Pressan - 05.09.1991, Page 11

Pressan - 05.09.1991, Page 11
F £. yrir miðstjórnarfund sjálfstæð- ismanna í gær lögðu formenn þriggja SUS-félaga fram bréf, þar sem farið er almenn- um orðum um ólög- lega starfshætti á þingi SUS á ísafirði. Formennirnir þrír eru Birgir Ar- mannsson, Einar Páll Tamini og Viktor B. Kjartansson. Áður hafði komið fram yfirlýsing frá formönn- um „vafafélaganna" svokölluðu þar sem þeir vísa ásökunum um ólög- mæta fulltrúa á bug. H^lstu rök þeirra sem nú eru í vörn vegna SUS eru þau að löngum hafi slík vinnu- brögð tíðkast, eða eins og einn þeirra orðaði það við blaðamann PRESSUNNAR: „Það er ekkert nýtt að Reykvíkingar fari á SUS-þing sem fulltrúar Dalamanna"... F JL_4inn af aðaleigendum og fram- kvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar hf., Kristján Auðunsson, hefur tekið sér hvíld frá fyrirtækinu og sest á skólabekk. Kristján, sem starfað hefur hjá Einari J. Skúla- syni í um 30 ár, eða frá því hann var 12 ára gamall, ákvað að láta gamlan draum rætast nú í haust og hefja nám við lagadeild Háskólans. Jafnframt seldi hann hluta af hlut sínum í fyrirtækinu, en hann átti fjórðung, jafnmikið og samstarfsmenn hans, þeir Helgi Þór Guðmundsson, Olgeir Krist- jónsson og Bjarni B. Ásgeirs- son . . . T J. alsmenn bænda hafa rekið upp ramakvein vegna þess að Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra ætl- ar að skerða ríkis- framlagið til Fram- leiðnisjóðs landbún- aðarins um helming eða um rúmar 300 milljónir. Ekki er að undra að talsmenn bænda séu óánægð- ir, því sjóðurinn er engin venjuleg lánastofnun. Á síðasta ári veitti hann óafturkræfa styrki upp á 371 milljón króna, en iánaði aðeins 19 milljónir. Og lán sjóðsins eru ein- hver þau bestu sem bjóðast á land- inu; allt að einnar milljónar króna verðtryggð lán með engum eða að- eins 2% vöxtum eða óverðtryggð með aðeins 5% vöxtum . . . A J. M.Ö undanförnu hafa banka- stjórar íslandsbanka notið leiðbein- ingar dansks sérfræðifyrirtækis, Prize Waterhouse lko. P.W.I. hefur hjálpað þeim Val Valssyni. Birni Björnssyni og Tryggva Pálssyni að móta stefnuna til næstu fimm ára, móta starf alþjóðadeildar bankans og koma af stað úttekt á hagræð- ingu meðal útibúa bankans. Þessa dagana er mikið hvíslað innan bankans um róttækar breytingar, þar sem hausar muni fjúka, en eitt- hvað mun það orðum aukið. Hitt er annað mál að vinna er hafin við að móta nýtt skipulag fyrir bankann, þar sem ein helsta spurningin er FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 hvar rétt sé að hafa stærstu við- skiptavini bankans í viðskiptum; í útibúunum sem hingað til, í útibú- unum en með „sérstökum stuðn- ingi“ aðalbankans eða að þeir stóru vistist alfarið í aðalbankanum. Við heyrum að síðasti kosturinn sé mik- ið ræddur innan bankans þessa dag- ana og gætu þá ýmsir útibússtjórar misst stóran spón úr aski sínum í ná- inni framtíð ... ■l_)ómstólarnir eru að taka til starfa eftir réttarhlé. Eitt stærsta mál vetrarins verður eflaust Ávöxtunar- málið. Þar eru tveir menn ákærðir og þeim gefið að sök að hafa framið alvarleg afbrot, en það eru Ármann Reynis- son og Pétur Björnsson. Ávöxt- unarmálið er til meðferðar í Saka- dómi Reykjavíkur . . . hynist lítill srúllingurá þím hámili? L IFS H. MAGNUSSONAR Tónlistarhæfileika barna er unnt að laða fram snemma, sé hlúð að þeim á réttan hátt. Hvatning foreldra er góður bakhjarl en hljóðfærið þarf líka að vera ósvikið. Vandað hljóðfæri reynist barni ómetanlegt því að lengi býr að fyrstu gerð. Vandað hljóðfæri-hjarta hvers menningarheimilis.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.