Pressan - 10.10.1991, Síða 41

Pressan - 10.10.1991, Síða 41
Magna Sveinsdóttir er 22 ára, á lausu og í Bog- mannsmerkinu. Hún af- greiðir í söluturninum Mögnu á Grensásvegi, sem hún á að hluta. Það þarf varla að taka fram að söluturninn er skírður í höfuðið á henni. Hvað borðar þú í morgun- mat? „Rúnnstykki og jóg- úrt." Hefurðu farið á tónleika með GCD? „Já, ég var í Kaplakrikanum og líkaði ágætlega." Lestu Þjóðviljann? „Nei, hann heillar ekki." Læturðu lita á þér hárið? „Já, og það fremur oft." Ertu búin að sjá Termina- tor 2? „Hún er rosalega góð." Hvernig strákar eru mest kynæsandi? „Vel stæltir, dökkhærðir, með sítt hár og brún augu." Ertu hrædd við tann- lækna? „Dauðhrædd." Hefurðu lesið biblíuna? „Nei." Hvað gerir þú á sunnu- dagsmorgnum? „Tek það rólega heima." Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei." Hvað ætlar þú að giftast oft? „Vonandi bara einu sinni." Sefurðu í náttfötum? „Nei." NÆTURLÍFID_______________ Nú er maður hættur að skilja upp eða niður í nokkrum hlut. Enginn Garðar Cortes i Óper- unni og enginn Björgvin Hall- dórsson á Hótel íslandi. Og án þess að það segi neitt um þessa ágætu listamenn þá er sýningin í Óperunni hreint ágæt og sjóið á Hótel íslandi hörkugott. Það skemmtileg- asta við sjóið eru ungu söngv- ararnir, sem flestir standa sig með mikilli prýði. Og lögin eru ekki af verri endanum; allt það besta úr popp- og dægurlaga- flóru íslands. Við mælum ekki oft með þessum sjóum en ger- um það nú. VEITINGAHÚSIN____________ Bestu pizzurnar í bænum eru ennþá í Eldsmiðjunni. Það er reyndar ekki sérstaklega huggulegt að borða þar á efri hæðinni, umhverfið er kalt og hálffátæklegt og gestunum finnst þeir afskiptir, því þjónar og kokkar halda til á neðri hæðinni. Fólk fer því ekki þangað „ut að borða" heldur bara til þess að fá sér eitthvað í svanginn. En pizzurnar eru góðar. Og það er vel hægt að sætta sig við innréttingarnar, þeirra vegna, enda eru pizzur ekki það merkilegur matur að þær eigi skilið einhverja höll. Síðan er alltaf hægt að taka þær með sér heim. tC&wuíku/i aji Föstudaaskvöld: MIKKI REFUR Lauqardaaskvöld BER AÐ OFAN Sunngd, - miðvikgd. PLATO FRÍTT INN ÖLL KVÖLDIN Vampíranlostafullaerleikinaf Cynthiu Bond. JflMES BOND III & SVflRTfl VflMPÍRflN Joel ákuedur ad heimsœkja œskufélaga sinri til New York, eftir aö hafa fengid sig full- saddan af rádríki og ofuernd- un ömmu sinnar. ! stórborg- inni fara félagarnir saman át á lífid og á einum barnum hittir hann fyrir tálkuendid lostafulla, sem leggur snörur sínar þegar fyrir Joel, og hann laöasl að konunni eins og fluga að hrossaskít, þrátt fyrir uiðuaranir uinar síns. í lokin stendur Joel frammi fyrir örlögum sínum og þarf á öllum sínum guðsótta að halda til að halda lífi. Þetta er í stuttu máli sögu- þráður myndarinnar „Freist- ing vampírunnar", sem sýnd er á Kvikmyndahátíð. Og ef einhverjum finnst hann kannast við efniviðinn ætti sá hinn sami að kannast örlítið við nafn leikstjórans, en hann heitir James Bond III. Þetta er þó hvorki Connery, Moore né Dalton, og enn síður Lazen- by, heldur einn af ungu svörtu leikstjórunum í Amer- íku. James Bond III er ungur að árum, ekki orðinn þrítugur, en byrjaði snemma að brjóta sér leið upp einstigið í kvik- myndaheiminum. Hann var 8 ára þegar umboðsmaður kom auga á hann í skólaleik- riti og réð hann umsvifalaust til að koma fram í sjónvarps- auglýsingu. I kjölfarið fylgdu fleiri auglýsingar og síðan hlutverk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann hefur þegar skapað sér ákveðinn sess í banda- ríska kvikmyndaheiminum og kemur nú fram með sína fyrstu kvikmynd og er höf- undur handrits, framleiðandi og leikstjóri myndarinnar auk þess sem hann leikur sjálfur eitt aðalhlutverkið. Að hætti annarra ungra og svartra leikstjóra er mynd James Bond III alsvört; allir leikarar svartir og hið þekkta vampíru-þema er sett í svart borgarumhverfi. MYNDLIST Sigurður Eyþórsson er með myndlistarsýningu í Gallerí Einn einn á Skólavörðustígn- um og sýnir 21 málverk og teikningar, unnin eftir strang- fígúratífum, frjálslegum og hefðbundnum aðferðum. A laugardaginn kemur opnar El- ías Hjörleifsson fyrstu einka- sýningu sína á fslandi i Hafnar- borg í Hafnarfirði. Elías hefur búiö um 27 ára skeið í Dan- mörku, þar sem hann hefur haldið fjölda sýninga, en flutti heim fyrir tveimur árum. Metsölubækur 1. Four Past Midnight eftir Stephen King 2. Burden of Proof eftk Scott Turrow 3. Time Bomb eftir Jonathan Kellerman 4. Sullivan's Sting eftir Lawrence Sanders 5. Longshot eftir Dick Francis 6. Needful Things eftir Stephen King 7. Doomsday Conspiracy eftir Sidney Sheldon & The Women in His Life eftir Barbara Taylor Bradford 9. The Eagie has Flown Fack Higgins 10. Plains of the Passage eftsr Jsar. “ Au«í Vinsozlustu myndböndin 1. Repossessed 2. Sibling Rivalry 3. Bonfire of the Vanitiss 5. Awakenings 6. Evil Destruction 7. Pacific Heights 8. Rainbow Drive 9. Rookie 10. Fast Getaway BÍÓBORGIN Komdu með í sæl- una** j sálarfjötrum*** Að leiöarlokum* Rússlands- deildin* BIÓHÖLLIN Þrumu- gnýr** Oscar* Hörkuskytt- an* Rakettumaðurinn*** Mömmudrengur* Aleinn heima*** HASKÓLABÍÓ Full- komið vopn* Þar til þú komst0 Hamlet *** Beint á ská Z'/i** Alice*** Lömbin þagna*** LAUGARÁSBÍÓ Heillagripur0, Uppí hjá Ma- donnu*** Eldhugar** Leik- aralöggan** REGNBOGINN Kvikmy ndahátíð Listahátíöar i Reykjavik. Gomma af góðum myndum. STJÖRNUBÍÓ Tortim- andinn 2*** Hudson Hawk** Börn náttúrunnar** „ Glœsilegur sérrétta- matseðill“ Borðapantanir í sima 11556 . . . að dýrustu siúklingarnir eru ekki alnæmissjúklingar, heldur líklega þeir sem haldnir eru Munshausen.siúkdómin- um. Hann lýsir sér þannig að þrátt fyrir góða heilsu finnst sjúklingnum hann vera haldinn ótrúlegustu kvillum. Methaf- inn er líklega William Mac- Ilrov sem lést árið 1983 eftir að hafa gengist undir hátt í 400 meiriháttar aðgerðir og kostað breska heilbrigðiskerfið um 2,5 milliónir punda (um 260 milljónir króna). Eitthvað fyrir Sighvat að skera niður. ¥ V ¥ V ¥ ¥ ¥ ¥ Símar 13303-10245 ¥ Komið og njótið góðro veitingo i y þaegilegu og ofslappondi umhverfi.^f Muniðsérstöðu okkartil aðtakd¥ á móti litlum hópum til hvers¥ konar veislu- og fundarhalda.^ Verið velkomin. Startslóik Torlunnar. v NÝTT ÚTLIT - BETRI STAÐUR ¥ ¥VVV**V* *¥ . .. að María mev er ekki sú eina sem hefur fætt sveinbarn þrátt fyrir órofið mevlarhaft. Árið 1988 var drengur tekinn með keisaragkurðl í Bula- wayo. Móðirinn var 15 ára stúlka sem hafði stundað munnleg mðk við unnusta sína tvo. Þegar annar kom að henni með hinum fylltist hann afbrvðigemi. dró upp hníf og stakk stúlkuna í kviðlnn. Læknar telja að með einhverj- um hætti hafi gœði borist á hnífgblaðið og siðan i móður- líf stúlkunnar, þar sem það náði að frióvga egg hennar. ★ Moulin Rouge hvað annað? The Rochwille Trolls leika kántrý rokk um helgina GARÐA KRÁIN Garðatorgi 1 - Garðabæ Sími657676 20 ára 500 kr. BIOIN KOMDU í SÆLUNA Come See Paradise BÍÓBORGINNI Hugguleg saga og Ijúf. Kjörin hjónamynd. ** ÞRUMUGNÝR Point Break BÍÓHÖLLINNI Byssur, brimbretti og temmileg væmni og hasar. Þolanlegt fyrir þá sem þola Patrick Swayze á anr.aö borð.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.