Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4.JÚU1991
/M
PRESSAN
Útgefandi:
Blað hf.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Ritstjórar.
Gunnar Smári Egilsson,
Kristján Þorvaldsson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Ritstjórn, skrifstofur og
auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími
62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19.
Efllr lokun skiptiborös:
Ritstjórn 621391. dreiíing 621395,
tæknideild 620055.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi.
Verð í lausasölu 170 kr. eintakiö.
Mengunar-
skandall
í PRESSUNNI í dager meðal ann-
ars fjallað um kröfu íbúa í Hnífsdal
um opinbera rannsókn á starfsemi
sorpbrennslunnar í þorpinu. Þrátt
fyrir að þessi stöð hafi aldrei fengið
starfsleyfi er hún í fullri notkun.
I raun er ástand stöðvarinnar
slíkt að það mun aldrei verða verj-
andi að gefa út starfsleyfi á hana.
Það hefur verið velþekkt i marga
áratugi að sorpbrennslustöðvar
sem brenna sorpi við lágan hita
framleiða mörg eiturefni, svo sem
díoxín. Af tveimur slæmum kost-
um er betra að urða sorp en
brenna því við lágan hita.
Fyrir skömmu kom í Ijós að fugl-
ar sem drepist höfðu við Bolungar-
vík innihéldu ótrúlegt magn eitur-
efna. Þó það sé ósannað leikur
grunur á að rekja megi tilvist eit-
ursins til sorpbrennslunnar í Hnífs-
dal.
En sorpbrennslan í Hnífsdal er
ekkert einsdæmi. Um allt land er
sorpi brennt við lágan hita. Slíkar
stöðvar framleiða eiturefni sem
send eru út f andrúmsloftið og ber-
ast út í sjó og niður í grunnvatn.
Þetta er eitt af mörgum dæmum
þess hversu frumstæðir íslending-
ar eru varðandi mengunarmál. Á
meðan ekki verður gerð gangskör
að því að taka til í þeim málum
mun mengunarskandölum halda
áfram að rigna yfir þjóðina.
FJÖLMIÐLAR
Lítil hjörtu og herptir magar
Mikil ósköp hlýtur hjartað
að vera lítið í þeim dægur-
málamönnum Ríkisútvarps-
ins og herptur á þeim mag-
inn.
Þegar ég vann á DV á sín-
um tíma tók ég eftir því að
þegar þeir dægurmálamenn
fengu blaðið inn í stúdíó gátu
þeir aldrei setið á sér að
hnýta í það. Þetta gekk ein-
hvernveginn svona fyrir sig:
Stefán Jón Hafstein: Er
nokkuð nýtt í DV í dag?
Sigurður G. Tómasson: Æ
nei, þetta eru mest sömu
fréttirnar og hjá hinum.
Nú er ég ekki tryggasti
hlustandi þeirra dægurmála-
manna en ég slysast þó
stundum til að heyra í þeim
um það leyti sem þeir opna
DV og alltaf fær blaðið svip-
aða meðferð.
Eg man hins vegar ekki til
þess að morgunblöðin;
Mogginn, Tíminn, Þjóðvilj-
inn, Dagur og Alþýðublaðið,
hafi fengið svona sendingar
frá þeim dægurmálamönn-
um. Þeir virðast bera virð-
ingu fyrir annálsstíl Moggans
og telja sér ekki ógnað af
samansúrraðri flokkshollustu
hinna.
Eftir að ég byrjaði á PRESS-
UNNI hef ég áttað mig á að
það eru einkum fjölmiðlar
sem hafa líkt sjónarhorn á til-
veruna og dægurmálaút-
varpið sem verða fyrir þessu
hnútukasti; það er DV,
PRESSAN og Stöð-2. Þó þess-
ir miðlar séu ólíkir falla þeir
hvorki undir dauðyflislegan
annálsstíl fréttastofa Ríkisút-
varps og -sjónvarps og
Mogga. Þeir eru ekki heldur
hlekkjaðir við einhverja
klúbba úti í bæ eins og flokks-
blöðin.
Það er leiðinlegt til þess að
vita að þeir hjá dægurmálaút-
varpinu skuli ekki hafa til að
béra'þá reisn að geta fjallað
um þessa fjölmiðla án þess að
finnast sér ógnað.
Gunnar Smári Egilsson
í kaffípokalandi
„Manndrápsperlan með
dauðalyftunni kostaði 1300
milljónir=12.754.089
kaffipakka.“
Lelfur Svelnsson lögfræðlngur.
Sál6<Mci*t$uninK
„Við vorum semsagt
skömminni til skárri en
þessir hugmyndasnauðu
fjölmiðlarar sem nú suða í
fjölmiðlasólinni eins og
mývargur.“
Matthfss Johannessen rllstjóri.
Núna þéttist þetta óðum
í einn punkt og það
fæst alveg á næstunni
úr þvi skorið hvernig
við lendum í þessu.
Fær hann borgaö í
álkrónum?
„Sjálfsagt fær maður
einhverja peninga fyrir
jörðina en ég fæ nú ekki séð
aö það sé fréttnæmt.“
Pétur O. Nlkulásson heildsall.
„Þjóðleikhúsið er sjúk
stofnun og flest sem kemur
þar inn fyrir dyr smitast."
Hlíf Svavarsdóttlr fyrrum
listdansstjóri Þjóöleikhússins.
J SIGURÐSSON IÐNAÐARRÁÐHERRA
FYRR OG NÚ UM ÁLVIÐRÆÐURNAR.
„Þetta eru ^foðar flatkökur."
Wllly Brancft fyrrverandl kanslarl.
Mildur ráðherra
„Ég veit að námsmenn hafa
ekki sætt sig við þá lausn
sem varð, en ég reyndi að
gera þetta mildilega eftir því
sem í mínu valdi stóð.“
Ólafur G. Elnarsson
menntamálaráðherra.
Af Hvammi í Dölum
Nú er Bjarni framsóknar-
maöur farinn að safna undir-
skriftum gegn öllu sem byrjar
á Evró.
Það væri ekkert skrítið þótt
það gengi hjá honum. Til
dæmis vegna upplýsinga-
skorts. Þeir sem nú eru beðn-
ir að skrifa undir hafa ekki
fengið að vita margt hjá Jóni
Baldvin og félögum. Ekki um
rétt útlendinga í atvinnulífi,
um kostnað af þátttöku, um
hvað á að gera ef hingað
streymdi fólk, til dæmis
vegna ófriðar. O.s.frv.
Aðallega samt vegna þess
að málið snýst ekki nema lítið
eitt um utanríkismál eða
verslun. EES snýr fyrst og
fremst að okkur sjálfum og
okkar eigin samfélagi, — að
því hvernig við ætlum að fóta
okkur í nýju aldamótaskeiði.
Kannski er það einmitt
þessvegna sem kynningin
hefur farið útí hafsauga og
pólitísk umræða strax á eftir.
Kannski þora stjórnmálafor-
ingjar og hagsmunaleiðtogar
einfaldlega ekki að sýna á
spilin, að leggja til raunveru-
legra umræðna um framtíð-
ina. Átök sem slíku gætu
fylgt yrðu skeinuhætt ein-
ingu í hagsmunafélögum og
stjórnmálaflokkum. Stat-
uskvó milli fylkinga og fyrir-
tækja og kunningjahópa gæti
hróflast, persónustaða for-
ingjanna meiðst. Þá er betra
að tala bara út og suður.
Gott dæmi um holhljóminn
eru nýlegar orðræður um
jarðakaup. Annarsvegar er
því haldið fram að með
EES-þátttöku hverfi íslend-
ingum eitthvert þúsundára-
ríki landareignarréttar: Eiga
útlenskir menn að geta eign-
ast Bergþórshvol? Bræðra-
tungu? Hvamm Auðar djúp-
úðgu í Dölum?
Hinsvegar er sagt að engin
hætta sé á ferðum: Við bind-
um kauprétt bara við búsetu
þannig að útlendingarnir
verði örugglega orðnir ís-
lenskir í millitíðinni. Flott
trix.
Þetta hljómar einsog tvær
tunnur tómar. Finnst mönn-
um það komi sér mikið við
hver nákvæmlega „á“
Hvamm eða Bræðratungu?
Það væri auðvitað huggulegt
að þar byggi ennþá Jón bóndi
landnámsmannsafkomandi,
en alveg eins líklegt að
Thorsararnir eigi þetta eða
bara einhverjir hrossakallar
úr bænum.
Það sem fólki kemur við er
ekki rætt: Hvert nær þessi
eignarréttur? Hvað um öræf-
in? jarðhitann? Má eigandi
Hvamms eða Reykjahlíðar
eyðileggja vötn og mýrar í
landi sínu? steypa hreiðrum?
slétta hraun? byggja blokk á
fornmannahaugnum?
Hvað gerist í sveitum eftir
að landbúnaður dregst sam-
an um þriðjung eða helming?
Hvernig á að tryggja jarðir og
aðrar auðlindir gegn einokun
— íslenskri eða erlendri?
í ljós kemur ,að samhengi
þjóðernis og eignarréttar á
landi skiptir að lokum ósköp
litlu. Það kemur okkur ekki
mikið við hver er handhafi
Med inneign til
óvinsælla ákvarðana
MFJ
Stærsti kosturinn við Davíð
Oddsson er að hann hefur
notið fylgis. Og þó ótrúlegt sé
er slíkt alls ekki algengt með-
al stjórnmálamanna þó svo
að við búum við svokallað
lýðræði.
Sjáið til dæmis menn eins
og Ólaf Ragnar Grímsson.
Honum hefur verið hafnað í
hverjum stjórnmálaflokkn-
um á fætur öðrum. Hann rétt
náði á þing einu sinni en féll
aftur út. Honum tókst að
verða formaður Alþýðu-
bandalagsins eftir mjög svo
dularfulla smölun á lands-
fund. Síðan varð hann ráð-
herra án þess að hafa verið
kosinn á þing í ríkisstjórn
sem aldrei naut nokkurs fylg-
is, hvorki innan þings né ut-
an.
Stjórnmálamaður með
svona feril hegðar sér eins og
valdaræningi. Þar sem hann
stendur völtum fótum verður
það smám saman höfuð-
markmið hans í pólitík að
halda velli. Hann gerir ekkert
sem gæti bakað nokkrar
óvinsældir nokkurs staðar.
eignarréttar yfir Hvammi í
Dölum. Og það er engin sér-
stök niðurlæging þótt þar
væru orlofsbúðir þýskra
bankamanna eða eitthvað
ámóta, — að minnsta kosti
ekki meðan súmarbústaðir
standa í þjóðgarðinum á
Þingvelli.
Það skiptir okkur hinsveg-
ar máli að þessi eignarréttur
sé skynsamlega takmarkað-
ur: að Hvammur verði ekki
eyðilagður, að við höfum rétt
til að kynnast þar merkilegri
náttúru og sögu, að við eig-
um — í stuttu máli — saman
yfirráð á því landi sem er
sameiginlegur arfur frá for-
feðrum okkar. Meðan það er
ekki klárt er hætta á ferðum,
— en alveg óháð EES og und-
irskriftasöfnuninni hans
Bjarna.
Hann notar þá sjóði sem hon-
um er treyst fyrir í eigin þágu.
Smátt og smátt hættir pólitík-
in að snúast um framtíð þjóð-
arinnar og byrjar að snúast
um framtíð Ólafs Ragnars
Grímssonar.
Stundum er reyndar ekki
greinanlegur munur á Davíð
Oddssyni og Ólafi Ragnari
Grímssyni. Það er hægt að sjá
þá báða gera nákvæmlega
sömu hlutina. En verknaðir
þeirra eru í eðli sínu ólíkir. Ef
Davíð Oddsson reisir sér ráð-
hús er það vegna þess að
hann telur sig hafa umboð til
þess frá kjósendum. Ef Ólafur
Ragnar reisir sér minnis-
varða er það vegna þess að
hann telur sig geta keypt um-
boð frá kjósendum með því.
Það finnst kannski mörg-
um það þunnur þrettándi fyr-
ir kjósendur að hafa ekki
stærra val en þetta. Að geta
valið á milli með hvaða hug-
arfari stjórnmálamennirnir
reisi sér minnisvarðann. En
þannig er það nú samt.
En að sjálfsögðu getur
munurinn á þessum mönn-
um verið meiri. Davíð á inn-
eign hjá kjósendum og getur
því hætt á að taka óvinsælar
ákvarðanir. Hann hefur haft
frá 50 til 60 prósenta fylgi
meðal kjósenda sinna. Þó að-
gerðir hans verði það óvin-
sælar í upphafi að fylgi hans
helmingist er hann samt ekki
í hættu. Ef Ólafur Ragnar yrði
fyrir 25 til 30 prósenta fylgis-
tapi yrði hann sjálfsagt
hlekkjaður og hýddur af reið-
um múgnum. Fylgi hans yrði
mælt sem alkul.
Og það er einmitt þessi inn-
eign Davíðs sem er ástæða
þess að ákveðin bjartsýni
fylgir þessari ríkisstjórn.
Bjartsýni um að hún muni
grípa til þeirrar laxeringar
sem þessu þjóðfélagi er lífs-
nauðsyn. Ef henni bregst
kjarkur getur svo farið að
annað tækifæri bjóðist aldrei.
Eins og götustrákarnir
mundu orða það; þá gæti svo
farið fyrir þessari þjóð að hún
drukknaði í eigin skít.
ÁS~
o
o
É
f GiLp&l&fUí 5ArtTAMH/VA rHV£t ei-T oó Kót*T hÁ ÍAJ/J A 5Cj'F5íöRUUA tÁÍrtk ?
VÍO V£P0UM At> VíÐHaIM W&VuÁZTAáJPi í AHÍTMg PvtófHA /X 06- cf þÁ.. -. i' /EH éör VAR. BAHA- AÍ> TAM Yl£> P^Vff) 0VÞ5SOV í í/AW/A/ PÁ $CúA£*i?T.Ét3 iS/V í rí>U£>
KOfÁ tXT HáRA/AX'HM tAVÍO. f v bi r
TÁ HA-HA LEYFiÐ AÐ Pp£WTA Wó'
TorttS Ap í VÍÐEöT HAfM
m-HA TÁ þAC? et- VEPÍÍ) AÞ 5KKFA lW0'’fc Hi Hí HÍ
6CA