Pressan - 04.07.1991, Side 29

Pressan - 04.07.1991, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚLÍ1991 29 stefnu hefur á vísan að róa á þéttbýl- issvæðum. KYNÞÁTTAFORDÓMAR KOMA í LJÓS Breytingarnar árið 2011 munu ekki síst stafa af inngöngu íslands í Evrópubandalagið. Það gerir er- lendum bönkum og fyrirtækjum kleift að starfa hér í harðri sam- keppni við einkabanka. Sameigin- legt mynt EB-landanna mun leysa krónuna af hólmi, ríkisbankar heyra sögunni til og Seðlabankinn verður ekki svipur hjá sjón. (Jón Sigurðs- son mun láta af því embætti árið 2011 ef að líkum lætur.) Fiskveiðar verða áfram mikilvæg- asti atvinnuvegurinn en stóriðjan vex til muna. Þá fer lika að styttast í að íslendingar geti selt orku gegn- um streng til útlanda. Vegna auk- inna tómstunda mun hvers konar af- þreyingariðnaði vaxa fiskur um hrygg, hvort sem um er að ræða skemmtanir, óperur eða myndlistar- sýningar. Hræðsla manna við innflytjenda- flóð reynist ástæðulaus en á hinn bóginn verður talsverður atgervis- flótti úr landi. Innflytjendur munu þó koma til íslands í meira mæli en áður, einkum Suður-Evrópubúar og Tyrkir. Þá kemur áþreifanlega í ljós að íslendingar eru fordómafyllsta þjóð í heimi í kynþáttamálum. HERINN PAKKAR SAMAN Talsverð byggðaröskun verður á landsbyggðinni, Stór-Reykjavíkur- svæðið heldur áfram að tútna út en einnig munu ákveðnir byggðakjarn- ar vaxa: einkum Akureyri, Egils- staðir og Borgarnes. ísland verður í vaxandi mæli mið- stöð fyrir flug- og skipasamgöngur, enda liggur landið vel við Ameríku, Evrópu og Asíu. Bandaríski herinn verður búinn að taka saman sitt hafurtask að mestu leyti en NATÓ verður enn við lýði. íslendingar munu að mestu manna eftirlitsstöðvarnar. Reykja- nesið verður æ háðara Reykjavíkur- svæðinu en heldur áfram að fram- leiða tónlistarstjörnur og körfu- boltaséní (og Víkurblaðið verður dagblað). VERÐUR VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR FORSETI? En hver verður forseti íslands árið 2011? Vigdís situr til ársins 1996 en þá tekur Gudrún Agnarsdóttir við og gegnir embættinu til 2008. Og þá vandast málið; forsetinn sem þá verður kjörinn er að líkindum fædd- ur um eða upp úr 1960. Annars veg- ar kemur til greina að forsetinn komi úr menningarlífinu og spá- menn PRESSUNNAR stungu bæði upp á Vigdísi Grímsdóttur og Guð- mundi Andra Thorssyni. Ef gamal- reyndur stjórnmálamaður verður fyrir valinu kemur tæpast annar til greina en Halldór Ásgrímsson. Hann verður að vísu orðinn nokkuð roskinn — en þjóðin verður líka eldri en nú er. ATVINNUMENNSKA í FÓTBOLTANUM Líklega verða mestu breytingarn- ar í fótboltanum. Með atvinnu- mennsku skipta peningar mestu máli auk þess sem lið úr fjölmenn- um hverfum munu blómstra. Lands- byggðin mun eiga mjög undir högg að sækja í þessum efnum. Áhugi á handbolta á eftir að dala enda nýtur hann ekki mikilia vinsælda úti í hin- um stóra heimi sem íslendingar munu í æ ríkari mæli bera sig saman við. Á hinn bóginn er líklegt að íþróttir eins og ísknattleikur og tennis verði miklu vinsælli en nú er. Af eðlilegum ástæðum er ógjörn- ingur að spá fyrir um íþróttahetjur ársins 2011. TUGIR SJÓNVARPSSTÖÐVA Bækur eiga ekki undir högg að sækja í framtíðinni og áhyggjur manna af afdrifum íslenskrar menn- ingar (arfsins) reynast ástæðulausar. Margir af þeirri skáldakynslóð sem komið hefur fram á sjónarsviðið allra síðustu árin verða í essinu sínu HUER LIERÐUR HURÐ? Bubbi Morthens veröur meó danshljómsveit i Perlunni Hannes Hólmsteinn veröur hú- skólarektor Megas veröur vinscetl skúldsagna- höfundur Björn Bjarnason veröur sendi- herra Séra Karl Sigurbjörnsson verö- ur biskup Pálmi Gestsson veröur rúöherra Vaigerður Matthíasdóttir verö- ur rithöfundur Georg Guðni veröur frœgasti myndlislarrnuöur okkar Margeir Pétursson veröur skrif- stofustjóri Alþingis Oskar Magnússon veröur liæsta- réttardómari Þorsteinn J. Vilhjálmsson verö- ur lítvarpsstjóri Ásgeir Sigurvinsson veröur um- svifamikill kaupsýslumaöur og þingmaöur Tómas Guðbjartsson veröur landlœknir Björk Guðmundsdóttir veröur leikkona lngi Björn Albertsson veröur formaöur í nýjum hœgri flokki Arnar Sigurðsson Breiöabliki veröur markakóngur í fótbollan- urn þriöja áriö í röö Sindri Freysson veröur þjóöleik- liússtjóriÓli Björn Kárason og Súsanna Svavarsdóttir veröa rit- stjórar Murgunblaösins Kristinn Björnsson veröur stjórnarformaöur Eimskips Glúmur Jón Björnsson veröur lektor Olafur Ragnar Grímsson veröur forstööurnaöur stofnunar Jónusar frú Hriflu Orri Vésteinsson veröur þjóö- minjavöröur Sveinn Andri Sveinsson veröur lögreglustjóri í Reykjavík Birgir Árnason veröur forslööu- maöur Stofnunar Jóns Sigurösson- ar fnúv. iönaöarráöherra) Jón Óttar Ragnarsson gerist jógi Helgi Áss Grétarsson veröur stórmeistari í skák eftir 20 ár. (Sjá metsölulista ársins 2011.) Miklar breytingar verða í fjöl- miðlabransanum. Fólk á eftir að geta valið úr tugum erlendra sjón- varpsstöðva en árið 2011 verða inn- lendar einkastöðvar tvær talsins. Útlendingar munu eiga stóra hluti í þeim báðum. Alþýðublaðið og Þjóð- viljinn verða liðin undir lok en fram- sóknarmenn munu halda úti mál- gagni. Líklegt er að það verði frem- ur í formi útvarps- eða sjónvarps- stöðvar en dagblaðs enda munu framsóknarmenn i framtíðinni kunna til hlítar að notfæra sér mátt fjölmiðla. Morgunblaðið og DV eiga eftir að lenda í hörkusamkeppni við nýtt dagblað. Það mun að líkindum kosta nokkrar fæðingarhríðir áður en nýju blaði tekst að hasla sér völl til lengdar og sjálfsagt fer að minnsta kosti ein tilraun út um þúf- ur. En eftir tuttugu ár verða líka bæði Morgunblaðið og DV orðin al- menningshlutafélög — eins og raun- ar flest stærri fyrirtæki. FAGRA, NÝJA VERÖLD Og hvernig verður stemmningin? Neyslukynslóðin mikla verður kom- in á gamals aldur en næstu kynslóð- ir á eftir verða engir eftirbátar. Auk- inn frítími kallar á aukna afþreyingu og meira framboð á hvers kyns dægrastyttingu. Ferðalög verða enn auðveldari en áður, ekki síst eftir að erlend flugfélög taka millilandaflug- ið yfir, samgöngur batna og verða örari og verð lækkar. Nýaldarflóðbylgja okkar tíma verður löngu hnigin en hún rís alltaf aftur. Ólíklegt er að áhugi á trúar- legum efnum aukist til muna en óhjákvæmilegt er að umræða vakni um aðskilnað ríkis og kirkju. Og eitt enn: Það á eftir að þurfa meiriháttar hugvitssemi til þess að hneyksla fólk árið 2011. Þá verða all- ir búnir að sjá allt, heyra allt — og prófa ansi margt. Þetta verður ágætt. Hrafn Jökulsson orgarfulltrúinn Katrín Fjeld- sted er í opinskáu viðtali í tímarit- inu Heimsmynd sem kemur út fyrir helgi. Katrín skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar og töldu stuðnings- menn hennar víst að hún kæmi sterklega til álita sem borgar- stjóri þegar Davíð Oddsson færi yfir í landsmálin og ljóst var að Magnús L. Sveinsson, sem skipaði annað sætið, sóttist ekki eftir borg- arstjórastólnum. í viðtalinu kemur fram að Davíð hafi hunsað áskorun tvennra stærstu kvennasamtaka í flokknum sem töldu Katrínu eiga rétt á borgarstjórastólnum . . . ^^^^arkaðurinn með hand- knattleiksmenn verður stöðugt flóknari og harðskeyttari. Munu ýmsir leikmenn hafa orðið hissa á því hvaða vald liðin hafa nú yfir þeim í kjölfar leikmannasamninga. Munu liðin nánast geta ákveðið hverjir fara, með því að ákveða verð á þá. Er tekið sem dæmi að ekki virðist vera ljóst hvort Björgvin Þór Rúnarsson, hornamaður úr Víkingi, nær samningum við Stjörn- una. Björgvin og Stjarnan töldu sig vera búin að ná samkomulagi en þá fóru Víkingar fram á meira fyrir Björgvin og allt fór í hnút... Wr að fór illa fyrir gjöf sem ís- lensk þingmannanefnd, undir for- ystu Eyjólfs Konráðs Jónssonar, hugðist gefa þýskum kollegum á dögun- um á ferð í Þýska- landi. Um var að ræða forláta krús, unna af íslenskri listakonu, og var gripurinn með öðr-* um farangri hjá Flugleiðum. Þegar nefndarmenn tóku upp úr töskum sínum ytra mun hins vegar hafa komið í ljós að listmunurinn var brotinn. Var strax haft samband við listakonuna, sem gerði nýjan grip um nóttina sem komst klakklaust með Flugleiðum til Þýskalands dag- inn eftir . . . D ■meykingar hafa verið bannaðar á Landspítalanum, bæði meðal starfsmanna og sjúklinga, en þar eins og annarstaðar þar sem boð og bönn gilda reyna menn að fara í kringum þau. Þannig hafa starfs- menn orðið uppvísir að því að reykja inni á salernum spítalans í stað þess að hlaupa alltaf út til að fá sér smók. En þó reykingalykt hafi fundist hefur ekki tekist að fá neinn til að játa á sig sökina. Á deildum þar sem ekki er mikið um að vera á kvöld- og næturvökt- um, og fáir yfirmenn á ferli, hafa starfsmenn ekki einu sinni fyrir því að fara inn á salerni, en reyicja inni á vaktinni eins og ekkert sé. Kannski það ætti að endurskoða reykingabannið ...

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.