Pressan - 04.07.1991, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚU 1991
7
Framkvæmdasjóður íslands
FENGU SKÝRSLU UM
HVERT STEFNDI í
FISKELDINU
Stjórn Framkvæmdasjóðs þegar unnið var að skýrslunni. Frá vinstri Sigurgeir Jónsson,
núverandi forstöðumaður Lánasýslu ríkisins sem nú er rætt um að sameinist
Framkvæmdasjóði, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og stjórnarformaður
Framkvæmdasjóðs, Guðmundur B. Ólafsson forstjóri og Tómas Árnason seðlábankastjóri.
SAMT ÁFRAM AD LÁNA
Stjórn Framkvæmdasjóðs hélt áfram að lána til nýframkvæmda í fískeldi þrátt fyrir margvíslegar upplýsingar
um væntanlegt hrun atvinnugreinarinnar.
Snemma árs 1989 fengu forráðamenn Framkvæmda-
sjóðs íslands í hendurnar rúmlega 60 síðna skýrslu um
fiskeldið á íslandi. Skýrslan var unnin af þremur sérfræð-
ingum um fiskeldi og rekstur þess og innihélt upplýsing-
ar um erfiðleika atvinnugreinarinnar. Er þar meðal ann-
ars bent á að strandeldi geti ekki staðið undir sér og að
samkeppnisstaðan gagnvart Norðmönnum sé nánast
töpuð. Þegar verið var að undirbúa skýrsluna til prentun-
ar var allt í einu ákveðið að greiða höfundum hennar út
og stinga henni í skúffu. Virðist enn þann dag í dag vera
erfitt að fá að sjá skýrsluna. Stjórn Framkvæmdasjóðs
hefur lánað hundruð milljóna króna í nýframkvæmdir í
fiskeldi síðan skýrslan var gerð.
Skýrsluna unnu þeir Friörik Sig-
urösson, þáverandi framkvæmda-
stjóri Samtaka fiskeldis- og hafbeit-
arstöðva, Valdimar Gunnarsson,
sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun,
og Gísli Arason rekstrarráðgjafi.
Einhverjir starfsmanna Fram-
kvæmdasjóðs munu hafa hjálpað til
við samantekt skýrslunnar.
í upphafi mun hafa verið ætlunin
að taka saman ítarlegt yfirlit yfir
fiskeldi hér á landi í handbókar-
formi. Þegar á leið unnust hins veg-
ar upp miklar upplýsingar um
rekstrarstöðu greinarinnar enda
voru allir höfundarnir þrír gjör-
kunnugir henni. Fyrir skömmu
kom skýrsla Benedikts Jóhannes-
sonar hjá Talnakönnun sem virðist
hafa orðið endanleg grafskrift fisk-
eldisins. Var hún unnin fyrir land-
búnaðarráðuneytið. Hefur Benedikt
meðal annars vísað til skýrslu þre-
menninganna þegar hann hefur
rætt um að upplýsingar um stöðu
greinarinnar hafi ekki komist til
skila. Hann sagði meðal annars í
skýrslu sinni: ,,Á vegum Fram-
kvæmdasjóðs íslands voru unnar
allítarlegar skýrslur um arðsemi
hinna ýmsu greina fiskeldis á árun-
um 1987 til 1989. Þærskýrsiur voru
ekki gefnar út.“
Meðal fiskeldissérfræðinga er enn
talað um skýrslu þremenninganna
sem „svarta skýrslu" og telja menn
að margt í henni sé furðu keimlíkt
þeim niðurstöðum sem Benedikt
komst síðar að. Undrast menn að
þessi aðvörunarorð komust ekki til
skila því í skýrslunni kemur glögg-
lega fram hvert stefndi.
Framkvæmdasjóður íslands hefur
lánað 1.750 milljónir króna til fisk-
eldis. Árið 1989, eftir að skýrsla þre-
menninganna var gerð, lánaði sjóð-
urinn 208 milljónir króna til nýrra
framkvæmda í fiskeldi en alls tæp-
lega 300 milljónir það árið. 1990
lánaði Framkvæmdasjóður rúm-
lega 70 milljónir króna í nýfram-
kvæmdir í fiskeldi.
VAR Á LEIÐ í PRENTUN
ÞEGAR HÚN VAR STÖÐVUÐ
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR kom sú ákvörðun að setja
skýrsluna til hliðar þremenningun-
um á óvart. Þeir vissu ekki betur en
unnið væri að henni í fullu sam-
komulagi við forráðamenn Fram-
kvæmdasjóðs. Höfðu þeir meðal
annars átt tvo kvöldverðarfundi
með stjórn og forstjóra sjóðsins. Eft-
ir því sem komist verður næst var
búið að prófarkalesa handrit skýrsl-
unnar og byrjað að vinna hana í
prentun, umbrot hennar m.a. hafið.
Niðurstöður skýrslunnar virðast
hins vegar hafa verið þannig að for-
ráðamenn Framkvæmdasjóðs töldu
ekki heppilegt að birta hana. Var
skýrslan tekin til hliðar og höfund-
um hennar greitt fyrir verkið.
í samtali við PRESSUNA sagði
Guömundur B. Ólafsson, forstjóri
Framkvæmdasjóðs, að skýrslan
hefði aldrei verið kláruð en að öðru
leyti sagðist hann ekki hafa skýring-
ar á því af hverju hún hefði ekki ver-
ið birt.
Þóröur Friöjónsson, formaður
stjórnar Framkvæmdasjóðs, segir
sömuleiðs að skýrslan hafi aldrei
verið kláruð. „Ætli það hafi ekki
verið vegna þess að aðstæður voru
að breytast svo hratt á þessum
tíma," sagði Þórður þegar hann var
spurður um ástæður þess. Aðspurð-
ur þvertók hann fyrir að með þessu
hefði verið reynt að hylma yfir eitt
eða neitt.
FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐUR
STRANDELDIS ALLT OF MIKILL
í skýrslu þremenninganna er bent
á að byrjunarörðugleikar hafi orðið
mun meiri en aðstandendur fiskeld-
is hafi gert ráð fyrir. Einnig er bent
á að við samanburð á strandeldi og
kvíaeldi komi fram að framleiðslu-
kostnaður strandeldis sé mjög hár.
(Þess má geta að sumir fiskeldis-
menn benda á að til sé skýrsla frá
1973 um að kvíaeldi hér við land
gangi ekki vegna erfiðra aðstæðna.
Ekki tókst þó að fá nánari upplýs-
ingar um hana.)
I skýrslunni segja þeir: „Af fram-
ansögðu er ljóst að aðrir rekstrar-
þættir, s.s. fóðurkostnaður, seiða-
kostnaður og launakostnaður, þurfa
að vera mun lægri í strandeldi en í
kvíaeldi ef framleiðslukostnaður á
að vera sambærilegur. Framan-
greindir útreikningar sýna hins veg-
ar að slíkt næst ekki." — Og síðar
segja þeir: „Að mati höfunda er
óvarlegt að gera ráð fyrir öðru en að
framleiðslukostnaður sé verulega
hærri í strandeldi en kvíaeldi þar
sem aðstæður eru góðar. Það veldur
skiljanlega áhyggjum, sérstaklega
þar sem söluverð á laxi er verulega
lægra fyrstu mánuði ársins 1989 en
á sama tíma á árinu 1988, og búist
er við lágu söluverði á árinu 1989 og
1990 vegna mikils framboðs á eldis-
laxi í heiminum. Veruleg verðlækk-
un bitnar fyrst á þeim fyrirtækjum
sem hafa háan framleiðslukostnað."
SAMKEPPNISSTAÐAN
GAGNVART NORÐMÖNNUM
VONLÍTIL
Það er einnig augljóst að skýrslu-
höfundar bera mikinn kvíðboga fyr-
ir samkeppnisstöðunni gagnvart
Norðmönnum. Segja þeir til dæmis
að lágt söluverð, sem sé í augsýn,
muni fyrst bitna á þeim framleið-
endum sem hafa hæstan fram-
leiðslukostnað. Benda þeir á að
framleiðslukostnaður í strandeldi
hér á landi sé mun hærri en í kvía-
eldi í Noregi. Segja þeir að ef sölu-
verð haldist áfram lágt lendi margar
strandeldisstöðvar í erfiðleikum.
Kvíaeldi er nánast afskrifað líka. í
skýrslunni segir: „Góðar aðstæður
til kvíaeldis hérlendis eru vand-
fundnar. Sjaldan fer saman æskilegt
hitastig sjávar og nógu góðir skjól-
staðir fyrir sjókvíar."
Sömuleiðis benda þeir á lítinn
vaxtarhraða fisks í íslenskum fisk-
eldisstöðvum. Þeir benda á ótíma-
bæran kynþroska íslenska laxins
sem sé mun verri að því leyti en sá
norski.
— Og um markaðsmálin segja
þeir: „Einnig vegur það þungt í
þessum samanburði, að mun meiri
reynsla og þekking er á mörgum
sviðum í norsku eldi en íslensku
eldi. Sem dæmi má benda á að
skipulag sölu- og markaðsmála er í
fastari skorðum hjá Norðmönnum,
en íslendingar eiga mikið starf eftir
óunnið á þeim vettvangi."
— Einnig benda þremenningarnir
á ófullkomleika íslenska afurða-
lánakerfisins og þá erfiðleika sem
verðbólgan valdi greininni.
En kannski eru merkustu viðvör-
unarorð höfunda þar sem þeir
segja: „Heildarniðurstaða höfunda
um samkeppnisstöðu íslensks lax-
eldis gagnvart norsku laxeldi virðist
hins vegar vera sú, að íslendingar
standi að mörgu leyti lakar að vígi
en Norðmenn miðað við núverandi
aðstæður."
SKÝRSLA RANNSÓKNARÁÐS
FRÁ 1986 HUNSUÐ
En skýrsla þremenninganna er
reyndar ekki einu viðvörunarorðin
sem hunsuð voru. Árið 1986 skilaði
Rannsóknaráð frá sér skýrslu sem
var heldur ekki tekið mark á.
„Rannsóknaráð benti á það á sinum
tíma hvað þekkingargrunnurinn
væri veikur í fiskeldinu. Skýrsla um
það var send til stjórnvalda 1986 en
ég veit ekki nákvæmlega hve víða
sú skýrsla fór," sagði Grímur Valdi-
marsson, forstjóri Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins, en á vegum
Rannsóknaráðs er nú unnið að
skýrslu um framvindu fiskeldisins
hér á landi. Við þá rannsókn er
meðal annars töluvert notast við
skýrslu þremenninganna.
I skýrslu sinni síðan 1986 benti
Rannsóknaráð á hvaða rannsóknir
þyrfti að gera fyrir greinina, svo sem
í kynbótum, arðsemismati, fóður-
rannsóknum og ýmsum eldisþátt-
um. „Ég held að allir hafi gert sér
grein fyrir að ef þetta lukkaðist allt,
eins og menn gerðu ráð fyrir, þá
hefði það verið heilmikil heppni í
rauninni, því allskyns spár voru
farnar að heyrast um verðhrun. Það
er erfitt að leggja mat á þetta eftir á,
nema hafi einfaldlega verið farið
allt of hratt af stað," sagði Grímur.
Sigurður Már Jónsson