Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 27.03.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 27. MARS 1991 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn. skrifstofur og aug- iýsingar: Hverfisgötu 8-10, sínii 62 13 13. Faxnúmer: Ö2 7(1 19. Eftir lokun skipti- borðs: Ritstjórn 62 13 91. dreif- ing 62 13 95, tæknideild 62 00 55. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verð i lausasöiu 170 kr. eintakið. Velferðarkerfi heilbrigðis- stéttanna í PRESSUNNl í dag er tekið sam- an það sem blaðið hefur skrifað um fjármál heilbrigðiskerfisins á liðnum mánuðum. Sú samantekt leiðir í ljós að þessi hornsteinn verlferðarkerfisins er gjöful matar- kista þeim sem kjósa að nota hana til að maka krókinn. Á mörgum umliðnum áratugum hefur íslenska þjóðin lagt mikið á sig til að byggja upp heilbrigðis- þjónustu fyrir alla. Tæknilegir og faglegir þættir heilbrigðisþjónust- unnar hafa ráðið ferðinni í þessari uppbyggingu. Nú stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir því að fjármálahlið heilbrigðisþjónustunnar er mein- gölluð. Innra eftirlit virðist í mol- um og einstaka menn og stéttir virðast geta sótt nær ótakmarkað fé í sjóði heilbrigðiskerfisins. Á næstu árum verður það aðal- verkefni heilbrigðisyfirvalda að girða fyrir þetta. Ef almenningur á að geta notið bestu heilbrigðis- þjónustu sem völ er á þarf að nýta vel þá fjármuni sem hann leggur til hennar. Þó hlutverk heilbrigðisþjónust- unnar sé göfugt þá er það af þess- um heimi. Það fé sem rennur til hennar er strit og erfiði almenn- ings. Það á því að fara vel með það. Einstaka menn eiga ekki að fá að skammta sér af því eftir þörfum. Ólafur Loksins þorði stjórnmála- maður að segja sannleikann um læknastéttina. Og gerði það með því tungutaki seni á við. Ólafur Ragnar Grímsson harmaði það á laugardaginn í sjónvarpinu að íslensk læknastétt sknli ekki stunda vinnu sína sem þjónustu við sjúka heldur sem verktaka- bissness. Og raka þannig saman fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Svo lét hann það fjúka að læknar beiti blátt áfram beinum og FJÖLMIDLAR Bílasalar, list og bladamennska Þar sem ég hef gaman af því að búa til kenningar ætla ég að setja fram enn eina. Hún er svona: Það verður ekki fjölþjóðleg lágkúra á ensku sem gengur að íslenskri menningu dauðri heldur sjálfsfróun íslenskra menningarvita sjálfra. I sögu- bókum framtíðarinnar verð- ur mynd af Arthúri Björgvini Bollasyni á þeirri blaðsíðu sem segir frá dauða íslenskr- ar menningar. Eg held að þeir sem unna íslenskri menningu ættu að fara að spyrja sig hvort þeir mundu kaupa notaðan bíl af Arthúri Björgvini Bollasyni og öðrum ámóta sem fjalla um fjöreggið á opinberum vettvangi. Ef það er ekki til- búið til þess þá getur það ekki búist við að venjulegt fólk laðist að menningu og listum eftir leiðsögn Arthúranna. Það treystir ekki sölumönn- um sem eru alltaf að selja besta grip í heimi. Arthúrarnir eru eins og all- ir vondu landbúnaðarráð- herrarnir sem við höfum haft. Þeir eru þjónar fram- leiðendanna og gefa skít í einhvern trúnað gagnvart neytendum. Þá munar ekkert um að hampa einhverju með- almennsku-jukkinu framan í almenning. í gamla daga var það kallað mellu-blaðamennska þegar menn voru að skrifa upp við- töl við þá sem auglýstu í blöð- unum. Sá ósiður er blessunar- lega að leggjast af. Það ætti því'fáð vera kominn tími til að blaðamenn sem fjalla um list- ir og menningu hætti líka að selja sig svona ódýrt. Gunnar Smári Egilsson Varist eftirlfikingar JÓN BALDVIN , HANNIBALSSON UM FRIÐRIK OG HATTINN Óttí Vttí <M&ÓttU*UZ „Fyrr sýni ég úti á víðavangi en að leita þangað (á Kjarvalsstaði) aftur.“ Sverrlr Ólafsson myndhöggvari, eftir að Gunnar Kvaran forstöðumaöur hafnaöi sýningu hans þar sem of mikiö væri af skúlptúrsýningum. Ég keypti þennan hatt þrátt ffyrir ad Jón Baldvin gengi med hatt STEFNUMOT I STÓRMARKAÐI „f stórmörkuðum er oft hægt að rækta félagslega þáttinn, ósjaldan rekast menn á kunn- ingja og halla sér þá fram á körfuna meðan rætt er um daginn og veginn, en slíkt væri miður gott í Bónus því þar yrðu menn bara fyrir hver öðrum.“ Krlstfn Marja Baldursdóttlr, blaöamaður á Mogganum. Að kyssa höndina sem hirfir mann „Mér finnst hins vegar vanta í þá umræðu að styrkur Morgun- blaðsins felst að sjálfsögðu í því að birta slíka gagnrýni á ritstjóra sína og ekkert er sjálfsagðara og eðlilegra, en þeir svari fyrir sig. Þess vegna ber biaðið höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla.“ Ingvl Hrafn Jónsson eftir að ritstjórar Moggans hnýttu athugasemdum sinum aftan viö grein hans um undarlega þðgn blaösins fyrir formannsslaginn i Sjálf- stæöisflokknum. Ragnar og læknarnir óbeinum hótunum til að fá vilja sínum framgengt viö stjórnmálamenn. — Ef þið ekki komiö með peningana og ekkert múður þá er dauði sjúklinganna á ykkar ábyrgð. Þetta eru djörf ummæli. Samt eru þau dagsönn. En menn hafa ekki haft hátt um þetta af ótta við að verða út- hrópaðir af jafnvoldugum hópi og læknum. Enda eru þeir alveg æfir út í Ólaf Ragn- ar. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur krafist þess að hann taki ummæli sín aftur. Högni Óskarsson sakar hann um ..siðleysi". Þetta sé bragð til að afla sér atkvæða með því að gera lækna að blórabögglum. Þannig reynir Högni að sníkja saniúð með læknum með því að draga löngu tímabæra gagnrýni á framferði þeirra niður á bill- egt flokkspólitískt kosninga- plan. Hann veit að ráðherr- ann er umdeildur og illa séð- ur af sumum. Viðbrögð Högna eru bæöi lummuleg og læknisleg. Læknar hafa þagað í hel gagnrýni allra þeirra sem þeim stafar engin hætta af. En þeir eru greini- lega skíthræddir við ráðherr- ann sem vissulega hefur vald til að jijarma að þeim. En hugrekki Ólafs Ragnars, sem veit að hann mun fá fyrir ferðina frá læknum og jafnvel pólitískum andstæðingum, er hreint frábært og ætti að verða öðrum til fyrirmyndar. Forstjóri ríkisspítalanna og formaður tryggingaráðs vísa í Þjóðviljanum 22. mars til kjarasamninga lækna um það hve kerfið sé opið fyrir reikninga sérfræðinga til tryggingastofnunar. Sérfræð- ingar hafa veriö ansi klókir að „gæta hagsmuná' sinna. Og vill forstjórinn nú hækka kaup þeirra á sjúkrahúsunum og setja á þá stimpilklukkur, en lækka á móti stofupraksís- inn. En ætli þeim yrði skota- skuld úr því að finna ráð til aö hefja stofuvinnuna upp í fyrri sess og hundsa svo klukkurn- ar eins og þeir á Landspítal- anum. Hér er ekki við venju- lega menn að eiga. Læknar eru því svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi er þeir saka aðra um „siðleysi". Nú eiga menn að grípa tækifærið og taka fyrir slíkt sníkjulíf á samfélaginu. Láta KONUR Sósíalisti eftir hrun Það stappar sjálfsagt næst guðlasti að fjalla um eina kvennalistakonu í dálki sem þessum. Eins og kunnugt er hafna þær því að vera per- sónur og viija láta líta á sig sem endurgerðir sömu myndar. Anna Ólafsdóttir Björnsson er engin undantekning frá þessu. Hennar ræður í þing- inu eru ósköp líkar ræðum hinna. Það er hélst að hún sé enn líkari hinum. Og eins og þær hugsar hún mikið um óréttíætið í heimin- um. Henni finnst að kjör fólks eigi að vera jafnari, ofbeldið og sóunin minni og að allir eigi að fá að njóta sín. Og eins og aðrar kvenna- listakonur hefur hún ofurtrú á ríkinu. Þar sem henni finnst hart mæta hörðu. Einhvern veginn verður aö hemja þetta fágaða ofríki. Það er ekki nóg með að læknar séu snjallir í kjarasamningum heldur blekktu þeir einnig Alþingi til að setja lög sem landlæknir fullyrðir að brjóti mannrétt- indi á sjúklingum. Slík yfirlýs- ing manns í hans stöðu ætti ein sér að vera alvariegt til- efni lækna til að ræða hana. Kveða hana niður sem skað- vænlega firru ef hún er það, en verja rétt sjúklinganna með oddi og egg, ef hún er það ekki. Enginn læknir, hvað þá læknafélögin, hafa þó sagt aukatekið orð opinberlega um þessi lög. Það var enginn fundur í Læknafélagi Reykja- víkur. Engar harðorðar sam- þykktir. Af því getur fólk dregið ályktanir um áhuga ís- lenskra lækna á velferð og rétti sjúklinga sinna. Siguröur Þór Guðjónsson kjarasamningar launþega og atvinnurekenda ekki réttlátir vill hún að ríkið ákvarði laun. Hún er ekki sátt við atvinnu- lífið eins og það er og vill því að ríkið grípi inn í og stofni eða styrki annars konar fyrir- tæki en fyrir eru. Hún vill líka að ríkið slétti allan mun sem er á aðstæðum fólks. Það er í rauninni bara sætt að enn skuli vera til svona fólk á þessum síðustu og verstu tímum þegar allir keppast við að afneita ríkis- forsjá og hverju því sem kynni að minna á kommún- istagrýluna. En Anna og hinar kvenna- listakonurnar geta það þar sem þeirra hugmyndafræði er allt önnur en sósíalistanna. Hjá þeim eru konur og börn öreigarnir en ekki verka- mennirnir eins og hjá sósíal- istunum. Hjá Kvennalistan- um eiga verkamennirnir að borga skattinn sinn. En samt er margt svo und- urlíkt með Önnu og gömlu sósíalistunum sem trúðu að hægt væri að beita ríkinu fyr- ir vagninn. Eins og gömlu sósíalistarnir vilja kvenna- listakonur ekki bara að ríkið jafni þykktina á launaum- slögunum. Þær vilja líka fá að labba inn á myndlistarsýning- ar á undan sauðsvörtum al- múganum til að úrskurða hvaða verk séu dónaleg og hvaða ekki. Karlamenningin er nefnilega svo lúmsk að það verður að hafa varann á. En þrátt fyrir hversu vænt Önnu og hinum kvennalista- konunum þykir um lítilmagn- ann virðast þær vera á útleið af þingi. Það er eins og þjóðin vilji láta pína sig. Hún virðist frekar vilja óréttlætið en Önnu. ÁS Framliald i næsta blaði

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.