Pressan - 05.09.1991, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991
STJ0RMARANDS1ADAN
SKIPULEGGUR 8IG
Deilurnar um þjónustugjöldin hafa kristallað ágreining innan Alþýðuflokksins
og hleypt nýju lífi í valdabaráttuna innan hans
undra að það skuli vera Guðmundur
sem leiðir andstöðuna við þá nafna
um þjónustugjöldin, sem er full-
frjálshyggjuleg hugmynd fyrir
vinstri-jafnaðarmenn.
ÖSSUR BANDAMAÐUR
GUÐMUNDAR Á ÞINGl
Það var Arnór Benónýsson sem
átti mestan þátt í að skipuleggja
fund þeirra sem kröfðust flokks-
stjórnarfundarins, en Arnór er ná-
inn samstarfsmaður Össurar Skarp-
héðinssonar, formanns þingflokks-
ins og fyrrverandi Alþýðubanda-
lagsmanns. Þeir Össur og Guð-
mundur Árni fóru yfirreið um land-
ið fyrir síðustu kosningar undir slag-
orðinu; ,,Við erum A-listinn“ og fór
það fyrir brjóstið á mörgum kratan-
um. Þeir þóttu gefa of sterklega til
kynna að þeir væru arftakarnir í
flokknuni.
Þótt Össur hafi gætt sín í yfirlýs-
ingum, þar sem hann er formaður
þingflokksins, þarf enginn að efast
um afstöðu hans til þjónustugjald-
anna. Hann er algjörlega á móti
þeim eins og Guðmundur Árni, fé-
lagi hans.
Og eins og Guðmundur hefur orð-
ið talsmaður þeirra sem kröfðust
flokksstjórnarfundarins leiðir Össur
andófið innan þingflokksins. Þar
eru hans helstu samherjar hinir nýju
þingmennirnir, Sigbjörn Gunnars-
son og Gunnlaugur Stefánsson,
bróðir Guðmundar Árna.
Andstæðingar [jjónustugjaldanna
I deiluniim um þjónustugjöldin
kristallast ágreiningur í Alþýöu-
flokknum. Þær hafa leitt til þess ad
myndast hefur hópur sem er í opin-
berri andstödu uiö flokksformann-
inn og þá flokksmenn sem hafa lagt
línurnar á undanförnum árum. Og
þessi liópur hefur fylkt sér ad buki
Guðmundi Árna Stefánssyni, bœjar-
stjóra í Hafnarfirdi, sem er í óopin-
berri keppni vid Jón Sigurðsson um
hvertaki vid o/Jóni Baldvini Hanni-
balssyni sem formadur.
Jón Baldvin hefur hingað til feng-
ið frið fyrir flokksmönnum sínum.
Þrátt fyrir að hann hafi staðið fyrir
mörgum ákviirðunum sem hafa not-
ið lítils fylgis innan flokksins hafa
ekki veriö gerðar tilraunir til að
hnekkja þeim. Krafa tólf krata um
fund í flokksstjórn um þjónustu-
gjöldin og vinna þeirra fyrir þann
fund marka því tímamót.
ÓOPINBER KEPPNI
GUÐMUNDAR OG JÓNS SIG.
Jón Baldvin hefur síöur en svo
gefiö i skyn aö hann ætli að draga
sig í hlé. Flokksþing krata verður á
næsta ári og mun Jón sjálfsagt gefa
kost á sér áfram. Sá sem ætlar sér að
fella hann í formannskjöri þarf aö
hafa sterka stöðu og liana hefur
enginn hingað til haft innan flokks-
ins.
Það hefur hins vegar ekki hindrað
að kratar velti fyrir sér arftaka Jóns
Baldvins. Þ;ir eru þeir líklegastir
Guðmundur Árni og Jón Sigurös-
son.
Jón Itefur verið einn helsti sam-
starfsmaður Jóns Baldvins og hafa
þeir tveir í raun mótað stefnu flokks-
ins á undanförnum árum. Ef slægi í
brýnu milli þeirra yrði það því út af
persónulegum ágreiningi en ekki
pólitískum.
Guömundur Árni hefur hins veg-
ar allt annað bakland en þeir nafn-
ar. Guðmundur er Hafnarfjarðar-
krati og kandídat þeirra til for-
manns. Þeir hafa alltaf verið vinstra
megin í flokknum og því er ekki að
Þrátt fyrir mikið fylgi hefur Jóhanna
Sigurðardóttir verið einangruð innan
flokksins.
lega, en hann verður ekki látinn
komast upp með það núna,“ sagði
einn tólfmenninganna sem skrifuðu
undir kröfuna um flokksstjórnar-
fund um þjónustugjöldin.
Þeir tólf sem skrifuðu undir voru:
Ólína Þorvarðardóttir borgarfull-
trúi, Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri, Arnór Benónýsson leik-
ari, Ragnheiður Davíðsdóttir, vara-
þingmaður í Reykjavik, Gísli Bragi
Hjartarson, bæjarfulltrúi á Akur-
eyri, Ægir Hafberg á Vestfjörðum,
Guðfinnur Sigurvinsson á Norður-
landi eystra, Hermann Níelsson,
varaþingmaður á Austurlandi, Guð-
mundur Þ.B. Ólafsson á Suðurlandi,
Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar, og Ingvar
Viktorsson, bæjarfulltrúi í Hafnar-
firöi.
PERSONULEG VALDABARÁTTA
OG HREINRÆKTAÐUR
ÁGREININGUR
Meö kröfunni um flokksstjórnar-
fundinn hefur Guðmundi Árna tek-
ist að þjappa í kringum sig ýmsum
hópum sem hafa verið óánægðir
meö stefnu flokksins á undanförn-
um árum en ekki náð styrk til að
vera með virka andstöðu. Margt af
þessu fólki hefur litiö til Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem hefur aldrei
tekið að sér leiðtogahlutverk fyrir
það. Jóhanna hefur eignast aðdá-
endur frekar en fylgismenn.
,,Það er dæmi um einangrun Jó-
hönnu í flokknum aö hún fór ekki af
stað fyrr en eftir að flokksstjórnar-
fundar var krafist og í ljós kom aö
það er bullandi ágreiningur innan
flokksins. Þangað til fyrir örfáum
dögum virtist hún líkleg til að
kyngja öllu," sagði áhrifamaður í Al-
þýðuflokknum.
Það er því ekki ofmat að segja að
með framgöngu sinni í þessu máli
hafi Guðmundur Árni ógnað Jóni
Baldvini meira en hann hefur mátt
þola frá því hann kom flokknum í
••jkisstjórn árið 1987.
Á sama hátt og Guðmundur Árni er
talinn kandídat vinstri-krata er Jón
Sigurðsson kandídat hægri-krata
sem arftaki Jóns Baldvins.
„Þetta er bæði persónuleg valda-
barátta og hreinræktaður ágrein-
ingur um grundvallaratriði í pólitík.
Auðvitað er Guðmundur Árni að
láta vita af sér og hann velur rétta
tímann og réttu málin,“ sagði annar
alþýðuflokksmaður í samtali við
PRESSUNA.
JÓN SIGURÐSSON
PLÆGIR LÍKA
Guðmundur Árni var eindreginn
andstæðingur þess að gengið yrði
til stjórnarmyndunar með Sjálfstæð-
isflokknum í vor og með málflutn-
ingi sínum nú er hann búinn að
tryggja sig í sessi sem leiðtogi
„vinstri" arms Alþýðuflokksins. Á
sama hátt er Jón Sigurðsson for-
ingjaefni „hægra" armsins. Þeir
Guðmundur og Jón eru þess vegna
ekki bara í óopinberri samkeppni
um formennsku í flokknum heldur
snýst slagurinn um framtíðarpólitík
flokksins — og hvaða samstarfs-
flokka á að velja.
Það vakti mikla athygli þegar
greint var frá því í fjölmiðlum að
Guðmundur Árni og Jón Sigurðsson
hefðu gert samkomulag um að Jón
viki af þingi einhverntíma á kjör-
tímabilinu og gerðist seðlabanka-
stjóri. Með þeim hætti hefði Guð-
mundur Árni tekið sæti Jóns á þingi.
Nú heldur Jón því hins vegar fram
að ekkert slíkt samkomulag hafi
verið gert. Deila þeirra mun hafa
gengið svo langt að Jón Baldvin
kallaði þá á sinn fund til að fá botn
i málið. Þar kom fram að Jón Sig-
urðsson er ekki á leiðinni í Seðla-
bankann.
„Jón Sigurðsson hefur undirbúiö
sig smátt og smátt, skapað sambönd
við inenn og plægt jarðveginn.
Hann er sá foringi flokksins sem
langmesta áherslu leggur á flokks-
starfið og samskipti við félagana.
Markmið hans eru skýr og hann ætl-
ar ekki að hleypa Guðmundi Árna á
þing næstu árin. Það er á hreinu."
sagði maður sem vel þekkir til inn-
an Alþýðuflokksins.
fullyrtu við PRESSUNA að þau
fengjust aldrei samþykkt í nokkurri
stofnun flokksins, ekki einu sinni
þingflokknum. Auk nýju þingmann-
anna er Jóhanna Sigurðardóttir á
móti þeim svo og Karl Steinar
Guðnason og Rannveig Guðmunds-
dóttir.
ÞJÓNUSTUGJÖLDIN SETTU
ALLT Á ANNAN ENDANN
Ef þjónustugjöldin fást ekki sam-
þykkt í þingflokknum eru enn minni
líkur til þess að þau fari í gegnum
aðrar stofnanir flokksins. Þótt sú
stefna sem Jónarnir hafa rekið á
undanförnum árum hafi tryggt Al-
þýðuflokknum þokkalegt kjörgengi
nýtur hún líklega meira fylgis utan
flokksins en innan.
„Það fór allt á annan endann í
þingflokknum eftir að krafan kom
fram og Jón Baldvin fann áþreifan-
lega að honum er ógnað. Kannski
heldur hann samt að hann geti bar-
ið niður andstöðuna eins og venju-
Gunnar Smári Egilsson
Stefna Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur náö
þokkalegum árangri í kosningum, en nýtur sjálf-
sagt meira fylgis útan Alþýðuflokksins en rneðal
flokksbundinna. Sama má má segja um Jón
sjálfan.
VÍB ERUM
Awti; imglp nteini í barállusiEtinn
<nd I A-flokk!
Meö þessari yfirlýs-
ingu, „Við erum
A-listinn", þóttu þeir
Guömundur Árni
Stefánsson og Öss-
ur Skarphéðinsson
vera að gefa tóninn
fyrir tilkall sitt til
metorða innan
flokksins.