar uppi á þinginu. Þar með strandaði enn ein tilraun stjórn- málamanna til að koma böndum á sívaxandi útgjöld til heilbrigðismála vegna hinna sterku þrýstihópa lækna og lyfsala. Friðrik Þór Guðmundsson Sigurður Már Jónsson I nýútkomnu Mannlífi segir frá því að Ólafur E. Friðriksson fréttamaður, sem hætti störfum sem aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2 um síð- ustu áramót, undir- búi þessa dagana viðtalsbók við Gísla Sigurðsson lækni í Kúveit. Þess má geta að nýverið kom út bók Jóhönnu Kristjónsdóttur biaðamanns um stríðið við Flóann, en þar víkur Jóhanna m.a. að þætti hennar í frelsun Gísla. . . D ■Vorgaraflokkurinn, þ.e. Frjáls- lyndir, hafa ráðið til sín vinnuhest fyrir kosningarnar. Það er Pétur Hafstein Lárusson skáld. Pétur tók virk- an þátt í kosninga- baráttu Nýs vett- vangs fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar og starfaði með Þorláki Helgasyni blaðamanni í prófkjörs- baráttu Þorláks innan Alþýðu- flokksins nýverið... Ger. er „rir hreyfingu meðal körfuknattleiks- manna fyrir næsta keppnistímabil. Munu til dæmis Þórsarar á Akureyri vera komnir af stað í leit að mönn- um. Heyrst hefur að þeir hafi borið víurnar í Teit Örlygsson í Njarðvík en bróðir Teits, Sturla Örlygsson, þjálfar Þór auk þess að leika með þeim ... l* yrir nær akkúrat tíu árum tók Helgarpósturinn sig til og valdi 10 bestu eða starfsömustu þingmenn- ina. Fyrir valinu urðu Friðrik Soph- usson, Halldór Ás- grímsson, Jó- hanna Sigurðar- dóttir, Kjartan Jó- hannsson, Guð- mundur G. Þórar- insson, Helgi Seljan, Magnús Magnússon, Pétur Sigurðsson, Lárus Jónsson og Matthías Bjarnason. Á síðasta þingi voru fimm þessara manna hættir þing- störfum og nú bætast við Guðmund- ur G. og Matthías Bjarnason. Eftir standa þau Friðrik, Halldór og Jó- hanna, sem öll eiga það sameigin- legt að vera varaformenn sinna flokka. . . H ■ ■ elgarpósturinn valdi einnig 10 verstu þingmennina fyrir nær ná- kvæmlega tíu árum. Fyrir valinu urðu Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Karlsson, Ingólfur Guðnason, Jó- hann Einvarðs- son, Jósef H. Þor- geirsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Skúli Alexanders- son, Steinþór Gestsson, Stefán Jónsson og Þórarinn Sigurjóns- son. Á síðasta þingi voru aðeins eft- ir þeir Jóhann, Ólafur og Skúli. Nú liggur fyrir að Skúli hættir, en Ólaf- ur er talinn öruggur áfram. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.