Pressan - 05.09.1991, Side 7
A-
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991
7
UimOGFERMI
FORNMNNSINS
Kostnaður við rekstur skrifstofu knatt-
spyrnusambandsins hefur stóraukist frá því Eggert Magnús-
son tók við formennsku. KSÍ hefur þurft að greiða háar
fjárhæðir vegna ferðalaga Eggerts formanns. Atvinnuleysi
formannsins fœldi framkvœmdastjórann úrstarfi.
lEKNINGIMIM
Innan Knattspyrnusambands íslands er deilt um störf
formannsins, Eggerts Magnússonar. Hann er fyrsti for-
maður KSÍ sem þiggur laun fyrir störf sín. Það er fleira
sem deilt er um. Mikill kostnaður hefur fallið á KSÍ vegna
ferðalaga Eggerts. Hann þykir fara í mun fleiri ferðir á
vegum sambandsins en forveri hans, Ellert B. Schram,
gerði.
Nokkrir stjórnarmenn í KSÍ hafa gert ítrekaðar tilraun-
ir til að finna vinnu handa formanninum, en án árangurs.
Eggert er á skrifstofu sambandsins nánast alla daga.
Margar ferða hans þykja koma íslenskri knattspyrnu lítt
eða ekkert við. Þar má nefna að KSÍ varð að greiða um
400 þúsund krónur vegna ferðar Eggerts og sonar hans
á úrslitaleik í heimsmeistaramótinu, sem fram fór á Ítalíu
í fyrrasumar.
Eggert Magnússon og Ellert B. Schram. Þeir þykja mjög ólíkir sem formenn
KSI.
Það er fleira sem fundið er að
störfum Eggerts Magnússonar.
Hann er sagður vinna nokkuð blint
og ekki sjást fyrir í öllum sínum
störfum. Einn forystumanna í knatt-
spyrnuhreyfingunni sagði að ef Egg-
ert hefði ekki þennan sterka bak-
hjarl, sem KSÍ er, væri eins komið
fyrir KSÍ OG HSÍ.
Þegar störf Eggerts eru gagnrýnd
verður að líta til þess að á síðasta ári
var tekjuafgangur KSÍ um 25 millj-
ónir króna. Þeir sem gagnrýna for-
manninn fullyrða að hagnaðurinn
hefði orðið enn meiri ef Eggert væri
ekki þar sem hann er.
FALDAR LAUNAGREIÐSLUR
OG ÞÓKNUN FYRIR
STÓRA SAMNINGINN
,,Ég hef oftsinnis sagt að það eigi
ekki að gera þetta með þessum
hætti. Úr því hann fær greitt þá á að
gera það fyrir opnum tjöldum. Ég
skil ekki af hverju er verið aö fela
þetta. Hversu mikið hann fær greitt
veit ég ekki,” sagði forystumaður
eins stóru félaganna i Reykjavík.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR lætur nærri að tekjur Egg-
erts Magnússonar séu um tvö
hundruð þúsund krónur á mánuði
frá KSÍ fyrir störf sín. Þetta er í fyrsta
sinn í sögu sambandsins sem for-
maður þiggur laun fyrir störf sín.
Nokkrir viðmælenda PRESSUNN-
AR sögðu þetta dæmi um áherslu-
breytingar innan KSÍ. Greinilegt er
að þessi nýbreytni mælist mjög mis-
jafnlega fyrir. Launagreiðslur til
handa Eggerti eru mikið feimnis-
mál.
Þá er annað mál enn viðkvæm-
ara. Fullyrt er að Eggert hafi fengið
umtalsverð umboðslaun þegar KSÍ
gerði risasamning við hollenskt
auglýsingafyrirtæki um beinar út-
sendingar frá undankeppni Evrópu-
mótsins. Þessi samningur var upp á
aærri eina milljón dollara, eða um
sextíu milljónir króna. Hversu mikið
Eggert fékk er ekki vitað. Viðmæl-
endur PRESSUNNAR sögðust halda
að hann hefði fengið ýmist fimm
eða tíu prósent, það er frá þremur til
sex milljóna króna.
Hvað er rétt virðast fáir vita og
ljóst að þeir sem hafa vitneskju um
hversu há greiðslan var fara með
staðreyndir málsins sem manns-
morð.
SVIKIN LOFORÐ OG UPPSÖGN
FRAMKVÆMDASTJÓRANS
Stefán S. Konrádsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, hefur sagt starfi
sínu lausu. Hann hættir 1. desem-
ber. Þegar PRESSAN leitaði til Stef-
áns um ástæðu uppsagnarinnar
vildi hann ekki tjá sig. Eins sagðist
hann ekki vilja ræða neitt varðandi
KSÍ. Aðrir sem leitað var til sögðu að
Stefán hefði verið svikinn og þess
vegna sagt upp.
- Þegar hann var ráðinn til starfa, 1.
júlí 1990, var honum lofað að Egg-
ert Magnússon mundi hætta dagleg-
um störfum á skrifstofunni. Það hef-
ur ekki staðist. Andrúmsloftið hefur
verið einkennilegt, þar sem segja
má að tveir stjórnendur hafi verið
þar samtímis, það er Eggert og Stef-
án. Engin starfslýsing er til um starf
Eggerts, enda ekki nema von, sam-
kvæmt því sem gjaldkeri KSÍ segir:
„Hann er ekki starfsmaður KSÍ.
Hann fær greitt fyrir verkefni, svo
sem auglýsingasöfnun og annað
þess háttar. Það verður að taka það
fram að við þurfum að greiða þetta
hvort eð er, sama hvort Eggert vinn-
ur þessa vinnu eða einhver annar,“
sagði Elías Hergeirsson, gjaldkeri
KSÍ. Varðandi aukinn tilkostnað við
rekstur KSÍ sagði Elías það eðlilegt
að meira væri gert þegar peningar
væru til en þegar reksturinn stæði
ekki undir sér. Elías sagðist vera
óhress með að Stefán Konráðsson
væri að hætta en sagði það mál ein-
göngu vera milli framkvæmdastjór-
ans og formannsins.
Pór Símon Ragnarsson, sem á
sæti í framkvæmdastjórn KSÍ, sagði
leitt til þess að vita að Eggert og
Stefán gætu ekki starfað samam
Hann sagði þá báða góða fyrir KSÍ
og því væri það slæmt.
„Það kemur ekkert á óvart að
Stefán skuli hafa sagt upp. Þegar
hann var ráðinn í fyrra var honum
lofað að Eggert mundi hætta að
vera daglega á skrifstofunni. Eggert
hefur ekki breytt neinu. Það er
óþarfi að vera með tvo stjórnendur.
Það er mikill missir að Stefáni. Hann
er sá maður sem við þurfum hvað
mest á að halda,“ sagði stjórnarmað-
ur í KSÍ.
FERÐAGLAÐUR FORMAÐUR
Kostnaður við rekstur skrifstofu
KSÍ hefur stóraukist á þeim tíma
sem Eggert hefur verið formaður.
Stór hluti af auknum kostnaði er
skýrður með tíðum ferðalögum
hans til útlanda. Áður hefur verið
minnst á ferð hans og sonar hans á
úrslitaleik heimsmeistarakeppninn-
ar á Ítalíu í fyrrasumar. Eins hefur
PRESSAN vitneskju um að þegar
landsliðið lék gegn b-liði Englands
hafi Eggert Magnússon og eigin-
kona hans, Gudlaug Ólafsdóttir,
verið með í för. Það var í tilefni af
silfurbrúðkaupi þeirra hjóna.
„Það hefur færst mjög í vöxt að
eiginkonur fylgi stjórnarmönnum í
ferðalög til útlanda. Þetta þekktist
ekki áður. Eins þykir undarlegt
hversu víða Eggert telur sig þurfa að
fara. Ég gæti trúað að hann færi tíu
til tóif sinnum á ári. Þetta er eitthvað
annað en þegar Ellert var formaður,
þrátt fyrir að hann hafi haft allt ann-
að og meira hlutverk en Eggert í al-
þjóðasamstarfi," sagði áhrifamaður
hjá KSÍ.
HUGSANLEGT MÓTFRAMBOÐ
í VETUR
Formannskjör verður á þingi sam-
bandsins í nóvember eða desember.
Eftir því sem næst verður komið
hefur enginn tilkynnt mótframboð.
Þeir sem rætt var við segja að ekki
kæmi á óvart þótt mótframboð
kæmi fram á þinginu.
Þess verður að geta að Eggert var
kjörinn formaður eftir að tveir
menn neituðu að vera í framboði til
formanns. Fyrst var reynt að fá Hall-
dór Jónsson í Fram til að gefa kost á
sér. Þegar hann aftók það var leitað
til Sveins Jónssonar, formanns KR.
Hann hafði ekki áhuga. Þegar Hall-
dór og Sveinn voru búnir að af-
þakka að fara í framboð, og það
þrátt fyrir að þeim væri báðum heit-
ið stuðningi flestra fulltrúa, var leit-
að til Eggerts. Þá var ljóst að þáver-
andi varaformaður, Gylfi Þórðarson
frá Akranesi, sóttist eftir formanns-
stólnum.
STAÐA FYRIR ÁHRIFAMENN
Formaður KSÍ hefur til þessa verið
stjórnandi fyrirtækis. Það hefur þótt
nauðsynlegt að formaður þessa
stóra sambands sé vel kynntur í við-
skiptalífinu. Til þessa hafa „áhrifa-
rnenn" setið í formannsstóli hjá KSÍ.
Þegar kosið var milli Gylfa Þórðar-
sonar og Eggerts Magnússonar var
verið að kjósa milli tveggja fram-
kvæmdastjóra. Gylfi er fram-
kvæmdastjóri Sementsverksmiðj-
unnar og Éggert var framkvæmda-
stjóri Glerverksmiðjunnar Esju. Fá-
einum mánuðum eftir að Eggert var
kjörinn formaður varð fyrirtæki
hans gjaldþrota.
Áður en Eggert varð formaður
Knattspyrnusambandsins var hann
formaður knattspyrnudeildar Vals.
Þegar hann hætti hjá Val var
knattpsyrnudeildin illa stödd fjár-
hagslega. Skuldirnar voru á annan
tug milljóna króna.
Ekki náðist í Eggert Magnússon
áður en blaðið fór í prentun.
Sigurjón Magnús Egilsson.
ms