Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 26

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 26
Tannlæknir i Árbæ SETTI FYLLINGAR OG BRÚ í GERVITANNGARÐ OG SENDI TRYGGINGA- STOFNUN REIKNING — sýnir að við þurfum að láta við- skiptavininn kvitta fyrir tannviðgerð- um, segir Guðmundur Bjarnason Halldór Friðriksson tannlæknir með gervi- tanngarðinn. I framtíðinni þarf hann að láta tanngarðinn kvitta fyrir viðgerðunum. Mikil stemmning á Suðureyri VIÐ VERÐUM TILBÚIN ÞEGAR JARÐGÖNGIN — segja íbúarnir sem hafa hug á að búa í Kópavogi frekar en í Reykjavík. Það er svo mikil tilhlökkun í börn- unum að komast héðan að við urðum að láta það eftir þeim að pakka niður i töskur, segja hjónin Úlfar og Fjóla. Sautján ára drengur blekktur í bílaviðskiptum KEYPTI MÓDEL AF SPORTBÍL Á VERÐI ALVÖRU BÍLS — hann vildi Porsche og fékk Porsche. Það var aldr- ei rætt neitt um stærðina, segir seljandinn. Hallgrimur Baldursson var búinn að spara fyrir Porsche frá tólf ára aldri. Þetta fékk hann fyrir peningana. 11. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 28. MARS 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR er orðin æði þreytt á eggj- unum, segir Gyða Júlíusdóttir húsmóðir. PÁSKAEGGIN HLAÐAST UPP Á REYKVÍSKUM HEIMILUM Reykjavík, 27. mars „Þetta er orðið óþolandi. Það er ekki orðið hægt að kaupa sér mjólkurpott án þess að sitja uppi með nokkur páskaegg. Ég fékk fimm egg í dag og á orðið eitthvað um fjörutíu egg heima,“ sagði Gyða Júlíus- dóttir húsmóðir í samtali við GULU PRESSUNA en hún er orðin þreytt á verð- stríði matvöruverslana í Reykjavík eins og svo margir aðrir Reykvíking- ar. Matvöruverslanir kepptust við að bjóða sem ódýrust egg, allt þar til að þau voru orðin ódýrari í búðunum en hjá heildsölum. í upphafi þessarar viku voru eggin síð- an gefin hverjum þeim sem kom í búðirnar. Sumar versl- anir hafa gripið til þess ráðs að gefa hverjum viðskipta- vini fleiri en eitt egg. „Ég get ómögulega skilið af hverju þeir geta ekki látið okkur fá eitthvað annað en páskaegg. Persónulega mundi ég vilja fá kartöflur, gólfhreinsi eða niðursuðu- vörur, allt frekar en helvítis eggin," sagði Gyða Júlíusdótt- ir. Parid sem giftist fyrir misskilning Unnustinn vill láta ógilda giftinguna — ég er sátt við mitt, segir unnustan Reykjovík, 26. mars „Það er alveg sama hvernig litið er á þetta mál. Það er augljóst að Gerður ætlaði að giftast mér. Ég get látið prestinn vitna um það, foreldra mína, bakar- ann sem bakaði brúðar- tertuna og marga fleiri. Mér finnst því helvíti hart ef þau ætla að fara að hengja sig í þessi mistök sem urðu við útskriftina á giftingarvottorðinu," sagði Hjötur Rúnarsson í samtali við GULU PRESS- UNA en eins og blaðið hef- ur skýrt frá urðu þau mis- tök þegar hann ætlaði að giftast Gerði Valdimars- dóttur að kennitala al- naf na Hjartar var skrif uð á giftingarvottorðið. Gerður býr nú með alnafna Hjart- ar og segist sátt við sitt. Gerður Valdimarsdóttir og Hjörtur Rúnarsson, alnafni þess sem hún ætlaði að giftast, halda giftingarvottorðinu á milli sín. Hjörtur Rúnarsson vill endur- heimta konu sína með mál- sókn. „Hjörtur verður bara að horfast í augu við staðreynd- ir,“ segir Gerður. „Ég ákvað að heilsa upp á þennan mann sem ég var gift samkvæmt vottorðinu. Og það var ekki að sökum að spyrja. Ég féll fyrir honum á staðnum. Ég get ekki annað en beðið gamla Hjört og fjölskyldu hans afsökunar. Og um leið vil ég þakka þeim fyrir gjaf- irnar.“ Hjörtur Rúnarsson sagðist í samtali við GULU PRESS- UNA vera að íhuga málssókn á hendur parinu. „Það er nauðsynlegt að það fáist botn í þetta mál. Annars verða menn að skíra sig upp áður en þeir giftast. Eina öryggið er að heita Hlynur Sveinbjörn Tryggvi Kári Páll Sívertsen eða eitt- hvað svoleiðis. Annars er aldrei að vita hvar konan manns lendir," sagði Hjörtur. ÖLAFUR TEKUR ÞESSU ALLTOF PERSONULEGA — segja lœknar um morðhótanir sínar Reykjavík, 26. mars_______ „Eg held að Olafur Ragnar hafi tekið þetta allt of persónulega. Það stóð aldrei til að við ætl- uðum að drepa hann eða neinn sem honum tengd- ist,“ sagði Kári Pálsson, formaður kjaranefndar sjúkrahússlækna, í sam- tali við GULU PRESSUNA en Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra hefur látið svo um mælt að læknar hafi hótað að hætta lækningum og stofna þar með lífi fólks í hættu ef laun þeirra yrðu jekki hækkuð. „Égjskil ekki ráðherrann. Hann er ekki á spítala þannig að við höfum ekk- ert með hann að gera. Ég held að deiiurnar í Alþýðu- bandalaginu hafi bara farið svona illa með hann. Ætli það sé ekki líklegra að ein- hverjir aðrir en við læknar viljum hann feigan," sagði Kári. Kári sagði hins vegar al- veg ljóst að ef læknar leggðu niður vinnu gæti einhver dáið. Höfum aldrei ætlað að drepa ráðherrann, segir Kári Pálsson, formaður samn- inganefndar sjúkrahúss- lækna. „Til þess eru læknar ráðnir til vinnu, það getur einhver lifað. Það er því ljóst að ef þeir eru ekki til staðar getur einhver dáið,“ sagði hann. ZETAN TEKIN UPP AÐ NÝJU Reykjovfk, 15. mars „Auðvitað er ég gladur í hjarta mínu,“ sagði Sverr- ir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans og fyrrverandi alþingismað- ur, í tilefni af því að zetan verður aftur tekin upp í ís- lenska stafrófinu. Sverrir var á sínum tíma helsti andmælandi þess að zetan var aflögð. Astæðan fyrir því að zetan er nú tekin upp að nýju er sú að vegna fjölda framboðslista til þingkosninga í vor hefur ís- lenska stafrófið sprungið. „Það kom til tals að taka zetuna upp tímabundið," sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra. „En þar sem það virðist vera þró- unin að æ fleiri vilja bjóða sig fram, þá ákváðum við að taka hana upp fyrir fullt og allt.“ Aðspurður sagðist Svavar efast um að nokkur kynni að skrifa zetuna lengur. „Ætli við látum ekki eitt- hvert aulaframboðið fá hana svo það ætti ekki að koma að sök.“ Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.