Pressan - 04.07.1991, Page 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4.JÚL11991
EIGANDINN
EIGNALAUS
EN HELDUR
EINBÝLISHUSINU Á
NAFNIKONUNNAR
Kröfur í þrotabú byggingarfyrirtækisins Steintaks nema um 580 milljónum króna, en eignir búsins eru nánast
engar. Ekkert fæst upp í almennar kröfur og óvíst hvað fæst upp í laun skiptastjóra.
Vignir Benediktsson, aöaleigandi Steintaks, kom einbýlishúsinu á nafn konunnar meö
kaupmála og býr þar enn. Cherokee-jeppinn er hins vegar á kaupleigusamningi og eru eft-
irstöðvarnar meiri en nemur söluverði hans.
Þrátt fyrir 576 milljóna króna gjaldþrot byggingarfyrir-
tækisins Steintaks duga eignir þrotabúsins vart fyrir
skiptakostnaði. Vignir Benediktsson, sem var aðaleig-
andi, býr hins vegar enn í einbýlishúsi sínu í Hléskógum
16 í Reykjavík, þar sem það var fært á nafn eiginkonunn-
ar með kaupmála sem skráður var síðla árs árið 1988,
tveimur árum fyrir gjaldþrotið, þannig að frestur til að
rifta þeim samningi rann út mánuði fyrir gjaldþrotið.
Þrotabúið stendur uppi með einn bílskúr, tvær bílskúrs-
lóðir, nokkur bílastæði og skuldabréf að verðmæti 4,5
milljónir króna, sem óvíst er hvort munu skila sér. Tap
skattgreiðenda gæti numið um 30 milljónum króna
vegna forgangskrafna á ríkið, þ.e. launakrafna og lífeyris-
réttinda.
Eigendur ibúöa á Völundarlóðinni taka á sig 14 milljónir svo unnt verði að Ijúka
sameigninni og klára þær byggingar sem eftir eru.
I eigu fyrirtækisins Völundar-
verks, sem er skráð á dóttur Vignis
og fleiri, eru einnig nokkrir lausa-
fjármunir sem voru áður í eigu
Steintaks, svo sem steypumót, sem
myndu koma að gagni við að ljúka
framkvæmdum við íbúðarbygging-
ar á Völundarlóðinni í Reykjavík,
þar sem íbúar hafa beðið í óvissu frá
því í haust í hálfkláruðum húsum.
í PRESSUNNI í desember síðast-
liðnum var skýrt frá því að fyrirtæk-
ið Steintak hf. sem keypti Völundar-
lóðina og hóf byggingu íbúðarhúsa
þar hefði verið innsiglað, ávísana-
reikningi fyrirtækisins lokað, en
stofnuð tvö ný fyrirtæki á rústum
þess. Jafnframt kom fram að þeir
sem keypt hefðu íbúðir á Völundar-
lóðinni óttuðust mjög um sinn hag
ef fyrirtækið yrði gjaldþrota.
ÍSLANDSBANKI HAFNAÐI
VÖLUNDARVERKI
Alls var búið að byggja, að öllu
leyti eða hluta, 85 íbúðir, en bygging
115 íbúða var fyrirhuguð. Hluti íbúð-
anna var fokheldur, aðrar ýmist full-
kláraðar eða langt komnar. Til að
halda framkvæmdum áfram varð
að ljúka við byggingu sameignar
sem tilheyrði íbúðum sem lokið var,
meðal annars bílskýlis, sem er
grunnur undir þeim húsum sem á
eftir að reisa.
Fyrirtækin tvö sem stofnuð voru
upp úr Steintaki heita Völundarverk
og Ráðverk. Völundarverki var ætl-
að að halda áfram framkvæmdum á
Völundarlóðinni og keypti fyrirtæk-
ið þær íbúðir sem voru óseldar,
sökklana að Klapparstíg 5 og 5 A og
lóöina að Klapparstíg 7 og 7 A.
Kaupverðið var 84 milljónir og
var gengið frá samningnum í nóv-
ember. Sá samningur er með fyrir-
vara af hálfu Völundarverks um að
nái fyrirtækið ekki samkomulagi
við íbúðareigendur vegna sameign-
arinnar gangi samningarnir til
baka. Þetta átti að vera komið á
hreint fyrir 1. mars árið 1991.
Steintak varð síðan gjaldþrota
þann 1. febrúar, að ósk Vignis og
annarra eigenda fyrirtækisins.
Skiptastjórar, þeir Magnús Magnús-
son og Elvar Örn Unnsteinsson,
byrjuðu þá að kanna möguleika á
hvort samningur Steintaks og Völ-
undarverks væri á undirverði. Það
kom hins vegar í ljós, miðað við mat
sem Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsen hafði gert fyrir íslands-
banka, aðalviðskiptabanka Stein-
taks, að svo var ekki.
Völundarverk hafði borgað fyrir
með því að yfirtaka veðskuldir á
fasteignunum við Klapparstíg. Eftir
þetta reyndi Völundarverk að ná
samkomulagi við húseigendur og ís-
landsbanka, sem gekk ekki vegna
þess að íslandsbanki neitaði samn-
ingum við fyrirtækið.
ÍBÚARNIR LEGGJA FRAM
14 MILLJÓNIR KRÓNA
í framhaldi af því var stofnað Hús-
félagið Völundur sem yfirtók samn-
ing Völundarverks, sem við svo bú-
ið fór frá verkinu.
Lengi framan af gekk húsfélaginu
ekkert að semja við íslandsbanka,
þar til núna að fyrir liggur vilji um
samkomulag milli bankans, húseig-
endanna og Reykjavíkurborgar um
að Ijúka framkvæmdum. Bæði
Reykjavíkurborg og íslandsbanki
eru með veð í byggingum sem ekki
eru hafnar framkvæmdir við og því
mikið í mun að koma eigninni í
verð.
Áætlað er að kostnaður við að
Ijúka byggingu sameignarinnar
verði á bilinu 30 til 40 milljónir
króna. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR er gert ráð fyrir að
húsfélagið leggi fram 14 milljóna
króna hlutafé, Islandsbanki 9 millj-
ónir og Reykjavíkurborg 7 milljónir
króna.
Samkvæmt þessu verður tjón íbú-
anna við Klapparstíg vegna ófrá-
genginnar sameignar að minnsta
kosti 14 milljónir. Að auki hafa ein-
staka eigendur orðið fyrir tjóni
vegna þess að ekki var staðið við
samninga um frágang íbúða. Með
þessu samkomulagi er talið að hús-
eigendurnir, bankinn og Reykjavik-
urborg komist hjá um 200 milljóna
króna tapi sem annars hefði hlotist
af gjaldþroti.
VÖLUNDARVERK
Á STEYPUMÓTIN
Kostnaður íbúanna, 14 milljónir,
deilist niður eftir stærð íbúðanna. Ef
einhverjir íbúanna eiga enn eftir að
borga þá innheimtir þrotabúið og
þeir draga það frá hlutdeild sinni í
14 milljónunum. Þarna á þvi þrota-
búið hugsanlega einhverja peninga.
Ef hagnaður verður af framkvæmd-
inni gæti skaði íbúanna hins vegar
orðið minni, svo og tjón Reykjavík-
urborgar og íslandsbanka.
Eftir að ljóst varð að Islandsbanki
hafnaði samningi við Völundarverk
standa enn eftir nokkrir lausafjár-
munir í eigu þess, sem fyrirtækið
„keypti" samkvæmt sérsamningi af
Steintaki. í þessu lausafé eru meðal
annars steypumót, sem myndu
gagnast vel í þeim framkvæmdum
sem fyrir dyrum standa. Þessar
eignir greiddi Völundarverk fyrir
með skuldabréfum samtals að fjár-
hæð um 11 milljónir. Stóran hluta af
þeim skuldabréfum var Steintak bú-
ið að selja áður en fyrirtækið varð
gjaldþrota, en eftir standa 4,5 millj-
ónir með fyrsta gjalddaga 15. júlí.
Þeir peningar renna inn í þrotabúið,
þ.e. ef þeir skila sér.
Lýstar kröfur í búið nema um 576
milljónum króna, sem fyrr segir. Af
þeim á eftir að saxast verulega, eða
meginhlutinn af kröfu Islands-
banka, um 106 milljónir vegna veða
á Klapparstíg, og einnig verður aft-
urkallaður stærsti hlutinn af Iýstri
kröfu húsfélagsins, eða um 60 millj-
ónir. Ennfremur er um að ræða
nokkrar tvílýstar kröfur svo og vafa-
samar kröfur sem verður vísað frá.
Endanleg niðurstaða verður því lík-
lega gjaldþrot upp á 350 milljónir.
ALMENNINGUR TAPAR
UM 30 MILLJÓNUM KRÓNA
Upp í þær almennu kröfur sem
eftir eru fæst ekkert og alls er óvíst
hvort fæst inn fyrir skiptakostnaði.
Sem fyrr segir eru eignir Steintaks
sáralitlar, eða einn bílskúr í Frosta-
fold, réttur til að byggja tvo bílskúra
við Reykás og nokkur stæði í bíl-
skýliá Hringbraut 119. Búið áeinnig
aðrar eignir sem eru taldar yfirveð-
settar og verða seldar á nauðungar-
uppboði.
I gjaldþroti þessu má búast við að
almennir skattborgarar verði fyrir
um 30 milljóna króna tjóni, vegna
forgangskrafna sem lenda á ríkinu,
svo sem launa og lífeyrisréttinda.
Kristján Þorvatdsson