Pressan - 10.10.1991, Síða 4

Pressan - 10.10.1991, Síða 4
4 jitéyWNrfm íslenskar stulkur Jósteinn tollari lesandi gódur. Jósteinn, eldri bróðir hans, var eitt furðulegasta fyrirbæri sem ég hef fyrirhitt á minni lífs- fæddri ævi, og hef ég þó mætt þeim mörgum skrýtn- um. Jósteinn var dúx í skóla og tollari. Hlustið nú á. Hann var hégómlegasti egóisti jarðarinnar. Það var uppeld- inu að kenna. Jósteinn var elsti sonur Eika Strandamanns og Ki- ríku. Faðir Eiríku hafði eitt sinn verið oddviti. Hún þreyttist aldrei á að segja frá þessu. Jósteinn mátti hlýða á þetta daginn út og inn frá frumbernsku og þetta odd- vitamál náði ógnvænlegri stærðargráðu í huga hans. Hann ákvað að verða álíka mikilmenni þegar hann yxi úr grasi. Eiríka sagði: — Þú ert miklu greindari, Jósteinn minn, en hann afi þinn. Og þar sem honum tókst að verða oddviti, ja, hvað verð- ur þá úr þér'.’ Þú verður utan- ríkisráðherra. í skóla gat enginn séð að hann væri neitt sérstakt. Dúxar eru á hverju strái í Menntaskólanum á Akur- eyri. Þar var hann ekki einn um að vera spes. Þar úði og grúði af furðuverkum. Ef einhver hældi Ijóði eftir T.S. Eliot hafði Jósteinn aldrei heyrt getið verra skálds. Þætti einhverjum mynd eftir Bunuel góð uppástóð Jó- steinn að Bunuel væri ba- búnapi. En Eiríka hafði sagt að hann ætti engan sinn iíka. Það hlaut að vera satt og rétt. Hvers vegna gerðist ekki neitt í lífi hans? Þegar Lyndon B. Johnson kom til íslands dreymdi Jóstein und- arlegan draum. Hann þóttist standa fyrir utan stjórnar- ráðið. Johnson kom gang- andi eftir Lækjargötunni og fólkið stóð á gangstéttinni. Allt í einu snarstansaði vara- forsetinn. Hann hafði komið auga á Jóstein. — Loksins hef ég fundið jafningja. sagði Johnson við einn af ráðgjöfum sínum. — Takið ykkur öll þennan mann til fyrirmyndar. Jósteini fannst Johnson taka sig í fangið. Þegar hann vaknaði rauk hann strax í bæinn og tróð sér í fremstu röð til að sjá varaforsetann. Hann átti von á því að draumurinn mundi rætast en ekkert gerðist. Þegar hann hélt heim á leið, afar sár og von- svikinn, munaði minnstu að hann dytti aftur fyrir sig, svo sperrtur gekk hann. Þegar hann hafði lokið menntaskóla ákvað hann að fara ekki í Háskólann, eng- inn þar gæti í raun og veru kennt honum neitt. Hann varð tollari. Þar gat hann lát- ið kvikindin svitna. Árin liðu og hann beið þess að eitt- hvað gerðist. Eitthvað hlaut að fara að ske. Og það varð. Einn góðan veðurdag kom litill Keflvíkingur til starfa í tollgæslunni. Hann var mesta snobb í heimi. Hann sá strax eitthvað stórfeng- legt við Jóstein Eiríksson. Jósteinn var kallaður manna á meðal „tollarinn með axla- skúfana". Þeir Snobbið bjuggu báðir í vesturbænum og fylgdust gjarnan að heim frá vinnu. Þá talaði Snobbið í sífellu um frægt fólk sem hann hefði hitt en Jósteinn var gjörsamlega heyrnar- laus því hann var alltaf að gá Kins og siöast sagði hrökk blessaður bíllinn hans Reim- ars í gang hvar við sátum undir stýri rallhálfir, báðir með miðsvetrarprófin sem rallhálfur prentari hafði skenkt okkur. Reimar var fullfljótur á sér og tilkynnti: — Nú set ég í þriðja, en þar fataðist honum því vitaskuld drap bíllinn á sér eins og skot í þriðja gír. Ekki meira um sendiráðsbílinn í bili. Ég held áfram að lesa skrá- setjara mínum fyrir ævintýri Reimars. Hans makalausa fjölskylda stendur mér Ijós- lifandi fyrir hugskotssjónum hvort einhver tæki eftir því að hann, tollarinn frægi, var að ganga um göturnar með- al ósköp venjulegs fóiks. Eitt sinn, er hann var að hugsa hversu óþolandi allt líf sitt væri, náði hann í lokin af málsgrein sem Snobbið lét sér um munn fara: — Sá mesti í heimi. Það ert þú, Jó- steinn minn. Þetta gladdi Jóstein ákaf- lega, þótt hann væri of stolt- ur til að spyrja nánar út í þau orð sem hann hafði misst af. Og það var eins gott, því loksins hafði smávitglóra læðst inn i hausinn á Snobb- inu. Snobbið hafði sagt: — Þú ert mikill hégómi Jó- sleinn. Sá mesti í heimi. — Tollari er nú meiri maður en oddviti, sagði Jósteinn við Snobbið til að launa hrósið. — Aumingja vesalings Jó- steinn, sagði Reimar þegar hann hafði rakið þetta fyrir mér. — Er nú von á manni góðum? Honum finnst ég vera hálfviti en mér þykir ósköp vænt um hann þrátt fyrir alit. Ef ég yrði dúx yfir allan skólann mundi það ríða honum að fullu, ha ha ha. Já, sá var draumur Reim- ars að slá bróður sínum við í skóla og allt útlit fyrir að það mundi takast. Við sátum með öll prófin í höndunum og prentsvertan varla þorn- uð. — Æ, sagði Reimar mæðulega, það verður nú meira púlið að finna og muna svörin við öllum þess- um spurningum. Ólafur Gunnarsson í útlöndum gera það margar ótrúlega gott. Hér að ofan má sjá myndir af Andreu Brabin, en hún er orðin eitt af aðalandlitunum í helstu tískublöðum heims fyrir ekki minni nöfn en KRIZIA og YVES SAINT LAURENT ogþað er nú ekkert smáræði. 0 ■sfiroihgiik og ævintyri hans Reykjavík Augun hennar Isabellu Rossellini Hún er svokallaö andlit fyrir Lancome en þeir hafa nú sett betri og þróaðri maskara ó markaðinn. Lengi má gott bæta því Lancome-maskarinn hefur lengi vel verið á toppnum sökum gæða og góðrar endingar. Ég mœli með þessum toppmaskara. Z)g v & A/i ght 10. OKTÓBER 1991 Ó hann Egill Ég hlustaði á útvarpið umMginn og heyrði lag sem kom mér til að gleyma stað og stund, rokinu úti, og allt í einu var ég stödd í suðlægum höfum Það var lag Egils Olafssonar „Leiðin er lengri" sem kom þessari vellíðan í minn þreytta kropp. Nýr diskur með Agli kemur út í dag. HcUta/i (úý dUáin Er ég leit ínn í Nota Bene fann ég ótrúlega hluti. Gott úrval af stórum og litlum höttum, bæði fínum og hvunndags. Skartgripir voru þarna í miklu úrvali fyrir töff táninga og fínar frúr. Einnig voru sexí undirfatasamfellur á góðu verði og sígarettuveski eru aftur komin í tísku.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.