Pressan - 05.09.1991, Side 15

Pressan - 05.09.1991, Side 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 15 FIMM STÆRSTU EI6A 8,3 MILLJARBA í KVÓIA 1 ' hiiÉÍHS ——y . ~T"n Grandi hf. á mestan kvóta allra útgerdarfyrirtœkja, eda 15.500 tonna þorskígildi. Verdmœti kvótans er 2,5 milljardar króna ef reiknad er med ad hvert kíló kosti 160 krónur. Útgerdarfélag Akur- eyringa kemur nœst meö tœp 14 þúsund tonn, sem kosta 2,2 milljaröa króna. Sam- herji hf. á kvóta fyrir nœrri 1.400 milljónir, Haraldur Böövarsson hf. á kvóta upp á rúmar 1.200 milljónir ogSíld- arvinnslan fyrir 950 milljónir króna. Guðbjörg ÍS hefur sem fyrr mestan kvóta allra skipa. Kvóti Guðbjargar kostar nærri 600 milljönir króna. Aðaleigandi Guðbjargar og skipstjóri er Ásgeir Guö- bjartsson. Örvar HU kemur næst með 585 milljónir. Snorri Sturluson er í þriðja sæti með 580 milljónir króna. Kvóti Snorra jókst um eitt þúsund tonn frá síðasta ári, eða sem jafngildir 160 millj- ónum króna. Botnfiskkvótinneralls um 290 þúsund tonna þorsk- ígildi. Þar af eiga fimm stærstu útgerðarfyrirtækin 16,3 prósent en áttu 15,8 pró- sent í fyrra. Stóru fyrirtækin auka þar með hlutdeild sína í aflanum, sem í heild hefur skerst um fimmtung. Athygli vekur að eitt fimm kvótahæstu fyrirtækjanna er í einkaeign, en það er Sam- herji á Akureyri. Eigendur fyrirtækisins eru þrír menn á fertugsaldri, bræðurnir Krist- ján og Porsteinn Vilhelmssyn- ir og frændi þeirra Þorsteinn Már Baldvinsson. Sam- kvæmt þessum útreikningum á hver þeirra kvóta fyrir 460 milljónir króna. Þær þrjár útgerðir sem koma næst á eftir þeim fimm stóru eru Samtog hf. með tæpar 900 milljónir, Skag- strendingur hf. með 885 og Ögurvík hf. með 880 milljón- ir króna. Minnstan kvóta allra báta, eitt hundrað kíló, hefur Þór- unn frá Hafnarfirði, sem er 11 tonna eikarbátur smíðaður í Hafnarfirði 1970. Verðmæti kvótans er 16 þúsund krónur. Eigendur eru feðgarnir Karl K. Þóröarson og Guömundur Karl Karlsson í Hlíðsnesi í Bessastaðahreppi. Á myndinni má sjá þrjá af togurum Granda hf., kvótahæsta einstaka útgerðarfélags landsins; Viðey, Ottó N. Þorláksson og Snorra Sturluson. Verðmæti kvóta þeirra er I. 300 milljónir króna. Mittá milli þeirra er báturinn Óskar Halldórsson, kvóti hans er 95 milljóna króna virði. Bátinn þann á Ólafur Óskarsson í Reykjavík. Lengst til hægri er loðnuskipið Jón Finnsson, eigandi Gísli Jóhannesson. Botnfiskkvóti skipsins er II, 2 milljónir króna. VERÐMÆTI KVÓTA HINNA STÆRSTU Útgerðir í fyrra í ár Grandi 2.750 ÚA 2.600 Samherji 1.370 H.Böðvars. 1.430 Síldarv. 1.100 Skip: Guðbjörg 680 Örvar 633 Snorri St. 416 Páll Pálss. 503 Akureyrin 520 m.kr. 2.500 m.kr. m.kr. 2.230 m.kr. m.kr. 1.380 m.kr. m.kr. 1.225 m.kr. m.kr. 957 m.kr. m.kr. 595 m.kr. m.kr. 585 m.kr. m.kr. 580 m.kr. m.kr. 4(i(i m.kr. m.kr. 425 m.kr. Hæstaráttarlögmaður féflettir fdrnarlamb Guöný Höskuldsdóttir hœstaréttarlögmaöur hefur veriö kœrö til Lögmannafé- lags íslands fyrir aö hafa haldiö eftir um tveimur millj- ónum króna af bótum sem skjólstœöingi hennar voru dœmdar í Hœstarétti. Mann- inum voru dœmdar 3,6 millj- ónir króna í bcetur vegna lík- amsárásar sem hann varö fyrir í Aöalstrœti í Reykjavík. Eftir að Guðný tók við greiðslunni frá viðkomandi tryggingafélagi hélt hún eftir um tveimur milljónum og reyndi þar með að hafa pen- ingana af manninum. Eftir að hann komst að þessu kærði hann Guðnýju til Lögmanna- félagsins. Marteinn Másson, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði þetta alvarlegt mál og að Guðnýju hefði verið gefinn frestur til 20. september til að gefa félaginu skýringar á at- hæfi sínu. Málið hefur ekki verið kært til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Reynist lögmenn ekki borg- unarmenn fyrir því fé sem þeir draga sér í starfi greiðir ábyrgðarsjóður Lögmannafé- lagsins það sem á vantar. Það er ekki gert fyrr en fullreynt er hvort viðkomandi lögmað- ur getur staðið skil á pening- unum. PRESSAN sagði fyrir tæpu ári frá máli gegn Eddu Sig- rúnu Ölafsdóttur, sem hafði stórfé af skjólstæðingum sín- um. Hennar mál var rannsak- að af Rannsóknarlögreglu ríkisins. Eftir rannsóknina var málið sent til ríkissak- sóknara þar sem það liggur óafgreitt. Stjórn Lögmannafélagsins kom til fundar seint í gær. Þar var mál Guðnýjar Höskulds- dóttur rætt án þess að neinar ákvarðanir væru teknar. Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri iHafnarfirði og varaþingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi, erkominn íopinbera andstöðu viðJón Baldvin Hanni- balsson, formann flokksins. Guðmundurkom fram ífjölmiðlum sem talsmaðurhóps innan Alþýðuflokksins sem krafðist flokksstjórnarfundar vegna fjárlagatil- lagna ríkisstjórnarinnar. Fundurinn verður í kvöld. „(juomunaur Arm neiur aKanega riKa rettiætis- kennd. Hann er raunsær, rökfastur og áræðinn. Fljótur að átta sig á breyttum aðstæðum og sjá nýja fleti á málum sem eru til umræðu. Þrátt fyr- ir geðríki heldur hann jafnvægi þegar stór mál koma upp. Það eru frekar smáu málin sem fara í taugarnar á honum," segir séra Önundur Björnsson rithöfundur. „Hann er mjög hrein- skiptinn, fylginn sér og fljótur að taka ákvarðan- ir, en á engu að síður mjög gott með að vinna með öðrum. Hann lætur ekki nægja að tala um hlutina og ann sér ekki hvíldar fyrr en þeim er hrundið í framkvæmd," segir Tryggvi Harðar- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði. „Hann er tilbúinn að taka áhættu og snöggur að taka ákvarðanir. Hann hefur trúnað þeirra sem hann vinnur með og samstarfsmenn hans treysta honum," segir Guðmundur Odds- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópa- vogi. „Guðmundur Árni er heiðarlegur og traustur maður. Hann er sérlega glöggur stjórn- andi og á gott með að umgangast fólk. Hann er maður framkvæmda og verka og er laginn við að taka réttar ákvarðanir," segir Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld og bróðir Guðmundar Árna. „Hann er áræðinn og fylgir þeim hlutum eftir, sem hann hefur áhuga fyrir," segir Jó- hann Bergþórsson, bæjarfulltrúi Sjáifstæð- isflokksins í Hafnarfirði. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri „Hann á það til að erfa lengi við menn, ef hann telur þá hafa brotið á sér, segir Önund- ur Björnsson. „Þar sem hann er snöggur að taka ákvarðanir hættir honum stundum til að vera ögn fljótfær og dæma hlutina of fljótt. Hann mætti skoða sum mál betur. En hann hittir líka oft naglann á höfuðið," segir Guðmundur Oddsson. „Hann getur verið óþolinmóður, fljótur á sér og jafnvel hrana- legur eða ósvífinn ef svo ber undir. En þótt hann rjúki upp erfir hann ekki hlutina og hefnigirni hef ég aldrei orðið var við í fari hans,“ segir Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. „Hann er keppnismaður og skapmikill. Honum hefur þó tekist að tengja það vel og nýta sér til styrktar," segir Finnur Torfi Stefánsson, bróðir hans. „Það sem hann hefur ekki áhuga á fær að sitja á hak- anum. Hann er svolítið fljótfær og eiginlega of pólitískur,“ segir Jóhann Bergþórsson. „Hann á alltaf gamlar bíldruslur. Mér finnst það vera að snobba niður á við,“ segir Ön- undur Björnsson. JJNDIR OXINNI Þorgeir Ingólfsson framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Fáks Er búið að búa til óviðráðanlegt bákn i kringum Fák? „Að Fákursé bákn er umdeilanlegt. Félagið hefur umfangsmikla þjónustu, ermeð hest- hús fyrir 420 hross, jörð í Gaulverjabæjar- hreppi með 200 hest- um og með 200 til 300 hross á hagagöngu á sumrin. Þetta kallar á mikla þjónustu og út- heimtir nokkurt starfs- mannahald." Miðað við 18 millj- ónir króna eru þetta liðlega 16.000 krónur á hvern af 1.100 fé- lagsmönnum. Er ekki nærtækara að leita til þeirra en borgarinnar um hjálp? „Við erum ekki að biðja borgina um styrk, heldur um að- stoð við að breyta og flytja starfsemina í Víðidalinn. Hesthúsin við Bústaðaveg eru að mínu mati tímaskekkja og hjálpar ekki upp á reksturinn að hafa þetta aðgreint. Við er- um með lóðarleigu- samning við borgina sem gildir í 11 eða 12 ár til viðbótar. I samn- ingnum er ákvæði um að þá leysi borgin til sín eignirnar á mats- verði efekki verður um áframhaldandi leigu að ræða. Við erum að tala um að borgin geti tekið þetta svæði fyrr til annarrar notkunar. Hvað félagsmenn varðar hefur það verið höfuðverkur okkar að ná félagsgjöldunum inn. Fólk er í þessu fé- lagi eins og annars staðar misjafnlega stætt." Varla eru hesteig- endur öreigar. Af hverju vilja þeir ekki borga sín gjöld? Er hugsanlegt að valda- barátta spili hér eitt- hvað inn í? „Auðvitað spilar slíkt alltaf inn í, það er Ijóst. Og fjárhags- þrengingar til margra ára hafa sett svip sinn á félagsstarfið, þannig að fólki finnst það kannski ekki fá neitt fyrir peningana. En við stofnuðum til skulda og það er okkar að ráða fram úrþeim með einhverju móti." Hestamannafélagið Fákur er meö neikvæða skuldastöðu upp á 18 milljónir króna, hefur staðið i miklum framkvæmdum en getur ekki halað inn félagsgjöld. Félagið hefur nú leitað til borgarinnar um aðstoð.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.