Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 34

Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 / Vogahverfinu, sem nú er eitt daufasta hverfi borgarinnar, iðaði einu sinni allt af börnum. Það var Breióholt síns tima. Og þótt hverfið hafi átt undraskamman blómatíma halda krakkarnir sem ólust þar upp því fram að þeir séu úr Vogunum, — þótt allt venjulegt fólk haldi sjálfsagt að þeir eigi við Voga á Vatnsleysuströnd. voru þeir vaxnir úr grasi og fluttir eitthvert burt, — sjálf- sagt flestir upp í Breiðholt eða farnir í atvinnuleit til Svíþjóðar. Það þurfti heilan menntaskóla til að fylla skarðið sem þeir skildu eftir. Og nú er hverfið orðið eins og hvert annað mið- aldra úthverfi fyrir utan þennan menntaskóla. Og Teitssjoppu, sem þjónar honum jafndyggilega og hún þjónaði Vogaskólanum i gamla daga. En þá voru aðrir tímar. Þá var Teitur sjálfur í Teits- sjoppu. SÉRSTAKT HVERFISSKÁLD Það sem gerir goðsögnina um Vogahverfið líklegri til lífs en til dæmis sögur úr Smáíbúðahverfinu er að Vogahverfið hefur eignast sitt hverfisskáld; Einar Má Gudmundsson. Hann er bú- inn að koma hverfinu á veg- legri sess í bókmenntasög- unni en önnur hverfi austan lækjar geta státað af. Tómas Jónsson, sem breyttist í kjallaraíbúð í Hlíðunum, ógnar einn sessi Vogahverf- isins. 1 bókum Einars Más er sögusviðið Vogahverfið á fyrstu árum sínum. Þá var hverfið að gleypa sveitina sem var þar fyrir. Sumir bæ- irnir voru látnir víkja. Aðrir voru felldir inn í götumynd- irnar, með misjöfnum árangri. ,,Það er með þessa ver- öld, eins og svo oft þegar nýtt er að vaxa og gamalt að hverfa og hlutirnir víxl- ast á ýmsa kanta, að þá er frá mörgu að segja," sagði Einar Már. „Það er hins vegar frekar vafasamt að taka sögurnar mínar sagnfræðilega. Ég hef flutt ýmislegt inn í hverfið og þar fram eftir götum. Vogamenn sem koma að Þai) er sjálfsagt komid ad þuí ad Reykjauík dugi ekki ad eiga bara godsögnina um Vesturbœinn. Þetta hjarta Reykjavíkur er fyrir löngu ad engu orðiö og í raun bara eins og nögl á fingri borgarinnar. Þeir eru einfaldlega allt of fáir sem geta uppfyllt skilyrðin til að geta kallast þriggja stjörnu Islendingar; að vera Vestur- bœingar, sjálfstæðismenn og KR-ingar. Það er því ekki einkenni- legt þótt til séu uð verða aðrar goðsagnir um alll önnur hverfi borgarinnar. Sú sem hefur mestu líkurn- ar til að lifa er goðsagan um Vogahverfið. Stór hluti þess herskara af krökkum sem hverfið fóstr- aði fyrir aldarfjórðungi eða svo heldur því fram að hann sé úr Vogunum. Þessir Vogar, sem krakkarnir eru frá, eru þó varla hverfið, sem nú er eitt dauðasta hverfi borgarinnar, heldur það ástand sem skapaðist þegar heljarins hellingi af barnmörgum fjölskyldum var dembt inn í hverfið. Og þetta ástand hætti eins snögglega og það komst á. Það stóðst akkúrat eins og stafur á bók að þegar loks- ins tókst að byggja nógu stóran Vogaskóla til að rúma alla þessa krakka Ingibjörg Sólrún Gísladöttir Bubbi og Tolli Morthens máli við mig setja þær dálít- ið inn í sína eigin heima. Þeir segja mér að ég eigi við þessa eða hina bygging- una, en enginn nefnir sama húsið." BLOKKIRNAR VORU AÐ SPRINGA UNDAN BÖRNUM En þótt Einar Már muni Vogahverfið sem blöndu nýs og gamals tíma muna aðrir það fyrst og fremst sem eina allsherjar kös af krökk- um. „Það voru börn út um allt. Blokkirnar voru fullar af fjögurra, fimm, sex og sjö barna fjölskyldum. Það var mikið félagslíf, — úti á göt- unni," segir Tolli Morthens myndlistarmaður, sem bjó í Gnoðarvoginum. Snemma á sjöunda ára- tugnum var fjölskyldu- mynstrið annað en í dag. Konurnar unnu heima og dagheimili, dagmömmur og annað þvíumlíkt þekktist ekki í jafnríkum mæli. Upp- eldislegu gildin voru líka önnur. Foreldrarnir tóku ekki sama þátt í uppeldi barnanna og í dag. Þau sáu meira um þetta sjálf og ólu hvert annað upp. Þótt Vogahverfið hafi ver- ið fyrsta hverfið sem byggð- ist upp eftir malbik var nokkurs konar þorpsfílingur á götunum. Það voru krakk- ar í öllum görðum, á öllum leikvöllum og í öllum ný- byggingum og á öllum göt- um. Innan um og saman við voru síðan þorpsfiflin, en af þeim var nóg í Vogahverf- inu. „Hver gata hafði sitt fífl," sagði Friörik Þór Friðriks- son, kvikmyndagerðarmað- ur og fyrrverandi íbúi Karfa- vogs. BETRI BEKKIR OG TOSSABEKKIR Vogaskóli hóf göngu sína í lok sjötta áratugarins. Fyrsta skólahúsið var með átta kennsiustofum. Krakkarnir voru ekki lengi að sprengja þær utan af sér. Þá var byggt við og síðan aftur og aftur. Þegar mest var voru um átta eða níu bekkir í hverjum árgangi og rúm- lega þrjátíu í hverjum bekk, — nema tossabekknum, en þar voru sex til átta af þeim sem voru seinastir tii eða óþekkastir. Vogahverfiö byggðist nefnilega upp fyrir tíma hugmynda um jöfnuð í skól- unum. Þar var alltaf til siðs að skipta krökkunum niður í bekki eftir því hversu góð- ir þeir voru í lestri og reikn- ingi og eins eftir því hversu fínir foreldrarnir voru. Þótt bekkirnir væru skírðir eftir kennurunum (bekkurinn hennar Siggu pútu hét til dæmis SG) lá gamla skipt- ingin í A-, B- og C-bekki þar að baki. En þrátt fyrir vissa stétt- skiptingu innan skólans var enginn sérstaklega fínn í Vogahverfinu, — að minnsta kosti ekki í líkingu við fólk- ið í Laugarásnum. í Voga- hverfinu voru bæjarblokkir við Gnoðarvog, ein- og tví- býlishús í Karfavogi og þar í kring, aðrar blokkir í Ljós- heimum og Sólheimum og milli þeirra voru síðan þrí- og fjórbýlishús. í blokkun- um bjuggu verkamenn og iðnaðarmenn. í minni hús- unum verslunar- og skrif- stofufólk og tekjuhærri iðn- aðarmenn. Þeir sem höfðu mest handa á milli voru flestir nýríkir og höfðu enga hefð í blóðinu til að líta nið- ur á pöpulinn. HÁLFGERT SLÖMM Og Vogahverfið var Breið- holt síns tíma og þar stakk fátæktin ekki svo mjög í stúf. „Ég átti áður heima í Holtunum og var í Æfinga- deild Kennaraskólans. Ég man að einu sinni spurði ein stelpan mig hvort ég ætti bara eina skyrtu. Þegar ég flutti í Vogana spurði mig enginn að þessu og skyrtan mín þótti bara fin. Jón Baldursson Þetta var þannig hverfi; hálfgert slömm," sagði Sig- urður Valgeirsson, starfs- maður bókaútgáfunnar Ið- unnar, fyrrverandi blaða- maður og útgáfustjóri AB. „Þegar skólinn fór í leik- hús pressaði mamma bara brot í skólabuxurnar mínar. Mér létti mikið í fyrstu leik- húsferðinni með Vogaskóla, því flestir mættu bara í pressuðum skólafötum," sagði Sigurður. Þeir sem ólust upp í hverf- inu segjast ekki muna eftir mikilli stéttskiptingu fyrir utan tilburði hjá yfirmönn- um Vogaskóla til að flokka fólk niður. Og þrátt fyrir 1 það hristi skóiinn krakkana saman. Það var helst á meðan hverfið var að byggj- ast að það brast á með blóðugum götubardögum. Og þá stóð enginn krökkun- um úr bæjarblokkunum í Gnoðarvogi snúning. „En við þorðum aldrei í Kampana," segir Tolli Morth- ens. í bröggunum í Kömpun- um voru meiri alvörumenn, sem létu ógnvaldana úr Gnoðarvoginum líta út eins og hverja aðra fermingar- drengi. ENDALAUSAR RÆÐUR HELGA ÞORLÁKSSONAR Vogaskólinn var að sjálf- sögðu þungamiðja hverfisins og þá sérstaklega ein deild hans, Teitssjoppa. Hún var við hliðina á skólanum og beint á móti gamla Háloga- landi. Þar æfðu öll hand- boltalið bæjarins. Það var því stanslaust fjör í Teits- sjoppu, bæði á daginn þeg- ar skólinn var og eins á kvöldin. Teitur réð ríkjum í Teits- sjoppu en í skólanum sjálf- um var það Helgi Þorláks- son sem stjórnaði. Það var sagt um hann að hann gæti lagt heilu raðirnir í rúst með ræðuhöldum. Hann hélt ræðu þegar skólinn hófst, hann hélt ræðu þegar fyrsta snjókornið féll, hann hélt ræðu þegar líða fór að jólum og hann hélt ræðu af minnsta tilefni. Ef hún stóð yfir í skemmri tíma en tvær klukkustundir kallaðist hún ávarp. Og Helgi reyndi á þol nemenda sinna á fleiri vegu. Um hver jól voru sett- ir upp helgileikir með gríð- arlega stórum kórsenum, enda var nóg af börnum í skólanum til að fylla kórinn. Þessir helgileikir stóðu yfir í um tvær klukkustundir og þeim var ekki hætt þótt liði yfir nokkra úr kórnum, þar sem þeir stóðu á pöllum og þurftu að halda á kerti í út- réttri hendi út alla sýning- una. SAMKEPPNI ÁRELÍUSAR VIÐ SIGURÐ HAUK Af kennurunum var Arel- íus Níelsson einna mest áberandi. Hann kenndi kristinfræði og notaði tím- ana sem einskonar PR fyrir fermingarundirbúninginn. Hann beitti bæði hótunum og blíðmælgi til að fá krakk- ana til að fermast hjá sér. En það var töpuð orrusta frá upphafi. Með Árelíusi í Langholts- kirkju var Sigurður Haukur Guðjónsson, sem var feiki- lega vinsæll. Á sama tíma og Árelíus var að ferma fjóra eða fimm fermdi Sig- urður Haukur 150. Sigurður Haukur var allra Stefán Jón Hafstein Eirikur Hauksson presta opnastur fyrir nýj- ungum. Hann hélt popp- messur og hann leyfði meira að segja Jóni Maó að lesa upp úr Rauða kverinu í kirkjunni. Jón Maó hafði áð- ur lesið upp úr því íkiæddur kínaslopp af þakinu á Teits- sjoppu, hvort sem það var vegna þess að hann fékk ekki inni í sjoppunni eöa taldi að boðskapur sinn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.