Pressan - 04.07.1991, Page 24

Pressan - 04.07.1991, Page 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚU 1991 'Jiíjjar ít?lcnolior JijóðSögur Blaöamennska er ekki alltaf tekin út meö saeld- inni. Þaö fékk ungur blaöa- maðurá vikublaöi aö reyna í þau skipti er vantaði myndefni í blaöið. Þannig var aö ritstjóri og Ijósmyndari blaðsins voru mjög hrifnir af svokölluð- um uppstillingarmyndum, enda voru þær töluvert i tísku á þessum árum og Ijósmyndurum gefnar frjálsar hendur í leik meö Ijós og skugga. Ljósmyndarinn komst upp á lagið meö aö nota unga blaðamanninn sem fyrirsætu í mörgum þess- ara mynda. Oftast voru þær þannig úr garöi geröar aö viökomandi þekktist ekki á þeim. Nokkrum árum síðar fór blaðamaöurinn, þá orðinn reyndur og sjóaöur í brans- anum, aö minnast þessara tíma í nostalgíutón. „Þetta gat stundum ver- iö ansi snúiö," sagöi hann. — Nú, hvernig þá? „Þaö langerfiðasta sem ég tók aö mér var aö sitja fyrir sem gyllinæð." (Úr blaðamannasögum) Karl á Austfjöröum fór gjarnan um víðan völl þeg- ar hann fékk sér í glas og knúöi dyra i nærliggjandi húsum. Yfirleitt voru feröir hans fljótar aö spyrjast út þannig að nágrannar gátu gert hver öörum viðvart og læst húsum sínum. Einhverju sinni er hann var á þessum vanalega rúnti, en átti erfitt meö inn- göngu, kom hann aö húsi vinar síns þar sem dyrnar voru læstar. Brá hann á þaö ráö aö troða sér inn um lúgu í kjallaranum, en ekki vildi betur til en svo aö hann sté beint ofan í tunnu fulla af súrmat. Húsmóðirin á heimilinu haföi heyrt þrusk þar neöra og opnaði hlerann niöur í kjallarann. „Hver er þar á ferð?" kall- aði hún og stóö ekki á sama. „Þetta er allt í lagi Sibba mín, þetta er bara hann Simbi Súrfótur." (Úr sjávarþorpasögum) Bóndi á Héraöi hringdi til bílaumboös í Reykjavík í þeim erindum aö panta bíl- rúöu. Þegar sölumaðurinn spurði um hvaöa rúöu væri að ræða bað bóndi hann aö bíða augnablik. Eftir smábiö kom hann aftur í símann: „Heyröu góöi, þaö er norðurglugginn." (Úr sveitavargssögum) Kántrýtónlist heyrist ekki mikiö spilud á vertshúsum borgarinnar, en nú hefur Borgarvirkid bœtt þar úr. Undanfarin fimmtudags- kvöld hafa addáendur slíkrar tónlistar getad hlustad þar á kántrý í flutningi íslenskra tónlistarmanna, en staöurinn virðist hreinlega vera innrétt- aður með slíka tónlist í huga. Síðastliðið fimmtudags- kvöld var svo enn bœtt um betur, því þá voru mœttir á svœðið dansarar til að sýna kántrýdansa, eins og þeir dansa þá í henni Ameríku. Fyrir danshópnum fór ís- lensk kona, Olga Dís Emils- dóttir, en hún kynntist þess- um dansi í Seattle í Banda- ríkjunum, þarsem hún hefur verið búsett. „Ég komst fljótlega að því að fólk hér vissi ekkert um hvað ég var að tala þegar ég minntist á kántrýrokkdansa og þess vegna fékk ég þá hug- mynd að kynna þetta hér,“ segir Olga Dís. „Þar sem íslendingar kunna þessa dansa ekki fór ég upp á Völl, því ég vissi að það væri eini staðurinn þar sem ég gæti fundið fólk sem kann þessa dansa. Dansar- arnir sem hafa sýnt með mér í Borgarvirkinu og á Dans- barnum eru þaðan." Hvernig dansar eru kántrý- dansar? „Kántrýdansar bera keim af gömlu dönsunum og heita sömu nöfnum og þeir, eins og vals, polki og skottís, nema þeir eru dansaðir við öðruvísi tónlist. Það er best að dansa alltaf kántrý með sama herranum, því þá lærir maður smám saman hvað hann ætlar að láta mann gera, hvernig hann ætlar að snúa manni og svo framvegis. Það er alveg ótrú- lega mikið af snúningum og sveiflum í þessum dansi. Herrann stýrir manni inn í það allt og því þarf herrann að læra að stýra og daman að læra að fylgja honum." Olga Dís segist vona að með því að sýna dansana op- inberlega vakni áhugi hjá Is- lendingum á að lœra þá, og hún segir reyndar að hann hafi þegar gert vart við sig. En finnst henni kántrýtónlist njóta vinsœlda á íslandi? „Ég held hún sé að verða vinsæl og fólk sé að byrja að átta sig á því hvað kántrý- músík er. Það sem er vinsælt í dag er lítið líkt því sem Johnny Cash og Patsy Klein voru að spila hér á árum áð- ur. Kántrý hefur lést ógurlega mikið og tónlistin er miklu rokkaðri. Kántrý var kannski þrír hljómar í lagi og það var ósköp einfalt, til dæmis takt- urinn. Takturinn er reyndar ennþá sá sami, en það eru notaðir fleiri hljómar í lögin, gítarsóió og meiri rokkkeim- ur. Það eru yngri tónlistar- mennirnir sem bjóða upp á þetta." Hvað ert þú búin að dansa lengi? „Ég lærði fyrir um þremur árum og var svo heppin að ég náði í dansherra, sem var al- veg ógurlega klár og kunni mikið. Þannig að ég dansaði fjögur kvöld í viku, þangað til ég var búin að ná þessu það vel að ég gat farið að sýna dansa. Það var reyndar ekki nema í klúbbum í nágrenninu þar sem ég átti heima." Olga Dís kom heim frá Bandaríkjunum fyrir fimm mánuðum og œtlar að vera í eitt ár. Hún hefur í hyggju að kenna kántrýdansa, ef áhugi reynist vera fyrir hendi. „Ef hann verður nógur sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara að kenna. Þetta er öðru- vísi en það sem boðið er upp á annarstaðar á vertshúsum. Fólk getur dansað saman. Það þarf að læra dansana og það er ekki hægt að dansa þá ef fólk er búið að drekka of mikið." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Þegar stendur í einhverjum Fyrir nokkrum dögum hringdi til mín kona. Hún sagði til nafns og bað mig svo að skrifa grein um hvað gera ætti ef matarbiti stæði í einhverjum. „Ég var að borða um daginn," sagði hún. „Allt í einu virtist eldri maður sem sat ekki langt frá mér fá einhvers konar að- svif. Hann blánaði upp og greip um hálsinn á sér. Ung- ur maður sem sat við næsta borð virtist átta sig á því sem var að gerast. Hann spratt á fætur og greip utan um gamla manninn aftanfrá og tókst einhvern veginn að ýta matarbita upp úr honum. Hvað ætli hann hafi gert?“ GRIP HEIMLICHS Þetta grip sem konan lýsti er kallað grip Heimlichs eftir Bandaríkjamanninum Henry Heimlich sem lýsti aðferðinni fyrsturárið 1974. Þessi aðferð hefur víða verið kynnt svo að almenningur geti hjálpað því fólki sem fær matarbita í hálsinn og virðist vera að kafna. I Bandaríkjunum er talið að um 3000 manns kafni árlega þegar eitthvað stendur í þeim. Sambærileg tala hér- lendis væri 3—4 tilfelli á ári. í þessum tilvikum skipta sekúndur máli og læknir yf- irleitt víðsfjarri. Því er mikil- vægt að fólk viti hvað gera skal. Ef vel á að takast til verður björgunarmaðurinn að þekkja einkenni köfnun- ar og kunna aðferð Heim- lichs. EINKENNI KÖFNUNAR Þessir atburðir gerast yfir- leitt við matarborðið eða hjá litlum krökkum að leik sem ærslast með smáhlut í munni. Þegar fólki svelgist illa á grípur það með út- glennta þumalfingur og vísi- fingur um hálsinn. Viðkom- andi getur yfirleitt ekki talað eða andað eða sagt hvað sé að. Hann fölnar í fyrstu; blánar síðan; missir meðvit- und og fellur í gólfið á 1—2 mínútum. Þegar þetta gerist á veitingahúsi eða í veislu reynir oft sá sem stendur í að forða sér fram á snyrtingu til að valda ekki truflun. Þá er mikilvægt að fylgja honum eftir. Ef komið er að manni liggjandi á véitingastað úti á gangi eða inni á salerni gæti verið um köfnun að ræða. Þá ætti að grípa til Heim- lichs. AÐFERÐ HEIMLICHS Ef sá sem bitinn stendur í situr tekur björgunarmað- urinn sér stöðu fyrir aftan hann, grípur síðan utan um mitti hans með báðum höndum. Hnefi annarrar handarinnar er krepptur og vísar þumalfingur að kviðar- holi á móts við bringspalir. Hann grípur um hnefann með hinni hendinni og þrýstir snöggt á kviðinn þannig að átakið komi upp á við. Þetta er endurtekið þangað til bitinn hrekkur upp úr fórnarlambinu. Þeg- ar fórnarlambið stendur er sömu aðferð beitt. Ef maður- inn liggur sest björgunar- maðurinn klofvega yfir mjaðmir fórnarlambsins og ýtir fast á kviðinn upp á við, í stefnu á brjóstholið. Ef um barn er að ræða eru notuð sömu tök en minni kraftar. Hjá ungbörnum má nota vísifingur og löngutöng beggja handa í stað kreppts hnefa sem skaðað gæti barn- ið. Björgunarmaðurinn situr með barnið í fanginu eða lætur það liggja á borði með- an aðferðinni er beitt. AÐFERÐ TIL SJÁLFSBJARGAR Ef einhverjum finnst eins og matarbiti standi í honum og erfitt sé að ná andanum eru tvær leiðir fyrir hendi. Setja hnefann fyrir bring- spalir og láta þumalinn vísa að kviðnum og þrýsta fast upp á við með hinni hend- inni. Einnig má notast við stólbak eða borðbrún til að þrýsta bringspölum að. Þeg- ar ýtt er á kviðinn á þennan hátt með aðferð Heimlichs ýtist þindin snögglega upp og þrýstir lofti úr lungunum. Snöggur loftstraumurinn losar bitann úr barkanum og þeytir honum upp í munn. ANNAÐ Enginn skyldi reyna að berja mann í bakið sem stendur í. Það gerir sjaldnast gagn en eyðir dýrmætum tíma. Oft er reynt að fara með fingur ofan í kok og veiða bitann upp en stund- um verður það til að ýta honum enn neðar. Ef biti er að kæfa einhvern eru litlar líkur á að takist að krækja honum upp með fingri. Þeir sem nota falskar tennur ættu að skera allt kjöt sér- lega vel í litla bita. Menn ættu að forðast að tala, hlæja og borða samtímis. Óhófleg áfengisneysla eykur líkur á því að matur standi í monnum. Hafa verður auga með litlum börnum sem hættir til að stinga upp í sig smáhlutum sem hrokkið geta ofan í barka. Aðalatrið- ið er þó að kunna þessa að- ferð ef einhver virðist vera að kafna á næsta borði á veitingastað. Best að treysta á sjálfan sig og hefjast strax handa en bíða ekki eftir þjóninum sem oft er seinn í svifum. Hann gæti haldið að verið væri að kvarta undan súpunni!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.