Pressan


Pressan - 10.10.1991, Qupperneq 13

Pressan - 10.10.1991, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 10, OKTÓBER 1991 Forystumenn Skáksambandsins og Flugbjörgunarsveitanna TELJA AB HÁSKÚLINN HAFISTOLHIHUGMYNBINNI AB SJÖBSHAPPBRÆTTINU Mikit óánœgja er medal forystu- manna Skáksambands íslands og Landssambands flugbjörgunar- sveita med þad hvernig Happdrœtti Háskóla íslands hefur farid af stad med sjóöshappdrœttiö ..Happó". Telja forystumenn SÍ og flugbjorg- unarsveitanna ad Háskólahapp- drættid hafi hirt allar liugmyndir þeirra ad sjódshappdrœtti. sem þeir hafi unniö ad í langan tíma. Telja skák- og flugbjörgunarsveitarmenn- irnir ad þeir hafi verid látnir ganga þrautagöngu i gegnum dómsmála- ráóuneytid þar sem þrír embœttis- menn, sem jafnframt sitji í happ- drœttisrádi Háskólans, hafi lagt stein í götu þeirra. Er þaö œtlun þeirra uö fara fram á bœtur fyrir stuld á hugmynd þeirra. Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happ- drættis Háskólans: „Einföld hug- mynd og kjánalegt að halda því fram að einhver hafi fundið hana upp." Snemma árs 1990 var sett á fót undirbúningsnefnd sem átti að vinna að fjáröflunarleiðum fyrir Skáksambandið og flugbjörgunar- sveitirnar. Fyrir hönd Skáksam- bandsins sátu þeir Einar S. Einars- son og Ftíll Magnússon í nefndinni. Frá björgunarsveitunum þeir Grím- ur Laxdal, Jón Gunnarsson og Gunnar Bragason. Nefndin skilaði frá sér fyrstu greinargerð 27. febrú- ar 1990 þar sem lagt er til að búið verði til sjóðshappdrætti sem heiti ..Lukkupottur" og vinningarnir verði greiddir út í formi ríkisskulda- bréfa. 20. mars 1990 er síðan dómsmála- ráðuneytinu send umsókn frá Landssambandi flugbjörgunar- sveita og Skáksambandinu. Þar er farið fram á leyfi fyrir starfrækslu happdrættis þar sem dregið verði úr sérstökum potti mánaðarlega og fái einn vinningshafi stærsta vinning- inn. Gert er ráð fyrir að hann verði greiddur út i formi ríkisskuldabréfa, en þannig ætluðu menn að komast framhjá einkaleyfi Happdrættis Há- skólans á peningahappdrætti. Var þá hugmyndin að miðinn kostaði 500 krónur og átti að draga einu sinni í mánuði. Helmingur þess sem inn kom átti að fara í vinninga. Skömmu síðar sömdu þeir Einar og Grímur frumvarpsdrög að ,,pott- leik". BREYTINGAR DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIS í dómsmálaráðuneytinu tók um- sóknin síðan ýmsum breytingum. í stað 2/5 hluta hagnaðar áttu ein- ungis 2/5 að renna til rekstraraðila en 60% í sérstakan þyrlu- og björg- unarsjóð, sem verja skyldi til kaupa á björgunarþyrlu fyrir Landhelgis- gæslu Islands. Hugmyndin að þessu segja þeir Einar og Grímur að sé komin innan úr ráðuneytinu, en þar starfa þrír embættismenn sem jafn- framt sitja í happdrættisráði Há- skóla íslands. Það eru Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri, sem er formaður ráðsins, Drifa Ftílsdóttir deildarstjóri og Jón Thors skrifstofu- stjóri, sem er varamaður. Auk þeirra er Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, í ráðinu. Happdrættisráðið er fyrst og fremst eftirlitsaðili, en happdrættið hefur auk þess sína stjórn. Nú, þegar Háskólahappdrættið hefur hafið starfrækslu sjóðshapp- drættis, bregður hins vegar svo við að hvergi örlar á að greiða eigi til Grímur Laxdal hjá Flugbjörgunar- svert Reykjavíkur: „Ljósrítuóu hug- mynd okkar." þyrlukaupa. Þess ber þó að geta að Háskólahappdrættið greiðir eitt happdrætta 20% skatt til ríkissjóðs. Það var síðan Óli Þ. Guöbjartsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sem flutti frumvarpið í lok desember 1990 með samþykki fyrrverandi rík- isstjórnar. Það var svo skömmu fyrir þinglok að ljóst mátti vera að það næði ekki fram að ganga. Frumvarpið vakti mikil viðbrögð á Alþingi og þótti mörgum þing- mönnum út í hött að láta aðeins þessi tvenn samtök njóta sjóðshapp- drættis. Var því Slysavarnafélagi Is- lands og Hjálparsveit skáta bætt inn í. Varð þá niðurstaðan að Skáksam- bandið fengi 12,5% ágóðans, björg- unarsveitirnar 37,5% og þyrlusjóð- urinn 50%. Máiið dó hins vegar í höndum þingsins eftir að Örlygur Hálfdánar- son, fyrir hönd Slysavarnafélags ís- lands, sendi allsherjarnefnd efri deildar Alþingis ályktun fundar sambandsins frá 25. febrúar síðast- liðnum. Þar segir: „Fundurinn telur miður að félagasamtök nýti sér það ástand sem er í þyrlumálum Land- helgisgæslunnar sér til fjáröflunar. Því telur fundurinn eðlilegt að hugs- anlegar tekjur af væntanlegu sjóðs- happdrætti, samkvæmt frumvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi, gangi óskiptar til þyrlukaupa Land- helgisgæslunnar, a.m.k. næstu fimm árin." Þetta urðu í raun enda- lok málsins á Alþingi. „UÓSRITUÐU HUGMYND OKKAR“ Á meðan á þessari þrautagöngu skák- og flugbjörgunarsveitar- manna stóð unnu forráðamenn Há- skólahappdrættisins að sínum mál- um í kyrrþey. í ágúst síðastliðnum var síðan samþykkt reglugerð, sem hið nýja happdrætti þeirra, Happó, starfar eftir. ,,Ég tel að Happó sé bara Ijósrit af hugmyndum okkar sem við iögðum fyrir dómsmálaráðuneytið. Hug- mynd okkar virðist vera þarna öll eins og hún leggur sig; við ætluðum að vera með sjóðshappdrætti, hafa helming innkomunnar í vinning, selja miðann á 250 krónur og draga hálfsmánaðarlega í sjónvarpi. Happdrætti Háskóla íslands hefur tekið þessar hugmyndir og fram- kvæmt þær. Okkur finnst þetta auð- vitað dálítið siðlaust," sagði Grímur Laxdal hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur. I sama streng tekur Einar S. Ein- arsson, forstjóri VÍSA og fyrrverandi formaður Skáksambands íslands. „Mér hefði þótt það sjálfsögð kurt- eisi að tala við hugmyndasmiðina og reyndar þykir mér dálítið blóð- ugt að Happdrætti Háskóla íslands skuli ekki víla fyrir sér að taka þessa hugmynd. Ég tel þetta hugmynda- stuld af grófustu gerð," sagði Einar, en hann sagði að þessir sömu aðilar hefðu hugsað sér til hreyfings aftur í málinu þegar þeir höfðu spurnir af því að Happó væri að fara af stað. „SVO EINFÖLD HUGMYND AÐ ÞAÐ ER KJÁNALEGT AÐ SEGJA AÐ EINHVER HAFI FUNDIÐ HANA UPP“ „Mér finnst þessi hugmynd svo einföld að það er kjánalegt að halda því fram að einhver hafi fundið hana upp,“ sagði Ragnar Ingimars- Óli Þ. Guóbjartsson: Flutti frumvarp fyrir skák- og flugbjörgunarsveitar- menn en leyffti síftan Háskólahapp- drættinu aft hefja sjóftshappdratti. son, forstjóri Háskólahappdrættis- ins. Hann segir að hugmyndir um nýjar gerðir af happdrætti séu sífellt i gangi hjá Háskólahappdrættinu og vangaveltur um sjóðshappdrætti hafi verið til lengi þar. Hann gat hins vegar ekki bent á neiriar staðfestar samþykktir fyrir því nema sam- þykkt stjórnarfundar frá 4. október í fyrra, þar sem forstjóra var falið að vinna ótrauður að nýju happdrætti. Sagði hann að Háskólahappdrættið hefði fengið leyfi fyrrverandi dóms- málaráðherra fyrir Happó í janúar síðastliðnum. Sagði Ragnar að um leið og hann hefði sest í forstjórastólinn, eftir frá- fall fyrrverandi forstjóra í septem- ber í fyrra, hefði hann strax farið að vinna að nýjum möguleikum. Happó væri meðal annars afrakstur þess, svo og ýmsir fleiri möguleikar sem hafa verið skoðaðir. Einar S. Einarsson i fjáröflunarnefnd Skáksambandsins: „Hef Ai verift sjálf- sögA kurteisi að tala viA hugmynda- smiAina." „Þá má líka benda á að við vorum byrjaðir með skafmiðahappdrætti 1987 og þá fóru björgunarsveitirnar út í það, þannig að ég veit ekki ann- að en þeir hafi leitað inn á okkar markað. Við gætum eins spurt hvort þeir vildu að við færum að selja flug- elda um áramótin," sagði Ragnar. „Ég tel ekki hægt að tala um höf- undarrétt í þessu sambandi, þetta er í raun svo einföld hugmynd. Ég sé ekki annað en þetta sé allt sama tób- akið; happó, lottó og getraunir," sagði Jón Thors í dómsmálaráðu- neytinu. ÆTLA AÐ FARA FRAM Á BÆTUR „Það er ætlun okkar að fá fund með fulltrúum dómsmálaráðuneyt- isins og fara fram á bætur vegna þess hvernig fór fyrir hugmynd okk- ar," sagði Grímur Laxdal. Bæði hann og Einar telja að ráðuneytið hafi lagt stein í götu þeirra á meðan unnið var að sjóðshappdrættishugmynd þeirra og bera fyrir sig áðurnefnda embættismenn. „Þeir viðurkenna að þeir vilji tryggja stöðu Háskóla- happdrættisins gagnvart sam- keppni og það hlýtur að vera óvið- unandi fyrir aðra sem ætla sér inn á þennan markað," sagði Grímur. Hann sagðist telja þann 20% hlut sem greiða ætti til ríkisins nokkurn veginn viðunandi bætur fyrir þá vinnu sem lögð hefði verið í undir- búninginn og fyrir hugmyndina. Einar sagðist ekki útiloka mála- rekstur út af þessu máli ef þeir fengju ekki ágóðahlut af Happó. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.