Pressan - 04.07.1991, Side 23
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 4. JÚU 1991
23
Þegar ég var unglingur
gat ég aldrei gengið í
buxunum frá því í fyrra.
Og ekki peysunum held-
ur. Ég þurfti alltaf ad fá
allt nýtt á hverju hausti.
Gat ekki verið í því sama
í skólanum þennan vetur
og ég hafði klæðst í
fyrra. Síðan, einhvern-
tíma um tvítugt, varð
þetta ekki eins aðkall-
andi, og nú síðustu miss-
erin stend ég sjálfa mig
að því að ganga í flíkum
sem ég keypti fyrir fimm
árum, eins og glæný
tískuflík væri. Og finnst
ég ekkert sérlega hallær-
isleg. Ég hef samt ekkert
síður gaman af tískunni
en þegar ég var ungling-
ur. Sit og gapi yfir glans-
andi tískusíðum erlendra
tímarita og ræði fjálglega
um föt við vinkonu mína
sem er algjör sérfræðing-
ur á þessu sviði, enda
tískuhönnuður hjá eng-
um slorhönnuði í París.
Ég játa það þó að ég
stend mig ekki eins vel í
því að fylgjast með tísk-
unni og hún og stundum
hvarflar að mér að ég
eigi eftir að enda eins og
þeir, sem aldrei virðast
breyta um kiippingu eða
klæðaskáp, þó árin líði.
Hafiði annars ekki tekið
eftir því, að það er alveg
sama hvaða tískubólur
ganga yfir, sumir eru alltaf
eins. Álveg hreint nákvæm-
lega eins. Þeir breyta ekki
um hárgreiðslu. Þeir breyta
ekki um fatastíl. Þeir ganga
alltaf, að því er manni
finnst, í sömu fötunum. Mér
dettur fyrst í hug Arni Þór-
arinsson, ritstjóri Mannlífs.
Kannski af því ég vann einu
sinni með honum. En hann
er, í fljótu bragði, búinn að
vera með sömu klippinguna
síðan í menntaskóla. Sama
skeggið. Og á ennþá sama
flauelsjakkann og hann
keypti sér þá. Ég veit þó að
þetta er ekki alveg rétt, því
ég fann gamlar myndir af
Arna í myndasafninu og sá
þá. að þó svo síddin á hár-
inu sé alveg sú sama, og
skeggið eins, þá er smástílis-
ering í klippingunni. Árni
hlýtur þó tvímælalaust að
teljast í hópi þeirra sem
aldrei breyta um stíl, því
%aríar og íqinur stm tru ónczmfyrir tískpisváflum
hann er alltaf í gallabuxum
með svipuðu sniði, sem og
jökkum. Oftast flauelsjökk-
um.
KÆRULEYSISLEGT
OG ÓFORMLEGT
Árni er ekki sá eini sem
ekki lætur skerða hár sitt
og skegg, nema til að við-
halda því, og gengur alltaf í
samskonar jökkum og galla-
buxum. Thor Vilhjálmsson
er einnig ansi hreint íhalds-
samur í klæðaburði. Hann
er líka mikið í gallabuxum
og jakkana sína — hvort
sem þeir eru úr ílaueli eða
rúskinni, efnin verða helst
að vera mjúk — virðist
hann alla hafa keypt ein-
hverntíma á áttunda ára-
tugnum. Reyndar er hann
líka stundum í gallajökkum
og eru þeir þá ögn nýtísku-
legri.
Af einhverjum ástæðum
virðist hippatískan, eða leif-
arnar af henni, loða sérstak-
lega lengi við fólk. Ég
mundi tvímælalaust setja
Árna og líka Thor í ein-
hvern hippatísku-hóp, því
klæðaburðurinn er kæru-
leysislegur og óformlegur.
Sem og hárið.
I góðum félagsskap með
þeim væri svo Andrea Jóns-
dóltir útvarpskona. En hún
er hreinlega alltaf eins. Líka
í gallabuxum og jakka. Og
bol við, á meðan karlmenn-
irnir eru í skyrtu, yfirleitt
með tvær efstu tölurnar frá-
hnepptar.
Andrea er líka íhaldssöm í
Pétur Kristjánsson og Eiríkur
Hauksson hafa veriö síðhærö-
ir svo lengi sem menn muna.
Hver mundi þekkja Thor Vil-
hjalmsson í terlínbuxum?
Gallabuxurnar hans hafa staö-
iö af sér öll gerviefni og tísku-
sniö undangenginna ára.
klippingu. Hún var að vísu
einu sinni með mjög stuttan
topp. Svokallaðan hippa-
topp. En hann hefur síkkað
og nálgast það að vera jafn-
síður hárinu.
Kannski þetta sé aðferð tii
að eldast ekki neitt, því
Andrea og Árni virðast allt-
af vera eins. Nema hvað
Andrea hefur gránað.
Sumir vilja eflaust segja
að þetta fólk hafi bara fund-
SNERTA EKKI HÁR SITT
Þetta með aldurinn og út-
litið er ekki eins viðráðan-
legt og fataskápurinn, og
þess vegna má spyrja, hvers
vegna sumir velja að vera
alltaf eins. Þannig hafa
poppararnir Pétur Kristjáns-
son og Eirtkur Hauksson
verið síðhærðir svo lengi
sem menn muna. Dr. Benj-
amín H.J. Eiríksson og
Sveinbjörn Beinteinsson alls-
herjargoði hafa ekki skert
skegglengd sína árum sam-
an á meðan Baltasar hefur
gætt þess vandlega að
halda bæði hári og skeggi í
horfinu. Þó reyndar megi
greina agnarlitla hársíkkun
og aðeins loðnara skegg en
fyrir tveimur áratugum.
Það má því ætla að hár-
vöxtur og hárgreiðsla séu
ennþá viðkvæmara mál en
klæðnaður. Menn finna
klippingu sem klæðir þá,
eða þeir einfaldlega kunna
vel við sig með, og treysta
sér ekki til að breyta.
Kannski af því maður sér
andlitið á sér oftar í spegli
en sjálfan skrokkinn, tengir
það við sjálfið og vill þess
vegna ekki, eða þorir ekki,
breyta því eða umgerð þess,
sem er hárið.
Hörðustu
tískudrósum er
Þaö er varla hægt aö sjá mun
Gunnarssyni í dag og Árna Gunn
fyrir fimmtán árum, nema syk
svipurinn er nær alveg horfinn o
getur bara prisaö sig sælan meö
Aö undanskildum fleiri
gráum hárum og síðari
toppi hefur Andrea
Jónsdóttur ekkert breyst.
tísku. Henni'tekst bara að
gera þau að sínum. Björk
breytir líka oft um klipp-
ingu.
Einar Örn er öllu íhalds-
samari í sínum klæðaburði.
Ég man eftir honum í galla-
buxum og rúllukragabol fyr-
ir fimm árum og hann er
ennþá í galllabuxum og
rúllukragabol. Þá voru bux-
urnar bara svartar og
þröngar og bolurinn líka
svartur og þröngur. Núna
eru buxurnar víðar og hvít-
ar, og bolirnir líka víðari.
ið sinn stíl og haldi sig við
hann. Það getur vel verið.
Samt finnst mér einhvern-
veginn, að þó svo maður
finni sér sinn eigin stíl, þá
þýði það ekki að maður
þurfi að vera í algerri and-
stöðu við tísku dagsins. Ég
veit, hippaklæðnaður er
inni núna. En hversu lengi?
— Og hann var svo sannar-
lega ekki í tísku fyrir tíu ár-
um.
MEÐ EIGIN STÍL
EN SAMT í TÍSKU
Margir hafa fundið sér
sinn stíl. Eru honum trúir
pg detta samt ekki úr tísku.
í því sambandi mætti nefna
tvo fræga sykurmola, Björk
Gudmundsdóttur og Einar
Orn Benediktsson. Björk
hefur haft sinn eigin stíl frá
því hún var unglingur. Hún
er alltaf í stuttu. Oftast pils-
um. Stundum kjólum. En
fötin sem hún klæðist eru í
FÆDDUR GAMALL
Þá sem hafa einhvernveg-
inn orðið eftir í einhverri
tískubylgju eða tískuleysi
má finna í nánast hvaða
stétt sem er. Sumir virðast
reyndar vera fæddir inn í
einhvern ákveðinn aldur til
dæmis, sem þeir síðan vaxa
upp í. Þeir breytast aldrei
neitt. Gott dæmi um þetta
er Steingrímur J. Sigfússon.
Hann hefur alltaf verið eins
og hann er. í framan. Með
skegg. Og óhárprúður.
Meinfýsnar tungur segja
reyndar að hann hafi þegar
verið orðinn svona í
menntaskóla. Það skal ekki
selt dýrar en það var keypt.
En eitt er víst að Steingrím-
ur verður áreiðanlega voða-
lega fínn og sætur innan
um jafnaldrana eftir svosem
þrjátíu ár, þó hann virðist
eldri en þeir núna með
svona nakinn hvirfil.
jafnvel illa við að breyta um
hárgreiðslu. Simone de
Beauvoir, sem reyndar er
þekkt fyrir allt annað en
klæðaburð, breytti til að
mynda aldrei um hár-
greiðslu frá þrítugu til
dauðadags, þó svo hún hafi
fylgst vel með tískunni að
öðru leyti.
ALLTAF EINS EN SAMT
EKKI ÚR TÍSKU
Það virðist erfiðara að
henda reiður á því hverjir í
jakkafatageiranum eru alltaf
eins og hverjir breytast.
Jakkaföt eru einhvernveg-
inn þess eðlis að þau breyt-
ast ekki mikið. Ekki þau
klassísku að minnsta kosti.
Og þess vegna verður það
minna áberandi ef þeir sem
slíkan klæðnað nota eru
alltaf eins. Þeir eru utan við
alla tísku og geta þess
vegna ekki dottið úr tísku.
Það stefnir reyndar í að
verða eins með gallabux-
urnar. Þær eru alltaf klass-
ískar. Og þó. Það koma ný
snið og nýir litir. Eða hver
gengur lengur í steinþvegn-
um gallabuxum? Það er al-
veg rosalega hallærislegt.
Steingrimur J. Sigfússon var
kallaöur „Afi" strax í mennta-
skóla. Líklega verður hann jafn
fínn og sætur eftir þrjátíu ár og
sker sig þá ekkert frá jafnöldr-
unum.
Sítt grátt skegg er einkenni
Sveinbjörns Beinteinssonar
og Benjamíns H.J. Eiríkssonar
og órjúfanlegur hluti af ímynd
beggja.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Einar Örn Benedikts-
son, vörumerkiö hans
er rúllukragapeysa og
gallabuxur.
m
Árni Þórarinsson heldur fast i
brúna flauelsjakkann sinn og
klippinguna, sem hefur veriö
óbreytt frá því i menntaskóla.
Baltasar hefur veriö stutt-
klipptur með alskegg frá því
hann kom til landsins, þó
vöxturinn i hvorutveggja virö-
ist reyndar aðeins meiri. En
þaö er bara í stíl við holdafariö.