Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 13 25 MILLJONIRI BIÐLAUN TIL ÞINGMANNA OG RÁÐHERRA EFTIR KOSNINGAR í VOR Allt stefnir í dýrustu kosningar ísögu lýðveldisins Kosningarnar í vor og hugsanleg stjórnarskipti í kjölfar þeirra munu kosta ríkissjóð um 20 til 25 milljónir sem renna í biðlaun til þingmanna sem falla af þingi og ráð- herra sem missa stólana. Búast má við að um 25 þingmenn annað hvort hætti þingmennsku eða falli af þingi í vor. Sjaldan hefur annar eins her manna farið á biðlaun hjá alþingi og ríki. Kosn- ingarnar í vor gætu því orðið dýrustu kosningar í sögu lýðveldisins. Samkvæmt lögum eiga bæði þingmenn og ráðherrar rétt á bið- Íaunum ef þeir missa sæti sín á þingi eða í ríkisstjórn. Þingmaður sem hefur setið eitt ár á þingi fær þannig þriggja mánaða laun og sá sem setið hefur tíu ár eða lengur fær sex mán- aða laun. Þeir ráðherrar sem hafa gegnt embætti í tvö ár eða lengur fá síðan 70 prósent af ráðherralaunum í sex mánuði eftir að þeir missa stól- inn. Þannig eru reglurnar. MISJAFNT HVAÐ HVER FÆR í reynd þýðir þetta að þingmaður sem hefur setið í eitt ár á þingi fær 512 þúsund krónur þegar hann dett- ur af þingi. Sá sem hefur verið á þingi í tíu ár eða meir fær helmingi meira eða 1 milljón og 24 þúsund krónur. Þetta á bæði við um þá sem falla af þingi og eins þá sem hætta af sjálfsdáðum. Ráðherra sem missir stólinn sinn fær 466 þúsund í sárabætur. Ef þetta er forsætisráðherra fær hann meira eða 835 þúsund krónur. Ef ráðherra missir bæði þingsæti og ráðherrastól fær hann 978 þús- und krónur ef hann hefur verið í eitt ár á þingi. Ef hann hefur verið leng- ur en tíu ár fær hann 1 milljón og 490 þúsund krónur í sárabætur. EIN MILLJÓN FYRIR AÐ DETTA AF ÞINGI Það er alveg ljóst að af þeim þing- mönnum sem fóru heim um daginn munu ellefu ekki koma aftur eftir kosningar. Þetta eru þingmenn sem eru hættir þingmennsku og eru svo aftarlega á listum sinna flokka að engin hætta er á að þeir detti inn á þing. Þetta fólk fær hins vegar biðlaun engu að síður. Samtals mun alþingi greiða þessu fólki um 10,2 milljónir eftir kosningar. Þeir þingmenn sem hafa verið í tíu ár eða meira á þingi fá, eins og áður sagði, 1 milljón og 24 þúsund krónur. Þetta eru þau Geir Gunnars- son, Matthías Á. Mathiesen, Friðjón Þórðarson, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Ragnhildur Helgadóttir, Karvel Pálmason, Skúli Alexanders- son, Alexander Stefánsson og Guð- mundur G. Þórarinsson. Tveir þeirra þingmanna sem gefa ekki kost á sér eða eru í vonlausum sætum hafa verið skemur en tíu ár á þingi, þau Þórhildur Þorleifsdóttir og Hreggviður Jónasson. Þau fá sitt- hvor 512 þúsundin. 2,6 MILLJÓNIR í BIÐLAUN TIL BORGARAFLOKKSINS Miðað við niðurstöður skoðana- kannana á undanförnum mánuðum er ljóst að Borgaraflokkurinn á enga möguleika á þingsæti. Hann hefur til dæmis ekki mælst í skoðana- könnunum DV síðan í ágúst í fyrra og var þá með 0,3 prósent. Hann hefur ekki fengið nægilegt fylgi í könnunum blaðsins til að koma manni að síðan í mars 1988. Það er því hægt að ganga út frá því að þing- menn flokksins falli allir af þingi. Þau Júlíus Sólnes, Óli Þ. Guð- bjartsson, Guðmundur Ágústsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Ás- geir Hannes Eiríksson munu því fá 512 þúsund hvert í biðlaun í vor. Samanlagt eru það um 2,6 milljónir. En Óli Þ. og Júlíus missa jafnframt ráðherrastólana og fá aukalega bæt- ur fyrir það eða 466 þúsund hvor. Samtals fær því hvor þeirra um sig 978 þúsund krónur frá alþingi og ríkinu. STEFÁN VALGEIRSSON FÆR RÚMA MILLJÓN Stefán Valgeirsson getur ekki tal- ist líklegur til þess að komast aftur á þing ef marka má skoðanakannanir. Það er hins vegar ekki ástæða til að afskrifa hann alveg þar sem hann býður fram í einu kjördæmi og fylgi sem myndi nægja honum inn á þing þar vill drukkna í heildarniðurstöð- um skoðanakannana. En ef hann fellur fær hann 1 milljón og 23 þús- und eins og þeir þingmenn sem hafa verið lengur en tíu ár á þingi. 20 MILLJÓNIR í SÁRABÆTUR TIL ÞINGMANNA Ef niðurstöður kosninganna yrðu í takt við skoðankannanir að undan- förnu munu fleiri missa þingsæti sín en Borgaraflokkurinn og þeir sem hafa dregið sig í hlé. Samkvæmt nið- urstöðum síðustu könnunar DV missir Alþýðuflokkurinn þrjá þing- menn, Alþýðubandalagið þrjá og Kvennalistinn tvo. í þessu sambandi er þó rétt að geta þess að í könnuninni var þriðj- ungur þeirra sem spurðir voru enn óákveðnir og reynslan sýnir að sá hópur skiptist ekki alltaf á milli flokkanna á sama hátt og hinir sem hafa gert upp hug sinn. En ef gengið er út frá niðurstöðu könnunar DV má gera ráð fyrir að átta þingmenn til viðbótar missi þingsæti sín. Samtals falla því eða hætta 25 þingmenn eftir kosning- arnar. Það getur kostað um 20 millj- ónir. NÍU ÞINGMENN SEM FALLA AF ÞINGI Af stráksskap sínum lék PRESSAN sér að því að finna út hverjir dyttu út af þingi miðað við skoðanakönnun DV. Það var gert með því að skipta fylginu á milli flokkanna samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar í Reykjavík og Reykjanesi. Afgangin- um, landsbyggðarfylgi hvers flokks, var síðan skipt á milli kjördæmanna í takt við hvernig fylgi hvers flokks dreifðist á milli kjördæma í síðustu kosningum. Niðurstaðan varð sú að níu þing- menn misstu sæti sín. Tveir hafa ver- ið meira en tíu ár á þingi og fá því hvor um sig 1 milljón og 24 þúsund krónur í sinn hlut, þau Árni Gunn- arsson og Guðrún Helgadóttir. Árni kemst ekki inn á Suðurlandi en arf- taki hans fyrir norðan, Sigbjörn Gunnarsson, kemst inn. Sjö þingmenn sem hafa verið skemur en tíu ár falla út; Guðrún Halldórsdóttir, Jóhann Einvarðsson (Framsókn tapar manni í Reykjanesi og vinnur mann í Reykjavík, Guð hjálpi Guðmundi G) Jón Sæmundur Sigurjónsson, Kristinn Pétursson, Margrét Frímannsdóttir, Málmfríður Sigurðardóttir og Rannveig Guð- mundsdóttir. Hvert um sig fær 512 þúsund krónur í biðlaun. Það þarf ekki að taka fram að þetta er leikur og viðkomandi þing- menn ættu ekki að rjúka til að leita sér að vinnu. STJÓRNARSKIPTI UPP Á 4 MILLJÓNIR Enn er ekki öll sagan sögð. Stjórn- armyndun eftir kosningar getur líka kostað sitt. Vjð erum þegar búin að greiða þeim Óla Þ. og Júlíusi biðlaun vegna missis stólanna. En fleiri gætu misst stólinn sinn. í dag er oftast talað um viðreisn sem líklegan möguleika eftir kosn- ingar, það er samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Við það mundu þrír ráðherrar Framsóknar og þrír ráðherrar Alþýðuflokksins missa stólana. Venjulegir ráðherrar fengju þá 466 þúsund krónur í sinn hlut en forsætisráðherrann, Stein- grímur Hermannsson, fengi 835 þúsund krónur. Samtals mundu stjórnarskiptin kosta rétt rúmar 4 milljónir. Af þessu má sjá að það getur verið dýrt spaug fyrir almenning að skipta um skoðanir í stjórnmálum. Því á meðan allt þetta fólk þiggur biðlaun þarf almenningur jafnframt að greiða arftökum þeirra full laun. Gunnar Smári Egilsson FERMINGARTILBOD TIL 15. APRIL . . visa- O! E"™ ni. .w*'*"”'"'5""'"' BOEN - PARKETT Norskci gœócipcirketifX sem ullir fcigmenn þekkja. N o k k u r d æ m i : Fulit verð Tilboðsverð stgr. afsláttur Askur Eik rustik Merbau Beyki Eik natur-B 4.279.- pr.m 2 3.775.- pr.m^ 4.490.- pr.m^ 4.115.- pr.m^ 3.286.- pr.m^ 3.765.- pr.m2 3.322.- pr.m2 3.950.- pr.m2 3.621.- pr.m2 2.890.- pr.m2 514.- pr.m2 453.- pr.m2 540- pr.m2 494- pr.m2 396, pr.m2 Þú getur sparað tugi þúsunda ef þú grípur tækifæríð! Nýr glæsilegur litmyndabæklingur með íslenskum texta. Póstsendum mynda- og verðlista ef óskað er. Sölumenn okkar veita fúslega allar upplýsingar um BOEN - PARKETT. TEPPABUÐN GÓLfEFNAMARKAÐUR SUÐURLAND96RAUT 26 S - 9T ‘68T950 i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.