Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991
Þess vegna
halda karlarnir
völdunum
Að uonum er þad konum
hugleikid hvernig á því stend-
ur ad karlar halda völdum i
nútímaþjódfélögum þrátt fyr-
ir ad formlegt jafnrétti ríki.
Ná hefur Anna Guðrán Jón-
asdóttir lokið doktorsprófi í
stjórnmálafrœði frá Gauta-
horgarháskóla og í ritgerð
sinni, „Ástarkraflur og pólit-
ískir hagsmunir", leitar hán
skýringa á ofangreindu fyrir-
hœri.
Anna Guðrún er ósátt við
þær kenningar sem settar
hafa verið fram til skýringar
hingað til. „Höfundur setur
fram nýja kenningu í þremur
liðum: Drög eru lögð að nýrri
efnislegri söguskoðun þar
sem mið er tekið af tengslum
fólks sem kynvera. Þróuð er
sögulega staðsett skýring á
nútímakarlveldi, þar sem
vald og tileinkun karla á
krafti ástar og umhyggju
kvenna (frekar en vinnukrafti
þeirra) er aðalatriðið. Að síð-
ustu eru vissar hugmyndir
mótaðar um greiningu á pól-
itískum hagsmunum kvenna
og á undirstöðum lýðræðis,"
segir í fréttatilkynningu um
ritgerðina.
Ekki vitum við alveg
hvernig þýða skal ofan-
greindan texta á mannamál.
En við sjáum ekki betur en
verið sé að segja að karlar
plati konur (og undiroki) í
krafti ástar og kynlífs. Sem sé
að konur tapi valdabarátt-
unni með því að verða ást-
fangnar af körlum .. .
VANRÆKTU OG
GLEYMDU MARKA-
MASKÍNURNAR
Hafnfirðingar
hafa að von-
um velt
vöngum
yfir
því hvers
vegna
Hörður
Magnásson,
markaskorari
FH og marka-
kóngur 1989 og 1990, er ekki
fyrir löngu búinn að spila
sinn fyrsta landsleik í knatt-
spyrnu.
En það eru fleiri en Hörður
sem hafa verið vanræktir.
Sigurjón Kristjánsson Val var
markahæstur með 13 mörk
1988, en komst ekki í lands-
liðið (lék hins vegar 3 lands-
leiki upp úr 1982 þegar hann
lék með Breiðabliki). Og svo
eru það þeir sem fengu tæki-
færi, sönnuðu sig en gleymd-
ust svo alfarið. T.d. Sœbjörn
Guðmundsson KR, sem lék
tvo landsleiki 1983 og skor-
aði þrjú mörk. Óli Þór Magn-
ússon ÍBK lék tvo landsleiki á
sama tíma og skoraði tvö
mörk. Og um svipað leyti lék
Erlingur Kristjánsson norð-
anmaður fjóra landsleiki
og skoraði þrjú mörk.
Nú er rifist um réttmœti
þess að leggja gjöld á sjúk-
linga til að redda ríkissjóði
og sýnist sitt hverjum. Okk-
ur hefur verið bent á miklu
sniðugri lausn en að skatt-
leggja sjúklinga á þennan
hátt. Nœrtœkara sé að
skattleggja þá sem heim-
sœkja sjúklingana á sjúkra-
húsin.
Með öðrum orðum ætti
að taka upp heimsóknar-
gjald. Gjald þetta ætti ann-
ars vegar að fara eftir fjölda
gesta til hvers sjúklings, en
einnig að vera misjafnlega
hátt eftir því um hvaða
sjúkdóm er að ræða. i
seinna tilfellinu er sjálfsagt
að rukka hærra gjald þegar
um „styttri" sjúkdóm er að
ræða, en veita afslátt fyrir
langlegusjúklinga. Með
þessi^ móti er skatturinn
lægri á hina sjúkustu og á
þá sem fæsta eiga vini og
ættingja .. .
Verktakar, útgerð og veit-
ingahús eru í tísku
Oft hefur verið talað um
barlóminn í útgeröinni og
fiskvinnslunni og ekki hefur
hann minnkað með minnk-
andi kvótum. Þuð mœtti því
cetla að nú til dags voeru
menn ekkert að hafa fyrir því
að stofna ný útgeröar- og fisk-
vinnslufyrirtœki. Frekar að
menn sneru sér aö vaxtar-
broddum í iðnaöi, til að
mynda. En svo er að sjá að
annað sé upp á teningnum.
I Lögbirtingablaðinu 29. og
30. ágúst er greint frá stofnun
75 hlutafélaga um land allt á
síðustu mánuðum. Þegar til-
gangur þessara hlutafélaga
var skoðaður kom í Ijós að í
11 tilfellum (15 prósent) var
ætlunin að stunda útgerð
og/eða fiskvinnslu. Tísku-
greinin reyndist hins vegar
vera verktakastarfsemi, þar
sem litu dagsins ljós 15 ný
hlutafélög (20 prósent). í
þriðja sæti kom önnur tísku-
grein sem mikið hefur verið
fjallað um, veitingarekstur,
með 7 ný hlutafélög.
Það er líka athyglisvert
hversu mörg hinna nýju
hlutafélaga byrja með lág-
markshlutafé, þ.e. eins lítið
hlutafé og lög leyfa eða 400
þúsund krónur. Svo háttaði til
í 32 tilvikum eða 43 prósent.
í 15 öðrum tilvikum var
hlutafé undir einni milljón
króna.
Hvers vegna ekki heimsókn-
argjöld á sjúkrahúsum?
KYNLÍF
Er ófrjósemisaðgerð hentugur valkostur?
Ofrjósemisaðgerðir á
konum (eggjaleiðurum lok-
að) og körlum (sáðrás tekin
i sundur) eru með örugg-
ustu getnaðarvörnum sem
þekktar eru nú á tímum og
vinsælar aðgerðir til dæm-
is á Bretlandi og í Banda-
ríkjunum. Hjá Bandaríkja-
mönnum er þetta algeng-
asta getnaðarvörnin, fast á
hæla hennar kemur getn-
aðarvarnarpillan. Eins og
með aðrar getnaðarvarnir
er ýmislegt sem mælir með
og á móti. Aður en tekin er
endanleg ákvörðun þarf að
huga að sterkum rökum
sem mæla með því að láta
til skarar skríða.
Margar góðar og gildar
ástæður finnast fyrir ófrjó-
semisaðgerð. Par eða hjón,
sem telja sig vera búin að
koma upp fjölskyldu og
hafa ekki hugsað sér að
eignast fleiri börn, líta
þessa aðferð oft hýru auga.
Eftir að konan hefur náð
þrjátíu og fimm ára aldri
fara sum pör að hafa meiri
áhyggjur vegna getnaðar,
því með hækkandi aldri
aukast líkurnar á að barnið
fæðist með erfðasjúkdóm
eins og til dæmis Down-
syndrómið. Það hefur líka
nokkuð að segja að aðferð-
in er örugg, aukaverkanir
litlar eða engar og hún
kostar litið miðað við aðrar
getnaðarvarnir. Eftir að-
gerðina þarftu ekki að
hugsa um neitt getnaðar-
varnakyns það sem eftir ef
ævinnar (karlmenn sem
fara í ófrjósemisaðgerð
þurfa reyndar að nota
smokkinn í sex til átta vik-
ur á meðan þeir losa sig við
það sæði sem komið var í
sáðrásina áður en aðgerðin
var framkvæmd). Sjálf að-
gerðin hefur engin áhrif á
tíðir, sáðlát (hann fær sáð-
lát en í „sæðinu" er bara
sæðisvökvi) og kynferðis-
legan áhuga. Parið er
kannski óánægt með notk-
un annarra hefðbundinna
getnaðarvarna — til dæmis
getur hún ekki notað lykkj-
una eða pilluna, eða heilsu
konunnar getur verið
hætta búin verði hún aftur
ófrísk.
Margfalt fleiri konur en
karlar láta framkvæma á
sér ófrjósemisaðgerð á ís-
landi. Árið 1988 fóru 465
konur í aðgerð en 30 karlar.
Meðal Finna og íslendinga
er að finna mestan kynja-
mun í fjölda ófrjósemisað-
gerða. Á hinum Norður-
löndunum, sérstaklega í
Danmörku, er hlutfall karla
og kvenna nokkuð svipað.
Þessi kynjamunur er at-
hyglisverður, því ófrjósem-
isaðgerð karla er talin ör-
uggari og auðveldari í
framkvæmd en sú sem
framkvæmd er á konum. í
þeim tilvikum sem það
reynist mögulegt er líka
auðveldara að tengja sáð-
rásina saman hjá karlinum
en að reyna að tengja
eggjaleiðarana aftur saman
hjá konunni.
Menn hafa reynt að finna
skýringar á þessum kynja-
mun en ekki tekist. Karl-
maður tengir frjósemina
meira við kynímynd sína
en konan — hann er við-
kvæmur fyrir skrámu á
karlmennskuimyndinni.
Konur eru kannski vanari
því að áherslan sé á að þær
verði ekki þungaðar frekar
en karlmaðurinn hafi
áhyggjur af því að sá fræi í
frjóan svörð. Kannski er
skýringanna að leita hjá
heilbrigðisstarfsfólki sem
veitir ráðgjöf áður en að-
gerðin er framkvæmd.
Hvað mælir á móti þvi
að láta gera sig ófrjóa(n)?
Aldur skiptir máli. Sértu að
íhuga ófrjósemisaðgerð
eru meiri líkur á að þú
skiptir seinna um skoðun
sértu mjög ung. Stendur
hjónabandið eða sambúðin
á brauðfótum? Bíddu þá
með slíka aðgerð. Þeir sem
sjá oftast eftir aðgerðinni
eru fráskildir eða þeir sem
. . . eftir aðgerð
þarf ekki að
hugsa um neitt
getnaðarvarna-
kyns það sem
eftir er ævinnar
eru komnir í aðra sambúð
eða hjónaband. Er um að
ræða tímabundna erfið-
leika, svo sem fjárhags-
áhyggjur eöa veikindi?
Taktu þér þá góðan tíma og
flanaðu ekki að neinu. Ertu
barnshafandi? Bíddu þá
með að taka ákvörðun þar
til nokkrum mánuðum eftir
fæðinguna. Hvað ef barnið
þitt deyr? Það er ekki auð-
velt að hugsa þá hugsun til
enda, en barnslát eru önn-
ur algengasta ástæðan fyrir
því að fólk vill reyna að
endurheimta frjósemina.
Þrýstingur frá vinum, maka
eða fjölskyldu? Ákvörðun
um að fara í ófrjósemisað-
gerð verður að koma frá
þér sjálfum. Er bara annað
hvort ykkar sammála um
réttmæti aðgerðarinnar?
Þið verðið að vera einhuga
í þessu máli, annars geta
komið upp erfiðleikar í
sambúðinni.
Aðeins um eitt prósent
sér eftir aðgerðinni og æsk-
ir þess að reyna að endur-
heimta frjósemina með
annarri aðgerð. Oftast er
um að ræða ófyrirsjáanlega
atburði eins og til dæmis
dauða eins eða fleiri barna,
nýja sambúð eða hjóna-
band, betri fjárhag eða sál-
rænar aukaverkanir vegna
ófrjósemisaðgerðarinnar,
eins og áður sagði.
Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík