Pressan - 04.07.1991, Síða 25

Pressan - 04.07.1991, Síða 25
LISTAPOSTURINN „Mér líður bölvanlega“ — segir Fridrik Þór Friöriksson kvikmyndagerdarmaður mánuði fyrir frumsýningu á mynd sinni Börnum náttúrunnar Það er mánudur þangad til kvikmynd Friöriks Þórs Frid- rikssonar, Börn náttúrunnar, verður frumsýnd í Stjörnu- bíói. Eina islenska kvikmynd- in sem birtist okkur á stóra tjaldinu þetta árið. Fridrik Þór er þessa dagana ad leggja lokahönd á verkið, sem þegar hefur fengið lof- samlega dóma hjá blaða- manni norska Dagblaðsins er sá myndina með Friðriki fyrir nokkru. En hvernig skyldi kvikmyndagerðarmanninum líða svona stuttu fyrir frum- sýningu? „Bölvanlega," svarar Frið- rik, þrátt fyrir lof þess norska. ,,Ég er núna að klippa hluti út úr myndinni sem ég er ánægður með, en þurfa samt að fara. Ég þarf að gera það með töngum.“ Um ummœli Norömanns- ins segir hann: ,,Ég bjóst ekki við að hann ætlaði að skrifa neitt. En svona eru blaðamenn. Ég var sjálfur að sjá myndina í fyrsta sinn á tjaldi og maður breytir alltaf ákveðnum hlutum eftir það. Ég hefði heldur ekki orð- ið hissa þó viðbrögð hans hefðu verið önnur, því tónlist- in var ekki einu sinni komin saman við myndina. Maður veit að sum atriði virka ekki nema það sé tónlist við þau og sýnir mynd því yfirleitt ekki þannig öðrum en kvik- myndagerðarmönnum." Það má taka fram í fram- haldiafþessu, að tónlistin við Börn náttúrunnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Er rétt að það sé ekki mikið talað í myndinni? „Það er vitleysa. En það eru ekki mörg löng sarntöl," svarar Friðrik og brosir. „Það er meira myndavélin sem tal- ar." Hvernig mynd er Börn nátt- árunnar? „Hún er flökkulífsmynd um gamalt fólk sem sjaldan ratar í kvikmyndir. Það eru ákveðin gildismöt sem rekast á og takast á. Dulrænir hlutir eru gerðir að eðlilegum hlut- um í umhverfi okkar.“ Finnst þér þeir sem eru ut- anveltu í þjóðfélaginu meira spennandi viðfangsefni en þeir sem falla inn í normið? „Já, ég hef frekar áhuga á því fólki en þeim sem fljóta með straumnum. Mér finnst .það fólk ekki spennandi við- fangsefni. Að minnsta kosti ekki ennþá." Hvað er svona heillandi við þá sem eru utangátta? „Það fólk hugsar öðruvísi en allur almenningur og tek- ur áhættu í lífinu." Börn náttúrunnar í saman- burði við Skytturnar? „Persónurnar í myndunum eru ólíkar, en Börn náttúr- unnar er flökkulífsmynd eins og Skytturnar. Uppbyggingin er því ekkert ósvipuð. Samt eru þær gjörólíkar. Það er annað tempó í þessari. Hún er meira sambland af Skytt- unum og Eldsmiðnum." Ein klassísk. Hvað þarftu marga áhorfendur til að koma sléttur út? „Ég þarf svona 10.000 áhorfendur. Það komu ekki mikið fleiri á Skytturnar og ég er að miða við að fá þá áhorfendur aftur. Svo fæ ég áreiðanlega eldra fólk líka. Annars er ég hættur að pæla í því. Ég hélt að fleiri kæmu á Skytturnar. Það var of mikil bjartsýni og kannski ákveðin tegund af heimsku. En ég væri ánægður með 10.000 áhorfendur." Hvað með markaðssetn- ingu myndarinnar erlendis? „Fyrst er að klára myndina. Síðan er hellingur af kvik- myndahátíðum að bíða eftir henni. Og þá er að vanda val- ið. Maður hefur nefnilega ekki nema eitt skot í byss- unni. Því ef mynd fær verð- laun á einni hátíð kemst hún ekki á aðrar." Það er á Friðriki Þór að heyra að hann hafi mestan áhuga á Locarno-hátíðinni, sem er í ágúst. Hann nefnir þó aðrar hátíðir eins og í Berlín, Feneyjum, New York og Cannes. En hún er ekki fyrr en á nœsta ári. „Ég er ekki búinn að gera upp hug minn, en þetta er í síðasta skipti sem ég get ver- í Lo( -no, þar sem ég er I jmin.' íeð tvær langmynd- ir, og þeir stíla fyrst og fremst upp á nýja strauma." Þú ert þegar farinn að huga að ncestu mynd? „Ég er kominn með fjár- mögnun að næstu mynd, sem ég geri bæði hér og í Japan. Ég er að fara til Tókýó að hitta leikara og svoleiðis í haust. Tökur hefjast svo að öllum líkindum í febrúar á næsta ári." Hann vill ekki rœða mynd- ina meira á þessu stigi. Finnst hann þurfa að frumsýna Börn náttúrunnar fyrst. Og svarar engu spurningum blaðamanns um það hver fjármögnunaraðilinn sé. Seg- ir aðeins að framleiðendur frá ýmsum löndum hafi áhuga og að best sé að byrja sern fyrst á næstu mynd. Sem hann getur gert vegna áhuga þeirra og þarf kannski ekki að bíða eftir peningum úr Kvikmyndasjóði. En sá bið- tími hefur lengst, því fleiri eru orðnir um hituna. Ein spurning að lokum, Friðrik Þór. Er það styrkur eða veikleiki að vera ekki menntaður í kvikmynda- gerð? „Hvorugt. Skóli getur verið góður ef menn nota tímann til að læra, en reynslan er ekki síðri skóli og ég hef feng- ið nóg af tækifærum og haft gott fólk í kringum mig." I illgirni vega menn þar hver annan Er íslenskt menningarlíf gegnsýrt afundirferli, illgirni, öfund, baktali og ósannind- um? Já, segir Njörður P. Njarðvík rithöfundur. ígrein í Morgunblaðinu í síðustu viku notaði hann sögu organist- ans í Atómstöð Halldórs Lax- ness af Dobúum á Dóbúey sem áttu sér það eitt siðgœð- islögmál að hatast. Siðgœðis- lögmál Dobúeyinga er ráð- andi í stjórnmálum, félagslífi og listalífi, segir Njörður. Njörður var formaður Rit- höfundasambands íslands, sat í Þjóðleikhúsráði, stjórn Listahátíðar í Reykjavík, dómnefnd bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs og víðar. Hann hikar ekki við að segja að hæfum mönnum sé ýtt burtu af því þeir vinna of vel, og að flokkspólitískt of- stæki hampi óhæfum mönn- um á kostnað annarra. Þetta eru stór orð um lítið menningarsamfélag. „Ég vil nú sem minnst um þessa grein segja," sagði Ein- ar Kárason formaður Rithöf- undasambands íslands. „Um þetta efni væri sjálfsagt hægt að skrifa heila bók. Ég veit að vísu ekki hvernig sú bók ætti að líta út." ERU LANDAMÆRI TILBÚNINGUR? Lengi fram eftir öldinni lágu skýr pólitísk landamæri þvert í gegnum menningarlíf- ið. Listamenn voru knúnir til að taka afstöðu, skipa sér vinstra eða hægra megin við þessi landamæri. Rauðu pennarnir á fjórða áratugn- Njörður: Öfund, illgirni, baktai og flokkspólitískt ofstæki ráða ferðinni í íslensku menn- ingarlífi. um (Halldór Laxness, Jó- hannes úr Kötlum, Halldór Stefánsson o.fl.) höfðu skýrar hugmyndir um pólitískt hlut- verk sitt. Laxness og Þór- bergur skrifuðu máttug áróð- ursrit í þágu kommúnismans. Eftir seinni heimsstyrjöld- ina var heil kynslóð hert í eldi kalda stríðsins. Það voru grimmir, heimskir tímar. Margir listamenn voru skrautfjaðrir stjórnmála- flokka, og notaðir í senn sem einskonar sirkustrúðar og sérlegir erindrekar alheims- samviskunnar. Síðustu ár hef- ur dregið úr þeirri tilhneig- ingu að eyrnamerkja lista- menn tilteknum stjórnmála- flokkum. Segja má að niður- staða flestra ungra skálda rúmist í ljóðlínu Péturs Gunn- arssonar. Landamæri eru til- búningur. „ÓTRÚLEGAR SVÍVIRÐINGAR“ En þótt pólitísk landa- Einar: Um þetta mætti skrifa heila bók án þess að ég viti hvernig sú bók ætti að líta út. mæravirki séu að mestu hrunin standa eftir mannleg- ir breyskleikar: Illgirni, öf- und, baktal. Hégómagirndin er aflvaki þeirra og stendur yfirleitt í sambandi við verð- laun, metorð og úthlutanir úr sjóðum. „Það eru ótrúlegustu svívirðingar sem listamenn láta sér um munn fara hver um annan," sagði maður sem setið hefur í sjóði sem úthlut- ar fjármunum til listamanna. „Margir, höfðu samband við mig til þess aö koma sjálfum sér á framfæri. Tækifærið var oft notað til að níða skóinn niður af öðrum, telja upp allt það sem aðrir höfðu fengið. Þetta var mannskemmandi á stundum." VARHUGAVERÐ OG MARKLAUS VERÐLAUN Helgi Hálfdanarson, sem trúlega verður talinn merk- asti þýðandi okkar á þessari öld, hefur sagt að listverð- Matthías: Ég hef persónulega reynslu fyrir ýmsu því sem Njörður fjallar um. laun „séu ekki aðeins mark- leysa, heldur einnig mjög var- hugaverð". Næstkomandi laugardag gengst Félag áhugamanna um bókmenntir fyrir þingi um Einar Benediktsson, skáld ofurmennskunnar, sem fleiri þjóðsögur hafa spunnist um en flesta aðra tuttugustu aldar menn. Níu framsögumenn flytja erindi, þar sem ýmist er farið stuttlega í saumana á einstök- um ljóðum eða gerð grein fyrir einstökum þáttum úr ævi og verkum skáldsins. Þessir tala: Páll Valsson, Dag- ný Kristjánsdóttir, Thor Vil- hjálmsson, Sigríður Stein- björnsdóttir, Matthías Viðar Sœmundsson, Jón Thorodd- sen, Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Guðbjörn Sigur- Listverðlaun hljóta að leiða til mannjafnaðar. Matthías Johannessen skáld og rit- stjóri Morgunblaðsins hefur sérstaklega varað við mann- jöfnuði í listum enda sé hann „eitur, það sjáum við í fornum bókmenntum okkar". PRESSAN leitaði til Matthí- asar vegna greinar Njarðar P. Njarðvík. Matthías var löng- um skotspónn vinstrimanna eftir að hann varð ritstjóri Morgunblaðsins árið 1959, tæplega þrítugur: „Ég hef sjálfur fjallað um þóknanlegt fólk á Islandi og þá sem eru síður þóknanlegir og hef persónulega reynslu fyrir ýmsu því sem Njörður fjallar um í sinni athyglis- mundsson og Silja Aðal- steinsdóttir. Þingið hefst klukkan tíu ár- degis og lýkur væntanlega klukkan 15.30. Áhugamenn um skáldskap og þjóðmál verðu og ágætu grein, ekki síst á tímum kalda stríðsins þegar blikaði á eggina hvern dag sem Guð gaf. En ein- hvern veginn hefur maður nú samt lifað þetta af. Hitt er svo annað mál að þjóðfélag okkar gengur of mikið fyrir allskyns pjatti og prjáli. Þessi hávaðasami hé- gómi hefur vond og bælandi áhrif á hógværð sem minnir á grasið, en hún er kóróna lífs- ins, eins og við sjáum í allri góðri list og því fjallræðufólki sem hefur stækkað land okk- ar og menningu gegnum tíð- ina." hj. ættu ekki að láta sig vanta; þess er skemmst að minnast að Einar lenti í hópi tíu áhrifa- mestu íslendinga aldarinnar í ítarlegri könnun sem PRESS- AN gerði á haustdögum. Thor Vilhjálmsson Silja Aðalsteinsdóttir Hannes Hólmsteinn Einar Benediktsson í Norræna húsinu

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.