Pressan - 04.07.1991, Page 2

Pressan - 04.07.1991, Page 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚLÍ1991 Sú nýbreytni hefur veriö á tískusýningum á is- lenskum skemmtistöö- um að boöiö er upp á tísku komandi árstíöar, ekki sýningu á þeim föt- um sem til eru í verslun- um. Þetta var gert á Strikinu í byrjun síöasta mánaðar þegar Michiko Koshino kom til lands- ins, en á morgun verða þaö föt frá SKAPARANUM á Hótel Borg. Jóka í Skaparanum sagði viö PRESSUNA aö hún ætti von á SÖNDRU HARSMEN til landsins, en hún hannar fötin fyrir Ateli- ers Humanoid, sem Skaparinn hefur selt frá upphafi. í farteskinu hef- ur Sandra vetrarlínuna frá merkinu, sem sýnd veröur á Borginni. í VÍKURFRÉTTUM mátti fyrir síðustu helgi sjá auglýsingu frá VITANUM, þar sem sagt var að stúlkur sem mættu á baðfötum fengju ókeyp- is inn. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum mun engin stúlka af Suðurnesjunum hafa nýtt sér þetta sérkenni- lega tilboö enda engin ástæöa til, þar sem þaö er ókeypis inn fyrir alla á Vitann og tilboðið ein- ungis sett fremst i aug- lýsinguna til að ná at- hygli lesenda. Sniöugir menn Suöurnesjamenn. Ertu ekki hlynntur Evr- ópubandalaginu, ÓIi? „Eg er algjörlega ó móti þessu, ad stórauövaldid í Evrópu sé ad skrída sam- an.“ Sigmundur Guðbjarnason rektor likti Evrópubandalaginu við mið- stýringu Austur-Evrópu iræðu sinni á hátíð Háskólans sl. laugardag. Óli kommi hefur verið hlynntur þeirri pólitik. Bjarki Pétursson er nýr lids- maður hjá KR-liðinu í sumar. Hann er ofan afSkaga og litli bróðir Skagamannsins þekkta Péturs Péturssonar, sem nú spilar med KR. Bjarki fluttií bœinn um áramótin og gekk um leið í KR, en hann segir það lengi hafa verið draum hjá sér að spila með bróður sínum. Hann neitar því ekki að þeir séu oft bornir saman og kannast við að hafa heyrt sagt að hann skori ekki nógu mikið af mörkum. Aö minnsta kosti ekki miðað við bróðursinn. „En viðerum ólíkir leikmenn og maður reynirað hlusta bara ekkert á það sem verið er að segja,“segir Bjarki og lœtur samanburðinn ekki á sig fá. „Eg reyni líka að lœra af honum og hann gefur mér góð ráð.' Það þarf ekki að taka þaöfram að Pétur Pétursson er uppáhaldsleikmaður Bjarka Péturssonar. Fótboltinn er helsta áhuga- mál Bjarka, enda gefst ekki mikill tími til annars. Hann vinnur á lager hjá Ólafi Þor- steinssyni, þar sem margir KR-ingar hafa komið við, og frítíminn fer mestallur í æf- lingar og leiki. Þegar tími gefst reynir hann þó að sinna öðru áhugamáli sínu, tónlist- inni. En á því sviði lætur hann sér nægja að hlusta. Parið var fengið til að halda til í glugganum brot úr degi síðasta föstudag, til að vekja athygli vegfarenda á ferð til Ibiza með Dóru Einars sem fararstjóra. Inni sat síðan Dóra og útlistaði ferðina nán- ar fyrir áhugásömum, en hún fór utan með hópnum á þriðjudaginn. Ekki veit PRESSAN betur en þátttaka hafi verið góð. Enda ætti eng- um að þurfa að leiðast með Dóru. A Lœkjartorgi, svolítinn spöl frá lopapeysusölukon- unum í Austurstrœti, er sölu- borð þar sem gefur að líta boli, sokkabuxur og slœður með allskyns fígúrum og munstrum í öllum litum. Bakvið borðið stendur Sigga, en það er hún sem málar á bolina. Þegar PRESSAN hitti \hana voru tvœr vikur liðnar síðan hún byrjaði að selja á torginu og var reynslan sú að fólk vœri ekki alltof móttœki- legt fyrir því sem hún býður upp á. „Fólki finnst það geta fengið sömu hluti annarstað- ar fyrir 500-kall,“ segir Sigga, sem málar eins á tvo boli. Henni finnst vanta meira af söluborðum í miðbœinn í sama dúr, og að minna mœtti vera af lopapeysusöluborð- um. Sigga kom heim frá námi fyrir einu og hálfi ári, en hún lærði kvikmyndagerð í Bost- on. Meðan á náminu stóð hafði hún lifibrauð sitt af því að selja boli og sokka á göt- um og strætum og sagði það hafa gengið mjög vel. „Ég gat jafnvel málað úti og fólk var miklu opnara fyrir þessu þar. Yngra fólkið er þó mun mót- tækilegra hér en það eldra, og hefur meiri skilning á því sem maður er að gera.“ Sigga hefur ekkert fengist við kvik- myndagerð síðan hún kom heim. En hún málar. Ekki bara á boli heldur líka mál- verk. „Ég hef líka málað hús. Til dæmis á Laugaveginum, þar sem sjoppan Vikivaki var." Að ógleymdu því að hún hann- aði barinn N1 á Klapparstígn- um ásamt Ingu Friðjóns og Ómari Stefáns. N1 hefur reyndar ekki verið opinn í marga mánuði. En það er önnur saga og hefur ekkert með Siggu að gera. A X • Dóra Einars stjórnar stuðinu á Spáni Þetta par, sem iítur út eins og það sé að spóka sig á suð- rænni sólarströnd, var það hreint ekki, heldur voru þau stödd úti í glugga á Verslun- inni Sautján á Laugavegin- um, þegar hann Spessi ljós- myndari kom auga á þau. LÍTILRÆÐI af lyftuferd Ég fór í Perluna á Öskju- hlíð um daginn. Þetta var nokkrum dögum eftir opnunina og naglaförin voru enn á lyftudyrunum eftir gestina sem tóku sér far með lyftunni á opnunardag- iun. Flestir sem komu um leið og ég í Perluna kusu að nota stigana í staðinn fyrir lyft- una og sögðu: — Það er betra að skoða húsið svoleiðis. Auðvitað þora fæstir að fara í lyftunni afþví það er svo skelfileg lífsreynsla að lokast inní lyftu sem ekki er með loftræstingu eða neyð- arbjöllu. Afturámóti hef ég alveg frá því ég var krakki verið í því dægrin löng að reyna að sýna mig og sanna fyrir um- hverfinu og þessvegna fór ég í lyftunni, svona einsog tilþess að storka manninum með ljáinn rétt einusinni. Og þegar lyftudyrnar lok- uðust fór ég að hugleiða hvað hún er rík í mannlegu eðli, þörfin fyrir að ieika sér að dauðanum. Mér finnst Perlan alveg frábær vegna þess að ég hef orðið þess áskynja að hún veitir svo mörgum af mínum elskuðu meðbræðrum og -systrum svo ómælda gleði og lífsfyllingu. Alla tíð hefur það verið landsmönnum, og þá sér- staklega reykvíkingum, þyrnir í augum að Öskjuhlíð- in er lægra fjall en hæsta fjall Danmerkur, Himmelbjærg- et, en með tilkomu Perlunn- ar er Öskjuhlíðin búin að ná forystunni. Perlan er sannkölluð guðs- gjöf fyrir alla þá fjölmörgu sem gaman hafa af perlum yfirleitt. Þetta undur íslenskrar byggingarlistar kemur öllu því góða fólki í svo undur gott skap. Og gott skap gerir fólk nú einusinni að betri manneskj- um. Ég er tildæríiis sannfærð- ur um að maður, sem búinn væri að taka sér klaufhamar í hönd til að berja eiginkonu sína í höfuðið með honum, mundi hugsa sig um tvisvar áður en hann léti til skarar skríða, ef hann liti útum gluggann og sæi Perluna blasa við uppá Öskjuhlíð- inni, og velja sér síðan eitt- hvert annað verkfæri. Hvaðþá ef hann væri kom- inn inní lyftuna inní Perlunni með konunni sinni einsog ég þarna á dögunum. Stæði við dauðans dyr. Það var einmitt þetta sem ég var að hugsa þarna í lyft- unni. Og ég lagði höndina blíð- lega á kollinn á konunni minni og fannst ég vera orð- inn annar og betri maður. Það var eiginlega undar- leg stemmning þarna inní lyftunni á leiðinni uppí sjálft himinhvolf Perlunnar. Svona ekki ósvipað einsog maður gæti gert sér í hugar- lund að hafi verið um borð í Titanic hina örlagariku nótt. Sumir voru með spaug á vör, einsog til að breiða yfir þá ógn og skelfingu sem gagntók farþegana á þessari tvísýnu för uppí himinhvolf- ið. Þá var stemmningin skyndilega þverbrotin af óviðeigandi athugasemd frá einum farþeganna: — Hefði ekki verið nær að setja peninga í að bæta kjör- in hjá barnfóstrum, skúr- ingakonum og fiskverkunar- fólki? En kona með fallegar perl- ur í eyrunum svaraði um hæl: — Hver ætli hefði gaman af því? Svo opnuðust lyftudyrnar af sjálfu sér, án þess ýtt væri á neyðarhnappinn, og dýrð sem snýst í kringum sjálfa sig blasti við. Flosi Olafsson /

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.